Tíminn - 17.04.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.04.1996, Blaðsíða 9
Mibvikudagur 17. apríl 1996 l]twi'itmmir'iirto\trmttt WSWSSMM 9 1 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . ^J Tímamótasamkomulag um stjórnarbœtur í Mexíkó: Einsflokks- stjórnin verði afnumin Flestir stjóriimálaflokkar í Mex- íkó komu sér á mánudag saman um að hrinda af stao tíma- mótaumbótum á stjórnkerfi landsins. Arturo Nunez, yfirmab- ur í innanríkisrábuneytinu, sagbi á blabamannafundi ab um væri ab ræba 27 breytingar á stjórnar- skránni meb þab fyrir augum ab Farsímar: Heilinn í hættu? Samkvæmt nýjum rannsóknum breskra vísindamanna gæti þeim sem nota farsíma ótæpilega staf- ab hætta af þeim. í farsímum eru notabar örbylgjur, ekki ósvipabar þeim sem notabar eru í örbylgju- ofnum, en meb örlítib lægri tíbni og miklu minni orku. Hingab til hafa vísindamenn tal- ib aö bylgjurnar dreifbust jafnt um höfubib og væru meinlausar, en nú viroist margt benda til þess að þær geti safhast saman við mikla notk- un og myndab „hitabletti" í heilan- um, sem hugsanlega geti haft alvar- legar afleiðingar fyrir heilafrumum- ar. Þessar niðurstöður koma fram á sama tíma og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vinnur að því að birta tölur um lágmarksgeislun sem talist gerur örugg í farsímum, en næstum allir farsímar sem eru á markaðnum eru fyrir ofan þessi mörk. -GB/The Sunday Times efla lýðræðið í landinu. Eitt meginmarkmið breyting- anna er að binda endi á einsflokks- stjórn sem verið hefur í landinu í 67 ár. Einnig verður gerð sú breyting að borgarstjórinn í Mexíkóborg verður kosinn í almennum kosn- ingum í stað þess að forseti landsins tilnefni hann eins og hingað til hef- ur verið. Ennhemur miða breytingarnar að því að herða eftirlit með fjá- raustri í kosningabaráttunni, en stjórnarflokkurinn, PRI eða Bylting- arflokkurinn, hefur árarugum sam- an verið sakaður um að misnota al- mannafé til þess að tryggja sér sigur í kosningum. Frá því að Ernesto Zedillo tók við embætti forseta í desember 1994 hafa breytingar á stjórnskipun landsins verib ofarlega á stefnuskrá hans, og samkomulagið sem náðist á mánudag var niðurstaðan af 15 mánaða samningaviðræðum milli stjómarflokksins og tveggja af þremur helstu stjórnarandstöðu- flokkunum. Næst stærsti stjórn- málaflokkur landsins, PAN, á þó ekki hlut að samkomulaginu. Hann dró sig út úr viðræðunum í febrúar og sakaði stjómina um að líta fram- hjá meintum kosningasvikum PRI í sveitarstjórnarkosningum, jafnvel þótt í sömu andrá væri verib að ræða eflingu lýðræðisins. Þingkosningar verða í Mexíkó á næsta ári, en samkomulagið frá því á mánudag þarf staðfestingu þingsins áður en það fer í sumar- frí síöar í þessum mánuði. -GB/Reuter Helfarar minnst Meðan ísraelsmenn hafa staðiö ístórrceðum við að varpa sprengjum á Líbanon var gert tveggja mínútna hlé á þjóðlíf- inu í Israel ígær til þess að minnast þess að sex milljónir Cyðinga voru myrtir íHelför- inni, útrýmingarherferð þýskra nasista íseinni heimsstyrjöld- inni, en fgcer var sérstakur minningardagur um Helförina. Meðal annars var hlé gert á