Tíminn - 17.04.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.04.1996, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 17. apríl 1996 UR HERAÐSFRETTABLOÐUM EGILSSTOÐUM Hótel Framtíb: Bókanir aldrei fleiri „Hér verbur mikið að gera í sumar. Það er nánast búið að fullbóka fyrir júlí og mikið um bókanir í júní og ágúst," sagði Þórir Stefánsson hótelstjóri á Hótel Framtíð á Djúpavogi, í samtali viö Austra. Töluverðar framkvæmdir standa yfir á hótelinu þar sem unnib er að ýmsum lagfæring- um og endurbótum fyrir sumar- ið. Að sögn Þóris gengur rekstur hótelsins þokkalega, þegar litið er á árið í heild. Dauður tími er þó frá áramótum fram í apríl. Mikið er að gera í veitingasölu á sumrin, en hótelið hefur sér- hæft sig í réttum úr fiski og öðru sjávarfangi og hefur getiö sér gott orð á þeim vettvangi. Mikið er um að ferðahópar á leið um landið kaupi veitingar á hótelinu og er nú þegar búið ab panta mat og gistingu á tjald- stæbi, sem rekib er í tengslum við hótelið, fyrir 30 til 40 hópa sem verða í mat á hótelinu. Þar er um að ræða ýmist morgun- mat, hádegisverð, kvöldverð eða nesti. Fyrir utan hefðbund- inn hótelrekstur, þ.e. gistingu og mat, er rekin krá í skemmti- legu húsnæði í kjallara hótels- ins, sem er að jafnaði vel sótt. Aö sögn Þóris sækja Djúpavogs- búar hótelib töluvert og mundu örugglega nýta sér þjónustu þess enn frekar, ef húsnæði leyfði að þar væru haldnar stærri veislur eða skemmtanir. Á Hótel Framtíb eru 9 tveggja manna herbergi, en hótelið hef- ur auk þess til ráðstöfunar yfir sumarib herbergi á heimavist og víðar. 1262 SELFOSSI Hannabi og prjón- abi verblaunapeysu á tveimur dögum í tilefni af 100 ára afmæli ull- ariðnaðar í Mosfellsbæ stób ís- tex nýveriö fyrir hönnunarsam- keppni um handprjón. Þátttak- an í keppninni var mjög gób, en alls bárust 377 prjónabar peysur í keppnina frá 258 þátt- takendum. Eftir ab dómnefnd hafði farið yfir allar peysurnar og tekið út hönnun þeirra, var Þórir Stefánsson hótelstjóri tók vib starfinu í fyrra af bróbur sínum, Arnóri Stefánssyni, sem nú dvelur íHondúras. Fjölskylda Þóris tók al- farib vib rekstri hótelsins 1991 og hefur Þórir komib ab flestum stórfum sem reksturinn varba og erm.a. abalpitsugerbarmaburinn á stabnum. hún öll sammála um að veita Halldóru Kristínu Hjaltadóttur, Tunguvegi 2 á Selfossi, fyrstu verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun, en í sigurlaun fékk hún 120.000 kr. Halldóra Kristín prjónabi og hannabi peysuna sína á tveim- ur dögum, en hún er þekkt fyrir að fara óhefðbundnar leiðir í prjónaskap, hún segist vilja gera eitthvab öðruvísi þegar hún er að vinna í höndunum. Halldóra Kristín yann peysuna úr léttlopa frá ístex, en að hennar sögn er þetta frábært efni til að vinna úr og lopi sem stingur ekki. „Peysan er mjög einföld í hönnun og auðvelt að prjóna hana. Það, sem gerir hana m.a. sérstaka, er að ég læt ermarnar ná niður fyrir handarbak og gerði gat fyrir þumalfingurinn, þannig að hún sameinar að nokkru leyti peysu og vettlinga. Ég ætlaði upphaflega að prjóna peysuna fyrir sjálfa mig og nota hana í stangveibinni í sumar, en þegar ég sá hönnun- arkeppnina auglýsta ákvab ég ab senda hana í keppnina." þar sem endanlega verður geng- ið frá málinu. Valgarður Hilmarsson, odd- viti Engihlíbarhrepps og einn héraðsnefndarmanna, segir að ætla verði sveitarstjórnunum einhvern tíma til ab fara yfir greinargerbina og því verbi fundurinn ekki fyrr en undir mánaðamót apríl/maí. Tíminn sé hins vegar að renna frá mönnum, ekki