Tíminn - 18.04.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.04.1996, Blaðsíða 1
Beinafundurinn í Jökudal: Beinin úr kumlinu flutt til Egilsstaöa Talib er líklegt ab um kuml sé aö ræöa þar sem mannabein fundust rétt viö bæinn Hrólfs- staöi í Jökuldal í fyrradag, en ekki er vitaö frá hvaöa tíma gröfin er né hvort þar hefur ver- iö um karl eöa konu aö ræöa. Beinin sem fundust voru haus- kúpa, lærleggur og nokkur fót- ar- og handarbein. Þaö var Ármann Halldórsson, gröfumaöur, sem fann hauskúp- una af tilviljun. Starfsmenn minjasafns Austurlands fóru á vettvang í gær til að skoða kumlið og síðari part dags í gær var allt útlit fyrir að beinin yrðu flutt til Egilsstaða til rannsókna, þar sem aðstæöur á staðnum eru erfiðar, mjög blautur moldarjarðvegur. Beöiö verður með frekari rann- sóknir á staðnum þar til jarðveg- urinn þornar og harðnar. Fyrir um það bil tveimur árum var slétt úr barði á staönum þar sem beinin fundust. Síðan þá hafi blásið frá beinunum, auk þess sem frost hafi lyft þeim upp á yf- irborðið. Ekki mun vera hægt að fullyrða af legu beinanna sem fundist hafa, um hvernig gröfin hefur snúið en eftir teikningum liggur hún frá austri til vesturs. Jarðrask hefur orðið á staðnum og því hef- ur neðri hluti beinagrindarinnar færst til. Útlínur grafarinnar hafa ekki fundist, né heldur neinir munir. -PS Athugasemdir L.R: Fær ekki staðist „Sú staðhæfing ab „gert hafi verið ráb fyrir ab starfsemi L.R. í Borgarleikhúsi yrði rekin án styrkja" fær ekki staðist," segir í athugasemd Leikfélags Reykja- víkur vegna greinargerðar Hjör- leifs B. Kvaran og Örnólfs Thorssonar 21. mars sl. Formaður LR, Sigurbur Karls- son, segir fráleitt að í stofn- skránni 1975 hafi þáverandi borgarstjóri, Birgir ísleifur Gunnarsson og leikhússtjóri, Vigdís Finnbogadóttir, ímyndað sér að þótt leikfélagið flyttist í stærra húsnæði mundi það þríf- ast án opinberra styrkja. -BÞ Gubrún Kristinsdóttir minjavörbur og safnstjóri Safnastofnunar Austurlands skobar hér kumlib ásamt Páli Pálssyni frœbimanni frá Abalbóli síbdegis í gœr. Tímamynd: Austri Foreldrafélög og sjálfstœöismenn í Laugarneshverfi boöa skólakrakka á fund í Laugalcekjarskóla: Kvartað undan pólitík í fíkniefnafræðslu Skólamálaráði Reykjavíkur hafa borist athugasemdir vegna ab- ildar Félags sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi ab fundi sem haldinn var í Laugalækjarskóla í fyrrakvöld. Ab fundinum stóbu auk sjálfstæðismanna Foreldra- félag Laugalækjarskóla og For- eldrafélag Laugarnesskóla. Á fundinum var fjallað um fíkniefni og útivist. Á hann var boðið nemendum og foreldrum allra bekkja Laugalækjarskóla og 12 ára bekkjar Laugarnesskóla. Fundurinn var auglýstur með því að senda börnin heim með til- kynningu um hann sem áður- nefnd þrjú félög skrifa undir. Það er aðild sjálfstæðismanna að fundinum sem hefur farið fyrir brjóstið á foreldrum sumra barn- anna og er ástæða þess að málið er komið inn á borð skólamálaráðs. Til stendur að taka málið fyrir á fundi skólamálaráðs nk. mánudag. Jóna Karlsdóttir, formaður For- eldrafélags Laugalækjaskóla, segist vita til þess að foreldrar þriggja barna hafi kvartað vegna fundar- ins en í raun hafi foreldrar 240 barna staöið