Tíminn - 09.03.1996, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.03.1996, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 9. mars 1996 STÍGAMÓT tóku til starfa á al- þjóölegum baráttudegi kvenna 8. mars áriö 1990. Frá stofnun samtakanna hafa alls 1949 einstaklingar leitaö til Stíga- móta. Um það bil þriðjungur leitar þangaö vegna nauögun- ar og um tveir þriðju vegna sifjaspella. Yfir 90% eru konur. Á síðasta ári leituðu 283 ein- staklingar sér aðstoðar hjá Stígamótum í fyrsta sinn sem jafngildir því að eitt nýtt mál berist þangað að jafnaði á hverjum virkum degi ársins. Upphafib Þann 8. mars árið 1989 ákváðu konur frá fjölda kvennasamtaka og félaga að helga daginn baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi á íslandi. Ýmsir hópar kvenna höfðu starfað að þessum málum áður og höfðu þeir forgöngu að samstarfinu. Hóparnir kynntu starfsemi sína á fjölmennum baráttufundi sem haldinn var í Hlaðvarpanum þennan dag. Þessir hópar voru Barnahópur Kvennaathvarfsins, Ráðgjafar- hópur um nauðgunarmál, Kvennaráðgjöfin og Vinnu- hópur gegn sifjaspellum. A Hlaðvarpafundinum árið 1989 var samþykkt að stofna samtök kvenna gegn kynferð- islegu ofbeldi. Vegna starfs hópanna sem áður er minnst á þóttust konurnar vita að spurningin væri ekki hvort þörf væri fyrir hendi fyrir frek- ari þjónustu fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis, heldur hvernig væri best aö mæta henni. Markmib samtakanna var því að koma á ráðgjafar- og upplýsingamiðstöð fyrir konur og börn sem verba fyrir kyn- ferðisofbeldi og byggja í starfi á starfsreynslu og hugmynda- fræði ofangreindra sjálfboða- liðahópa. Fjárveiting til starfsins fékkst á fjárlögum ársins 1990. Stíga- mót hófu síöan starfsemi 8. mars 1990. Umdeildir starfs- hættir Frá því ab Stígamót tóku til starfa má segja ab umræðan um kynferðislegt ofbeldi hafi komið upp á yfirborðiö og al- mennt er nú viðurkennt að kynferbislegt ofbeldi sé alvar- legt vandamál. Þannig virðast allir sem til þekkja vera sam- mála um að brýn þörf sé fyrir samtök eins og Stígamót. Á hinn bóginn eru ekki allir sátt- ir við þá hugmyndafræði sem hefur orðið ofan á í starfi sam- takanna og hvernig starfshætti þau hafa tileinkað sér. Nokkrar af þeim konum sem voru virkar við stofnun Stíga- móta drógu sig út úr starfinu skömmu eftir að Stígamót tóku til starfa vegna óánægju með vinnubrögðin sem urðu ofan á. Konur sem þekkja til ráðgjafarstarfs við konur sem hafa orðið fyrir nauðgun, bæði hérlendis og erlendis, eru sum- ar á þeirri skoðun að hjá Stíga- mótum sé ekki nægilega gætt að því að hjálpa konunum til að vinna sig í gegnum atburð- inn með það að markmiði að öölast sjálfsöryggi og sjálfs- traust ab nýju. Þeim þykir sumum að konurnar séu of lengi undir verndarhendi sam- takanna og telja jafnvel að ein- hverjar þeirra verði „háðar" samtökunum og þeirri sam- kennd sem þær finna þar. Þær segja dæmi vera til um að kon- ur séu árum saman í tengslum við Stígamót og eigi erfitt með að slíta sig frá þeim. Konurnar gagnrýna einnig harölega að ekki hafi tekist að ná sátt við Neyðarmót- töku fyrir þolendur nauðgana um að starfskonur