séu nema lið- lega þrír mánuðir þar til sveitar- félögin taki við rekstri grunn- skólanna í landinu. Isafjöröur: DAGBLAÐ Halldóra Kristín Hjaltadóttir í verblaunapeysunni sinni. M®« AKUREYRI Skólaskrifstofa í Húnaþingi: Jákvæb vibbrögb skólastjóra Héraðsnefndir Vestur- og Austur- Húnavatnssýslna fund- uðu fyrir skömmu með öllum skólastjórum grunnskólanna í Húnavatnssýslum, alls 7 talsins, þar sem ræddar voru þær hug- myndir og áform héraðsnefnd- anna ab stofnsetja eina skóla- skrifstofu fyrir Húnavatnssýslur bábar, sem jafnframt yfirtæki félagslega þjónustu sveitarfélag- anna. Viðbrögb skólastjóranna munu hafa verið mjög jákvæð við þessum hugmyndum og því hafa héraðsnefndirnar ákveðið ab á næstu dögum verbi öllum sveitarstjórnum á svæbinu send greinargerð um áform og vilja hérabsnefndanna í málinu og síðan verður bobab til fundar Austurland NESKAUPSTAÐ Fjórbungssjúkra- húsib fyrst sjúkra- húsa meb röntg- enskanna Fjórbungssjúkrahúsib í Nes- kaupstab er fyrst sjúkrahúsa til ab fá búnab til að senda röntgen- myndir til greiningar á Landspít- alanum. Þetta er nefnt fjargrein- ing röntgenmynda og fer þannig fram ab röntgenmynd er skönn- ub inn á tölvu og síban send um símalínu til Landspítalans eba annarra stofnana þar sem sér- fræbingar lesa úr myndinni. Sams konar búnabur verbur settur upp á næstunni á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja og síðar á öbrum stofnunum, eftir áætlun sem Landspítali og Landlæknisemb- ættið hafa fengib samþykkta af heilbrigbisrábuneytinu.Helsti kostur þessa búnaöar er að nú geta sérfræbingar borið sig saman um greiningu, sérstaklega þá um vafasöm tilfelli og röntgenlæknar geta leibbeint röntgentæknum um myndatökur. Að frumkvæbi Landspítalans og Verkfræbistofnunar Háskóla íslands hafa tilraunir meb slíkan búnab stabib yfir í fjögur ár. Reynslan af þessum tilraunum sýndi svo ekki varb um villst að ástæba væri til ab þróa búnaðinn og koma honum fyrir á nokkrum sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Fyrirtækin Skyn og Prím hafa síb- an unnið ab frekari þróun og má segja að hér sé alfarið um íslensk- an búnað að ræða. Verkalýbsfélagib Baldur 80 ára Þann 1. apríl sl. voru 80 ár lib- in frá stofnun Verkalýbsfélags- ins Baldurs á ísafirbi, en þab var stofnab þann dag árib 1916 af 40 verkamönnum. í tilefni dagsins var opnub myndlistar- sýning í húsakynnum félagsins og 1. maí n.k. verbur afmælis- ins minnst meb hátíbarfundi. Þá er í bígerb ab minnast af- mælisins á ýmsan hátt á næstu mánubum. í frétt frá félaginu segir að frá stofnun þess hafi það verið vörn og skjól þeirra, sem standa höll- um fæti, og framsækið afl til sóknar fyrir bættum kjörum verkafólks og félagslegum rétt- indum. í því sambandi er skemmst ab minnast þess ab Baldur eitt félaga bobabi til vinnustöbvunar á libnu ári fyrir kauptryggingu verkafólks. í þeirri baráttu vannst hálfur sigur og mun félagið „sækja hann allan nú í haust". Þar kemur einnig fram að í samstarfi við önnur fé- lög launafólks sé Baldur fullkom- lega í stakk búib til átaka, sem gætu skilaö verkafólki betri kjör- um og atvinnuöryggi. Á þessum áttatíu árum hefur félagib haft töluverð áhrif á ýmis framfara- og atvinnumál á ísa- firði. Meðal annars beitti félagið sér fyrir stofnun Samvinnufélags- ins á sínum tíma, stofnun Kaup- félags ísfirðinga, Togaraútgerð ísafjarðar hf. og Útgerðarfélags- ins Njarðar hf., stofnun Rafveitu ísafjarðar og Eyrarhrepps og virkjun Fossavatns og Nónhorns- vatns. í samvinnu við Sjómanna- félag