Tíminn - 18.04.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.04.1996, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 18. apríl 1996 9 UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. Leiðtogi skœruliðahreyfingar Kúrda i Tyrklandi fœrir út kvíarnar og segir Þjóðverjum stríð á hendur: Ótíndur glæpamaöur eöa frækin þjóöfrelsishetja? Um nærri 12 ára skeið hefur Kúrdneski verkamannaflokkur- inn (PKK) í Tyrklandi háb blób- uga styrjöld vib tyrkneska her- inn í baráttu sinni fyrir réttind- um og sjálfstæbi Kúrda. Leib- togi PKK er Abdulla Öcalan, vægast sagt umdeildur mabur en ótvíræb þjóbfrelsishetja í augum margra Kúrda í Tyrk- landi. Öcalan hefur nú fært baráttu sína út fyrir landamæri Tyrklands, norö- ur til Evrópu. Hann hefur lýst stríði á hendur Þýskalandi, og Þjóðverjar vita ekki sitt rjúkandi ráð. Sjálfs- morðsárásir hafa átt sér stað í Þýska- landi, jafnvel árásir á helstu leið- toga þjóðarinnar sem og þýska ferðamenn sem í sakleysi sínu eru að spóka sig á ströndinni í Tyrk- landi. Þýska stjórnin hefur leitað til Sýr- lands og Líbanon, þar sem PKK hef- ur haft aðstöðu og bækistöðvar, um aðstoð gegn skæmliðum Öcalans. Og þýskir Jafnaðarmenn, sem em í stjórnarandstöðu, hafa krafist þess að gefin verði út alþjóðleg hand- tökuskipun á hendur Öcalan. Á meðan þessu fer fram em sífellt að birtast viðtöl viö Öcalan í þýsk- um fjölmiðlum, þar sem hann er ýmist í allri auðmýkt að biðjast af- sökunar á nýjustu ofbeldisverkun- um eða þá að hann sýnir á sér dekkri hliðina og hefur í hótunum. Það er ekki laust við að ýmsum geti dottið í hug að maðurinn sé vart með öllum mjalla. Hvaða vit er í því fyrir lítinn skæruliðaher í Tyrk- landi að fara í stríð við stórveldið Þýskaland? En aðrir benda á að svo virðist sem hann viti nákvæmlega hvað hann er að gera. Þýskaland er í augum hans bandamaður óvinar- ins, Tyrklands, m.a. fá Tyrkir vopn frá Þýskalandi. Auk þess býr meiri- hluti allra brottfluttra Kúrda í Þýskalandi, og þeir eru mikilvægir í fjáröflunaraðgerðum PKK. Hálf milljón Kúrda býr nú í Þýskalandi og frá því 1993 hefur þeim verið óheimilt að taka upp málstað PKK á opinberum vett- vangi, þar sem bann hefur verið lagt á alla starfsemi flokksins þar í landi. Með hótunum sínum um stríð við Þýskaland er hann nú fyrst og fremst að reyna að þvinga það fram að þetta bann verði aflagt. Þar að auki vill hann að Þjóðverjar fari að taka upp viðræður við sig — og þess vegna er hann í öðru orðinu sí- fellt að bjóða upp á samkomulag og sættir. Án Öcalans væri engin uppreisn Meðal Kúrda í suðausturhluta Tyrklands er Öcalan orðin að tákn- gervingi andspyrnuhreyfingarinnar og nýtur mikilla vinsælda sem slík- ur. Allir eru sammála um að án hans væri engin uppreisn. Hann stofnaði PKK árið 1978 og í ágúst 1984 hóf flokkurinn vopnaða bar- áttu gegn tyrkneska hernum. Framan af var takmarkið að stofna sjálfstætt og fullvalda ríki Kúrda, en nú sættir hann sig við að myndað verði sambandsríki Tyrk- lands og Kúrdistans á jafnréttis- grundvelli. Öcalan hefur yfir að ráða 15.000 skæruliðum og allt skipulag flokksins er hið ítrasta. Um 20.000 manns hafa látið lífið í átök- Abdullah Öcalan, leiötogi skœru- liöahreyfíngar Kúrda í Tyrklandi. unum á þessum 12 árum, og ekkert lát virðist vera á þeim. Kúrdar sjálfir hafa farið illa út úr þessum átökum að mörgu leyti. Þeir hafa verið hraktir frá heimilum sínum í stór- um stíl, og jafnvel skæruliðar PKK hafa gengiö fram af mikilli hörku gegn þeim Kúrdum sem tekið hafa tilboði tyrknesku stjórnarinnar og tekið þátt í starfi heimavarnarliða í þorpunum. Svo undarlegt sem það kann að virðast hefur harka Öcalans og allt ofbeldið síður en svo orðið til þess að draga úr vinsældum hans. Þvert á móti. Honum hefur tekist að sýna Kúrdum fram á það að þeir eru full- færir um að standa uppi í hárinu á Tyrkjum þrátt fyrir að öllum hern- aðarmætti ríkisins hafi verið beitt af fullri hörku til þess að reyna að bæla uppreisnarhreyfinguna niður. Þeir líta á hann sem frelsishetju sína. „Þegar herinn réðst inn í kúrd- nesku þorpin á áttunda áratugnum sýndu Kúrdar enga mótspyrnu. Þeir litu á þetta sem örlög sín," segir seg- ir tyrkneski félagsvísindamaðurin Ismail Besikci. „Hugmyndin um uppreisn, andspyrnu, vaknaði fyrst á 9. áratugnum með tilkomu PKK. Og hann