sprengjuárásunum á Líbanon í þessar tvcer mínútur. Sírenur hljómuðu um allt land og eins og sjá má á myndinni stöðv- uðu þessir ökumenn bifreiðar sínar og stigu út fyrir í tvcer mínútur. Lamaðist allt þjóólíf í landinu þessa stund, en að því loknu fœrðist allt ífyrra horf. Og sprengjunum tók aftur að rigna í Líbanon. Reuter Forseti Finnlands á ferb í Kína: Ræ&ir mannrétt- indamál viö kín versk stjórnvöld Þótt abalumræbuefnib í heim- sókn Marttis Ahtisaari, forseta Finnlands, til Kína hafi verib vib- skiptamál þá komu mannrétt- indamál einnig til tals í vibræb- um hans vib kínverska rába- menn, þ.á m. Jiang Zemin forseta og Li Peng forsætisrábherra. „Gestgjafar okkar vita vel af því að vib lítum svo á að siðferðileg verðmæti séu algild," sagði hann, og bætti því við að „í stað þess að vera bara með yfirlýsingar í þessum efnum viljum við Finnar sjá árang- ur." Þrátt fyrir skoðanamun í mann- réttindamálum veitir finnska ríkis- Róttœkar hugmyndir austurrísku ríkisstjórnarinnar um hjónabandiö komnar vel á veg: Karlar lögskyldaðir til ab sinna heimilisstörfum? Innan skamms gæti svo farið að kvæntlr karlar í Austurríki geti ekki lengur komib sér undan þvi að sinna heimilis- störfunum. Á vegum ríkis- stjórnarinnar er verib ab vinna úr allróttækum hug- myndum um lög sem skylda kvænta karlmenn til ab leggja sitt af mörkum á heimilinu. Einnig er ríkissljóruin meb hugmyndir um aö setja ákvebnar reglur fyrir pör sem ætla að ganga í hjónaband þar sem m.a. er gert ráb fyrir því að þau verði að sækja sérstök námskeib ábur en hjónavígsla fer fram. Ef hugmyndir ríkisstjórnar- innar verða samþykktar þá munu öll pör sem hafa í hyggju að ganga í hjónaband þurfa að setjast á skólabekk til þess að læra um heimilisstörf, barna- uppeldi, launadreifingu og trúnað í hjónabandi. Margir ungir Austurríkis- menn eru stórhneykslaðir á þessum áformum. „Þegar amma mín giftist árið 1939 var henni gefið eintak af Mein Kampf, bók Adolfs Hitlers, og með því var í raun og veru verið að segja henni að í hjónabandinu skyldi hún fara eftir þeim reglum sem þar koma fram," sagði Wolf- gang Ptacek, 24 ára tölvuforrit- ari frá Vínarborg. „Allar sóma- kærar þýskar konur áttu að fæða fjögur börn, og þar fram eftir götunum. Allir vita hvað varð um það samfélag." Ríkisstjórnin fer samt ekki of- an af því að nú sé kominn tími til að skipta sér af einkamálum borgaranna. Það eina sem deilt er um innan stjórnarflokkanna er hvernig best sé að fara aö-því. Hugmyndin að sérstökum skólum fyrir hjónaefni kemur frá Maríu Rauch- Kallat, sem er framkvæmdastjóri Þjóðarflokks- ins. Hún hefur einnig komið með tillögu um að hjónaefni verði látin gera samning sem skuldbindur báða aðila að lög- um. Til þess að víkja sér undan ásökunum um alræðishyggju vill hún þó ekki gera það að reglu að þeim pörum sem ekki vilja gangast undir sérstaka hjónabandsþjálfun verði neitað um giftingarleyfi. Það er hins vegar tillaga Sósí- alistaflokksins sem veldur aust- urrískum karlmönnum mestum áhyggjum. Jafnaðarmenn vilja setja sérstök lög um heimilis- störf þar sem skilgreint yrði ná- kvæmlega hvað hvor aðili fyrir