Tíminn - 28.03.1996, Side 10
10
iBiilEQILinul
^^9 VW9W9
Fimmtudagur 28. mars 1996
Tvœr sveitir komust óvœnt áfram í úrslit íslandsmótsins í sveitakeppni:
Alli ríki spáir í spil
í dymbilvikunni
Tvær sveitir komust óvænt
áfram úr aðalkeppni íslands-
mótsins í sveitakeppni, sem
fram fór á dögunum í Þöngla-
bakka 1. Þær eru C-sveit Lyfja-
verslunar íslands, Reykjanesi,
og D-sveit Abalsteins Jónsson-
ar (Alla ríka) frá Austurlandi.
Útgeröarkóngurinn frá Eski-
firöi mun því hafa lítinn tíma
til aö hugsa um aflabrögð í
dymbilvikunni, en úrslita-
keppnin fer fram frá miðviku-
degi til laugardags í næstu
viku og veröur spilaö í hús-
næöi BSÍ.
Alls spila 10 sveitir um ís-
landsmeistaratitilinn og reynd-
ist spá Tímans, sem birt var fyr-
ir mótiö, aö mestu leyti rétt. í A-
riöli töldu mcnn sveit Hjól-
barðahallarinnar eiga mestu
möguleika ásamt Landsbréfum
að komast áfram, en Lyfjaversl-
un ríkisins — þeir Siguröur
ívarsson, Þórður Björnsson,
Ragnar Jónsson Georg Sverris-
son, Bernódus Kristinsson og
Murat Serdat — gerðu þær von-
ir að engu, skoruðu 127 stig alls
á móti 123 stigum Hjólbarða-
hallarinnar. Landsbréf vann rið-
ilinn af öryggi, hlaut 157 stig.
í B-riðli bar það helst til tíð-
inda að sveit Búlka átti slöku
gengi aö fagna framan af og
skýrðust línur þar ekki fyrr en í
síðustu hálfleikjum. B-sveit An-
tons Haraldssonar vann riðilinn
örugglega meö 148 stig, Búlki
hlaut 127 stig, Tíminn 109 og
sveit Drafnar Gubmundsdóttur
102 stig.
í C-riðli komst sveit Alla ríka
óvænt áfram, sem fyrr segir, en
auk hans spiluðu Kristján Krist-
jánsson, Ásgeir Metúsalemsson,
Þorbergur N. Hauksson, Böðvar
Þórisson og Gísli Stefánsson.
Sveit VÍB hafði mikla yfirburði,
skoraði 160 stig alls eða 22,8
stig að meðaltali í leik! Alli og
félagar fengu 128 stig, en HP
Kökugerð, Selfossi, endaði með
123 stig. B-sveit Roche átti af-
leitt mót og blandaði sér aldrei í
baráttuna.
Fátt bar til tíöinda í B-riöli.
BRIDGE
BJÖRN ÞORLÁKSSON
Sveit Samvinnuferða-Landsýnar
hlaut 151 stig, en Símon Símon-
arson og félagar hlutu einu stigi
minna.
Öllu meiri spenna var í E-
ribli, en þar haföi sveit Ólafs Lá-
russonar öruggan sigur með 145
stig alls og siglfirska fjölskyldan,
sem spilaði undir merkjum Þor-
móðs ramma, hlaut annað sæt-
ið meö 9 stigum meira en sveit
Granda hf.
Ekki kæmi umsjónarmanni á
óvart þótt baráttan um íslands-
una, þar sem austur taldi þriðja
spaðann sinn koma að notum
við að trompa lauf. Sá samningur
vannst og sagnhafa létti nokkuð.
En ekki lengi. Sigfús hafði keyrt í
7 hjörtu á hinu boröinu og þar
sem norður átti DG blönk í
hjarta, vannst spilið, 12 impar
út. Líkurnar á að vinna 7 hjörtu
em einhvers staðar undir 10%,
en Sigfús brosti í kampinn eftir
leikinn og sagbi: „Slemman er
góð ef hún vinnst."
Á að dobla?
Og þá er þaö sagnþraut:
í spili 59 í 3. umferð kom þessi
staða upp: Þú heldur á GT94-74-
Aöalsteinn jörgensen er líklegur til
aö blanda sér íbaráttuna um ís-
landsmeistaratitilinn ásamt liös-
mönnum sínum í sveit VÍB.