Stíga- móta komi þar að. Þær segja slíkt fyrir- komulag tíðkast er- lendis og þykja gefa góða raun. Þá eru ekki allir sannfærðir um að rétt sé ab taka fremur mið af því hvort konur hafi orð- ið sjálfar fyrir kyn- ferðisofbeldi en menntun við ráðn- ingu starfsfólks. Staöur fyrir þol- endur Guðrún Jónsdóttir, félags- ráðgjafi hefur starfað hjá Stíga- mótum frá upphafi og er sú sem hefur átt mestan þátt í að móta það. Gubrún segir það rétt að margar konur haldi tengslum við samtökin árum saman en hún er ekki sammála því að það sé endilega neikvætt. „Mér finnst það vera mikill misskilningur. Stígamót eru staður fyrir þolendur kynferði- sofbeldis. Þeir nota þá þjón- ustu sem hér er í boöi eftir því sem þeir þurfa á að halda. Stígamóta og þeim afhentur bæklingur frá Stígamótum. Trúnaöur gagnvart þolendum Gubrún Jónsdóttir segir mikið hafa ver- ið gert til að reyna að ná sáttum við Neyð- armóttökuna þótt það hafi því miður ekki tekist. „Það sem gerðist þar var að hingað leitaði ung stúlka sem hafði farið á lögreglustöðina og kært nauðgun. I staö þess ab fara með hana í Neyðar- móttökuna lokaði lögreglan hana inni í fangaklefa í 10 klukkustundir. Stúlkan og fjöl- skylda hennar leituðu hingað og vildu koma á framfæri óánægju sinni með þessi vinnubrögð, sem okkur fannst mjög eðlilegt. Móðirin og dóttirin sögðu frá reynslu sinni í fjölmiðlum. Þegar við vorum síðan spurðar álits þá sögðum við að sjálfsögðu að þetta væru óásættanleg vinnu- brögð. Þetta olli miklu uppþoti hjá þeim sem voru samstarfs- aðilar að Neyðarmóttökunni Cubrún Jónsdóttir. Cuörún Jónsdóttir, starfskona Stíga- móta segir aö sér hafi ekki oröiö á nein mistök varöandi mál þeirra kvenna sem ásaka biskup Islands um kynferöislega áreitni. Hún segir þjóöfélagsumrceöu undanfarinna vikna sýna aö fordómar gagnvart þolendum kynferöisofbeldis hafí lítiö minnkaö frá því aö Stígamót voru stofnuö fyrir sex árum. Cuörún segist hafa miklar áhyggjur af kynferö- islegu ofbeldi í samfélaginu og þœr áhyggjur œttu aö vera áhyggjur samfé- lagsins alls. Kynferöisleg áreitni meiðir og lítillækkar Sumar konur leita hingað aftur síðar á lífsleiðinni ef eitthvað annað kemur upp í þeirra lífi sem þær vilja ræða og fá stuðn- ing út af. Ég met það mikils að okkur skuli hafa tekist að vera í tengslum við jafn margar kon- ur frá fyrri árum og raun ber vitni. Það segir mér að það sem þær hafa fengið hér, hefur reynst þeim vel. Mér finnst það ekki bera vott um að þær séu háðar að neinu leyti." Grasrótin virkar Stígamót eru óformleg gras- rótarsamtök kvenna og allir starfshættir þeirra markast af því. Sérstakur framkvæmda- hópur, skipaður fulltrúum frá Kvennaráðgjöf, Kvennaat- hvarfi og fulltrúum leiðbein- denda í sjálfshjálparhópum Stígamóta ásamt fulltrúa starfskvenna Stígamóta, tekur ákvarðanir í stefnumarkandi málum og hefur stjórn á fjár- málunum. Tekjur Stígamóta eru opinberir styrkir frá ríki, nokkrum sveitarfélögum, ein- staklingum og fyrirtækjum svo og eigin fjáröflun. Grasrótar- hreyfingar eru oft gagnrýndar fyrir að starfa ómarkvisst og þar ríki ringulreið og óreiða. Guðrún telur hins vegar að þessir starfshættir hafi