Tíminn - 20.03.1996, Side 3
Mi&vikudagur 20. mars 1996
Sjúkrahúsasparnaöarnefnd: Hátúni lokab, brábarúmum breytt í endurhœfingarrúm og tugir sjúklinga fluttir heim:
Fjárhagslegur ávinningur fæst
einungis með fækkun bráðarúma
Á þribja tug tillagna um
sparnab í rekstri meö aukinni
samvinnu og breytingu á
vinnuferlum er afraksturinn
af starfi nefndar sem heil-
brigöirá&herra, Ingibjörg
Pálmadóttir, skipa&i í janúar
sl. til aö vinna aö bráöabirgöa-
tillögum um hagræ&ingu og
sparnað með auknu samstarfi
og verkaskiptingu sjúkrahús-
anna í Reykjavík og Reykja-
nesi. Nefndinni var m.a. faliö
aö aðstoða stjórnir sjúkrahús-
anna viö aö ná fram 200 millj-
óna kr. sparnaði á útgjöldum
þessara fjögurra sjúkrahúsa á
yfirstandandi ári.
„Gengið er út frá aö breyting
úr bráöarúmum (30.000 kr./
legud.) í endurhæfingar/lang-
legurúm (13.000 kr./legud.) hafi
í för meö sér tilsvarandi fækkun
bráðarúma. Fjárhagslegur
ávinningur fæst ekki með öðru
móti. Einnig er gengið út frá að
tvær öldrunardeildir í Hátúni
flytjist á Landakot og Hátúni
verbi lokað. Gert er ráð fyrir að
um 20 sjúklingar geti flutt heim
Kristbergur
á Sólon
Laugardag-
inn 23. mars
hefst sýning
á málverkum
eftir Krist-
berg Ó. Pét-
ursson á Sól-
on íslandus í
Bankastræti.
Verkin á sýn- Kristbergur
ingunni eru frá dvöl lista-
mannsins á norrænu lista-
mannastööinni í Sveaborg í
Finnlandi á sí&asta ári.
Verk eftir Kristberg eru einnig
til sýnis um þessar mundir á
Kaffi Óliver í Bankastræti og í
húsnæði Hafnarfjarðarleikhúss-
ins við Vesturgötu í Hafnarfirði.
sem ekki þyrftu að vera inni á
öldrunar/langlegudeildum ef
þeir fá sjúkrahústengda heima-
þjónustu eða aukna heima-
hjúkrun frá heilsugæslu eða
sjálfstætt starfandi hjúkrunar-
fræðingum", segir nefndin í
dæmi um tillögur sem kosta
mundi 110 milljónir ab hrinda í
framkvæmd en ættu að geta
skilað 230 milljóna sparnaði.
Almennt segist nefndin, í til-
lögum sínum, hafa gengið út frá
þeim forsendum að hagkvæm-
ara sé að hafa sjaldgæfa og
flókna þjónustu á sjúkrahúsun-
um í Reykjavík og einfaldari og
algengari þjónustu á sjúkrahús-
unum í Hafnarfiröi og Keflavík.
Mikilvægt sé að finna smærri
sjúkrahúsunum hlutverk sem
hagkvæmt sé út frá þjóðhags-
legu sjónarmiði. Verkaskipting
verði skerpt á sjúkrahúsunum í
Reykjavík og hugmyndir um
enn frekari verkaskiptingu lagð-
ar fram til skoðunar.
Að taka upp sjúkrahústengda
heimaþjónustu er meðal nýj-
unga sem nefndin leggur til. Þar
er átt við að hjúkrunarfræðing-
ar, læknar og annað fagfólk
þjónusti í heimahúsum fólk
sem annars væri á sjúkrahúsum.
Er m.a. lagt til að þess háttar
meöhöndlun verði hafin gegn
húðsýkingum og blóðsega.
Lagt er til að augndeild
Landakots verði flutt í Fossvog.
Að hagkvæmni þess að sameina
þvottahús sjúkrahúsanna fjög-
urra verði skoðuð betur. Að
miðstöð krabbameinslækninga
verði á Landsspítalanum. Að
undirbúið veröi aö færa heim
aðgerðir sem augljóslega sé hag-
kvæmt að gera hérlendis.
