Tíminn - 17.04.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.04.1996, Blaðsíða 3
Mibvikudagur 17. apríl 1996 Aflvaki: Fullvinnsla sjávarafurda raunhœfur kostur en varaö vib óraunhœfri bjartsýni: Fullvinnsla sjávarafurba er ekki töfralausn „Niðurstaða höfundar er sú að raunhæfir kostir eru til fullvinnslu sjávarafurða hér- lendis þegar litið er til al- mennra aðstæðna, að upp- fylltum skilyrðum um stærð, aðgang að markaði og hrá- efni og fjárhagslegt bol- magn," segir Einar Kristinn Jónsson rekstrarhagfræðing- ur í skýrslu um fullvinnslu sjávarafurða á vegum Afl- vaka. Hann varar jafnframt við óraunhæfum kröfum, hugmyndum og bjartsýni. Fullvinnsla eða framhalds- vinnsla sjávarafla hérlendis sé ekki til þess fallin að leysa vanda flestra fiskvinnslufyr- irtækja né atvinnuvanda einstakra byggðarlaga eba starfsgreina. Höfundi sýnist ein megin- forsendan fyrir sjávarrétta- verksmiðju á Islandi vera sú að hún sé nægilega stór til að standa undir þeirri umfangs- miklu vöruþróun sem slík framleiðsla krefst. Einungis ör- fá fiskvinnslufyrirtæki í land- inu virðast hafa nægilega burði til að standa fyrir svo umfangsmikilli framhalds- vinnslu að hún standist kostn- aðarsama vöruþróun og mark- aðskröfur til lengri tíma. Fisk- réttaverksmiðja yrði að fram- leiða að lágmarki 10-15 þúsund tonn á ári, þ.e. álíka og stærstu fiskvinnslufyrirtæk- in í landinu (innvegið hráefni til Granda er t.d. um 15 þús.t á ári). Slík verksmiðja mundi veita atvinnu fyrir 150-400 manns. Óraunhæft væri að ætla að hægt sé að reisa hér margar slíkar verksmiðjur. Miðað við framboð hentugs hráefnis sé ekki raunhæft að ætla að grundvöllur sé fyrir fleiri en eina stóra framleiðslu- einingu m.v. núverandi skil- yrði, eða í besta falli tvær á að- skildum svæðum og í mis- munandi framleiðslu. Viðbúið væri að flytja þyrfti inn er- lendan fisk til vinnslunnar. Aðeins örfá þéttbýlis- og at- vinnusvæði komi til greina þar sem saman fari fullnægj- andi framboð á fjölbreyttu og sumpart vel menntuðu vinnu- afli, umfangsmikil umskipun- arhöfn og greið nálægð við hefðbundnar fiskvinnslu- stöðvar. Höfuðborgarsvæðið væri einn álitlegasti staðarval- kosturinn fyrir slíka starfsemi. Einar Kristinn nefnir ýmis rök þeirra íslensku fyrirtækja sem reka fiskréttaverksmiðjur erlendis, einkum í Evrópu, frekar en hérlendis. Aðveldara sé að koma þeim vörum í dreifingu hjá heildsölufyrir- tækjum sem framleiddar eru í viðkomandi landi, einkum þó í Þýskalandi. Lítil hefð sé fyrir fiskréttaframleiðslu hérlendis, heimamarkað skorti og þjálfað starfsfólk í matvælaiðnabi sömuleiðis. Framleiðsla 200- 300 vörutegunda kalli á flókna framleiðslu- og birgðastýr- ingu. Stærstu viðskiptavinir ís- lenskrar fiskvinnslu séu jafn- framt fiskréttaframleiðendur, þannig að framleiðsla hér- lendis í samkeppni við þá mundi styggja þá og stugga frá. Styrkjakerfi í ESB og Nor- egi virðist greiða allt að 25- 50% af fjárfestingum í bygg- ingum og tækjabúnaði, en því sé tæpast til að dreifa hér. Næsti áfangi þessa verkefnis af hálfu Aflvaka hf. felst í nán- ara mati á íslenskri samkeppn- isstöðu með ítarlegum saman- burði á innlendum og erlend- um rekstrarskilyrðum „sjávar- réttaverksmiðju". Til nokkurs samanburðar má benda á ab 420 starfsmenn fiskréttaverksmiðju SH í Band- ríkjunum framleiddu 25 þús- und tonn árið 1994 fyrir 7,3 milljarða króna (292 kr./kg). Álíka margir starfsmenn verk- smiðju SH í Bretlandi fram- leiddu hins vegar nærri helm- ingi minna, eða 13.600 tonn fyrir 3,6 milljarða (265 kr./kg), m.a. fiskborgara fyrir McDon- alds. Góðafkoma hjá Kaupfélagi Skagfirðinga Frá Guttormi Óskarssyni, fréttaritara Tímans á Saubárkróki. Hagnabur af rekstri K.S. án þátt- töku í rekstri dótturfyrirtækja félagsins nam kr. 20,3 milljón- um á árinu 1995 en á árinu 1994 var hagnaöurinn 24,8 milljónir. Ef tekib er tillit til áhrifa af rekstri dótturfyrir- tækja og þeirra fyrirtækja sem K.S. á eignarhlut í er hagnaður- inn á sl. ári 135,2 milljónir en var 13,6 milljónir á árinu 1994. Þarna kemur til sala á togar- anum Drangey SK. sem seldur var til Vopnafjarbar á árinu. Eigið fé K.S. var 1.224,3 millj- ónir í árslok og eiginfjárhlutfall var 55,1% en var 52% árib 1994. Velta Kaupfélags Skagfirbinga og