Tíminn - 02.04.1996, Qupperneq 11

Tíminn - 02.04.1996, Qupperneq 11
Þri&judagur 2. apríl 1996 PffHÍfffl 11 Helga Tryggvadóttir frá Víöikeri Helga Tryggvadóttir var fœdd 18. október árið 1900 að Víðikeri í Bárðardal og lést 24. mars síðast- liðinn í Reykjavík. Hún var dóttir hjónanna Trygg\’a Guðnasonar, bónda í Víðikeri (f. 9.11. 1876, d. 29.11. 1937), og konu hans Sig- rímar Ágústu Þorvaldsdóttur (f. 2.10. 1878, d. 18.11. 1959). Helga átti sex brœður sem komust á legg: Höskuldur (1902-1986) bóndi á Bólstað, giftur Pálínu Jónsdóttur (1904-1985); Kári, skáld og rithöfundur (f. 1905), giftur Margréti Bjömsdóttur (f. 1907); Hörður (1909-1993), bóndi í Svartárkoti, giftur Guð- ríínu Önnu Benediktsdóttur (f. 1911); Egill (1911-1963) bóndi í Víðikeri, giftur Láni Svansdóttur (f. 1936); Kjartan (f. 1918) bóndi í Víðikeri, giftur Kristbjörgu Jóns- dóttur (f. 1918); og Sverrir (f. 1920), giftur Hólmfríði Péturs- dóttur (f. 1926). Árið 1924 giftist hún Kristjáni Guðnasyni frá Hvarfi (f. 30.7. 1891, d. 27.3. 1945). Helga og Kristján misstu eitin son í frum- bemsku, en önnur börn þeirra eru: jón (f. 1924), bóndi í Fellshlíð í Eyjafirði, giftur Guðrímu Krist- jánsdóttur (f. 1923), þau eiga þrjú böm, eina fósturdóttur og níu bamaböm; Gerður (f. 1926), starfar á sjúkrahúsinu á Húsavík, gift Jóni Sigurðssyni (f. 1923), þau eiga þrjár dœtur og þrjú bama- böm; Hreinn (f. 1928), bóndi á Hríshóli í Eyjafirði, giftur Emu Sigurgeirsdóttur (f. 1934), þau eiga fvnm böm og átta bamaböm; Tryggvi (f. 1936), húsasmíða- meistari í Reykjavík, giftur Guð- rímu Björk Guðmundsdóttur (f. 1940), þau eiga þrjá syni og tvö bamabörn. Um tvítugt fór Helga í Kvenna- skólann í Reykjavík. Helga og Kristján hófu búskaþ í Víðikeri, bjuggu síðan á Geirbjamarstöðum í Köldukinn 1927- 33 og loks í Svartárkoti í Bárðardal frá árinu 1933. Kristján lést fyrir aldur fram árið 1945 og árið eftir flutt- ist Helga ásamt bömum sínum inn í Eyjafjörð, að Öxnafellskoti, sem síðar hlaut nafhið Fellshfíð. Helga bjó í Fellshlíð um hríð, en vann einnig utan heimilis. Haust- ið 1956 fluttist hún til Reykjavík- ur með yngsta syni sínum og starf- aði á bamaheimilinu að Silunga- polli meðan það var starfrœkt. Um nokkurt skeið bjó hún hjá og að- stoðaði eldra fólk. Hún var lengi hjá Páli ísólfssyni tónskáldi, en síðast var hún hjá Kristínu Hall- dórsdóttur frá Öndverðamesi. Síð- ustu árin bjó hún í Funigerði 1 í Reykjavík. Kveðjuathöfn um Helgu Tryggvadóttur verður haldin í Fossvogskapellu í dag, þriðjudag- inn 2. apríl, kl. 13.30. Hún verður jarðsungin að Lundarbrekku í Bárðardal, laugardaginn 6. apríl kl. 14.00. Helga amma ólst upp á stóru heimili, menningarheimili eins og þau gerðust best til sveita í byrjun þessarar aldar. Tryggvi faðir hennar var í þokkalegum efnum og gat því sent dóttur sína til náms í Reykjavík. Vera má að amma hafi búið að því síðar meir, því aldrei vafðist það fyrir henni að reyna eitthvað nýtt og flytja búferlum þegar henni þótti ástæða til. Þrátt fyr- ir hrakspár úrtölumanna tók hún sig upp með börnum sín- um og flutti úr Bárðardal inn í Eyjafjörð, þegar afi var nýlega