Tíminn - 09.03.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.03.1996, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 9. mars 1996 Ragnar Ingi Aöalsteinsson, kennari og rithöfundur, tók sér fjögurra ára hlé frá kennslu til húsverka og ritstarfa. Hann fylgdi þá konu sinni til Banda- ríkjanna þar sem hún stundaöi nám en hann stundaöi upp- vask meöfram því aö skrifa 4 bækur. Nú hefur afrakstur út- legöarinnar komiö út, ljóöa- bók, skáldsaga, skólaútgáfa af Eiríks sögu víöförla, og nú síö- ast kennslubækur í bragfræöi sem komu glóövolgar úr prent- smiöjunni meö sendli upp í Grafarvog í miöju viötali Tím- ans viö Ragnar. „I>að var ógurlega gaman aö vera þarna úti. Ég náttúrulega sá um uppvaskið, tiltektina og elda- mennskuna og var alveg í eld- húsinu en þaö gafst heilmikið tóm með því og þá skrifaði ég þessar bækur." Ragnar hefur kennt bragfræöi í grunnskólum en lengi vel var bragfræðikennslu lítið sinnt í skólunum. Hann segist þó veröa var við meiri áhuga á að kynna unglingum þetta tjáningarform undanfarin ár. Áður hefur Ragn- ar skrifað kennslubækur í brag- fræði fyrir grunnskóla og fram- haldsskóla en hinir nýútkomnu Suttungur 1 og 2 eru mun ýtar- legri en fyrri bækurriar, og fylgja þeim auk þess kennsluleiöbein- ingar og ítarefni. „Vegna þess aö það er fullt af fólki sem myndi gjarnan vilja kenna þetta í gmnnskólunum en kann þetta bara ekki sjálft og er þar af leið- andi ragt við aö fara út í það." Ragnar fer lítið út í þau fjöl- mörgu afbrigöi sem til em af þekktustu bragarháttunum enda segir hann slíkt einkum vera fyr- ir fræðimenn. „Sérstaklega í ljósi þess að allir okkar þekktustu hag- yrðingar á íslandi hafa ekki hug- mynd um hvað bragarhættirnir heita." Hinir fornu hættir em þó ekki með öllu sniðgengnir í bókunum en Ragnar setti m.a. upp vísu undir málahætti. „Ég veit ekki til þess að nokkur maöur hafi ort undir málahætti síðan aö Atla- mál hin grænlensku vom ort á Grænlandi fyrir a.m.k. 800 ár- um." Háð var hörð rímma; eitm sem hart barðist undan snöggu höggi féll í snjótraðkið. Sárt var brún bólgin brostinn augnsvipur; taumar blóðs léku um tœttar skjólflíkur. Ragnar segist hafa leyft sér þessa ósvinnu að yrkja undir málahætti en tilefniö var ferð söguhetju bókarinnar út á lífiö. Þarna er því ort um unglinga aö berjast á Lækjartorgi en ekki bændur á landnámsöld sem em nú tíðari gestir í vísum undir Hagnaöur af rekstri lands- bankans varö um tvöfalt meiri í fyrra en áriö áöur, eöa ríflega 650 milljónir fyrir skatta, en rúmar 350 milljónir eftir aö skattar höföu veriö reiknaöir. En þar sem bank- inn átti ríflega 3.230 milljónir króna í yfirfæranlegu skatta- legu tapi um áramót mun hann ekki greiöa tekjuskatt á árinu. Bætt afkoma mun ekki sýst að þakka 500 milljóna króna lækk- un framlaga í afskriftareikning málahætti. I Suttungi er ungum gmnn- skólanema sem heitir Falur fylgt eftir. í fyrra heftinu er hann aö vesenast í skólanum en í seinna heftinu fær hann að fara með frænda sínum, sem er í fjölbraut, út á lífið um helgi á laugardags- kvöldi þegar allt er í fullu fjöri. útiána, niður í 1,5 milljarða á síðasta ári. Alls hefur Lands- bankinn afskrifaö nær 10 millj- arða af töpuðum útlánum á sl. sex árum (sem samsvarar t.d. um 1/6 allra núverandi innlána) og búist er við að enn þurfi að leggja verulegar fjárhæðir til hliðar vegna útlánataka á yfir- standandi ári. Eigið fé bankans var um 6,2 milljarðar í árslok og eiginfjárhlutfallið tæplega 9,4% sem er vel yfir 8% skyldulág- markinu. Landsbankinn hafði um 4,2 milljarða hreinar vaxta- Þab er á því kvöldi sem Fali þykir ástæba til að notfæra sér mála- háttinn til að yrkja um þá sjón sem fyrir augu hans ber niðri í bæ þar sem hann skoðar skemmtanalífið í fylgd Vals, eldri frænda síns. Það er þó ekki málahátturinn sem Ragnar vill helst kenna tekjur á árinu. Vaxtamunur hækkaði 3,9% úr 3,8% árið áð- ur, sem bankastjórnin skýrir með