að honum. Á fundinum var blandað saman fræðslu og skemmtun. Bornar voru fram pizzur í boði Domino's pizza og söngkonan Emiliana Torr- ini skemmti. Jóna segir að For- eldrafélögin hafi engan veginn átt kost á að halda slíkan fund á eigin spýtur. „Okkur bauðst þetta tækifæri í samstarfi við Félag sjálfstæðis- manna í hverfinu og við tókum Rússnesk skip á Reykjaneshrygg sökuö um aö viröa ekki siglingareglur og eyöileggja veiöarfœri íslenskra skipa. LÍU: Halldór og Þorsteinn í Rússana „Vib ætlum ab taka máliö upp við dómsmálarábuneytið og ut- anríkisrábuneytiö," segir Krist- ján Ragnarsson formaður LÍÚ að- spurður hvernig brugðist verður viö framkomu rússneskra togara gagnvart íslenskum togurum á úthafskarfaveiðum á Reykjanes- hrygg. Hann segir að ef ekki verður hægt ab koma lagi á sam- skiptin á miðunum eftir dip- lómatískum leibum muni út- vegsmenn bregöast mun harbar viö og m.a. með sjóprófum og öðru. Svo virðist sem framferði rúss- neskra skipstjórnenda á Reykjanes- hrygg sé með svipuðu móti og var á síðustu vertíð og hefur það valdið töluverðri reiði hjá þeim sem orðið hafa fyrir barðinu á Rússunum. Þeir virðast ekki fara eftir alþjóðleg- um siglingareglum, svara ekki á rás 16 sem ávallt á að vera opin og slíta veiðarfæri íslenskra skipa með því að draga yfir þau. Vitað er um a.m.k. þrjú íslensk skip sem hafa orðið fyrir tjóni af völdum Rúss- anna og m.a. eyðilagði rússneskur togari trollið hjá Samherjatogaran- um Baldvini Þorsteinssyni EA þeg- ar hann dró trolliö yfir veiðarfæri Baldvins. Formaður LÍÚ segir að útvegs- menn muni fara fram á það við dómsmálaráðuneytið að Gæslunni verði falið að yfirfara mál togarans Baldvins Þorsteinssonar og rúss- neska togarans og hafa samband við hann sem og önnur skip á mib- unum þar sem þeim verður gerð grein fyrir afstöðu íslendinga. Enn- fremur ætla útvegsmenn að bibja utanríkisráðuneytið að koma mót- mælum útvegsmanna í rússneska sendiráðið sem síðan kæmi þeim á framfæri við eigendur rússneskra skipa á Reykjaneshrygg. -grh því. Eg get ekki séð að neitt sé at- hugavert við það. Á fundinum var ekki minnst á stjórnmál heldur var málefnið fíkniefni. Þetta er mál- efni sem er mjög brennandi. Það er komin upp neysla í mörgum skólum í Reykjavík og ég persónu- lega hefbi farið í samstarf við hvaða samtök sem væru til að halda slíkan fund," segir Jóna. Björn Björgvinsson, aðstoðar- skólastjóri í Laugalækjarskóla, seg- ist ekki hafa neitt vib fyrirkomulag fundarins að athuga. Hann leggur áherslu á að Foreldrafélagið sé sjálfstætt félag sem geti leitað sam- starfs við hvaba annað félag sem er. „Það er ekki stofnunin Lauga- lækjarskóli sem stendur að þessum fundi. Skólinn lánar einungis hús- næði undir fundinn. Þetta varðar ekki pólitískar skoðanir stjórnenda skólans, kennara eða foreldra." Björn segist aðspurður ekki hafa áhyggjur af því ab með því að Fé- lag sjálfstæðismanna standi að fundi sem nemendum skólans sé boðið á, í skólanum, sé verið að halda að þeim einum stjórnmála- samtökum umfram önnur. Hann bætir því við að hann fagni allri góbri umræðu um þarft málefni. Úm 300 manns hafi sótt fundinn og almenn ánægja verið með hann. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.