Tíminn - 02.04.1996, Síða 4
4
VíwAwn
Þriðjudagur 2. apríl 1996
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: jón Kristjánsson
Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson
Fréttastjóri: Birgir Cubmundsson
Ritstjórn oq auqlýsinqar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf.
Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Varnarsamningurinn
endurnýjaöur
Nú nýverið kynnti utanríkisráðherra nýtt samkomulag
við Bandaríkjamenn um endurskoðun á varnarsamn-
ingi milli ríkjanna. Samkomulagið gildir til fimm ára.
Samkvæmt því verða umsvif með líkum hætti í varnar-
stöðinni á Miðnesheiði og verið hefur síðustu ár.
Hins vegar telst það til tíðinda að einkaréttur ís-
lenskra aðalverktaka og Keflavíkurverktaka á svæðinu í
framkvæmdum fyrir varnarliðið mun verða afnuminn í
áföngum á næstu átta árum.
Það er tímanna tákn að umræður um þetta sam-
komulag hafa ekki risið hátt í þjóðfélaginu, og háværar
deilur um tilvist herstöðvarinnar hafa hljóðnað. Auð-
vitað sýnist sitt hverjum um varnir landsins, í hve mikl-
um mæli þörfin er og hvar við eigum að skipa okkur í
sveit. Hins vegar er ljóst að yfirgnæfandi meirihluti
þjóðarinnar telur núverandi skipan mála eðlilega.
Varnarsamningurinn við Bandaríkin var gerður á
dögum kalda stríðsins og hann skipaði þjóðinni í fylk-
ingar á sínum tíma. Segja mátti að markalínan milli
fylkinganna lægi þvert um Framsóknarflokkinn, en þar
voru ávallt skiptar skoðanir um afstöðuna til banda-
ríska hersins. Sú umræða virðist nú vera hljóðnuð og
sterkar raddir eru innan Alþýðubandalagsins um endur-
skoðun á afstöðunni til Nato. Hins vegar tekur sú
stefnubreyting tíma, sem eðlilegt er. Svo heitt var þetta
deilumál á sínum tíma.
Varnarsamningurinn er órjúfanlega tengdur aðild
okkar að Nato, þótt hann sé tvíhliða samningur milli ís-
lands og Bandaríkjanna. Með tilvist hans uppfyllum
við skyldur okkar sem aðilar að bandalaginu. Okkar
framlag er aðstaða til viðbúnaðar hér á landi. Hins veg-
ar höfum við sem vopnlaus þjóð veitt gæsluliðinu í Bo-
sníu stuðning með hjúkrunarliði, og þótt sú sveit sé
ekki stór, er hún mikilvægur siðferðilegur stuöningur.
Þær raddir heyrast í umræbum um öryggismál að
Nato sé að leita sér að hlutverki. Staðreyndin er hins
vegar sú að þjóðir Mið-Evrópu, sem áður voru austan
járntjalds, leggja á það mikla áherslu að tengjast banda-
laginu. Það er vegna þess mats að ekki sé sjálfgefið að
friðsamleg sambúð endist. Bitur reynslan frá Balkan-
skaga er æpandi viðvörun í þessum efnum. Hætta á
staöbundnum átökum af ýmsum orsökum kemur í stað
þeirrar hættu sem áður var. Þær miklu þjóöfélagshrær-
ingar, sem eru í Austur-Evrópu, eru tundur sem hefur
orðið að loga víða og það er mikil einföldun á málinu
að staðhæfa að friðurinn sé kominn til að vera. Mat
þeirra þjóða, sem sækja á um aðild að Nato, er það að
öryggishagsmunum þeirra sé betur komið fyrir innan
bandalagsins.
Hitt er ljóst að Rússar leggjast gegn fullri aðild ná-
grannaþjóðanna að Nato, og telja það ógnun við sig að
ný lína verði dregin austar í Evrópu milli Natoríkjanna
og þeirra. Þessi lína má ekki undir neinum kringum-
stæðum verða nýtt járntjald. Nauðsyn er að búa svo um
hnútana að stækkun ógni ekki öryggi í álfunni eða sé
fóður fyrir þjóðernis- og hernaðarsinna í Rússlandi.