Þá er lagt til að hópur sér-
fróðra aðila vinni að endur-
skipulagningu og geri tillögur
um hvernig bæta megi nýtingu
skurðstofa. Tímabundnir þjón-
ustusamningar verði gerðir við
sjúkrahúsin til að stytta biðlista
fyrir liðskiptaaðgerðir og háls-
kirtlatöku, en til þess þurfi sér-
staka fjárveitingu.
Sömuleiðis er lagt til að skipu-
lega verði unnið að staðlaðri
meðferð, kjörmeðferð, ákveð-
inna sjúklingahópa allt frá inn-
lögn til útskriftar til að reyna að
koma í veg fyrir „undirmeð-
höndlun" jafnt og „ofurmeð-
höndlun". Mönnunarmódel
starfsfólks verði yfirfarin og
vinnuhlutfall sérfræðinga,
lækna, hjúkrunarfræðinga og
annarra starfsmanna veröi end-
urskoðað með tilliti til hags-
muna stofnananna. „Við vænt-
um þess að þessar bráðabirgða-
tillögur, hugmyndir ásamt
dæmum verði skoðaðar af heil-
indum og gagnrýndar á mál-
efnalegan og faglegan hátt", eru
lokaorð nefndarinnar. Formað-
ur hennar er Sigríður Snæ-
björnsdóttir hjúkrunarforstjóri
Sjúkrahúss Reykjavíkur (SHR).
Aðrir nefndarmenn eru Kristján
Erlendsson sérfræðingur Lands-
spítala, Brynjólfur Mogensen
forstöðulæknir SHR, Gunnhild-
ur Sigurðardóttir hjúkrunarfor-
stjóri St. Jósepsspítala, Konráð
Lúðvíksson yfirlæknir Sjúkra-
húsi Suðurnesja og Pétur Jóns-
son framkvmdastj. stjórnunar-
sviðs Ríkisspítala.
Tvö stór kaupfélög á Suburlandi ganga í eina sœng saman, Kaupfé-
lag Árnesinga og Kaupfélag Rangœinga:
KÁ tók vib KR í gær
Tvö öflug sunnlensk kaupfé-
lög hafa gert meö sér sam-
komulag um samruna á vor-
mánuöum, Kaupfélag Árnes-
inga og Kaupfélag Rangæ-
inga. Stjórnir kaupfélaganna
tveggja hafa komist aö sam-
komulagi, en þaö er háö sam-
þykki félagsfunda í báöum
kaupfélögunum.
Helstu markmiðin með sam-
runa kaupfélaganna er að ná
fram aukinni hagkvæmni í
rekstri, treysta betur þá þjón-
ustu sem félögin hafa veitt fé-
lagsmönnum og viðskiptavin-
um, og treysta stöðu beggja fé-
laganna til að mæta vaxandi
samkeppni á næstu árum. Ljóst
er talið að nokkrar áherslu-
breytingar verði í rekstrinum á
næstu árum á félagssvæði
Kaupfélags Rangæinga, en
stefnt er að því að breytingarn-
ar dragi ekki úr atvinnu á svæð-
inu.
í samkomulaginu er gert ráð
fyrir að Kaupfélag Árnesinga
muni leigja rekstur Kaupfélags
Rangæinga þar til samruninn
hefur farið fram. Tók KÁ við
rekstrinum í gær. Allt starfsfólk
KR mun starfa áfram hjá KÁ.
Kaupfélag Árnesinga er þriðja
stærsta kaupfélag landsins,
meö veltu upp á rúmlega 2,2
milljarða 1994, en Kaupfélag
Rangæinga var með 587 millj-
ón króna veltu og 13. í röðinni
í fjölskyldu kaupfélaganna.
Bæði félögin hafa átt við tap-
rekstur að stríða síðustu árin,
ekki síst vegna minni umsvifa í
landbúnaði. Eigið fé KÁ var
416,5 milljónir í árslok 1994 en
hjá KR var það um 64 milljónir.
Starfsmenn KÁ eru á þriðja
hundrað en rúmlega sextíu
starfa hjá KR.
