Tíminn - 18.04.1996, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. apríl 1996
3
lönadar- og vibskiptaráöherra á ársfundi Evrópubankans í Búlgaríu:
Áhersla á samstarf
smærri fyrirtækja
Finnur Ingólfsson iönaöar- og
viöskiptaráöherra lagöi þaö
til í ræöu sinni á ársfundi Evr-
ópubankans í vikunni aö
bankinn kannaöi möguleika
á því aö leiöa saman smá og
meöalstór fyrirtæki á Vestur-
löndum og í ríkjum Miö- og
Austur-Evrópu.
Ráðherra sagði að reynslan
hefði sýnt aö fyrirtæki á Islandi
og smá og meðalstór fyrirtæki á
öörum Vesturlöndum, sem
hafa áhuga á verkefnum í Mið-
og A-Evrópu, eiga erfitt um vik
að nálgast bankann og vekja
áhuga hans á verkefnum. Lagði
ráöherra áherslu á samstarfs-
verkefni smærri fyrirtækja með
sértækum aðgerðum til að
koma slíkum verkefnum á.
Finnur, sem situr í bankaráði
Evrópubankans fyrir íslands
hönd, lagði einnig áherslu á
hlutafjárframlög, og mikilvægi
þess fyrir bankann að nota stað-
arbanka til að miðla fjármagni.
Þetta hefur verið afstaða íslands
frá stofnun bankans og ánægju-
legt að stefna bankans endur-
speglar þessi sjónarmið. Auk
þess lagði ráðherra áherslu á
staðbundna hlutafjársjóði sem
bankinn hefur sett á laggirnar
ásamt öðrum.
í tengslum við ársfundinn,
sem haldinn var í Sófíu í Búlg-
aríu, átti íslenska sendinefndin
fundi með sendinefndum
Eystrasaltsríkjanna og nokkrum
annarra ríkja í A-Evrópu þar
sem rædd var þátttaka íslenskra
fyrirtækja í samstarfsverkefn-
Fáskrúbsfirbingar fagna
á laugardag:
1000 tonna
bræbsla vígb
Fáskrúðsfirðingar munu
fagna meö tilhlýðilegum
hætti opnun nýju loönu-
bræðslunnar á staðnum á
laugardaginn kemur. Allur sá
dagur verður hátíöisdagur í
plássinu og hefst athöfnin
klukkan hálfþrjú viö verk-
smiðjuna.
Sóknarpresturinn, séra Carlos
Ferrer, mun vígja verksmiðjuna
og kirkjukórinn syngja. Þarna
verða ræður fluttar og verk-
smiðjan til sýnis. Þá verður boð-
ið upp á veitingar í Skrúð milli 4
og 7. Um kvöldið er bæjarbúum
boðið til dansleiks.
Bræðslan hefur risið hratt, á
aðeins einu ári. Afkastagetan er
1.000 tonn á sólarhring. Hlut-
hafar eru 52, en Kaupfélag Fá-
skrúðsfirðinga er langstærsti
hluthafinn með 44%.
Gísli Jónatansson kaupfélags-
stjóri sagði í gær að loðnu-
bræðsla hefði hafist í nýju verk-
smiðjunni í lok janúar. Verk-
smiðjan fékk afburða gott start.
Vinnsluvirði vegna loðnunnar
væri rúmlega 500 milljónir
króna. Á land komu 31 þúsund
tonn af loðnu, þar af fóru tæp 4
þúsund tonn í flokkað hráefni,
til frystingar.
Gísli sagði að í næstu framtíð
væri vonast til að fá síld til
bræðslu í verksmiðjunni, jafn-
vel frá erlendum fiskiskipum.
-JBP
um. í þeim efnum var m.a.
kynnt sérþekking íslenskra fyr-
irtækja á nýtingu jarðhita,
rekstri hitaveitna, orkusparn-
aði, rekstri raforkuvirkjana og
dreifiveitna, matvælafram-
leiðslu, fiskveiðum og fisk-
vinnslu, þekking í hugbúnaðar-
þjónustu og framleiðslu. Á þess-
um fundum var ennfremur rætt
um að skipuleggja heimsóknir
fulltrúa íslenskra fyrirtækja til
ríkja við Eystrasalt og annarra
ríkja í A- Evrópu til kynningar á
hugsanlegum samstarfsverkefn-
um.
Á ársfundinum kom fram
mikil ánægja með starfsemi
Evrópubankans og voru ræðu-
menn sammála um að hún væri
mun markvissari en áður. Auk
þess væri sérstaða hans sífellt að
koma æ betur í ljós. En sérstaða
Evrópubankans meðal annara
alþjóðlegra fjármálastofnana
felst einkum í því að geta fjár-
magnað bæði verkefni á vegum
opinberra og einkaaðila og þá
ýmist með lánum eða hlutafé.
