Tíminn - 02.04.1996, Qupperneq 10
10
Þri&judagur 2. apríl 1996
Edmund Wilson
Edmund Wilson, eftir Jeffrey Meyers.
Constable, 554 bls., £ 20.
Edmund Wilson var eftir sí&-
ari heimsstyrjöldina til dauða
síns 1972 talinn fremsti bók-
menntagagnrýnandi Banda-
ríkjanna og einn fremsti bók-
menntafræöingur þeirra.
Hann var fæddur í New Jersey
1895. Vi& Princeton-háskóla
las hann bókmenntir 1912-16,
og þar var honum samtíða F.
Scott Fitzgerald. í fyrri heims-
styrjöldinni var hann sjálf-
bo&aliði í sveit sjúkraliöa. Á
þriöja áratugnum settist hann
aö í New York og birti greinar
og ritdóma í Vanity Fair, New
Republic og Dial.
Ritgerðir um Yeats, Proust,
Joyce, Eliot, Stein og Valery
birti hann 1931 í bók, Axel's
Castle, sem ágætar viðtökur
hlaut. Fram til þess tíma
höföu skoðanir hans mótast af
frjálslyndi, en í heimskrepp-
unni fékk hann áhuga á og
samúð með jafnaöarstefnunni
og uppbyggingunni í Ráð-
stjórnarríkjunum. Til Ráð-
stjórnarríkjanna tókst hann
ferð á hendur 1935, og tók síð-
an saman yfirlit yfir þá fram-
vindu jafnaðarstefnunnar,
sem þau voru upp af sprottin,
To the Finland Station, sem út
kom 1940. I síðari heimsstyrj-
öldinni hvarf hann þó brátt
aftur til síns fyrra frjálslyndis.
í lok styrjaldarinnar ferðaöist
hann sem fréttaritari New Yor-
ker um England, Ítalíu, Grikk-
land og Krít, og reit um þá för
bókina Europe Without Baedec-
ker, sem óvægin þótti í dóm-
um.
í ritdómi í Times Literary
Supplement 27. október 1995
sagði: „Einn hugnæmasti þátt-
urinn í ævi Wilsons varð
Giuseppe Mazzini
Mazzini, eftir Denis Mack Smith. Yale Uni-
versity Press, 302 bls., £ 19,95.
I ritdómi í Times Literary Supple-
ment 5. ágúst 1994 sagöi: „Mazzini
var fæddur 1805 í Genúa, en faðir
hans var prófessor í læknisfræði
viö háskólann þar. Þótt sjálfur læsi
hann lög, áttu bókmenntir hug
hans. Snemma gat hann sér orö
sem gagnrýnandi og gaf hann sig
síöar dálítiö aö gagnrýni meöfram
störfum sínum aö stjórnmálum.
Fram yfir aöra höfunda tók hann
þá, sem fluttu félagslegan eöa pól-
itískan boöskap, og snemma varö
hann málsvari frjálslyndrar róm-
antíkur, sem hann las úr ritum eft-
ir Burns, Wordsworth, Foscolo og
Byron. „Eftir ósigur Napóleons
1815 voru átta ítölsk ríki sett á fót,
öll meö afturhaldssama einvalds-
stjórn. Þótt sjálfstæö væru í orði
kveönu, lutu þau öll vernd Austur-
rikis aö einum eöa öörum hætti."
„Mazzini gekk 1829 í hálfgild-
ings frímúrarafélag, sem heyröi til
sambandi leynifélaga sem gekk
undir nafninu Carbonari. Aö
stefnumarki höföu þau aukið ein-
staklingsfrelsi og sjálfstæöi í staö
útlendra forráða, en tengdu þau
stefnumiö ekki glögglega þjóöleg-
um sjálfsákvöröunarrétti. Varö
þaö hiö sérlega framlag Mazzinis."
„Svikinn af öörum Carbonaro
var Mazzini 1830 fangelsaöur í
þrjá mánuöi af stjórnvöldum í Pi-
edmont. Upp frá því vann hann
alls hugar aö félagslegri og pólit-
ískri byltingu. í Marseille í júlí
1831 stofnaði hann ásamt hópi
þrjátíu til fjörutíu útlaga hreyf-
ingu, sem nefnd var Unga Ítalía.
Átti fyrir henni að liggja aö veröa
fyrsti skipulagði stjórnmálaflokk-
urinn á Italíu meö skýra stefnu-
skrá, meö meölimi sem félagsgjöld
greiddu, og meö hóp sendiboöa
sem héldu uppi tengslum milli fé-
lagsmanna. Mazzini varö skipu-
leggjandi hreyfingarinnar og hug-
myndafræðingur."
