Tíminn - 18.04.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.04.1996, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 18. apríl 1996 Húsafribunarnefnd ríkisins: Níu hús fá eina millj- ón hvert Á fundi Húsafriöunarnefndar rík- isins þann 2. apríl sl. voru sam- þykktar styrkveitingar úr Húsa- friðunarsjóði fyrir árið 1996. Veittir voru 155 styrkir samtals að upphæð 43.450.000, aðallega til endurbygginga og viðhalds gamalla húsa um land allt. Sú nýbreytini var tekin upp að veita stóra styrki, að upphæb ein milljón hver, til verkefna í hverjum landshluta í samræmi við nýja stefnumörkun Húsafriöunarnefnd- ar. Eftirtalin hús fengu slíkan styrk: Vesturgata 3, Hlaðvarpinn, Reykjavík, byggingarár 1885-1903. Strandgata 49, Hafnarfirði, bygg- ingarár 1907 Skólahús í Ólafsdal, Dalasýslu, byggingarár 1896. Salthúsið, Þingeyri, byggingarár 1787. Riishús, Borðeyri, byggingarár 1862. Hildebrandtshús, Blönduósi, byggingarár 1877 eða eldra. Roaldsbrakki, Siglufirði, bygging- arár 1907. Jensenshús, Eskifiröi, byggingar- ár 1837. Landlyst, Vestmannaeyjum, byggingarár 1847. Húsafriðunarnefnd stjórnar Húsafriðunarsjóði, en hlutverk sjóðsins er að veita styrki til við- halds og endurbóta á fribuðum húsum og mannvirkjum. Ennfrem- ur til húsa, sem hafa menningar- sögulegt eða listrænt gildi að mati nefndarinnar. Sjóðurinn styrkir einnig verkefni sem stuðla að rannsóknum á ís- lenskum byggingararfi og útgáfu rita þar að lútandi. í Húsafriðunarnefnd sitja Þor- steinn Gunnarsson arkitekt, for- maður, Guðný G. Gunnarsdóttir forstöðumaður Minjasafns Akur- eyrar, Guðmundur Gunnarsson arkitekt, Magnús Karel Hannesson oddviti Eyrarbakkahrepps og Þór Magnússon þjóðminjavörður. ■ Unnib ab endurbótum á húsi Einars Þorgilssonar í Hafnarfirbi ab Strand- götu 49. Strandgata 49, Hafnarfirbi. (Tillaga ab endurbótum) Vesturgata 3, Hlabvarpinn, Reykjavík. Landlyst, Vestmanna- eyjum. (Tillaga ab endurbótum) Salthúsib, Þingeyri. (Til- laga ab endurbótum) Hildebrandtshús, Blönduósi. (Tillaga ab endurbótum) Roaldsbrakki, Siglufirbi. 'V'tTFWr*** Riishús, Borbeyri. Skólahús í Ólafsdal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.