Tíminn - 20.04.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.04.1996, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 20. apríl 1996 Um 27% alls kostnaöar á Bessastööum vegna hönnunar og eftirlits: Viögerð á Bessastaðastofu um 437.000 kr. á fermetra Meira en fjóröungur (27%) alls framkvæmdakostnöar á Bessastööum undanfarin ár hefur fariö í greiöslur fyrir hönnun og umsjón og eftirlit meö framkvæmdum, eöa samtals 173 milljónir af alls um 650 milljóna heildar- kostnaði. Hönnun og eftirlit hafa þannig jafnaöarlega kostaö rúmlega 2 milljónir þau sjö ár sem framkvæmdir hafa stabiö yfir. Sé hlutfalls- Iegum hönnunar-, eftirlits- og lóðarkostnaöi bætt viö annan kostnab vegna Bessastaða- stofu viröist heildarkostnaöur Tökur á kvikmynd um Þing- vallavatn standa nú sem hæst og á myndin aö veröa tilbúin á þessu ári. Þaö er kvikmynda- félagib Lífsmynd sem gerir myndina Maöur, fugl, vatn. Ríkissjónvarpið hefur keypt sýningarréttinn. Menningar- sjóöur útvarpsstöbva veitti 2 milljón króna styrk til mynd- arinnar auk þess sem um- hverfisráöuneytib hefur styrkt gerb hennar ásamt fleiri stofn- unum og fyrirtækjum. í myndinni veröur fylgst með daglegum störfum bónda viö vatniö og lífsháttum manna og dýra. Meginstefið er samspil manns og náttúru árið um kring og himbrimanum, einkennis- fugli vatnsins, gerð góð skil. Stórsýningin Matur '96 í Kópavogi: Kjötmeistarinn 1996 og matreibslu- mabur ársins Margir fremstu matreibslumenn landsins munu leiöa saman hesta sína á stórsýningunni Matur '96 í íþróttahúsinu Smáranum í Kópa- vogi um helgina. Keppt er í sér- stökum keppniseldhúsum þann- ig ab gestir geta fylgst meb hand- brögbum kokkanna. Þá keppa kjötibnabarmenn á sínu svibi um titilinn Kjötmeistari 1996. Sýningin er mikil smakk-sýning, því margir bjóða upp á góða bita, og ótal margar nýjungar verða til sýnis og smakks. Þá verða ýmsar matvömr boðnar til kaups á kynn- ingarverði. Á sýningunni verða nemar í matreiðslu og framreiðslu með Norðurlandakeppni, lið eru komin frá öllum Norðurlöndum. Keppt er á sérstöku sýningarsvæði. Nokkrir af fremstu bökumm landsins munu skreyta risastóra brúðkaupstertu fyrir gesti á sýning- unni og stefnt er að því að met verði slegin. Þá munu kjötiðnaðar- nemar keppa sín í milli. Þeir fá lambskrokk sem þeir vinna eftir eigin aðferðum. Fá nemarnir 2 klukkustundir til að skila afurðum tilbúnum í kjötborð til sýnis. Opið er í Smáranum frá kl. 13-19 í dag og á morgun. -JBP vib viögerb hennar rúmlega 250 milljónir króna, eöa um 437.000 krónur á hvern fer- metra. Að hönnunar- og eftirlits- kostnaði frátöldum voru fram- kvæmdir á Bessastöðum komn- ar um 475 milljónir um síðustu áramót. Þar af kostaði Bessa- staðastofa um 180 milljónir, eða tæplega 38%. Að viðbættum 38% hönnunar- og eftirlits- kostnaðarins og 38% lóðakostn- aðarins, virðist heildarverð 577 fermetra Bessastaðastofu komið í meira en 250 milljónir króna, sem áður segir. Þingvallavatn og svæðið þar í kring er stórmerkilegt fyrir- brigði frá sjónarhóli líffræði og jarðfræði. í vatninu finnast fjór- ar tegundir bleikju, sem er ein- stakt, og þar er hátindur Atl- antshafshryggjarins. Þar má sjá hvernig ísland hefur klofnað og er enn að klofna. Reiknað