Tíminn - 18.04.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.04.1996, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 18. apríl 1996 Wímtom 7 Töpuð útlán hlutfallslega meiri hjá íslandsbanka en öðrum innlánsstofnunum: Bankar og sjóbir tapab 29 milljarba útlánum Útlánatöp íslandsbanka voru töluvert meiri heldur en hlut- fallslega hjá hinum bönkun- um og sparisjóöunum á árun- um 1990-94. Á þessum árum afskrifaði íslandsbanki end- anlega 5.370 milljónir króna af útlánum sínum. Þar til vib- bótar hafbi bankinn lagt 2.890 milljónir króna (sem svarar 5,4% heildarútlána bankans) inn á afskriftar- reikning til aö mæta enn frek- ari töpum á útlánum, sem bú- ist var við. Algerlega töpuð og líklega töpub útlán íslands- banka hafa því numið um 8.260 milljónum á þessum ár- um, upphæð sem t.d. sam- svarar hátt í fjórðungi (24%) heildarinnlána bankans í árs- lok 1994. Flestar lánastofnanir lands- manna urðu fyrir gríðarlegum útlánatöpum á undanförnum árum. Þótt Landsbankinn þurfti að strika út hæstu upphæðirnar voru þær samt nokkru lægra hlutfall inn- og útlána heldur en hjá íslandsbanka. Töpuð út- lán hjá Búnaðarbanka og spari- sjóðunum eru hlutfallslega meira en helmingi lægri. Endanlega afskrifuð útlán helstu lánastofnana í landinu námu 28.840 milljónum króna á áðurnefndu fimm ára tímabili, samkvæmt svari viðskiptaráð- herra við fyrirspurn á Alþingi. Þar til viðbótar höfðu þessar stofnanir, í árslok 1994, lagt 14.750 milljónir til hliðar til að mæta enn frekari útlánatöpum sem reiknað var með. Endan- lega töpuð og líklega töpuð út- lán námu því samtals um 43,6 milljörðum króna í árslok 1994, eða sem svarar 650.000 kr. á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu í landinu svo dæmi sé tekið. Endanlega afskrifuð útlán lánastofnana á árunum 1990-94 og framlag á afskriftarreikning útlána í árslok 1994 skiptast þannig: Afskrifaö Afskr,- '90-'94: reikn.: M.kr. M.kr. Landsbanki 7.350 4.715 íslandsbanki 5.370 2.890 Búnaðarbanki 2.260 1.190 Sparisjóðir 1.385 1.575 Innlánsstofn.: 16.370 10.540 Fiskv.sj. 1.090 740 Iðnlánasj. 1.720 775 Iðnþróunarsj. 940 150 Versl.lánasj. 110 60 Stofnlánad.landb. 720 360 Ferðamálasj. 120 30 Atvinnuv.sjóðir: 4.700 2.115 Byggöastofnun 2.710 1.075 Framkvæmdasj. 2.750 200 Atv.tr.sj.útfl.g. 1.510 Hlutafj.sjóður 730 Fjárf.l.sj.: 7.700 1.280 Íb.l.sj.ríkis. 70 820 Lánastofnanir = 28.840 14.750 Innistæða á afskriftarreikning útlána sem hlutfall af heildarút- lánum og ábyrgðum, er hæst hjá Byggðastofnun (14%) og Fram- kvæmdasjóði (11%). En þar á eft- ir koma íslandsbanki (5,4%), Landsbanki (5,2%), Iðnlánasjóð- ur (5,1%) og Stofnlánadeild land- búnaðarins (4%). Þessar lána- stofnanir em þannig viðbúnar að tapa umtalsverðum hluta útlána sinna til viðbótar því sem þær hafa þegar strikað endanlega yfir. vegi lokab vib Elliðaárbrú Rafstöbvarvegi verður lokað fyrir allri bílaumferð undir Ellibaárbrú laugardaginn 20. apríl vegna brúargerðar á Vesturlandsvegi yfir Elliðaár. Áfram verður opið fyrir um- ferð gangandi og hjólandi undir gömlu brúna og þá nýju sem verið er að byggja. Gangandi og hjólandi vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát þegar farið er um vinnusvæðið undir brúnni. Gert er ráð fyrir að hægt verði að aka á nýjan leik um Rafstöðv- arveg undir nýju brúna 1. ágúst nk. ■ Amerískur kennari á EgUsstöðum með framsœknar hugmyndir um túristatrekkerí á Héraði: sé ormi, fegurb