Tíminn - 02.04.1996, Side 13

Tíminn - 02.04.1996, Side 13
Þri&judagur 2. apríl 1996 13 Skotheld afþreying Á valdi óttans (Copycat) ★★★ Handrlt: Ann Biderman og David Madsen Leikstjóri: Jon Amiel A&alhlutverk: Holly Hunter, Sigourney Weaver, Dermot Mulroney, Harry Connick, jr., Will Patton, J.E. Freeman og William McNamara Bíóhöllin og Bíóborgin Bönnub innan 16 ára Sigourney Weaver hefur reynslu af leik í hasar- og spennumyndum sem hvaða karlleikari sem er væri fullsæmdur af. Hún hefur ávallt leikib „hetjuna" í þessum myndum, sbr. Alien-myndirnar þrjár, en ekki einhvern fylgifisk karlhetju sem hefur oftar en ekki verið hlutskipti kvenleikara. Hún nýtur hér liðsinn- is Holly Hunter sem hefur aldrei áð- ur spreytt sig á lögguhlutverkinu vinsæla. Þær komast báðar vel frá hlutverkum sínum eins og við var að búast og eiga stóran þátt í ab gera A valdi óttans að frambærilegri spennumynd. Sagan hefst á því að kolbrjálaður fjöldamorbingi ræðst á afbrotasál- fræðinginn Helen Hudson (Weaver) sem sleppur naumlega. Rúmu ári seinna er hún haldin víðáttufælni og þorir ekki út fyrir hússins dyr. Rannsóknarlögreglukonunni Monahan (Hunter) er á sama tíma falið að stjóma rannsókn á morð- um sem virðast tengjast. Henni verður ekkert ágengt fyrr en Hud- son kemur meb nokkrar ábendingar og fljótlega er ljóst að raðmorðingi er á ferðinni. Hann er ekki frumleg- ur sem slíkur heldur hermir hann eftir moröum þeirra frægustu úr þessum geira. Monahan tekst með herkjum ab fá Hudson til að liö- KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON sinna sér en setur hana í mikla hættu um leið. Ófáar myndir um fjölda- eða rað- moröingja hafa verið gerbar á síð- ustu árum. Þær hafa að sjálfsögðu verið misgóðar. Silence of the Lambs og Seven eru líklega með þeim betri en fyrir fólk með sterkari taugar má nefna Henry - A Portrait of a Serial Killer og hina belgísku Man Bites Dog. Það mætti því e.t.v. segja að efnið væri orðið nokkuð útjaskab og formúlukennt en það má sjálfsagt lengi finna nýja fleti á svo dökkri hlið mannlífsins. Þetta tekst nokkuö vel í Á valdi óttans. Þótt aðalpersónurnar sem slíkar séu staðlaðar spennumyndatýpur þá er sagan nógu skotheld til ab halda uppi spennu megnið af myndinni og til þess er leikurinn gerður. Hug- myndin um hermikrákuna er gób og reyndar mjög trúverðug ef mið- að er vib þá klikkun sem fyrirfinnst í þessum málaflokki í raun og veru. Leikhópurinn er vel valinn meb þær Weaver og Hunter fremstar í flokki og söngspíran Harry Conn- ick, jr. er meira að segja mjög góður í hlutverki kolbilaðs morðingja sem er tilbúinn til að aðstoða þær í leit- inni gegn vægu gjaldi. Á valdi óttans er mjög frambæri- leg afþreying og ættu spennufíklar ab fá sitthvað fyrir peningana sína. UMBOÐSMENN TÍMANS Kaupstabur Nafn umbobsmanns Heimili Sími Keflavík/Njar&vík Halldór Ingi Stefánsson Garðavegi 13 421-1682 Akranes Gubmundur Gunnarsson Háholti 33 431-3246 Borgarnes Hrafnhildur S. Hrafnsdóttir Hrafnaklettur 8 437-1642 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgata 25 438-1410 Grundarfjör&ur Gubrún J. Jósepsdóttir Grundargata 15 438-6604 Hellissandur Ævar Rafn Þrastarson Hraunsás 11 436-6740 Búöardalur Inga G. Kristjánsdóttir Gunnarsbraut 5 434-1222 Reykhólar Adolf Þ. Gubmundsson Hellisbraut 36 434-7783 ísafjör&ur Hafsteinn Eiríksson Pólgata 5 456-3653 Su&ureyri María Friöriksdóttir Eyrargötu 6 456-6295 Patreksfjöröur Snorri Gunnlaugsson Aðalstræti 83 456-1373 Tálknafjör&ur Margrét Gu&laugsdóttir Túngata 25 456-2563 Bíldudalur Vilborg Jónsdóttir Dalbraut 42 456-2141 Þingeyri Karítas Jónsdóttir Brekkugata 54 456-8131 Hólmavík Júlíana Ágústsdóttir Vitabraut 13 451-3390 Hvammstangi Hólmfri&ur Gubmundsdóttir Fífusund 12 451-2485 Blönduós