látinn eftir erfið veikindi. Síðar flutti hún til Reykjavíkur. Einu t MINNING sinni spuröi ég hana hvers vegna hún hefði tekið upp á því að rjúka suður svona á miðjum aldri. Hún sagði aö þegar eldri synir hennar tveir heföu verið búnir að ná sér í góðar konur, hafi hún séð að það væri ekkert gagn í því að hún héngi yfir þeim lengur. Þessi hugsunar- háttur var einkennandi fyrir ömmu, aö reyna fyrst og fremst að vera til gagns, hvar sem hún væri. Mér hafa alltaf þótt þessar ljóðlínur Stephans G. Stephans- sonar eiga vel við ömmu, og kannski alla hennar kynslóö: Þar sem mest var þörfá þér, þar var best að vera. Amma var heimskona í aug- um okkar barnabarnanna fyrir norðan. Hún kom þangað í nokkrar vikur á hverju sumri. Það var alltaf tilhlökkunarefni þegar hún kom, klyfjuö nýjum lopapeysum. Hún tók til hend- inni innanhúss sem utan, sýndi okkur börnunum handtök við heyskapinn og kenndi okkur að borða grasamjólk sem hún sagði að væri meinholl. Hún rækti vel þetta sérstaka hlutverk sem ömmur hafa, að láta börnin finna aö þau séu mikilvægar mannverur, þrátt fyrir að þau gleymist oft í amstri hversdagsins. Ég minnist þess þegar ég sex ára snáði hafði unnið hörðum höndum við húsbyggingu og hruflað mig dá- lítið á fingri við að naglhreinsa. Ég var ögn drjúgur með sjálfum mér yfir því að hafa ekki farið að skæla, fór inn í eldhús og stillti mér upp viö hliðina á ömmu þar sem hún var að þvo upp. Ég lagði höndina á borðið eins og af tilviljun og beiö svo þolin- móður. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Guð komi til!" hrópaði amma eins og hennar var vandi þegar mikiö lá við. Hún var ekkert að klína á svöð- usárið plástri í fljótheitum, heldur sótthreinsaði það, vafði grisju um fingurinn og bjó vandlega um. Þaö var sæll og glaður snáði sem trítlaði út í sól- ina og rölti lengi út um tún, hamingjusamur yfir þessari merkilegu reynslu. Þegar árin liðu og við barna- börnin aö noröan fórum að tín- ast suður til lengri eða skemmri dvalar, breyttist sambandiö við ömmu. Við nutum umhyggju hennar og lærðum að meta fé- lagsskap hennar. Maður fór ekki að heimsækja hana af skyldu- rækni, heldur var alltaf gaman að hitta hana og spjalla, kýta um pólitík, dægurmál og hvað- eina. Það var sérstaklega gaman að heimsækja ömmu þegar hún var hjá Kristínu Halldórsdóttur á Hólsvegi 11, enda út af fyrir sig spaugilegt að kona á níræðis- aidri væri að gæta konu á tíræð- isaldri. Þær urðu góðar vinkon- ur og það var létt yfir þeim og gaman að drekka með þeim kaffi og rabba um daginn og veginn. Kristín átti marga af- komendur, sem allt til hinstu stundar héldu tryggð við ömmu og reyndust henni einstaklega vel. Fyrir það vil ég færa þeim bestu þakkir. Umhyggja ömmu var alltaf söm og hún fékk einkum útrás fyrir dugnað sinn meö prjóna- skap. Hún sá öllum sínum af- komendum og fjölda annarra fyrir hlýjum lopapeysum, vett- lingum og ullarleistum. Það brást heldur ekki að með fyrstu hálku haustsins hringdi amma og spurði hvort vetrardekkin væru ekki komin undir bílinn. Ef svo væri ekki, þá ætti hún nú einhverja aura og gæti kannski lánaö ef illa stæði