Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.02.1996, Blaðsíða 10
10 LANPBÚNAPUR Fimmtudagur 29. febrúar 1996 f p Lverneland Frá bœnum Fribarstöbum í Hveragerbi, en þar hefur verib stundub vistvæn grœnmetisrœkt. Kverneland plógurinn hefur unnið 20 heimsmeistarakeppnir í plægingum. Við bjóðum öll jarðvinnslutæki frá Kverneland, svo sem: Allar stærðir af plógum frá 2 til 12 skera. Pantiö tímanlega fyrir voriö Leitió nánarí upptýsinga. Brynjólfur Sandholt yfirdýralœknir flutti erindi á ráöunautafundi: Reglur um eftirlit með lífrænni framleiðslu Ingvar Helgason hf. vélasala Sævartiöföa 2, SÍMI 525-8000 Aö undanförnu hefur veriö vaxandi áhugi meöal bænda hér á landi á ræktun lífrænna og vistvænna iandbúnaöaraf- uröa, en eftirspurn eftir líf- rænt ræktuöum afuröum hef- ur fariö mjög vaxandi á allra síöustu árum. Markaösverö þessara afuröa er hærra og þær eru markaössettar meö ábendingum þar sem fram kemur aö þær séu framleidd- ar á lífrænan hátt. Evrópu- sambandiö og fleiri hafa sett fram reglur um framleiöslu og merkingu þessara afuröa og eftirlit meö ræktuninni. Brynjólfur Sandholt yfirdýra- læknir flutti fyrirlestur um þetta mál á rábunautafundi, sem haldinn var nýlega, og geröi þar grein fyrir í hverju eftirlit er fólgið, miðab viö þær reglur sem settar hafa verib um þessa framleiðslu. Brynjólfur segir aö öll fram- leiðsla lífrænna afuröa verði að uppfylla skilyröi, sem sett eru í löggjöf viðkomandi lands, til þess að geta merkt framleiðslu sína sem lífræna. Framleiöend- ur geti síðan sett strangari skil- yröi og merkt framleiöslu sína í samræmi viö það, en þó aðeins eftir að hafa tilkynnt opinber- um yfirvöldum kröfur þar aö lútandi. Þá skal framleiðandi, sem hyggst taka upp framleiðslu líf- rænna afuröa, tilkynna eftirlits- aöila þaö. í framhaldi af því skulu framleiöandi og eftirlits- aðili gera skýrslu um fram- leiösluaöferöir sínar og staði, ásamt aðstöðu fyrir vinnslu og pökkun afurðanna. Framleiðanda er skylt að til- kynna eftirlitsaöila árlega fyrir ákveöinn dag framleiðsluáætl- un sína. Hann skal halda skýrslu sem gerir eftirlitsaðila kleift að átta sig á uppruna, eðli og magni hráefnis, sem keypt er, og notkun þess. Einnig sé honum skylt að færa skriflega skýrslu um alla sölu afurða frá búinu. Eftirlitsaðilinn skal framkvæma fullkomið eftirlit á staðnum, a.m.k. einu sinni á ári, auk eftirlitsferða sem ekki er tilkynnt um fyrirfram. Að því loknu skal eftirlitsaðilinn rita skýrslu, sem framleiðand- inn skrifar einnig undir. Eftirlitsaðilinn getur bæði verið opinber aðili eða einkaeft- irlitsaðili, en þarf þá að hafa hlotið viðurkenningu opinbers valds. Einungis er heimilt að merkja, auglýsa og dreifa líf- rænt framleiddum landbúnað- arafurðum að því tilskildu að framleiðslu- og vinnustaðir hafi verið undir eftirliti viður- kenndrar vottunarstofu. Land- búnaðarráðherra veitir vottun- arstofu starfsleyfi að fenginni faggildingu Löggildingarstof- unnar og gildir slíkt leyfi í fimm ár. -PS Sláturfélag Suöurlartds: Hakkabollur bætast í 1944 fjölskylduna Sláturfélag Suöurlands, sem framleiðir fljótlegu 1944 rétt- ina, hefur sett nýjan rétt á markaöinn, Hakkabollur í brúnni sósu meö kartöflu- mús, en þama er um aö ræöa rétti sem tilbúnir em á nokkr- um mínútum og hægt er aö hita í hvort sem er örbylgju- ofni eöa venjulegum ofni. Verðið á nýja réttinum er kr. 349 en verð á öðrum réttum er allt niður í 139 krónur. í frétt frá SS kemur fram aö meö mjög vönduðum framleiðsluaðferö- um er gert kleift að bjóða upp kælda ekki frosna rétti þar sem ferskleiki matvælanna er tryggður. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.