Þetta er vandasamur línudans, því Vestur- Evrópuríkj-
um ber einnig skylda til að hlusta á óskir þeirra þjóða
sem knýja á dyrnar um að taka þátt í varnarsamstarfi
vestrænna þjóða.
Leikrit á Skólaskrifstofu
^Ivnuinn: .Monnum þötn rrU
I þr«u brtr. CT ffcki buðiö bCTnll
lii 'mdurrtömnipi or 1
nokVrxr dnlur um þ»ö bvem* nP ■
Xilnri, s.1 »kipuUgningu i nym ■
húl Hi URÖÍ.I hin móUn*U þvl I
(Alkuns. SkWxmllxrið hrf* |
------——i
BoðÍð UPP U Vlð- SSsfú!
ræður um ráðningu
, , . tdhim okkur wra xð K«r»
• • .-JU. im.vin ilörí V»A og CT° ia., IVitA
I ST.RFSrt.UC. JJJ-SfS
1 'L6rfum M °® ^ M**
I mötum. og tt n«Uom-
| lUrfvixgur v»rði 31. Jdi' n
’grrsfiTSSS;
I *em Ukur Ifl *Urf» I-
| kgflst. Sigrfln
brAfinu verið boðin IrHekin og^ ^dkSigrtn lng» J6n»
r-nrð.lumflWt«k^ðh*ra'^“^*: JöUir bof*»ríuUlrúi SjilW***-
*r ekki verifl h*fl ftokksms *»phst g»gnryn» *■>
l*«i en» fyrlr bvert end»nlegt »kipu- við þ*J u-m bonc»r»tj6n
Fjöldauppsagnir eru aldrei gam-
anmál, allra síst á tímum þegar at-
vinnuleysi er til stabar og erfitt
getur verib ab fá vinnu. Sem betur
fer eru þó þær fréttir af fjöldaupp-
sögnum, sem sagbar eru, mildab-
ar meb því ab um endurskipu-
lagningu sé ab ræba, þannig ab
flestir fái vinnu á ný.
Engu ab síbur er eblilegt ab taka
þab alvarlega þegar fréttir berast
af fjöldauppsögnum. Þab er hins
vegar ömurlegt þegar fréttir af
fjöldauppsögnum eru sagbar gagngert til þess ab
hægt sé ab nota þær í öbrum og óskyldum tilgangi
— pólitískum tilgangi.
Um helgina voru sagbar miklar fréttir af fjölda-
uppsögnum á Skólaskrifstofu Reykjavíkur, en þar var
starfsfólki sagt upp störfum vegna
sameiningar tveggja skrifstofa,
Fræbslu- og Skólaskrifstofu, í tengsl-
um vib þab ab grunnskólinn er ab
flytjast tii sveitarfélaganna. Talsvert er síban starfs-
fólki Fræbsluskrifstofu var sagt upp, og virbist sú
uppsögn hafa farib nokkub hljótt. Óbru máli viröist
ætla aö gegna um Skólaskrifstofu þar sem borgin er
ráöningaraöili.
I sjónvarpsfréttum var sagt frá fjöldauppsögnum á
Skólaskrifstofu og voru sýndar fyrstu sjónvarps-
myndir af fjöldauppsögnum í íslenskri atvinnusögu.
Starfsfólki hafbi veriö hóaö saman á einn stab og síö-
an var nánast meö nafnakalli dreift uppsagnarbréf-
um til fólks frammi fyrir landslýö, þannig aö tryggt
væri ab úr yröi sem áhrifaríkast leikrit. Onnur eins
vinnubrögö viö uppsagnir hafa ekki sést áöur hér á
landi.