sig getur átt von á í hjónabandi. Þegar ríkisstjórnin vakti fyrst máls á þessum hugmyndum vakti þab mikla kátínu meðal austurrískra karla. Samkvæmt nýlegri könnun sem gerð var af Háskólanum í Vín eru austurrík- ir karlmenn einna mestu karl- rembusvínin í Evrópu. Hug- myndin um að það verði lagaleg skylda þeirra að þvo föt og gera hreint f annst þeim svo fráleit að ekki væri hægt annað en að hlæja. Allir voru farnir að segja brandara um heimilislögregl- una sem væri að gægjast inn um glugga til þess að fylgjast með því hvort karlinn á heimilinu væri að þvo upp. Og börnin fengju greiðslur fyrir uppljóstr- anir um hvort pabbi þeirra kæmi sér hjá því að strauja. En það er ekki laust við að brosið sé farið að. stirðna á vörum þeirra. Málið er þegar komið svo langt á veg að töluverðar líkur þykja á því að einhverskonar reglur um heimilisstörf verði í raun settar. í fjölmiðlum hefur allt logað í deilum um það hvort þessar til- lögur geti nokkurn tíma gengið upp. Sumir stjórnmálamenn hafa krafist þess að námskeiðin verði gerð að skyldu, en aðrir líta bara á þetta eins og hvern annan hallærisbrandara. Imma Palme, hjá Rannsókn- arstofnun í þjóðfélagsvísindum í Vín, er ein þeirra sem efast um gildi þessara hugmynda. „Aust- urríska karlmenn skortir áhug- ann," sagði hún. „Það mun taka áratugi áður en þeir breytast nógu mikið til að geta aðlagast nútímaþ j óðf élagi." -GB/The Sunday Times stjómin kínverskum stjómvöldum aðstoð við að endurbæta réttar- og dómskerfi sitt, að sögn Ahtisaaris. Innan skamms verður undirrituð samstarfsáætlun ríkjanna í löggjaf- armálum. „Við ætlum að taka þátt í viðleitni kínversku stjómarinnar til þess að gera endurbætur á lagakerfi sínu og réttarríkinu," sagði hann. „Þab er ekki nóg að vera með lögin. Það þarf að hrinda þeim í fram- kvæmd og til þess þarf að gera aðrar ráðstafanir. Við viljum koma þar til hjálpar." Miklar deilur voru í Finnlandi vegna heimsóknarinnar, sem hófst á sunnudag og stendur yfir í fimm daga. Finnskir stjórnmálamenn, þ.á m. Elisabeth Rehn, sem hefur eftir- lit með mannréttindamálum í gömlu Júgóslavíu á vegum Samein- uðu þjóðanna, hafa dregið gildi heimsóknarinnar í efa og hvöttu forsætisráðherrann og þá 37 við- skiptajöfra sem með honum eru í förinni til þess að minna Kínverja á skyldur sínar í mannréttindamál- um. Ahtisaari sagði mótmælin vera „heilbrigbar umræður" og hélt því fram að Kínverjar væru tilkippilegri til að ræba mannréttindamál við fulltrúa lítilla ríkja á borð við Finn- land heldur en við stærri og öflugri ríki. „Hugsanlega er auðveldara að eiga samstarf við okkur í þessum efnum vegna smæðarinnar," sagði hann. „Ég held ekki að neinum myndi finnast Finnland vera hærtulegur samstarfsaðili." Yvonne, ein þekktasta spá- kona í Svíþjóð Eftir að hafa komið fram í ensku og frönsku sjónvarpi og náð þar góðum árangri, vill Yvonne nú gefa ykkur kost á að hafa samband við sig og fá hjálp hennar við lausn vandamála. Spáð er í tarotspil. Er tU viðtals í síma 0046 3315 2789 frá kl. 14.00 ril 20.00 (sænskur túni). Talar dönsku og sænsku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.