dótturfyrirtækja þess nam 5,8 milljörbum á libnu ári, þar af nam velta Fiskibjunnar Skag- firbings 3,1 milljarbi, sem er um helmingur veltunnar. Hlutur landbúnabar var 769 milljónir og fer minnkandi sökum sam- dráttar í landbúnabi. En K.S. hefur fjárfest mikib í sjávarútvegi, til dæmis hefur fé- lagib fjárfest í skagfirskum sjáv- arútvegi 210 milljónir á tíu ára tímabili. Kaupfélag Skagfirbinga á 75% í Fiskibjunni Skagfirbingi. Hjá K.S. og dótturfyrirtækjum þess vinna um 500 manns. ¦ Kaupfélag Dýrfiröinga og Fáfnir hf.: Afkoman snúist úr tapi í gróba Rúmlega 5 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Kaupfélags Dýrfirðinga á síð- asta ári (4,7% af veltu) þar af 1,5 milljónir af reglulegri starfsemi. Vörusala félagsins og aðrar tekjur námu rúm- lega 106 milljónum kr. á ár- inu. Helmingur veltunnar var í aðalbúð félagsins og tæplega fjórðungur í sölu- skála. Sala sérvöruverslunar minnkaði um rúman fjórð- ung milli ára, í kjölfar tak- markana á afgreiðslutima og minna vöruvals. Átti það stóran hlut í nærri 9% sölu- samdrætti verslunardeilda í heild. Umskiptin voru veruleg m.v. 131 milljóna króna tap á félag- inu árið áður, nær alfarib vegna afskrifta hlutaf jár og vib- skiptakrafna hjá dótturfyrir- tækinu Fáfni hf., sem er ab 60% hluta í eigu Kaupfélags Dýrfirbinga. Félagib á einnig nærri helmingshlut í Sláturfé- laginu Barba hf. í frétt af abal- fundi Kaupfélags Dýrfirbinga segir að miklu skipti fyrir fram- tíð kaupfélagsins að vel takist til í rekstri Fáfnis hf. og Barba hf., sem bæbi hafa átt í fjár- hagslegum erfibleikum. En veruleg umskipti urbu í rekstri Barba á síbasta ári. Abalfundur Fáfnis hf. fjallabi um afbrigbilegt rekstrarár eftir naubungarsamninga félagsins, sem byggbust á því ab selja frystitogarann Sléttanes ÍS í aprílmánubi 1995. Óreglulegar tekjur Fáfnis vegna sölunnar og niöurfellingar skulda urbu hátt í 500 milljónir. Tap af reglulegri starfsemi, sem varb 120 milljónir árib 1994, fór lækkandi árib 1995. Taprekstur á bolfiskvinnslu er mönnum samt ennþá áhyggjuefni og leitab er leiba til ab vinna félag- ib út úr þeirri stöbu. Fram- leibsla í frystingu og söltun varb 150% meiri á fyrsta fjórb- ungi þessa árs en á sama tíma- bili 1994 og framleibsla fiski- mjöls hefur sexfaldast. Vib nú- verandi abstæbur er ekki reikn- ab meb taprekstri á árinu 1996. Ýmislegt gæti þó skekkt þá mynd, t.d. verbbreytingar hrá- efnis og afurba og kostnabur af auknu birgbahaldi. Áhugi er fyrir ab auka hlutafé í Fáfni og abilar meb skip og kvóta bobnir sérstaklega vel- komnir, enda eru möguleikar til framleibsluaukningar í ný- legu frystihúsi Fáfnis. Hjá Fáfni er einnig vilji til vibræbna um öflugt fiskvinnslu- og útgerbar- fyrirtæki á Vestfjörbum. Skapti Haraldsson, prentari í Odda, skobar arkir úr nýju símqskránni. Tímamynd: ÞÖK Símaskráin, 190 þúsund eintök og hvert þeirra 1,8 kíló ab þyngd, í prentvélunum í Odda: Þungt plagg en boðið upp á tvískiptingu Aðsendar greinar sem birtast eiga í blabinu þurfa ab vera tölvusettar og vistabar á diskling sem texti, hvort scin er í DOS eba Macintosh umhverfi. Vclrit- abar eba skrifabar greinar Æz3& geta þurft ab bíba birtingar vegna anna vib innslátt. WfiW Ein bók, rúmlega 1,8 kíló á þyngd sem samsvara tæplega 4 smörlíkisstykkjum, verður afhent símnotendum í lok næsta mánaðar. í Prentsmiðj- unni Odda er nú verið að prenta símaskrána nótt sem nýtan dag. Upplagið í ár verð- ur 190 þúsund stykki. Hrefna Ingólfsdóttir, blaba- fulltrúi Pósts og síma, sagbi í gær ab bókin yrbi um 1.100 síb- ur, eba 70 síbum minni en símaskrárnar tvær í fyrra. Bobib er upp á skrána meb linum káp- um og hörbum. „Af því ab vib vitum núna ab ákvebinn hópur fólks vill hafa skrána í tveim bindum til hægb- arauka fyrir sig, þá verbur bobib upp á þab ab fá bókina þannig. Þá skiptist bókin eftir mibju, Reykjavík öbru megin og lands- byggbin hinu megin. Reykjavík- urbókin talsvert stærri," sagbi Hrefna í gær. Póstafgreibslufólk segist eiga von á góbu. í Kópavogi sagbi stöbvarstjórinn ab á símstöb- inni þar yrbu um 10 þúsund símaskrár afhentar bæjarbúum og fyrirtækjum. Framundan væru því miklar lyftingar á þungri bók. Slík vinna tæki óneitanlega talsvert á. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.