ísfirðinga stóð félagið að byggingu Alþýbuhúss ísfirðinga árið 1934, þegar atvinnuleysi og lágt afurðaverð bitnaði á kjörum verkafólks í heimskreppunni. Verkalýðsfélagið Baldur gekk í Alþýðusamband íslands árið 1917 og telst eitt af stofnfélögum sambandsins. Þá var Alþýbusam- band Vestfjarða stofnað að frum- kvæði Baldurs árið 1927 og fram til þessa hafa allir fimm forsetar ASV komið úr forustu Baldurs. Auk þess beitti félagið sér fyrir stofnun verkalýðsfélaga í Súða- vík, Bolungarvík, Súgandafirði, Sléttuhreppi og Patreksfirði. Á þessum tíma hafa tveir af forystumönnum Baldurs gegnt ráðherraembætti í ríkisstjórn ís- lands, þeir Finnur Jónsson og Hannibal Valdimarsson, auk þess sem þeir Helgi Hannesson og Hannibal hafa gegnt embætti forseta ASÍ. Formabur Baldurs á þessum tímamótum er Pétur Sigurbsson, en hann hefur verib formaður fé- lagsins á undanförnum árum, auk þess að vera forseti Alþýðu- sambands Vestf jarða. - grh Bubbi Morthens á árlegu tónlelkaferöalagi fyrir vest- an og norban: Ný lög og sígild Fyrstu tónleikarnir á árlegu tónleikaferbalagi Bubba Morthens um Vestur- og Norburland verba í Búbardal n.k. föstudag, 19. apríl, en ferbinni lýkur á Akureyri þann 5. maí n.k. Athygli vek- ur ab Bubbi spilar á Borbeyri í Hrútafirbi á baráttudegi launafólks, 1. maí n.k. í þessari tónleikahrinu, sem er fyrsti áfanginn í yfirreið kappans um landið, verba flutt ný lög í bland við eldri og sí- gild lög, en áhersla verður lögb á að spila fyrir alla aldurshópa. Tónleikarnir verba haldnir í fé- lagsheimilum, leikhúsum, skemmtistöðum og pöbbum. í þessari ferð um Vestfirði verða haldnir tónleikar m.a. á Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, Súðavík, ísafirði, Suðureyri og Hólmavík. Á Norðurlandi verða tónleikar á Sauðárkróki, Hvammstanga, Blönduósi, Ól- afsfirði og Siglufirbi. -grh Stöplafiskur í Reykjahverfi: Loðna á grillib l'L'ir sem áhuga hafa geta bryddab uppá þeirri nýbreytni ab hafa lobnu í forrétt í grill- veislum sumarsins, eba jafnvel í aöalrét t ef svo ber undir. Frá þessu er greint í RF-tíbindum, fréttablabi Rannsóknastofnun- ar fiskibnabarins. Þar kemur fram að fyrirtækið Stöplafiskur hf. í Reykjahverfi er byrjab ab framleiba og selja til útlanda loðnuhrygnur, sem hafa verið verkaöar eftir japönskum reglum. Þessi nýstárlega vara varð til í samstarfi fyrirtækisins og sérfræbinga RF, sem einnig munu abstoða þab við að auka sjálfvirkni í vinnsluferlinu við framleiðslu vörunnar. Þessi nýjung í sjávarréttafram- leiðslunni var prófuð á ársfundi RF í nóvember sl. og þótti hib mesta lostæti. Verib er að kanna enn frekar hvort þessi vara sé arðbær eba ekki, en framleiðsla á grillloðnu er mikið nákvæmnis- og vandaverk. Við framleiðsluna skiptir útlit og verkun hráefnis- ins miklu máli, en loðnan verður að vera bein og falleg til að vera gjaldgeng á markaðnum. -grh Afsem ábur var hjá NATO-fé- lögunum Varbbergi og SVS: Rússi í pontu Þab er túnanna tákn ab rússnesk- ir herforingjar eru farnir ab halda fyrirlestra fyrir stubnings- menn NATO. Á laugardag gerist þetta í fyrsta sinn á fundi hjá Samtökum um vestræna sam- vinnu (SVS) og Varbbergi. Rússneskur herforingi úr fremstu röbum, Dmitri Trenin, 41 árs, flyt- ur erindi á hádegisverðarfundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu í Grilli Hótel Sögu á laugardag. Trenin er að vísu hættur störfum í hernum, en starfar nú sem sérfræðingur við Carnegie Endowment for International Peace í Moskvu. - JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.