reynst vel í starfi Stígamóta. Hún lýs- ir þeim þannig: „Við höfum reynt að byggja upp starf á jafnræðisgrund- velli. Hér em ekki sérfræðingar að meðhöndla konur heldur em hér konur ab ræðast við um kynferðisofbeldi fyrst og fremst og hvernig það hefur sett mark sitt á líf þeirra. Hér eru alltaf starfandi konur sem hafa sjálfar þessa reynslu eöa hafa langa reynslu af því að starfa á jafnræðisgrundvelli. Hér tíðkast lýðræðisleg vinnu- brögð að því leyti að það er enginn valdastrúktúr meðal starfsmanna og engin starfs- heiti. Við erum allar jafnábyrg- ar og allar á sömu launum, án tillits til starfsreynslu, mennt- unar eða annars slíks. Mörgum úti í samfélaginu finnst erfitt að skilja svona vinnubrögð og finnst að þau hljóti að leiða af sér lausung. Það er alls ekki rétt." N eyða r m ótta ka n Þegar Neyðarmóttaka vegna nauðgunar var stofnuð á Borg- arspítalanum árið 1993 var ætlunin að Stígamót tækju þátt í starfseminni með því að veita þolendum stuðning strax eftir nauðgun. Samstarfi Stíga- móta og Neyðarmóttökunnar lauk hins vegar um mitt árib 1994 en félagsráögjafar og sál- fræðingar veita nú þolendum stubning og rábgjöf. Gubrún Agnarsdóttir, yfir- læknir á Neyðarmóttökunni segir að ólíkar starfsaðferðir hafi leitt til þess að beinni þátttöku Stígamóta lauk. „Þessir aðilar byggja á ólík- um starfsaðferðum að því leyti að á Neyðarmóttökunni starfar fagfólk en Stígamót em sjálfs- hjálparhópur sem hefur unniö þarft starf á sinn hátt. Ekki er víst að starfsaðferðirnar fari alltaf saman en mikilvægast er að framlag þessara tveggja að- ila, Neyðarmóttökunnar og Stígamóta, nýtist skjólstæð- ingunum sem best." Guðrún vill ekki segja til um hvað það var í starfi Stíga- mótakvenna sem starfsfólk Neyðarmóttökunnar var ósátt við en segir aðeins að starfið hafi verið unnið á ólíkum for- sendum og ekki veriö full sátt um alla þætti þess. Hún segir að öllum sem leita til Neyðarmótökunnar sé bent á þann möguleika að leita til en þeim fannst við hafa brotið trúnað gagnvart sér. Þá kom upp þessi spurning, gagnvart hverjum höfum við trúnað, gagnvart einhverjum starfs- hópum eða fagaðilum úti í bæ, eða gagnvart því fólki sem Ieit- ar hingað? Fyrir okkur var það ekki spurning, trúnaðurinn er gagnvart þeim sem leita hing- að." Brutum ekki trúnab gagnvart biskupi Tölvunefnd hefur beðið Stígamót um skýringar á því hver stefna þeirra sé gagnvart því ab gefa upp nöfn meintra ofbeldismanna. Tilefnið er að Gubrún Jónsdóttir staðfesti í fjölmiðlum að til hennar hefðu leitað konur vegna áreitni af hálfu biskups. -Var þetta einstakt tilfelli eða er um að rœða nýja stefhu hjá ykkur? „Þegar konur leita hingað og óska eftir því að við staðfest- um, ef við verðum spurðar af fjölmiðlum, að þær hafi leitað hingab og hvers vegna er um tvennt ab velja. Annað hvort að standa með þessum konum og sýna okkar stuðning með því ab verða við þessari ósk eða að við segjum nei, okkar holl- usta er gagnvart hinum meinta ofbeldismanni." -En er þá ekki hcetta á að þið verðið misnotaðar til að koma höggi á einhverja menn? „Nei. Ef konurnar hefbu beb- ið okkur um að opna þetta mál hefðum við ekki gert