Ger&ur Hallgrímsdóttir Melabraut 3 452-4355 Skagaströnd Dagbjört Bæringsdóttir Ránarbraut 23 452-2832 Sau&árkrókur Gubrún Kristófersdóttir Barmahlíb 13 453-5311 Siglufjör&ur Gu&rún Au&unsdóttir Hafnartún 16 467-1841 Akureyri Baldur Hauksson Drekagil 19 462-7494 Dalvík Flosi Jón Ófeigsson Skógarhólar 7 466-1085 Ólafsfjör&ur Sveinn Magnússon Ægisbyggð 20 466-2650 Húsavík Þórunn Kristjánsdóttir Brúnagerbi 11 464-1620 Laugar, S-Þing. Bókabúb Rannveigar H. Ólafsdóttur 464-3181 ReykjahlíÖ v/Mývatn Dabi Fribriksson Skútahrauni 15 464-4215 Raufarhöfn Helga Jóhannesdóttir Ásgata 18 465-1165 Þórshöfn Matthildur Jóhannsdóttir Austurvegur 14 468-1183 Vopnafjöröur Ellen Ellertsdóttir Kolbeinsgata 44 473-1289 Egilssta&ir Páll Pétursson Árskógar 13 471-1350 ■ Sey&isfjör&ur Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegur 7 472-1136 Reyöarfjöröur Ragnheibur Elmarsdóttir Hæbargerbi 5 474-1374 Eskifjör&ur Björg Sigurbardóttir Strandgata 3B 476-1366 Neskaupsta&ur Sigribur Vilhjálmsdóttir Urbarteig 25 477-1107 Fáskrú&sfjöröur Ásdís Jóhannesdóttir Skólavegur 8 475-1339 Stö&varfjör&ur Sunna K. Jónsdóttir Einholt 475-8864 Breiödalsvík Davíb Skúlason Sólheimar 1 475-6669 Djúpivogur Ingibjörg Jónsdóttir Hammersminni 10 478-8962 Höfn Sigurbjörg Einarsdóttir Víkurbraut 11 478-1274 Nesjar Kristín Gunnarsdóttir Stöbli 478-1573 Selfoss Bár&ur Gu&mundsson Tryqqvaqata 11 482-3577 Hverager&i Þórbur Snæbjömsson Heiðmörk 61 483-4191 Þorlákshöfn Hrafnhildur Harbardóttir Egilsbraut 22 483-3300 Eyrarbakki Jóhannes Erlingsson Túngata 28 483-1198 Hvolsvöllur Ómar Eyþórsson Litlagerbi 10 487-8353 Vík í Mýrdal Pálmi Kristjánsson Sunnubraut 2 487-1426 Kirkjubæjarklaustur Bryndís Guðgeirsdóttir Skri&uvellir 487-4624 Vestmannaeyjar Auróra Fri&riksdóttir Kirkjubæjarbraut 4 481-1404 Katherine er hjálpaö yfir götu á Manhattan. Meö stóru ástinni í lífi sínu, Spencer Tracy. Hlakkar tíl dauöans Katherine Hepburn hefur tilkynnt fjölskyldu sinni að hún sé tilbúin að deyja. Aðeins nokkrum dögum eftir að hún var útskrifuð af spítala, þar sem hún hafði ver- ið lögð inn vegna lungnabólgu, sást til hennar á Man- hattan þar sem þessi 88 ára gamla leikkona var leidd yf- ir götu. „Ef ég er að fara að deyja, þá geturðu bölvað þér upp á að það verður ekki í spítalarúmi umkringd ókunnug- um," segir Katherine, sem ekki hefur tapað kokhreyst- inni í ellinni. „Ég ætla heim og deyja í mínu eigin rúmi með fjölskylduna við rúmstokkinn." Katherine hefur reyndar sagt fjölskyldunni að hún hlakki til dauðans, svo hún geti hitt aftur manninn sem hún elskaði í 26 ár, en giftist aldrei. „Ég hef beðið í næstum 30 ár. Mig langar að taka hann aftur í faðm mér," sagði hún. ■ Eva skoöar skúlptúrinn sem á líklega aö vera afmæiisterta. Þaö er alltaf gaman aö eiga af- mœli. Tvær afmælisstelpur halda hóf í París Liza mundar hnífinn yfir gullsleginni afmœlisköku. Hin víðfræga söngkona Liza Minnelli og austantjaldsfyrir- sætan Eva Herzigova áttu báð- ar afmæli fyrir skömmu og héldu að sjálfsögðu veislurnar í Parísarborg. Eins og nærri má geta, sátu þær ekki einar að afmæliskök- unni, heldur fengu fjölda frægra manna til að skola henni niður með ljúffengum veigum. Liza hélt upp á fimm- tugsafmælið ásamt Jerry Hall og fleirum, en tékkneska stúlk- an, sem talist getur nú til stétt- ar ofurfyrirsætna, hélt upp á 23ja ára afmælið ásamt kærast- anum Tico Torres, sem er í hljómsveitinni Bon Jovi og í SPEGLI TÍMANS bauð auk þess ýmsum kolleg- ínum sínum: Naomi Camp- bell, Karen Mulder, Helena Christensen o.fl. Margar fleiri fyrirsætur, sem komnar vom til Parísar fyrir hausttískusýning- arnar, tóku sér pásu til ab skála fyrir Evu, sem er ein sú vinsæl- asta í bransanum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.