„Nær alla ævi bjó Mazzini síðan
erlendis, ef undan eru skildar
stuttar heimsóknir hans til Ítalíu,
og þá huldu höfði — einkum bylt-
ingaráriö 1848. Austurrísk yfirvöld
á Noröur-Ítalíu vísuöu honum
Fréttir af bókum
fyrst úr landi og síðar, aö Ítalíu
sameinaöri, hin nýja konungs-
stjórn, sem óttaöist málflutning
hans fyrir lýöræöi og lýöveldi jafn-
vel enn meira en Austurríkismenn
áöur. Dvaldist hann lengstum í
Sviss og á Englandi og samdi rit
sín og lagöi á ráö um þjóölega
ítalska sameiningu. Þegar hann
andaöist í Pisa 1872, var hann enn
í felum."
„Öröugt er aö leggja mat á áhrif
hinna fjölmörgu misheppnuðu
uppþota, sem Mazzini stóð fyrir,
og hinna mörgu rita hans, og
framlag hans til sameiningar Ítalíu
þykir smátt í samanburöi viö aug-
ljós afrek Cavours og Garibaldis."
■
Fréttir af bókum
1940, þegar F. Scott Fitzgerald
lést. Wilson var þá fjörutíu og
fimm ára gamall, og varð þá
fyrst á höndum „miðaldra",
að hann sagði, að foröa orðstír
gamla bekkjarbróður síns frá
Princeton frá gleymsku. Og
það gerði hann. Ef færni Wil-
sons hefbi ekki vib notið,
kynni Fitzgerald ekki að hafa
verið búin sú frægð, er hann
naut eftir dauða sinn. Hann
skeytti saman texta The Last
Tycoon og fékk The Crack-Up út
gefna."
„Titlar bóka Wilsons frá
miöjum sjötta áratugnum
segja sína sögu: The Scrolls
from the Dead Sea (Handritin
frá Dauðahafi) 1955, Red,
Black, Blond and Olive: Studies
in Four Civilizations: Zuni, Ha-
iti, Soviet Union, Israel (Rautt,
svart, ljó^t og grágrænt: At-
huganir éf fjórum siðmenning-
um: Zuni, Haítí, Ráðstjórnar-
ríkjanna og ísraels) 1956; Apo-
logies to the Iroquois (Afsökun-
arbeiðni til Iroquois) 1960;
Patriotic Gore: Studies in the Lit-
erature of the American Civil
War (Ofgnótt föðurlands-
hyggju: Athugun á ritum um
bandarísku borgarastyrjöldina
[þrælastríðið]) 1962; O Can-
ada: An American's Notes on
Canadian Culture (Ó, Kanada:
Athugasemdir Bandaríkja-
manns um kanadíska menn-
ingu) 1965." ■
Guölaugur Þorvaldsson
„Ertu virkilega aö vinna meö
honum Guölaugi?" sagöi systir
mín, þegar ég hóf sumarstörf á
Hagstofunni fyrir yfir 30 árum.
Hann haföi kennt henni í Versl-
unarskólanum, en var nú skrif-
stofustjóri Hagstofunnar. Haföi
m.a. umsjón meö launakönnun
fyrir Kjaradóm, sem ég haföi
fengið vinnu viö og ljómi stóö af
honum í fjölskyldunni.
Guðlaugur var jafn yndislegur
yfirmaöur á Hagstofunni eins og
hann haföi verið kennari. Fyrir
mig var Hagstofan reyndar merki-
legur vinnustaöur. Eg var í hag-
fræöi úti í Englandi og fékk nú
fyrsta aðgang að öllum hagstærö-
um, sem mest voru ræddar úti og
sem grundvölluðu ákvörðunar-
töku í hagstjórn landsins og
stefnumótun í efnahagsmálum.
Klemens Tryggvason hagstofu-
stjóri var líka einstakur yfirmað-
ur. í allri framkomu eins og ég
haföi helst gert mér hugmyndir
um norrænan konung. Glæsileg-
ur, hreinskiptinn og alþýðlegur.
Þetta var skemmtilegur vinnu-
staður og mjög eftirminnilegur.
Viö kynnin af Guölaugi fann ég
strax hversu reynsluheimur hans
var víðfeðmur og hann kunni að
meta þaö, sem ég hafði áöur feng-
ist við í sumarvinnu. Sveita- og
blaöastörf, fiskvinna, sjómennska
og vegamál voru líka hans líf.
