Tíminn - 17.04.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.04.1996, Blaðsíða 16
ÍWflll® Miovikudagur 17. apríl 1996 T VeÖNÖ (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suourland og Faxaflói: Austan og norbaustanátt, víbast stinnings- kaldi. Smáskúrur á stöku stab, en úrkomulaust ab mestu seinna í dag. Hiti 7 til 11 stig • Breibafjörour: Norbaustan stinningskaldi eba allhvasst. Úrkomu- laust ab mestu. Hiti 2 til 5 sitg. • Vestfirbir: Víba hvassvibri í dag. Él, einkum norban til. Hiti um eba rétt yfir frostmarki. • Strandir og Norburland vestra: Norblæg átt, allhvasst á annesj- um. Skúrir eba slydduél. Hiti 0 til 3 stig. • Norburland eystra: Norbaustan kaldi og fer ab rigna, en dálítib él þegar kemur fram á daginn. Hiti 1 til 5 stig. • Austurland ab Glettingi og Austfirbir: Austan kaldi og rigning, en skúrir síbdegis. Hiti 3 til 6 stig • Subausturland: Skúrir. Hiti 5 til 9 stig. Þorsteinn hafbi ekkert samráö vib fiskvinnslufólk ábur en hann tók ákvörbun um þorskkvótann: Fiskvinnslufólk virt að vettugi „Vib erum mjög óánægb meb þessi vinnubrögö. Þab er alveg furbulegt þegar verib er ab tala vib hagsmunaabila í sjávarút- vegi ab þá skuli rödd fisk- vinnslufólks ekki hafa verib hleypt ab, eins og þab hafi engra hagsmuna ab gæta," segir Abalsteinn Á. Baldursson for- mabur fiskvinnsludeildar Verkamannasambands íslands. Hann segist ætla ab taka þetta mál upp á fundi framkvæmda- stjórnar VMSÍ sem haldinn verbur um helgina á Hellu. Mikil gremja og óánægja er meöal fiskvinnslufólks víða um land vegna þeirra vinnubragða Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra að ráðfæra sig ekki við fulltrúa fiskvinnslufólks eins og annarra hagsmunaaðila í sjávarútvegi áður en hann tók ákvörðun um það að auka ekki þorskkvótann á yfirstandandi fiskveiðiári. En eins og kunnugt er þá kallaði ráðherra til fundar við sig sl. sunnudag fulltrúa út- vegsmanna, sjómanna, vél- stjóra, smábátaeigenda og fisk- vinnslunnar til að heyra sjónar- mið þeirra til kvótaaukningar í þorski. Ennfremur ráðfærði ráð- herrann sig við fulltrúa frá Far- manna- og fiskimannasam- bandinu áður en hann tók sína ákvörðun í málinu. Fqrmaður fiskvinnsludeildar VMSÍ segir að persónulega væri hann þeirrar skoðunar að ráð- herra hefði átt að nota tækifær- ið og auka við þorskkvótann. Þó með því skilyrði að sá umfram- kvóti kæmi allur til vinnslu hér innanlands. Hann segir að þótt hann leggi mikið upp úr þekk- ingu og ráðgjöf fiskifræðinga, þá sé nauðsynlegt að leggja eyru við því sem sjómenn segja um aukna þorskgengd á miðunum. -grh Forstjóri Hafró segir ummœli um of náin tengsl stofnunarinnar vib sjávarútvegsrábuneytib fráleit: Enginn þrýstingur Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar seg- ist aldrei hafa orbib var vib þrýsting frá Sjávarútvegsrábu- neytinu varbandi störf stofn- unarinnar. Hann segir áhyggj- ur manna af því ab stofnunin sé of nátengd rábuneytinu illskiljanlegar. Gubný Guðbjörnsdóttir al- þingismaður lét þab álit sitt í ljós á Alþingi í fyrradag að ástæða væri til að auka sjálf- stæði Hafrannsóknarstofnunar. Guðný telur það geta háð stofn- uninni í starfi sínu að hún sé of nátengd pólitísku valdi vegna tengsla hennar við sjávarút- vegsráðuneytið. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafró segir þessi ummæli ekki eiga við rök að styðjast. „Það væri undarlegt ef sjávar- útvegsráðuneytið væri að þvinga okkur til að koma með eins lágar ráðleggingar og mögulegt er. Ég hefði skilið þessa gagnrýni ef við værum með mjög háar ráðleggingar í Einn látinn eftir sýkingu Ástand sjúklinganna tveggja sem liggja alvarlega veikir á Landspítalanum og Sjúkra- húsi Reykjavíkur af völdum salmonellu-sýkingar er óbreytt ab sögn Karls G. Krist- inssonar, formanns sýkinga- varnanefndar Landspítalans. Eitt dauðsfall hefur orðið á Landspítalanum sem að hluta til má rekja til salmonellu-sýk- ingarinnar. í öllum þessum þremur tilfellum er um að ræða sjúklinga sem voru alvarlega veikir fyrir. -GBK afla og aðrir náttúrufræðingar að vara við glannaskapnum í okkur. En þetta er alveg gagn- stætt og þingmenn gera því skóna að náttúrufræðingar utan Hafrannsóknarstofnunar, sem eiga