það. í þessu tilviki var málið búið ab vera í fjölmiölum í hálfan mánuð þegar þær leituðu til Stígamóta með þessa beiðni. Þá var búib að staðfesta í við- tölum við formann siðanefnd- ar prestafélagsins í fjölmiðlum ab þessi mál hefðu komið inn á borb til þeirra. Það kom fram að um var að ræða þrjár konur og nefnt nafn þess sem þær ásaka. Þess vegna finnst mér erfitt að tala um trúnaðarbrest í þessu sambandi." -/ Ijósi niðurstaðna skoðana- könnunar Tímans þar sem 68% þeirra sem taka afstöðu segjast ósáttir við framgöngu Stígamóta í málinu telurðu þá að ykkur hafi orðið á mistök í umfjöllun um þetta mál? „Nei" -Hvaða skýringar telurðu lík- legar á þessari niðurstöðu? „Ég hef ekki hugmynd um það." Kynferðisleg áreitni er alvörumál -Eftir að mál biskuþs komst í hámceli íþjóðfélaginu hefur mik- il umrceða verið um kynferðis- lega áreitni. Margir hafa sagt, kannski bceði í gamni og alvöru, að þeir viti ekki lengur hvar mörkin liggja á milli eðlilegs daðurs annars vegar og kynferð- islegrar áreitin hins vegar og þori ekki lengur að renna hýru auga til hins kynsins. En er hcegt að skilgreina kynferðislega áreitni? „Eg held að allir sem hafa hugleitt þetta í alvöru gangi út frá því sem útgangspunkti að það teljist kynferðisleg áreitni þegar snertingar eru kynferðis- legs eölis og þú vilt þær ekki. Ég vann um tíma á vinnustað þar sem karlmaður kom aftan að mér og tók utan um brjóst- in á mér. Fyrir mér var þetta kynferðisleg áreitni, þetta var eitthvað sem ég vildi ekki og ég sagbi það en þab dugði ekki til. Ef mér hefði fundist þetta spennandi hefði þetta hins vegar verið allt í lagi. Kynferð- isleg áreitni er eitthvað sem meiðir viðkomandi eða hann upplifir sem lítillækkun. Það er mannréttindabrot að fá ekki að hafa líkama sinn í friði. Allt kynferðislegt ofbeldi í hvaða formi sem það er, er alvarlegt. Það er ekkert til að gera grín að. En það að segja að karlmenn megi ekki lengur daðra við konur er álíka fáránlegt og að segja ab feður megi ekki lengur halda á börnunum sínum." Sé ekki nauðgara í hverjum karli í umræbunni um mál bisk- ups hafa heyrst raddir sem segja starfskonur Stígamóta vera hálf móðursjúkar konur sem sjái misyndismann í hverjum karlmanni. Ein kona sem rætt var við og starfaði að þessum málum í tíu ár sagðist veröa að viðurkenna að hún hafi upplifað þessa tilfinningu. Hvað segir Guðrún við þessari gagnrýni? „Ég get sagt þér eins og er. Fyrst þegar ég fór að setja mig inn í þessi mál fékk ég þessa tilfinningu sterkt. Ég horfði á karlmenn með þessa spurn- ingu í huga: Hvað skyldi hann hafa gert? En þetta var bara tímabil. Síðan fer maður að sjá það að sem betur fer er þab að- eins eirihver ákvebinn hluti karlmanna sem fremur kyn- ferðislegt ofbeldi. Ég tel mig ekki yfirfæra yfir á alla karl- menn það sem ég verð áskynja um einstaka karlmenn. Ég vil því ekki fallast á það að hér ríki karlahatur. Við höfum hins vegar miklar áhyggjur af því hvað það er erfitt að taka á þessum málum og hafa þau áhrif ab þeim fækki. En það mega ekki vera aðeins okkar áhyggjur heldur áhyggjur sam- félagsins alls." -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.