Hugmyndir um samruna
hafa áður verið uppi á borðinu
hjá stjórnum félaganna án þess
að lending hafi náðst. Viðræð-
ur og samningar undanfarinna
mánuða milli beggja kaupfélag-
anna og stærstu lánardrottna
hafa nú leitt til niðurstöðu. Eru
stjórnir beggja kaupfélaganna
sammála um að breytingin
muni verða til velfarnaðar fyrir
viðskiptavini og alla hags-
munaaðila félaganna í framtíð-
inni. -JBP
Skjólstcebingum Félagsmálastofnunar Reykjavíkur fjölgar stöbugt:
Einstæöir karlar eru
fjölmennasti hópurinn
Alls greiddi Félagsmálastofn-
un Reykjavíkur 1.659 millj-
aröa króna í fjárhagsa&stoð
til einstaklinga og heimila í
Reykjavík á árunum 1993 til
1995. Á árinu 1993 greiddi fé-
lagsmálastofnunin 430,8
milljónir í fjárhagsaöstoö, á
árinu 1994 nam aðstoðin
554,5 milljónum og á árinu
1995 var þessi aðstoð komin í
674,2 milljónir króna og var
því nálægt þriöjungi hærri
en áriö 1993. Á árinu 1993
nutu 4.767 heimili aðstoðar
félagsmálastofnunar en á síö-
asta ári var fjöldi heimila
oröinn 5.397. Þetta kemur
fram í svari félagsmálaráð-
herra viö fyrirspurn frá Jó-
hönnu Siguröardóttur á Al-
þingi.
Á árunum 1993 og 1994 leit-
uðu flestir aðstoðar félagsmála-
stofnunar vegna atvinnuleysis
eða 1.262 á árinu 1993 og
1.385 á árinu 1994. Næstir
komu öryrkjar en á þessum ár-
um leituðu 489 og 559 er rétt
höfðu til örorkubóta til félags-
málastofnunar og 190 og 203
ellilífeyrisþegar. Athygli verkur
að 379 einstaklingar í fullu
starfi leituðu eftir aðstoð Fé-
lagsmálastofnunar Reykjavíkur
á árinu 1993 og 345 árið 1994.
Einnig vekur verulega at-
hygli í svari ráðherra ab ein-
hleypir karlar eru fjölmennast-
ir á meðal skjólstæbinga félags-
málastofnunar og fer fjölgandi
á milli ára. Árið 1993 leitaði
1.201 einhleypur karl aðstoðar
félagsmálayfirvalda í Reykja-
vík, 1.390 árið eftir og á síðasta
ári var fjöldi þeirra einhleypu
karla sem leita urðu félagslegr-
ar aðstoðar 1.652. Fjöldi ein-
hleypra kvenna er leituðu til
félagsmálastofnunar er hins
vegar innan við helmingur af
fjölda karlana því árið 1993
Ieituðu 568 einhleypar konur
aðstoðar félagsmálastofnunar,
662 árib 1994 og 754 á síðasta
ári. Einstæðir foreldrar er leit-
uðu til félagsmálastofnunar á
þessu tímabil voru; 742 árið
1993, 777 árið 1994 og 894 ár-
ið 1995. , -ÞI
Kennarafélag Fjölbrautaskólans í Breiöholti:
Þarf ab tryggja
atvinnu fag-
kennara í FB
„Kennarafélag Fjölbrautaskól-
ans í Breiðholti mótmælir
harblega þeim fyrirætlunum
menntamálaráðuneytisins að
leggja niður starfsnám við
skólann. Fjölbrautakerfið hef-
ur hér í skólanum sýnt fram á
kosti þess að hafa í einni og
sömu stofnun samþáttað verk-
nám og bóknám. Það væru
mikil mistök að leggja niður
þetta val nemenda um brautir
og valáfanga til þess eins að
byggja upp sérskóla með tak-
markab námsframbob."
Svo hljóða upphafsorð álykt-
unar sem fundur Kennarafélags
FB samþykkti í vikunni. Þar kem-
ur einnig fram að með ólíkind-
um sé hvernig allar ábendingar
og rök stjórnenda skólans og
skólanefndar hafi verið hunsað-
ar. í ályktuninni er allt tal um
hagræðingu sem fylgi því að
leggja niður nokkrar námsbraut-
ir í FB „til þess eins að byggja upp
aðstöðu og þekkingu fyrir sams
konar námsbrautir annars stað-
ar", sé hjóm eitt hvort sem litið
sé til lengri eða skemmri tíma.
Auk þess telja „kennarar við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti sér-
staklega ámælisvert að ekki er
tryggð atvinna starfandi kennara
þeirra námsbrauta sem stendur
til að flytja ásamt nemendum og
jafnvel tækjum í aðra skóla."