breyttri samsetningu út- lána. Heildarinnlán í Landsbanka námu 70,6 milljörðum að verb- bréfaútgáfu meötalinni, en 60,4 milljöröum án þeirra. Þar af námu spariinnlán um 40,5 milljörðum og höfðu aðeins aukist um 0,9% á árinu, eða nærri helmingi minna en verð- bólgan. Útlánin stóöu í 77,9 milljörðum í árslok. ■ nemendum sínum heldur álítur hann að fornyrbislagið, sem not- að er í eddukvæðum, myndi henta ungu fólki einna best enda mun auöveldara en ferskeytlan sem sé að mörgu leyti þrælsnúin. -En nú glymja vísur undir forn- yrðislagi ekki á hlustum unglinga í dag, meirí líkur á að þau hafi rekist á einhverjar ferskeytlur um œvina, er ekki alveg vonlaust að œtla að þroska með þeim brageyra fyrir fomyrðislagi? „Nei. Ég hgf tekið við bekk árið sem þau fermast, þegar þau hafa ekki kunnað staf í bragfræöi og þau taka bara því sem að þeim er rétt. Þau hafa gaman af þessu og þau yrkja ferskeytlur alveg ferð- ugt að vori. Ef þeim yrði kennt fornyrðislag myndi það ná- kvæmlega sama gerast, nema að ég held að þau yrðu heldur fljót- ari að því." Ragnar, sem sjálfur ólst upp við sífelldan kvebanda í kringum sig og er m.a. bróbir eins þekkt- asta hagyrðings landsins, Há- kons Abalsteinssonar, hefur eng- ar áhyggjur af því að ekki sé hægt ab kenna vídeókynslóðinni að kasta fram stökum þegar við á þrátt fyrir allt það afþreyingar- efni sem glepur og gleöur ung- linga í dag. „Hér í skólanum hef ég fengið nemendur sem eru reglulega snöggir hagyrðingar." Þessir nemendur virðast hafa meðtekið reglurnar eins og hver annar 19. aldar íslendingur og segir Ragnar ab vísum sé jafnvel kastað fram óforvarindis í kennslustundum. „Einhvern tímann um þetta leyti árs var voða gott veður, snjór yfir öllu og þau voru að væla í mér um að fá að fara á skíði. Og ég sagði þeim að búa til vísu og fara með til yfirkennar- ans en hún er góbur hagyröingur og gift snjöllum hagyröingi, og ég vissi að þetta var..." -leiðin að hjarta hennar... „já, og sagði ef þið getið búið til góða vísu þá skulum við skoða málið aftur. Þau settust niður og smelltu saman vísu og hún var þrælgób." -Manstu hana? „Nei. Því miður hún týndist. En þegar hafði verið staðfest að þau hefðu gert hana hjálparlaust þá fengu þau frí. Yfirkennarinn steinlá fyrir þessu. Það var einu sinni nemandi, svona gaur sem var hér, sem velti svona upp úr sér vísu og allt saman rétt. Hann orti þá um bekkjarsystur sínar þegar þær voru aö fermast: Stúlkur sátu í stólum þétt, stórar gerðust eyðslur. Fyrir pottþétt permanett og púkalegar greiðslur. Þetta bara rann upp úr honum. í bekknum á eftir honum voru tveir drengir sem ortu vísu um þann þriðja sem mér hefur lengi verið minnisstæð. Þab var inní tíma, ég fékk aldrei að vita tilefn- ið enda hefur þab sennilega verið eitthvað sem átti ekki að fara hátt. Þetta var á mánudegi og 1 eitthvað mjög merkilegt hafði gerst um helgina: Einu 'sinni eyrnamerg Elli fékk að smakka. Gargaði ígríð og erg, gleymdi svo að þakka. Þetta fannst þeim svona rosal- ega fyndiö. Þá hafði einhver lent á fyllerí. Svo var einn í 8.bekk sem orti þessa vísu, þá staddur á skíðahóteli: Nú er rigning, rosafjör, rafmagnað er veðrið. Valið get ég verrí kjör, vöknar höfuðleðrið. Ragnar segist ekki ætlast til þess að hann útskrifi nemendur sína sem skáld en fyrst og fremst ætlist hann til þess ab þegar þau fari frá skólanum að þau þekki eins og skot hvort vísa er rétt eða rangt gerð og geri því miklu meiri kröfur til nemenda sinna en t.d. höfundar dægurlagatexta. Miöað vib reynslu Ragnars geta hagyrðingar því veriö bjart- sýnir á að þessi hefð aö kasta fram stökum verði ekki jörðuð með þeirra kynslóð. Vídeókyn- slóðin hafi alla burði til að halda lífi í henni. -LÓA © ím wrkni wni:ímwni:íniini-Krií: ® Hagnaöur Landsbankans tvöfaldast milli ára, í 650 milljónir í fyrra: Landsbankinn á 3.230 m.kr. í ónotuðu skattalegu tapi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.