Hann kynnti mig persónulega
fyrir því stórkostlega fólki, sem þá
fyllti hvert rúm á Hagstofunni.
Aka, Ingimari, Hrólfi, Högna,
Hjalta, Stefáni, Maddý, Hildi og
Ásthildi. Hann var einstaklega fé-
lagslyndur og hrókur alls fagnab-
ar hvarvetna þar sem hann fór.
Ósérhlífinn dugnaöarforkur og
einn glæsilegasti dansherra, sem
ég hef séö til á gólfinu.
Kaffistofa Arnarhvols á þessum
tíma var jafnan vettvangur mik-
illa atburöa, ekki síst á skákborö-
inu. Opinmynntur fylgdist ég
meö öllum snillingunum, en eng-
t MINNING
um tjáöi aö tefla til sigurs viö
Stjórnarráðiö á þessum tíma.
Guölaugur haföi verið formaður
starfsmannafélagsins og átti sinn
þátt í aðstöðunni. í síödegiskaffiö
komu svo Klemens og Torfi Hjart-
arson tollstjóri og spjölluöu sam-
an — alltaf við sama boröið — og
þá vissi ég að íslenska lýöveldinu
væri vel borgið.
Nokkrum árum seinna lágu
leiðir okkar Guölaugs aftur saman
uppí Háskóla. Ég var deildarfull-
trúi Heimspekideildar þegar Guð-
laugur var kosinn rektor, en
vegna vináttu viö hann og Stefán
Sörensson háskólaritara sinnti ég
strax nokkrum verkefnum á aðal-
skrifstofunni og fór alfarið þang-
að, þegar Guðlaugur var endur-
kosinn rektor eftir þrjú ár.
Um þetta leyti var ég einnig í
stjórn Félags háskólakennara og
knúöum viö mjög á viö háskóla-
yfirvöld um lausn orlofsmála fé-
lagsins. Guölaugur hóf þá hiö
mikla starf við enduruppbygg-
ingu Herdísarvíkur og afhenti fé-
laginu staöinn til rábstöfunar.
Einnig fengum vib helming Há-
skólans í Halldórsstöðum í Laxár-
dal og undir forustu Gunnars
Schram prófessors byggöum vib í
Brekku í Biskupstungum. Án
skilnings og áhuga Guölaugs á
öllu þessu er mér til efs aö þetta
allt hefði tekist.
Guðlaugur haföi mikið yndi af
ferðalögum og stundum skelltum
við okkur saman í bíltúr út úr
bænum, t.d. til Herdísarvíkur eða
uppí Borgarfjörö. Viö fórum jafn-
an Krýsuvíkurleiöina til Herdísar-
víkur og þá minntist Guölaugur
æskuáranna. Hann þekkti hvert
fjall, holt og mýri. Haföi smalað
þetta allt sem unglingur. Hann
átti yndislegan sumarbústaö uppí
Skorradal og stoltur sagöist hann
hafa borið meö strákunum sínum
megnið af efninu í bústaðinn upp
gönguslóðann til þess að hlífa
birkinu kringum bústaöinn.
Mikiö annríki var hjá Guölaugi
sem háskólarektor og reyndi á
hann í stjórnsýslunni og bygging-
armálum. Aukastörfin hlóöust líka
á hann. Hann vann t.d. aö sam-
einingu flugfélaganna íslensku,
var skipaður í sáttanefndir og var
fylgdarmaður erlendra þjóöhöfö-
inga á íslandi. Eitt sinn í boði á
Bessastöðum, þegar mikiö gekk á í
þinginu, vildi þáverandi forsætis-
ráðherra, Ólafur heitinn Jóhann-
esson, skála sérstaklega við hinn
„áhyggjulausa" rektor og kinkaði
Kristján heitinn Eldjárn forseti
kolli brosandi. Stuöningur viö for-
setaframboð Guölaugs kom víða
aö og ótvírætt tel ég ab ríkisráðið
hafi treyst honum til starfans.
Sem ríkissáttasemjari haföi
Guðlaugur upphaflega aöstöbu í
Tollstjórahúsinu og viö vorum
saman í bíl í Tryggvagötunni,
þegar útvarpið bar fyrst fréttina
um frambob Vigdísar Finnboga-
dóttur til embættis forseta ís-
lands. „Nú er ég fallinn," sagöi
Guölaugur. Mér fannst hann
skilja þetta þannig, aö sérstaða
hans hjá félagshyggjufólki og
launþegum, varöandi hina fram-
bjóðendurna, væri nú breytt.