á! Amma vakti athygli allra sem henni kynntust. Hún var afar fallegt gamalmenni, bjartleit meö hvítt hár, góðleg og hlý í fasi, glaðlynd og umhyggjusöm. Við barnabörnin stríddum henni oft á vítamínáti og til- hneigingu til aö vilja fóðra sem flesta í kringum sig á vítamíni og öðrum heilsubótarkosti. Hún sagöi að þegar hún yrði svo gömul að ekki væri neitt gagn að henni, myndi hún bara hætta að éta vítamín og þá hrykki hún fljótlega upp af. Svo fór þó ekki, því í febrúar 1992, þegar amma var 91 árs, fékk hún heilablæðingu sem lamaði hana að hluta og dró mjög úr líkamsstyrk hennar. Nokkru áður hafði hún af fá- dæma þreki náð sér eftir erfiðan uppskurð. En nú var hún orðin farlama, átti erfitt með að tjá sig og gat ekki lengur prjónað. Hún sat daglangt og fylgdist með út- varpi og sjónvarpi, fátt annað gat hún veitt sér. Líklega er þetta ein harðasta raun sem hægt er að leggja á nokkra manneskju. Það var erfitt að vita af þessari glaðværu og iðju- sömu konu sitja með hendur í skauti, henni fannst hún ekki vera til nokkurs gagns lengur. Kannski var það fyrst nú sem maður skildi til fulís hve mikil- vægt það er hverri manneskju að hafa eitthvað fyrir stafni. Iöjusemi og umhyggja eru grunnþættir mannlegrar til- veru. Og nú uppgötvaði maður allt í einu að maður hafði ekki spurt ömmu um nærri því allt sem gaman hefði verið að vita; um lífið í gamla daga, um sög- urnar og kvæðin sem lang- amma fór með, um afa sem dó löngu fyrir okkar daga. Þannig líða kynsióðirnar hjá. Þær skilja eftir sig margvísleg verksummerki hið ytra, en það sem skiptir mestu máli er innra með okkur. Flöktandi minn- ingabrot, spurningar, söknuöur og tómarúm. En smám saman raöast brotin saman og fylla upp í tómarúmiö. í minning- unni situr amma bjartleit og fal- leg með prjónana sína, með hugann við það sem glatt gæti og gagnast afkomendum og vinum. Þá rennur upp fyrir okk- ur að þetta er sú mynd sem feg- urst og best getur veriö af einni manneskju, við hógværa iöju, full af umhyggju. Slíkar minn- ingar ylja hverjum og einum og bæta hann um leið. Ég lield að ég tali fyrir munn okkar allra, afkomenda hennar, aö á þessa leið sé minningin um Helgu ömmu. Megi hún hvíla í friði og lifa í minningum okkar. Viðar Hreinsson Víðar en í siklings sölum svanna fas er prýði glœst; mörg í vomm djúpu dölum drottning hefir bónda fœðst. (Matth. Jochumsson) Þegar við kveöjum Helgu föð- ursystur kemur þessi vísa upp í hugann, því í okkar augum var Helga frænka sem drottning. Hún var ekki aðeins frænka, heldur var hún náinn vinur og það var alltaf notalegt og gef- andi að vera samvistum við hana. Það þótti líka eiginmönn- um okkar og börnum, öll dáð- um við Helgu frænku. Fyrst munum við eftir Helgu í Svartárkoti í Bárðardal þar sem hún bjó með manni sínum, Kristjáni, og börnum. Hún varð ekkja aðeins 45 ára gömul, en hélt áfram búskap þar fyrst um sinn. Seinna fluttist hún með börnum sínum inn í Eyjafjörð þar sem þau keyptu jörð sem þau skírðu Fellshlíð. Okkur þótti spennandi að sækja Helgu heim í Eyjafjörðinn, þar sem margt var ólíkt því sem við átt- um að venjast úr okkar sveit, svo sem