Ekki tilviljun
Nú er alkunna aö lengi vel þurftu menn helst aö
hafa tiltækt flokksskírteini úr Sjálfstæöisflokknum
til ab fá ráöningu á Skólaskrifstofunni, enda eru
áberandi í starfsmannahópnum þar þekktir og dygg-
ir flokksmenn. Enda kom á daginn aö fyrsta íslenska
sjónvarpsleikritiö um fjöldauppsagnir var ekki til-
viljun, því strax á eftir var rætt viö Ingu Jónu Þórö-
ardóttur, talsmann sjálfstæbismanna, um hversu
skelfilegar þessar uppsagnir væru og ab R-listinn
væri enn einu sinni ab níöast á starfsmönnum borg-
arinnar. Bobabi Inga Jóna ab Sjálfstæöisflokkurinn
myndi taka upp hanskann fyrir þetta fólk og berjast
gegn óréttinum!
Hér er á feröinni eitthvert þab gagnsæjasta plott
sem lengi hefur veriö reynt aö selja borgarbúum.
Minnihlutinn í borgarstjórn er ab reyna ab nýta sér
þær áhyggjur, sem venjulegt fólk fyllist þegar hug-
takiö fjöldauppsagnir ber á góma, til þess ab koma
pólitísku höggi á meirihlutann í borginni. Slíkt er
gert meb mjög óviöeigandi hætti og ógeöfelldum,
þannig aö áhrifin veröa svipuö og ef einhver full-
frískur heföi veriö aö reyna aö ná athygli manns
meb því ab þykjast vera fárveikur.
Starfsfólkib á Skólaskrifstofunni
lætur draga sig inn í þetta sjónar-
spil — trúlega af pólitískri hollustu
viö flokkinn sinn. Þaö, sem þó gerir málib enn sorg-
legra en ella, er ab þessu fólki hefur öllu verib bobiö
til viöræöna um sambærileg störf hjá hinni samein-
uöu skrifstofu Fræöslumiöstöb, og í alla staöi hefur
verib mjög eblilega aö málum staöiö.
Flokkar eftirlaunamanna
En fyrst starfsfólk Skólaskrifstofunnar hefur kosiö
ab beina athyglinni aö starfslokum sínum og starfi
fyrir Skólaskrifstofuna og Reykjavíkurborg, veröur
varla hjá því komist aö spyrja hvort þaö sé eölilegt
að þar sé stór hluti starfsmanna menn, sem þegar
eru komnir á eftirlaun hjá borg eöa ríki. Mörg hinna
sorgbúnu andlita, sem voru aö taka viö uppsagnar-
bréfum sínum fyrir framan sjónvarpsmyndavélarn-
ar, voru afar kunnugleg og greinilegt að menn, sem
flestir hefðu taiiö aöX^æru sestir í helgan stein, eru
enn í fullu starfi hjá borginni — sem er óneitanlega
athyglisvert í ljósi þess aö kennarar t.a.m. fá ekki
lengur störf á sumrin hjá borginni, vegna þess aö
óeölilegt þykir að þeir þiggi laun á tveimur stöðum á
atvinnuleysistímum.
Nú kann að vera að þarna sé á ferðinni starfsfólk,
sem uppfyllir svo óvenjuvel hæfniskröfur aö ekki
finnast aörir til að gegna þessum störfum. Sé svo,
gefur augaleið aö þeir þurfa ekki aö hafa áhyggjur af
þessum fjöldauppsögnum. Hins vegar er þaö heldur
ekki sjálfgefiö aö eftirlaunamenn séu sjálfkrafa látn-
ir ganga fyrir um stöður hjá hinni nýju stofnun og
aö þeir taki þátt — eins og aörir — í viöræðum um
ráöningu hjá hinni nýju skrifstofu.