Á sl. ári nam hlutur Evrópu-
bankans í fjármögnun hinna
ýmsu verkefna um 170 millj-
örðum króna á móti 370 millj-
örðum króna á árunum 1991-
1994. í fyrra tók bankinn þátt í
165 verkefnum samanborið við
200 verkefni fyrstu fjögur starfs-
árin til samans. Þá varð hagnað-
ur af rekstri Evrópubankans í
fyrra. -grh
Klofningur sveitarfélagsins í Mývatnssveit fram-
undan ef meirihlutinn fellur ekki frá skilyrbum?
Engin lausn í
sjónmáli
„Þaö er ekki búiö aö taka fyrir einkaskólann á Skútustöö-
neina ákvöröun, en þingmenn
hafa fundaö bæöi meö okkur
og meirihlutanum um þetta
mál. Samkomulag næst ekki
nema meirihlutinn falli frá
skilyröum sínum um umsókn
jöfnunarsjóösframlagsins. Ef
engin tilslökun veröur á því
veröur engin sátt um neitt,"
segir Eyþór Pétursson, en
hann er formaöur nefndar
sem íbúar viö syöri og vestari
hluta Mývatns stofnuöu á dög-
unum til aö kanna og leita
leiöa aö stofnun nýs sveitarfé-
lags.
Þá ákvörðun má rekja til skil-
yrða sem meirihluti sveitar-
stjórnar setti vegna umsóknar
um framlag til Jöfnunarsjóðs
um. Eyþór sagöi aö þessi afstaða
aðstandenda einkaskólans ætti
að vera meirihlutanum ljós. „Ef
ekki nú þegar, mun þeim veröa
gerö grein fyrir henni." Hann
vildi lítið tjá sig um viðbrögð
ráðamanna við hugmyndum
um klofning sveitarfélagsins,
best væri að þeir svöruðu því
sjálfir. Félagsmálaráðherra hefur
sagt opinberlega að hann sé ekki
fráhverfur skiptingu sveitarinn-
ar, enda geti það verið eina
lausnin þegar menn eigi í sí-
felldum illdeilum. Oddviti
hreppsnefndar, Leifur Hall-
grímsson, segir ráöherra ekki
hafa kynnt sér um hvað skóla-
deilan í Mývatnssveit snúist í
raun. -BÞ
Pétur Kristján Hafstein, 47 ára hœstaréttardómari, er í hópi forsetaframbjóöenda meö
11,5% fylgi strax á fyrsta degi framboösins:
Er ekki frambjóðandi
S j álfstæðisflokksins
„Viöbrögöin hérna á heimili
okkar voru mikil og góö í
gærkvöldi strax eftir blaöa-
mannafundinn. Þetta voru
mjög jákvæö viöbrögö. Sím-
inn hefur varla þagnaö og ég
finn geysilega góöar undir-
tektir," sagöi Pétur Kristján
Hafstein hæstaréttardómari
í viötali viö Tímann í gær.
Strax fyrir hádegi í gær fékk
Pétur að heyra niðurstöður
skoðanakönnunar DV sem
gerði skömmu eftir að framboð
hans kom fram. Pétur segist afar
ánægður með gott fylgi sem
hann hefði fengið strax í upp-
hafi. Niðurstaðan lofi góðu um
framhaldið. „Úr þessu verður
stefnan ekki nema upp á við,"
sagði Pétur.
Sparnaður og
ráðdeild
„Þetta er auðvitað mikil
ákvörðun og mikið verkefni
sem framundan er. En um leið
er þetta geysileg áskorun, sem
ég vildi taka," sagði Pétur og
viðurkenndi að ákvörðunin
hefði verið erfið, bæði fyrir sig
og alla sína fjölskyldu.
Pétri Kr. Hafstein varð alltíð-
rætt um sparnað og ráðdeild í
ávarpi sínu á Hótel Loftleiðum í
fyrradag, þegar hann opinber-
aði framboð sitt. Hann segist
þar ekki taka afstöðu til eða að
hann sé að finna að embættis-
færslu að Bessastöðum.
„Það er síður en svo að ég
finni að eða taki afstöðu til þess
sem verið hefur, enda er ég ekki
kunnugur því í einstökum atrið-
um. Þetta er bara atriði sem ég
persónulega legg mikla áherslu
á," sagði Pétur.