Tímamyndir BÞ
Að lokum snaggaraleg út-
spilsþraut:
Þú heldur á 4-GT2-D842-
KDG63. Opnar á passi og
þannig ganga sagnir (Fúsi
Þórbar var ekki eini „yfirmeld-
arinn" á mótinu):
meistaratitilinn muni einkum standa milli VÍB og Landsbréfa. 95- G8542. Makker opnar á spaða í fyrstu, utan hættu gegn, næsti pass lhjarta pass lspaöi
í íslandsmótinu spila allir segir pass og þú velur að stökkva í pass 2spaöar pass 31auf*
sömu spil og er reiknaöur út ár- 4 spaöa. Þá kemur dobl, makker dobl pass pass pass
angur einstakra para, sem gerir segir pass og hægri handar and- 3tíglar* pass 3hjörtu pass
mótið mjög lærdómsríkt. stæðingur segir óvænt 5 lauf. 4grönd** pass 5hjörtu***pass
Sveinn R. Eiríksson og Jakob Hver er rétta sögnin? pass óspabar pass 7spaöar
Kristinsson sáu um hnökralausa keppnisstjórn og fór mótib hið Ekki eru fræðingarnir á eitt sátt- ir um viöbrögð í þessari stöðu. Á allir pass
besta fram.
Hún er góð ef hún
vinnst
Lítum á nokkur spil úr aöal-
keppni íslandsmótsins:
Sigfús Þórðarson og Gunnar
Þórðarson í sveit Skandia sögðu
grimmt á spilin sín á köflum og
komust stundum í alslemmu
þar sem aðrir sögðu minna.
Þetta var ein þeirra:
meðan sumir töldu passið sjálf-
sagt, á þeim forsendum að and-
stæðingarnir ættu örugglega
betra spil í hálitunum og kannski
geim, töldu aörir rétt að dobla. 4
spaða sögnin lofaði nánast engu
nema 4-lit í spaða og því ætti ab
refsa, makker gæti átt refsingu í
raubu litunum. Ef lesandinn fylg-
ir þeim hópi, sker hann upp 1100
kall eða svo, en við borðiö kom
pass og makker hækkabi í 5
spaða. Þeir voru doblaðir og fóru
einn niður.
Þannig var allt spilið:
* 76
V ÁKDC3
* DC6
* Á97
í leik Tímans gegn Skandia
spilubu AV 6 spaða á 4-3-samleg-
A D8
V 6
♦ T8432
* KDT63
3 lauf og 3 tíglar voru fyrir-
stöðusagnir, 4 grönd spurðu
um lykilspil og 5 hjörtu sögbu
frá tveimur lykilspilum án
spaðadrottningar. Hvert er út-
spiliö?
Það er vitað að andstæðing-
arnir eiga minnst 8 spaða og
sennilega 1 fyrirstöðu í laufi
og tígli. Ekki fer maður að
svíða háspil af makker í spaða,
en það er ef til vill öruggast að
spila laufi. Hættan vib það er
þó sú að hjartað virðist brotna
vel.
Þannig var allt spilið:
A G96S
V 743
♦ KT6
+ T42
Lítiö um flótta hjá NS!
Ragnar Guöleifsson
Við andlát vinar rifjast upp kynn-
in frá fyrri tíð. Þá koma þau glöggt
fram í hugann og skýrast, þó að
sambandið hafi um skeiö ef til vill
eitthvað legið í láginni. Þetta er
reynsla flestra. Góð og jákvæð
kynni hverfa ekki. þótt árin líöi.
Ragnar Guðleifsson var orðinn
aldraður maður. Hann lifbi langa
og farsæla ævi svo að segja á sama
staönum. Slíkt er mikil hamingja.
Þeir sem slíks verða aönjótandi
geta helgað krafta sína sama
byggðarlaginu og fest vel rætur, ef
svo má að orði kveöa.
Ragnar var fæddur í Keflavík.
Hann lauk kennaraprófi frá Kenn-
araskóla íslands og stundaði
kennslu viö barnaskólann í Kefla-
vík um þrjá áratugi. En Ragnar
sinnti fleiru en barnakennslu.
Hann var félagsmálamaður mikill
og kom víöa við á þeim vettvangi.
Hann var formaöur verkalýbsfé-
lagsins á staðnum um langt ára-
bil. Hann var einn af stofnendum
Málfundafélagsins Faxa, sem
lengi hefur gefið út samnefnt rit.
Annars ætla ég mér ekki ab rekja
starfssögu Ragnars á opinberum
vettvangi, enda mun það gert á
öðrum stað. Hverju máli, sem
hann tók að sér, var vel borgiö.
Hann rasaði ekki um ráö fram,
enda íhugull og staðfastur vel.
Ragnar var fyrsti bæjarstjóri í
Keflavík. Á sjötugsafmælinu, 27.
október 1975, var hann kjörinn
heiðursborgari kaupstabarins og
það mjög að verðleikum. Þá hlaut
hann riddarakross fálkaorðunnar
17. júní 1971. Margir telja slíkt
hégóma, en þarna var um verðug-
an mann að ræða.