að standa vörð um náttúru landsins, telji óhætt að veiða meira en við leggjum til. Það er auðvitað fráleitt að eitthvað pólitískt vald sé að þvinga okkur til þess." Jakob bendir einnig á að í ljósi sögunnar sé fráleitt að segja að Hafrannsóknarstofnun starfi í skjóli sjávarútvegsráðuneytis- ins. í því samhengi minnir hann á deilur stofnunarinnar við ýmsa fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra. -GBK Vœnn stafli af umsögnum um frumvarp til laga um breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnu- deilurhafbi borist inn á borb félagsmálanefndar Alþingis ígœr, en ídag rennur út frestur til skila inn umsögnum. Mikil vinna er því framundan hjá nefndarmönnum og formanni nefndarinnar, Kristinu Ástgeirsdóttur þingkonu Kvennalista. Ef ab líkum lœtur munu þó umsagnir frá verkalýbs- félögum vera nánast á einn veg, þar sem þess er krafist ab frumvarpinu verbi VÍsab frá. Tímamynd: ÞÖK Mótmœli í utandagskrárumrœbu á Alþingi: Reglugerð um takmörkun á upplýsingum úr skattskrá Svavar Gestsson alþm. rébst í utandagskrárumræbu á þingi í gær harkalega á reglugerb nr. 176 frá 20. mars síbastlibnum um birt- ingu, útgáfu og abra meb- ferð upplýsinga úr álagn- ingaskrá, skattskrá og virðis- aukaskattskrá. Hann sagbi ab meb þessari reglugerb væri verib ab takmarka upp- lýsingar til almennings um álagningu og tekjur einstak- linga og fyrirtækja og væru sumar greinar reglugerðar- innar næsta einstæbar. í reglugerðinni segir meðal annars að öll útgáfa upplýs- inga úr álagningaskrá sé óheimil, hvort heldur í heild eða að hluta. Þó sé fjölmiðlum heimilt að birta upplýsingar úr álagningarskrá á þeim tíma sem hún liggi frammi. Abeins megi þó birta upplýsingar á þann hátt sem þær komi fram í skránum en öll úrvinnsla úr þeim óheimil. Þá sé einnig óheimilt að birta kennitölur í álagningarskrám. Svavar Gestsson sagði að Verslunarráð íslands hafi kvartað yfir því að fjölmiðlar reiknuðu út tekjur einstak- linga og fyrirtækja eftir álögð- um gjöldum og hér væri því á ferðinni ritskoðun samkvæmt beiðni ráðsins. Tölvunefnd hafi haft þessa beiðni um að takmarka að- gang að skattskrá til meðferðar en ekki talið ástæðu til breyt- inga, en hjá fjármálaráðuneyt- inu hafi aðstandendur Versl- unarráðsins fengið umbeðna þjónustu. Kristín Ástgeirsdóttir, Kvennalista, sagði að um ára- tuga skeið hafi tíðkast að birta lista yfir hæstu skattgreiðend- ur og reikna tekjur þeirra úr frá upplýsingum í skattskrá. Fjár- málaráðuneytið hafi nú brugðist við á þann hátt að takmarka möguleika til slíks. Taldi ræðumaður að það myndi stangast á við frumvarp um upplýsingalög. Rannveig Guðmundsdóttir, Alþýðu- flokki, ræddi meðal annars um að þeir aðilar sem hefðu lága álagningu, stundum kallað vinnukonútsvar, vildu ef til vill fela kvað þeir greiddu til samfélagsins, en óþolandi væri að sjá ráðherra setja regl- ur sem drægju úr upplýsinga- skyldu stjórnvalda. Jóhanna Sigurðardóttir, Þjóðvaka, krafðist þess að ráðherra tæki reglugerðina til baka en að öðrum kosti verði þingið að grípa inni og setja lög, sem tryggi að umræddar upplýs- ingar fái að koma fram. Sig- hvatur Björgvinsson, Alþýðu- flokki, benti á að samkvæmt reglugerðinni væri öll úr- vinnsla upplýsinga úr skatt- skrá óheimil og skipti þá engu hvort þær væru ætlaðar til birtingar eða ekki. Jón Kristjánsson, Framsókn- arflokki, tók undir þau sjónar- mið að ekki eigi að takmarka upplýsingar úr skattskrá og sagði að þær veittu aðhald. Hann sagði að rétt væri að taka þetta mál til nánari um- fjöllunar í tengslum við frum- varp til upplýsingalaga, sem nú sé til meðferðar í allsherjar- nefnd þingsins. Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra, vísaði ummælum Svavars Gestssonar um að um- rædd reglugerð væri sett að beiðini Verslunarráðs íslands á bug. Reglugerðin væri sett sam- kvæmt bréfi Tölvunefndar og þótt ráðherra dragi hana til baka myndi það engu breyta um efni hennar þar sem Tölvunefnd hefði vald í þessu máli. Fjármálaráðherra viður- kenndi gagnrýni á reglugerð- ina og kvaðst hafa óskað eftir því að málið yrði skoðað betur í ljósi þeirra umræðna sem um það hafi orðið. -ÞI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.