Friðrik gæti farib í
framboð
Pétur leitaði til Davíðs Odds-
sonar, Friðriks Sophussonar og
Pétur Kristján Hafstein.
eins þingmanns Framsóknar-
flokksins áður en hann fór af
stað með framboð sitt. Strax að
ræðu Péturs á Hótel Loftleiðum
lokinni fóru menn að bolla-
leggja um að þar hefði í ýmsum
atriðum verið fluttur boðskapur
Davíðs sem fram kom í Morg-
unblaðsviðtali um síðustu helgi.
„Það er náttúrlega ekki rétt,
þarna er ekki neitt samhengi á
milli. Eins og ég greindi frá á
fundinum að þá leitaði ég ekki
einu sinni eftir stuðningi hans
og hann lýsti engu yfir. Sama er
að segja um Friðrik. Ég hef auð-
vitað líka talað við áhrifamenn í
öðrum flokkum, ekki formenn
eða varaformenn enn sem kom-
ið er að minnsta kosti. Þetta
fannst mér nauðsynlegt að gera
til að geta tekið svona stóra
ákvörðun sem bar svo brátt að.
Ég hef talað við fleiri, meðal
annars miðstjórnarmann í Al-
þýðuflokknum. Þetta er ekki
framboð Sjálfstæðisflokksins.
Það er hreint ekki útilokað að
Friðrik Sophusson komi fram.
Það er enn um það rætt og þá sjá
allir menn hvernig það horfir
við flokknum," sagði Pétur Kr.
Hafstein.
Dómari og féstyrki1"
Staða hæstaréttardómara
varðandi forsetaframboð vekur
spurningar, meðal annars um
fjárstyrki, sem forsetaframbjóð-
endur verða líklega allir að reiða
sig á. Skapar slíkur stuðningur
ekki óöryggi fyrir dómara í
Hæstarétti Islands verði hann
ekki kjörinn forseti?
„Ég held nú að enginn geti
farið í svona framboð nema
með stuðningi annars staðar
frá. Ég get ekki fallist á að hægt
sé að útiloka hæstaréttardómara
frá framboði. En í þessu er ein
leið fær, það er að frambjóðand-
inn viti ekki hverjir hafa styrkt
framboð hans. Við höfum fjár-
málastjóra sem ég er búinn að
fá. Ég þarf aldrei að vita neitt
um það hverjir hafa lagt eitt-
hvað fram. Ég á þannig ekki að
verða skuldbundinn með þeim
hætti að ég viti að þessi eða
hinn hafi lagt fram svo og svo
mikið," sagði Pétur.
Undirbúningsvinna
strax í gær
Pétur var meira og minna bú-
inn að gefa frá sér forsetafram-
boð. Ákvörðun hans kom hratt
og hún kom óvænt. Hann segir
að engin undirbúningsvinna
eða skipulag hafi því legið fyrir.
í gær sat Pétur á heimili sínu og
skipulagði næstu vikur og mán-
uði ásamt stuðningsmannaliði
sínu.
Ættir og uppruni
Pétur er 47 ára gamall, fæddur
í Reykjavík 20. mars 1949. For-
eldrar hans voru þau Ragnheið-
ur Hafstein, dóttir Hauks Thors,
og Jóhann Hafstein, alþingis-
maður og ráðherra um árabil,
forsætisráðherra á árunum 1970
og 1971.
Pétur Kr. Hafstein tók stúd-
entspróf frá MR 1969 og lauk
embættisprófi í lögfræði 1976.
Hann varð héraðsdómslögmað-
ur 1979. Pétur nam þjóðarétt
við háskólann í Cambridge að
loknu embættisprófi.
Starfsferill Péturs er þessi:
Fulltrúi lögreglustjórans í
Reykjavík 1976-77, störf við
eigna- og málflutningsdeild
fjármálaráðuneytis 1978 til
1983. Sýslumaður og bæjarfóg-
eti á ísafirði 1983 til 1991, og
bæjarfógeti í Bolungarvík 1988
til 1990. Hæstaréttardómari
varð Pétur árið 1991. Pétur hef-
ur gegnt mörgum störfum á fé-
lagslega sviðinu, var formaður
Vöku í Háskólanum, í stjórn
Lögfræðingafélags íslands, for-
maður Tónlistarfélags ísafjarð-
ar, í stjórn Listasafns ísafjarðar
og Byggðasafns Vestfjarða svo
eitthvað sé talið. Pétur hefur
skrifað margt um lögfræðileg
efni. Á yngri árum fékk hann
blaðamannslegt uppeldi tvö
sumur við Dagblaðið Vísi.
Eiginkona Péturs Kr. Hafstein
er Inga Ásta Hafstein píanó-
kennari. Synir þeirra erujóhann
Haukur 17 ára, Birgir Hákon 13
ára og Pétur Hrafn 8 ára. -JBP