Einnig aö hinn gífurlegi kraftur í
kvennahreyfingunni á þessum ár-
um myndi skipta sköpum.
Um þetta leyti misstu þau Krist-
ín einn sona sinna í hræðilegu
slysi og hvernig þau bókstaflega
héldu höfði þessa erfiöu mánubi
er mér ennþá óskiljanlegt.
Mannkostir Guölaugs sem rík-
issáttasemjara dugöu þjóöinni
vel. Þjóöarsáttarsamningarnir,
sem tókust þótt 200 þúsund tonn
af þorski hyrfu úr sjónum og
skuldirnar væru aö kaffæra okkur,
vom forsenda fyrir því að hægt
var aö vinna sig veröbólgulaust út
úr vandanum og björt framtíð
blasir nú við.
Aö Guðlaugi stóö einstakt
mannkostafólk. Fjölskylda hans
er forustufólk í útvegi og sölumál-
um afurða okkar, slysavörnum og
félagsmálum. Þetta er í hnotskurn
þjóöin viö ysta haf; þiggur, gleöst
og þakkar og stendur saman í
mótlæti. í fimmtugsafmæli Guð-
laugs voru margar ræður haldnar.
M.a. minntist ein æskuvinkona
úr Grindavík þess, þegar þau
börnin í plássinu stóðu saman
hönd í hönd og horföu á bátana
koma inn úr brimsköflunum,
framhjá boöum og klettum í friö-
arhöfn. Pabba var borgið í það
skipti.
I lífinu óskum viö okkur öll
velgengni og hamingju. Þótt
mótlætið styrki stundum, þá
hjálpar ástúbin fyrst og fremst
fram veginn. Gublaugur eignað-
ist yndislega konu, falleg og
mannvænleg börn, sem hann
þakkaöi sífellt fyrir. Þau hafa nú
mikið misst.
Ég sakna stundanna meö Guð-
laugi. Gruflab um fegurð verald-
arinnar, landiö og ferðalög, ástir
og mannlíf, pólitík og íþróttir. Ég
þakka vini og velgjörðarmanni
stuðninginn, ráöin og samfylgd-
ina.
Algóður Guö styrki Kristínu,
drengina, fjölskyldur þeirra, ást-
vini alla, vini og vandamenn og
veiti Guölaugi mínum sinn friö.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
Kve&ja frá félagsmálaráðuneyti
Þegar Guölaugur Þorvaldsson
tók við embætti ríkissáttasemjara
áriö 1979 hafði hann gegnt
margháttuðum trúnaðarstörfum
á vegum hins opinbera og hlotiö
á þeim vettvangi margvíslega
þjálfun í mannlegum samskipt-
um sem aubveldubu honum hið
ábyrgöarmikla starf. Það var þó
ekki einungis menntun og starfs-
reynsla, sem menn geta aflað sér,
sem geröu Guölaug að hinum
mikla mannasætti, heldur engu
síður hans miklu mannkostir,
prúömennska og réttsýni sem
gerðu hann aö hvers manns hug-
ljúfa.
Embætti ríkissáttasemjara
heyrir stjórnsýslulega undir fé-
lagsmálaráöuneytið, en hins veg-
ar er embættiö sjálfstætt og óháö
ráðuneytinu aö öðru leyti. Form-
leg samskipti starfsfólks félags-
málaráöuneytisins viö Guðlaug
lutu því einkum ab eiginlegum
rekstri embættisins. Þar var allt til
fyrirmyndar og kom glöggt fram í
öllu þekking og hæfileikar Gub-
laugs á sviði rekstrar og fjármála.
Óformlegu samskiptin voru eink-
ar ánægjuleg og þaö var ætíö til-
hlökkunarefni þegar Guðlaugur
lagöi leiö sína í ráðuneytiö og
tækifæri gafst til aö spjalla um líf-
iö og tilveruna. Oft voru þegin
góö ráö og ábendingar. Guðlaug-
ur var sannkallaöur mannasættir
og lagði gott til allra mála. Þaö
eru því bjartar minningar sem
viö í ráðuneytinu eigum um
Gublaug.
Aö leiöarlokum skulu færöar
fram af hálfu ráöuneytisins þakkir
fyrir farsæl störf í erfiöu og vanda-
sömu embætti og þakkir fyrir
langt samstarf sem aldrei féll
skuggi á. Jafnframt eru eiginkonu,
sonum, tengdadætrum og öðrum
aðstandendum Guölaugs fluttar
innilegar samúöarkveðjur.
Berglind Asgeirsdóttir