Kynni okkar Ragnars urðu er
vib sátum námskeiö í Askov
hojskole á Jótlandi í júlímánubi
1974. Kona Ragnars, Björg Sigurð-
ardóttir, var þar með honum.
Kynni mín vib þessi ágætu hjón
uröu allnáin og mjög ánægjuleg. í
Askov hafa margir íslenskir kenn-
arar og fleiri stundað nám sér til
mikils gagns og gleði. Þarna
drukkum við sem þarna vorum,
víst um tveir tugir, í okkur mikinn
fróðleik og áhrif, sem vib geym-
um öll til æviloka. Ragnar og
Björg voru einkar samrýnd hjón
og menntasækin.
Eftir námsdvölina í Askov lá
leið okkar margra úr hópnum til
Kaupmannahafnar, þeirra á með-
al Ragnars og Bjargar. Þar fram-
lengdist dvöl okkar um hálfan
mánuð og þar með kynnin. Kenn-
ari okkar á Kennaraháskólanum
var frk. Ragna Lorentzen, mag.
art. Hún fór í ferðalög með hóp-
inn og lét sér mjög annt um okk-
ur, enda mikill íslandsvinur.
Ragnar og Björg létu sig ekki
vanta í hópinn, og var hann þó
elstur af okkur, reyndar ekki nema
tæplega sextugur. Á skólanum
orti ég ljóð til Rögnu, sem flutt
var á heimili hennar í Soborg og
síðar við lokahóf. Ljóö þetta
skrautritaði Ragnar og mynd-
skreytti fagurlega. Þykir mér vænt
um þab og varðveiti að sjálfsögðu.
Allir íslendingarnir á námskeiö-
inu fengu þetta listaverk Ragnars í
hendur, svo og stór hópur ann-
arra Norðurlandabúa, sem þarna
stunduðu nám á sama tíma,
meira að segja H.C. Branner skáld,
sem var gestur okkar í lokahófinu.
Fannst öllum mikib til handverks
Ragnars koma. Hann var sem sagt
mjög drátthagur.
Minnisstætt er, þegar Ragnar ók
með okkur hjón frá heimili sínu
út á Garðskaga, bauðst til þess.
Magnús Magnússon, hinn ungi
Norölendingur, hefuríýmsu aö
snúast á næstunni. Framundan er
þátttaka í sveit Antons Haralds-
sonar í úrslitum íslandsmótsins og
í vor heldur Magnús utan til þátt-
töku á Evrópumóti yngri spilara í
Wales.
Hjartaútspilið slítur sam-
ganginn og alslemman fer
niður, en 7 hjörtu vinnast allt-
af. Vib borðið kom út lauf og
sagnhafi skráði 2.210 í sinn
dálk. í lokaða salnum höfðu
NS aftur stoppað í geimi.
Nýtt unglinga-
landslib valib
Jón Baldursson hefur valiö
nýtt unglingalandsliö í bridge,
sem mun keppa á Evrópumót-
inu í sveitakeppni sem haldið
verður í Wales í lok júlí.
Magnús Magnússon, Steinar
og Ólafur Jónssynir, Sigur-
björn Haraldsson, Ljósbrá
Baldursdóttir og Stefán Jó-
hannsson munu spila fyrir ís-
lands hönd. Ragnar Her-
mannsson mun sjá um æfing-
ar og verður fyrirliöi landsins.
Titilvörn Jóns
í maí
Jón Baldursson heldur utan
til Parísar í maí til þátttöku á
óopinberu heimsmeistaramóti
í einmenningi. Hann hefur tit-
il að verja, en hann sigraði
glæsilega á þessu móti þegar
það fór síðast fram, árib 1994.
52 bestu spilarar heimsins eru
boönir til mótsins.
t MINNING
Hann sá ekki eftir því að gera okk-
ur þennan greiba. Litli fólksvagn-
inn hans var þægilegt farartæki.
Og maðurinn, sem sat undir stýri,
var þægilegur í viðmóti og alþýð-
legur.
Þegar Ragnar varð sextugur, 27.
okt. 1965, átti ég heima í Þykkva-
bæ í Rangárþingi. Sendi ég hon-
um þá svohljóöandi heillaskeyti:
„Sittu heill með sextíu ár." Því
miður aflagaðist skeytib smávegis
í meöförum og barst Ragnari
þannig í hendur: „Sittu heill í sex-
tíu ár." En þetta skildist allt sam-
an.
Góður félagi og vinur er geng-
inn. Minningarnar um hann eru
einungis ljúfar. Þetta er ekki nein
ævisaga, fremur smávegis upprifj-
un liðinna stunda, sem geymast í
huganum engu síður þótt vinur
vor sé horfinn af hinu jarðneska
sviði.
Meö innilegum samúðarkveöj-
um til aðstandenda Ragnars Guð-
leifssonar.
Auðunn Bragi Sveinsson