Garri
GARRI
A5 þreifa á púlsinum
Þegar Alþingi er ekki aö störfum,
hyggja þingmenn gjarnan aö ferða-
lögum í kjördæmi sín til þess að
heyra hljóðið í fólki. Greinarhöf-
undur tókst eitt slíkt ferðalag á
hendur nú í vikunni, er hlé gafst frá
nefndarstörfum, og hélt ég austur í
mína heimabyggð, en leiöin liggur
aö sjálfsögðu gegnum Reykjavíkur-
flugvöll. Þegar þangaö var komiö
var ös í flugstööinni, eins og oft
gerist, og vélar voru aö fara til Egils-
staða og Reykjavíkur. Kaffistofa var
troðfull og fólk var aö drekka kaffi-
sopann áöur en stigið var um borð.
I miöjum salnum voru þrír útgerðarmenn, sem
áttu nokkuð vantalaö viö mig og kröföu mig sagna
um hvort þaö væri virkilega ætlun þingmanna aö
fara að hlaða frekar undir trillukarla. Nú væri svo
komið að þolinmæðin væri þrotin hjá öbrum sjó-
mönnum og útgerðarmönnum. Kveikjan að þessari
umræbu voru samningsdrög sjávarútvegsráöuneytis-
ins viö Landssamband smábátaeigenda, en laga-
breytingar sem af því leiöa koma væntanlega fyrir
Alþingi á næstunni.
Viö næsta borö sat forusta ASÍ, en þar er allsherjar
herútboö til aö halda fundi um allt land um frum-
varpið um vinnulöggjöfina. Benedikt Davíösson
tjáöi mér aö hann væri aö fara norður í land, en þeir
Hervar Gunnarsson og Gylfi Arnbjörnsson héldu til
Egilsstaða.
Áhrif löggjafar
Ég fékk þarna á flugvellinum beint í æö ab gerbir
okkar í þinghúsinu við AusturvöII hafa áhrif víða í
þjóðfélaginu. Starf alþingismanns er ekki síst í því
fólgiö aö hlusta, hitta fólk og hlusta á þess skoðanir.
Sá, sem lætur þaö undir höfuö leggjast, lendir fljótt í
ógöngum. Þetta veröur aö fara saman við þaö hlut-
verk stjórnmálamanna aö leggja
íínur, hafa stefnu og skýra hana
fyrir sínum umbjóöendum.
ASI-mennirnir voru aö fara út á
akurinn í því hlutverki að leggja
línurnar í baráttunni gegn frum-
varpinu um vinnulöggjöfina.
Stjórnmálamenn og löggjafinn
má ekki undir neinum kringum-
stæðum gleyma því aö sú löggjöf,
sem samþykkt er á Alþingi, hefur
gífurleg áhrif á líf þjóbarinnar,
vegna þess að þarna er um aö
ræöa þær leikregiur sem á aö fara
eftir. Þetta umdeilda frumvarp er
gott dæmi um efni í slíka löggjöf. Hún verður þess
vegna að fá vandaða umræöu og afgreiöslu, enda hef
ég engan heyrt bera á móti því.
Iðnabur og markaðsmál
Erindi mitt austur að þessu sinni var meðal annars
aö sitja kynningarfund meö iönaöarráöherra þar
sem hann var aö kynna forsvarsmönnum fyrirtækja
það sem hann hefur á prjónunum í sínu ráðuneyti.
Viö heimsóttum nokkra vinnustaöi eftir því sem
tíminn leyfði, smáfyrirtæki í iönaöi, þessi atvinnu-
grein á landsbyggðinni samanstendur af þessum fyr-
irtækjum.
Þaö kom berlega í ljós aö iðnaðarmenn og for-
svarsmenn fyrirtækjanna búa yfir mikilli reynslu og
verkþekkingu, en markabsþátturinn er erfiöur og þar
þarf skipulag og stuöning. Markvisst markaösstarf
veröur tæplega unnið á erlendum mörkuðum, nema
meö mjög aukinni samvinnu smáfyrirtækjanna um
þetta efni. Þaö er hins vegar alveg ljóst að meö aukn-
um efnahagslegum samruna ríkja verður samkeppn-
in meiri og aldrei meiri nauðsyn á sérþekkingu.
Jón Kr.
Á víbavangi