þéttbýlið og Akureyri í nágrenni. Helga fluttist til Reykjavíkur á sjötta áratugnum og hóf störf sem vökukona á barnaheimil- inu að Silungapolli. Það var ábyrgðarmikið starf og krefjandi og þar starfaði hún þar til heim- ilið var lagt niður. í helgarfríum kom hún oft til foreldra okkar í Hveragerði og til Reykjavíkur eftir að þau fluttust þangað, og alltaf var gaman að eiga von á að hitta Helgu frænku. Hún var kærkominn gestur og jafnan var glatt á hjalla þegar hún kom í heimsókn. Síðan var Helga fengin til að sinna öldruðum í heimahúsum og síðast var hún hjá Kristínu Halldórsdóttur frá Öndverðarnesi og annaðist hana þar til Kristín lést 94 ára gömul. Þá var Helga 84 ára. Er þetta til marks um atorku henn- ar og eljusemi. Kynslóðabil var ekki til þegar um Helgu var að ræða. Hún átti vini á öllum aldri, fylgdist með nýjungum af hvaða toga sem var og ræddi jafnt um dægur- mál sem heimspekileg efni. Hún las mikið og grúskaði og hafði skoðanir á öllu. Helga var líka mikil hannyrðakona og margt fallegt vann hún um dag- ana. Hún hafði mikið fegurðar- skyn og alltaf var hún fín og vel til höfð fram á síðasta dag. Hún kunni vel að meta gleð- skap og var allra manna skemmtilegust og kátust og hlátur hennar var smitandi. Ógleymanlegt er 90 ára afmæli hennar, sem hún hélt með mik- illi reisn eins og við var að búast í Furugeröi 1, þar sem hún dvaldist síðustu árin. Fjölskylda hennar og vinir glöddust með henni, ræður voru haldnar og mikil stemning. Síðan var dans- að og sungiö langt fram á kvöld og Helga gaf ekkert eftir í dans- listinni. Þetta var því miður síðasta af- mæli Helgu þar sem hún bauð upp á dansleik, því að skömmu síðar fékk hún áfall og gekk ekki heil til skógar eftir þab. En þótt líkaminn gæfi sig, var sálin söm við sig. Fyrir einstaka ástúð og um- önnun barna hennar, tengda- barna og barnabarna gat hún búið í íbúð sinni til æviloka. Viö systur og fjölskyldur okk- ar vottum börnum hennar, Jóni, Gerði, Hreini, Tryggva, og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Hildur, Sigrún, Rannveig og Áslaug Káradcetur Aðsendar greinar sem birtast eiga í blaöinu þurfa aö vera tölvusettar og vistaöar á diskling sem texti, hvort scm er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélrit- aöar eöa skrifaöar greinar geta þurft aö bíöa birtingar vegna anna viö innslátt. Utför eiginmanns míns, fö&ur, tengdaföbur, afa og langafa Ásgríms Halldórssonar fv. kaupfélagsstjóra, Hornafiröi ferfram frá Hafnarkirkju miövikudaginn 3. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er vinsamlega bent á Björgunarsveit Slysavarnafélags- ins á Hornafirbi. Cubrún Ingólfsdóttir Ingólfur Ásgrímsson Siggerbur Abalsteinsdóttir Halldór Ásgrímsson Anna Cubný Ásgrímsdóttir Elín Ásgrímsdóttir Katrín Asgrímsdóttir Sigurjóna Sigurbardóttir Þráinn Ársælsson Björgvin Valdimarsson Císli Gubmundsson barnabörn og barnabarnabörn if Bróbir minn Þórir Kárason fyrrum bóndi ab Galtarholti, Skilmannahreppi lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. mars. Fyrir hönd abstandenda, Lára Káradóttir

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.