og skjóli Philip Vogler er amerískur af þýskum ættum og hefur bú- ið á Egilsstöðum síðan 1982 og kennt þar ensku og þýsku í Menntaskólanum. Síðast- liðið sumar kviknaði hjá honum hugmynd sem gæti haft mikla þýöingu í ferba- mennsku á Hérabi og gefið ferbamönnum ástæðu til ab dvelja þar lengur en nú er, sem sé að leggja göngustíg kringum gervallan Löginn fyrir ofan brúna sem tengir Fellabæ og Egilsstaði, alls um 85-100 km leið. Þannig var að Sigurður Blön- dal sem býr í Hallormsstað var að hjálpa Philip í útileikhús- inu sem hann hefur séð um síðastliðin ár. Philip keyrði Sigurð heim í Hallormsstað að verki loknu. „Þegar ég keyrði aftur í átt til Egilsstaða þá var fljótið svo fallegt að mér hug- kvæmdist þetta til að fólk gæti notið fegurðarinnar hérna," sagði Philip en hann hefur rætt þessa hugmynd víða og fengið góðar undirtektir. Hann kynnti málið fyrir stjórn Framfarafélags Fljótsdalshér- aðs sem hefur nú tekið það upp á sína arma og haldið kynningarfundi í sveitarfélög- unum sem eiga land að Lagar- fljóti. Hugmyndin er í megindrátt- um sú að leggja stíg, fyrir gangandi og hjólandi, kring- um allt Lagarfljótið, og síðan líklega sér reiðgötu. Ýmsar leiðir væru færar í hönnun slíks vegar, t.d. mætti nýta gamlar göngu- og reiðleiðir. „Svo fólk fái að-feta í spor for- feðranna." Að sögn Philips voru bátar á fljótinu fyrr á þessari öld og út frá gömlum ferjuhöfnum eru jafnvel hlaðnar kermgötur sem gam- an væri að nýta. Ætlunin er að stígurinn yrði varðaður ýms- um athyglisverðum áningar- stöðum, einn álfasteinn hér, gömul bæjarrúst þar, vegvísa að fallegum útsýnisstöðum og sérstökum trjátegundum o.fl. Þarna væri því ýmislegt fleira en kyrrðin og náttúran ein sem gæti vakið áhuga vegfar- enda. „En fyrst og fremst er það náttúmfegurðin, skjólið af uppvaxandi skógi og þessi rómaöa veðurblíða sem fólk kæmist í kynni við." Philip bætti því við að auðvitað auð- vitað ætti Lagarfljótsotmurinn stóran þátt í beirri spennu sem_ ríkti um vatnið sjálft. Ekki er búið að finna fram- kvæmdaraðila og því óvíst hvernig hugmyndin verði út- færð. „En þetta á sennilega að vera umhverfisvænn stígur í anda grænnar ferðamennsku og þá frekar malarstígur sem er miklu minna áberandi en mal- bik. Þá þyrfti væntanlega að skipta um jarðveg til að hafa sléttan og fastan stíg fyrir hjól- reiðamenn." Philip leggur áherslu á mikilvægi þess að gera stíginn vel úr garði fyrir hjólreiðamenn. „Fólk sem ferðast á reiðhjóli er á hæfileg- um hraða til að því finnist að það komist hratt yfir en sé samt að færa sig áfram fyrir eigin afli og er þá um leið í sambandi við náttúruna." Enn er þessi hugmynd á vinnslustigi og menn vilja ekki flana að neinu enda í mörg horn að líta þegar fram- kvæmdir í sveitarfélögum eru annars vegar eins og dæmin sanna. Ætlunin er að kanna málið mjög vel og fara helst heim á hvern bæ, tala við hvern bónda og kynna fyrir öllum hlutaðeigandi hvaða möguleikar felist í svona stíg enda gæti hann aukið verð- mæti jarðanna og fjölgað at- vinnutækifærum í sveitinni. „Því þetta fólk mun ekki þeyt- ast bara í gegn á bíl á skömm- um tíma heldur vera jafnvel einhverja daga að ganga þetta," sagði Vogler og áætlaði að stígurinn yrði kannski tveggja daga ganga. Þá sköp- uðust margir möguleikar fyrir bændur til að veita göngufólk- inu ýmsa þjónustu og gist- ingu, ■_______________-LÓA i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.