Tíminn - 02.04.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.04.1996, Blaðsíða 7
Þri&judagur 2. apríl 1996 7 Atök brutust út í gœr„m ísraelskra hermanna og Palestínumanna í kjölfar mótmcela gegn fjöldahandtökum sem ísraelsmenn stóbu fyrir nýlega, þegar um 350 grunabir stubningsmenn Hamashreyfingarinnar voru handteknir í Bir Zeit háskólanum. Á myndinni má sjá palestínska lögreglumenn reyna árangurslaust ab koma í veg fyrir ab Palestínumenn kasti steinum íísraelska hermenn. Reuter Þýskt skoöanakönnunarfyrirtœki viöurkennir aö hafa falsaö kosningaspá: Fylgi hægri öfgaflokks vantalið Fyrirtæki sem standa a& gerö sko&anakannana í Þýskalandi glötu&u nokkru af trúna&ar- trausti sínu um helgina eftir a& eitt elsta og virtasta fyrir- tækiö í þeirra hópi, Allensb- ach stofnunin, vi&urkenndi a& hafa vísvitandi birt rangar tölur til þess a& reyna aö draga úr fylgi hægri öfga- flokks fyrir kosningarnar í þýska sambandslandinu Ba- den- Wúrttemberg nú nýlega. Fleiri skoöanakönnunarstofn- anir stundu&u einnig sama leik- inn, aö því er virðist í þeim „göfuga" tilgangi a& reyna að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Þetta fikt hafði þó ekki aðrar af- leiðingar en þær að undrun manna varð því meiri þegar í ljós kom að Repúblíkanaflokk- urinn, sem er flokkur þjóðernis- sinna, hlaut 9,1% atkvæða en ekki innan við 5% eins og spáð hafði verið. „Þetta gerir alla okkar starf- semi vafasama," sagði Júrgen Falter, sem starfar við gerð skoð- anakannana. „Tilgangurinn kann að hafa verið göfugur, en skoðanakönnunarfyrirtæki eiga að greina frá sannleikanum en ekki að reyna að hafa vit fyrir fólki." Strax eftir kosningarnar sak- aði þýska tímaritið Der Spiegel Allensbach um að hafa staðið óheiðarlega að könnuninni. Og dagblaðið Súddeutsche Zeitung sagði að könnunin ætti lítið skylt við alvarlegar kosninga- rannsóknir. Renate Köcher, annar fram- kvæmdastjóri Allensbach, rétt- lætti ákvörðun sína um að birta ranga spá með því að spá sín frá 1992, þar sem Repúblíkana- flokkurinn virtist á uppleið, hafi valdið töluverðu uppnámi og umræðum sem síðan hafi í raun átt þátt í að efla fylgi við hinn umdeilda stjórnmálaflokk. „Á grundvelli þess hver tilhneig- ingin var nokkrum vikum fyrr bjóst ég við því að þeir myndu ná inn," sagði hún. „En það hefði verið ábyrgðarleysi að birta þann grun." -GB/Reuter Af nautakjötsfár- inu í Bretlandi í lok síðustu viku voru Tímamenn á ferð í Eng- landi. Eins og gengur urbu skyndibitastaöir oft fyrir valinu þegar seðja þurfti sárasta hungriö, en nú bar nýrra við en á&ur. Flestir viðskiptavinirnir fengu sér kjúklingaborgara í stað hinna hefðbundnu hamborgara og ekki vorum við undantekning frá þeirri reglu eftir fárið undanfarna daga. Svo virðist sorfið að ham- borgarastöðunum, að þar liggja nú frammi yfirlýsingar um að ekkert breskt nauta- kjöt sé í hamborgurunum. Þegar nautakjötsmálið bar á góma í samtölum við hinn almenna borgara kom fram að allir óttuðust sýkingu, en töldu þó of langt gengið þeg- ar þjóðir bönnuðu innflutn- ing á nautakjöti frá Bret- landi. „Þetta er dæmigerð Evr- ópupólitík," sagði einn við- mælandinn, sem greinilega var ekki hrifinn af Evrópu- bandalaginu. „Þeir þykjast vera í bandalagi með