breytti andrúmsloftinu til frambúðar." Sjálfur beitir Öcalan nákvæmlega þessum rökum til þess að hvetja Kúrda til dáða: „Það hefur alltaf vakið mér viðbjóð hvað Kúrdar eru mikið til baka. Hvað ætti manni að þykja vænt um hjá niðurlægðum og niðurbeygðum Kúrda? Til þess að vekja hrifningu verður hann að rísa upp og berjast." Kúrdar í kiemmu Samtök Kúrda í Norður-írak eru enn grundvölluð á hinni gömlu ættaskipan. PKK var hins vegar frá upphafi samtök hinna fátæku og rótlausu — jafnvel þótt í dag sé að finna bæði vellauðuga Kúrda og ættarhöfðingja innan raða hans. Ævi Öcalans endurspeglar einnig vel þá klemmu sem Kúrdar í Tyrk- landi eru staddir í: Ef þeir afneita uppruna sínum getað þeir náða frama í tyrknesku samfélagi, þeir sem gera það ekki verða alltaf gerð- ir hornreka. Á yngri árum sínum ætlaði hann að ganga í herinn, en fékk ekki inn- göngu í hann sökum uppruna síns. Um einhverja hríð aðhylltist hann jafnvel tyrkneska þjóðernisstefnu. En það var ekki fyrr en hann kynnt- ist kenningum sósíalista í háskóla á sjöunda áratugnum sem líf hans tók stefnubreytingu. „Ég ákvað að ganga til liðs við marxisma- lenín- isma. 'Stafróf sósíalismans' var fyrsta sígilda ritið sem ég las," sagði hann. Nú er hann reyndar ekki jafn ein- strengingslegur í skoðunum og áð- ur. Hann gerir sér grein fyrir því að vel er hægt að starfa með fólki þótt ýmislegt beri á milli. Er jafnvel svo komið að múslimskir klerkar tala máli PKK á trúarlegum nótum — sem vafalaust er óhjákvæmilegt því meirihluti tyrkneskra Kúrda eru íhaldssamir múslimar. Tyrkneskir stjórnmálamenn hafa klifab á því í rúman áratug að skammt sé þess að bíða ab hryðju- verkastarfsemi PKK verði endanlega brotin á bak aftur. En með hverju árinu eflist PKK að styrkleika. Hundrub þúsunda tyrkneskra her- manna eru bundnir yfir ástandinu í Kúrdahérööum Tyrklands og stríðs- reksturinn kostar tyrkneska ríkið um 500 milljarða íslenskra króna á ári. Milljónir Kúrda hafa verið hraktir frá heimaþorpum sínum og hafast nú við í fátækrahverfum stórborganna í Vestur-Tyrklandi. Það er tvímælalaust í allra þágu að lausn verði fundin á ástandinu. Það hefur lítið upp á sig að úthúða Öcalan og kalla hann harðstjóra, morbingja og glæpamann. Einnig hefur það borið takmarkaðan ár- angur að berjast gegn honum. Ein- hvern tímann kemur að því að ein- hver þarf að tala við hann. Og það er einmitt það sem hann vill. -GB/Die Woche Birkiskógar íslands Föstudaginn 19. apríl nk. gangast Landgræösla ríkisins, Náttúrufræöistofnun íslands, Náttúruverndarráö, Rannsóknastofnun landbúnaöarins og Skógrækt ríkisins fyrir ráö- stefnu á Hótel Loftleiðum um birkiskóga á íslandi. Ráöstefnan hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 18.15. Fundarstjórar verða Björn Sigurbjörnsson, ráöuneytisstjóri í landbúnað- arráðuneyti, og Magnús jóhannesson, ráöuneytisstjóri í umhverfisráðuneyti. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. 13.00-13.10 13.10-13.35 13.35-14.35 14.35-15.00 15.00-15.40 15.40-16.00 16.00-16.15 16.15- 16.35 16.35-17.00 17.00-17.15 17.15- 18.15 Dagskrá Setning og ávarp. Guðmundur Bjarnason, umhverfis- og landbúnaðarráðherra. Úttekt á birkiskógum íslands. Kynning á gögnum og niðurstöðum. Árni Bragason og Ingvi Þorsteinsson. Framtíbarstefna um meðferb, fribun, verndun og stækkun birkiskóganna. Stefna Náttúruverndarrábs. Arnþór Garöarsson formabur. Stefna Skógræktar ríkisins. jón Loftsson skógræktarstjóri. Stefna Landgræbslu ríkisins. Sveinn Runólfsson landgræbslustjóri. Kaffi Stuttar kynningar á vinnu og rannsóknum sem fram fara á birki og birkiskógum. Ýmsir fyrirlesarar. I. Vistfræöi. II. Erfbafræði og frærækt. III. Ræktun og nýting. IV. Lífríki birkiskógarins. Leibir til ab stækka birkiskógana. Þröstur Eysteinsson, Skógrækt ríkisins. Umræbur og rábstefnulok. Móttaka í bobi rábuneyta. i Tónleikar í H áskólabíói fimmtudaginn 18. apríl kl. 20.00 Osmo Vánska, C* Alexei Lubimov, hljómsveitarstjóri píanóleikari ásamt Sinfóníuhljómsveit fslands ♦ W. A. Mozart: Píanókonsert nr. 21, K467 Sergej Rachmaninofif: Sinfónía nr. 2 Rauð áskriftarkort gilda SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói við Hagatorg, sími 562 2255 ...jr MIÐASALA Á SKRIFSTOF.U HlJÓMSVEiTARINNAR OG VIÐ INNGANGINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.