okkur, en svíkja okkur strax og þeir sjá sér hag af. Þeir hafa engar vísindalegar sannanir fyrir að okkar kjöt sé verra en þeirra, sams konar mál hafa meira að segja komið upp hjá þeim, þótt ekki hafi verið gert eins mikið úr og hér." Burger King: an announcement about our new beef. In th« k(ht of eurrMt ovMti. w« hm takM tho lUciitðn ta tourca il batf tuppiiai autiida tha Uaitad Kinfdam. Thit dacisian has baan batad loltly a« aur cuitomtri' eantlnuad concorn and apparant lack af conf idanca in Iritiih baaf Manatini Diractor of lurgar King Eurapa, Craig Buihny, mada thla anneuncamant: 'Ai u-e have luted prevwuily. tll Burier Ki*( pjities jre mjje /rum oeef v/ the é/gArií tfuthly. uiteu frum pnme culI oj /ore^ujrter jnJ jltnre thtt contjin no o/fjl or mecbjmcjlh líou nrr. our eurtomert' lack of con/ijence m Brimh hec/. tbe reUteJ potential Jtmjie to our hustnets tnJ threal lo our emploxees' hvetihood bjs causeJ us to uiee the Jeeuion lo source hee/ oulstje the UK unlil .onnJence in Bnnsh heef ssfulty restoreJ ' teu wdl Itdl ba ahia to anjoy tha B* CMckM Hamar, Chickan Rayala. Spcy Baaahur|«r and al ethar itams m our manu. Naturaly, thauld crcumstancas changa la any way. wa wil kntp yau kiformad through tha prttl and our rastaurants. Burger King hamborgarastabirnir lofa vibskiptavinum sínum þvíab nota ekki breskt nautakjöt í hamborgarana sína. Við Tímamenn veltum því hins vegar fyrir okkur að sennilega gilti það eins um Evrópubandalagið og aðra, að enginn væri annars bróð- ir í leik. Til fróðleiks látum við svo fylgja hér með fyrrgreinda yfirlýsingu, þar sem fram kemur að eftir 30. mars og þar til öðru vísi verði ákveð- ið, verði breskt kjöt ekki not- að hjá Burger King hamborg- arakeðjunni. UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Boris Jeltsín reynir aö sýna sveigjanleika í málefnum Téténíu: Boöar vopnahlé og segis t vil j a viðræöur Boris Jeltsín Rússlandsforseti var heldur mildari í afstöðu sinni gagnvart téténskum upp- reisnarmönnum nú um helg- ina, þegar hann sagðist vera til- búinn til viðræ&na við þá og reyna að ná friðarsamningum. Hann sagði einnig að hugsan- legt væri að Téténíu yrði veitt meira sjálfstæði en nokkru öðru héraði í Rússlandi, en útilokaði þó sem fyrr að Iáta undan kröf- um Dúdajevs um fullt sjálf- stæði, og það væri frumskilyrði fyrir viöræöum aö þær kröfur yröu lagðar til hliöar. En jafnvel þótt Dúdajev myndi fallast á viðræður virðast litlar lík- ur á að samkomulag náist um stöðu Téténíu. Og á meðan slíkt samkomulag næst ekki er varla von á því að raunverulegur friður geti komist á. „Það er óbrúanlegt djúp á milli Jeltsíns og Dúdajevs," sagði Sergei Markov, stjórnmálaskýrandi við rannsóknarstofnun í friöarmál- um (Carnegie Endowment for International Peace) í Moskvu. „Friður getur því aðeins haft ein- hverja raunverulega merkingu að Dúdajev viðurkenni á einhverju stigi málsins að Rússar muni ekki koma til móts við kröfur hans um sjálfstæði Téténíu." Markov lítur svo á að tilboð Jeltsíns sé fyrst og fremst til þess ætlað að draga að kjósendur fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í júní: „Það er enginn pólit- ískur vilji til þess að leysa vand- ann. Þaö er ekki vilji til annars en að leysa vanda hans sjálfs (þ.e. Jeltsíns)." í tilboði sínu bauðst Jeltsín til þess að stöðva hernaðaraðgerðir í Téténíu og flytja herlið sitt smám saman frá þeim svæðum í fjalla- héröbunum í Norður-Kákasus þar sem friður er kominn á. Margir stjórnmálaleiðtogar hafa fagnað því að Jeltsín vilji binda endi á átökin meb pólitískum leiðum, en lýstu hins vegar efasemdum sínum um að þetta frumkvæði Jeltsíns geti í raun orðið til þess að ljúka blóðbaðinu, sem stabið hef- ur yfir í 15 mánuði. Dúdajev lýsti einhliða yfir sjálf- stæði Téténíu í september 1991, og Rússar sendu síðan herlið sitt til að koma í veg fyrir sjálfstæði- bröltið í desember 1994. Ef Jeltsín féllist nú á að gefa Téténíu frjáls- an tauminn gæti það haft í för meö sér að fleiri sjálfstæðisöfl í Rússneska sambandsríkinu myndu fara að hugsa sér til hreyf- ings. Fleiri svæði myndu vilja sjálfstæði frá Rússlandi sem þýddi að sambandsríkið færi að liðast í sundur. Og breytir þá litlu þótt Jeltsín hafi lýst því yfir á sunnu- daginn að aðskilnaðarstefna væri liðin undir lok annars staðar í Rússlandi. Enda myndi slík kúvending vekja upp spurningar um rétt- mæti þess að hafa yfirleitt verið að senda herlið inn í Téténíu, sem varla yrði Jeltsín til framdráttar í kosningunum. Sjálfstæði Téténíu er því ekki til umræðu, sagði Jelt- sín, „En við getum rætt viö hann (Dúdajev) einhverja möguleika sem ná skemmra, hugsanlega tak- markað sjálfstæði fyrir téténska lýðveldið líkt og í Tatarstan ... sem er miklu meira en nokkurt annab lýðveldi í Rússlandi nýt- ur." Tatarstan er olíuframleiðslu- hérað u.þ.b. 800 km í austur frá Moskvu sem einnig hefur krafist sjálfstæðis allt frá því 1990. Þar tókst hins vegar að koma í veg fyrir átök með því að gera sérstak- an samning um skiptingu valda árið 1994 þar sem stjórnvöld í Moskvu viðurkenndu í raun sér- stöðu Tatarstans. Tatarstan undir- ritaði þennan samning við Rúss- neska sambandsríkið sem jafn rétthár aðili. Dúdajev hefur verið andvígur slíkri málamiðlun allt frá því að átökin hófust, þrátt fyrir að slíkt hafi virst koma til greina áður. Stuðningsmenn hans gætu litið svo á að öll eftirgjöf væri ekkert annað en svik, og því yrði erfitt fyrir hann að halda stöðu sinni eftir að samið hefur verið um frið. -GB/Reuter Vesturlönd: Flestar jarö- sprengjur í Svíþjoð í Svíþjób eru fleiri jarösprengj- ur en í nokkru ö&ru ríki á Vesturlöndum, a.m.k. þegar mi&aö er vi& höföatölu. Þær eru þó ekki í jöröu, en sænski herinn er meö áætlanir um aö leggja þær á stórum landsvæö- um ef til innrásar skyldi koma. Þetta kemur fram í skýrslu frá sænsku Barna- heillasamtökunum. í skýrslunni segir ab jarð- sprengjurnar skipti tugþúsund- um. Meðal annars er um að ræða jarðsprengjur sem mjög erfitt er að finna vegna þess að þær eru að mestu úr plastefnum og er því ekki hægt að leita þær uppi með málmleitartækjum. Svíar hafa á alþjóðavettvangi barist hart fyrir því að samþykkt verði bann við jarðsprengjum, og hafa þá lagt sérstaka áherslu á að banna þær tegundir sem erfiðast er að leita uppi. „Skýrslan er mjög augljóslega gagnrýni á tvöfalt siðferði," sagði Kristina Hedlund Thulin hjá sænska Rauða krossinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.