á sama hátt virðist fermetraverð í nýjum forsetabú- stað kringum 180.000 kr. (um 80 milljónir fyrir 440 fermetra hús). Og fermetraverð virðist á svipuðum nótum (rúmlega 180.000 kr./m2) í svokölluðu Norðurhúsi. En í því 1.160 fer- metra húsi er m.a. að finna íbúö gæslumanns og aðra starfs- mannaaðstoðu, eldhús, bíla- geymslu og aðrar geymslur, vatnstank, slökkvibúnað, vara- aflstöð, snjóbræðslukerfi auk þess sem 170 m2 eru óinnréttað rými. í rauninni má því segja að sjálfur forsetabústaðurinn stefni Valdimar Leifsson annast myndatöku. Handrit skrifar Ein- ar Örn Stefánsson. Ráðgjafi við gerð myndarinnar er dr. Pétur M. Jónasson fyrrverandi pró- fessor í vatnalíffræði við Kaup- mannahafnarháskóla. Dr. Pétur er alkunnur áhugamaður um fuglalíf við Þingvallavatn. -JBP í að verða hlutfallslega ódýrasta húsið á Bessastöðum. Samkvæmt svari forsætisráð- herra við fyrirspurn á Alþingi er heildarstærð allra bygginga á Bessastöðum samtals um 3.950 fermetrar (13.100 m3), en þar af er fjórðungurinn útihús. Þetta húsrými skiptist þannig: Bessastaðastofa .......... 577 m2 Norðurhús/þjónustuhús 1.160 m2 Móttaka .................. 280 m2 Forsetabústaður .......... 440 m2 Kirkja ................... 540 m2 Útihús ................... 948 m2 Standist sú áætlun að endan- legur framkvæmdarkostnaður verði röskar 850 milljónir (þ.e. auk 68 milljóna vegna fornleifa- rannsókna), virðist viðgerðar- og byggingarkostnaður stefna í um 220.000 kr. að meðaltali á hvern fermetra húsrýmis á Bessastöðum, þ.e. að kirkjunni og útihúsunum meðtöldum. Þar af verður hönnunar- og eft- irlitskostnaður varla undir 50.000 kr. á m2. Þær 173 milljónir sem þegar hafa verið greiddar fyrir hönn- un og eftirlit skiptast þannig: Hönnunarkostnaður arkitekta 70,6 milljónir. Verkfræðileg hönnun 50 milljónir. Skipulags- og landslagsarkitektar 4,6 millj- ónir. Umsjón/eftirlit Almennu verkfræðistofunnar 47,6 millj- ónir. Athygli vekur að spurningu um upphaflega áætlaðan heild- arkostnað og skýringar á fráviki frá honum svaraði forsætisráð- herra þannig, að kostnaðaráætl- un hafi ekki legið fyrir áður en lögin um endurbætur og upp- byggingu á Bessastöðum voru samþykkt vorið 1989 „og því ekki raunhæft að ræða um frá- vik frá henni". Hár hönnunar- kostnaður er samt m.a. skýrður með „umfangsmikilli tillögu- gerð og tilheyrandi kostnaðar- áætlunum". ■ Sagt var... Ef hann er ekki fullkominnn... „Fyrst ab guð er ekki fullkominn, vilj- ibi þá vera svo væn ab útskýra fyrir mér hvernig himingeimurinn og allar þessar stjörnur, plánetur og jörbin varb til?" Cubný, nemandi í Heimspekiskólanum. Mogginn í gær. Mikib kynferbislegt ofbeldi gagnvart þroskaheftum „Erlendar rannsóknir á tíbni kynferb- islegs ofbeldis gegn fötlubum eba þroskaheftum sýna ab þessi hópur verbur mjög oft fyrir því... Þar segir ennfremur ab í Kanada verbi milli 39-68% þroskaheftra stúlkna og 16- 30% drengja fyrir kynferbislegu of- beldi innan 18 ára aldurs og í Bret- landi 73% þroskaheftra kvenna og 27% karla." Segir Páll Björgvinsson arkitekt í Mogg- anum og villl gera rannsóknir innan- lands. Bankarnir meb fjárlos „Bankarnir eru meb fjárlos sem virb- ist jafn illvibrábanlegt og hárlos mib- aldra mönnum." Gubmundur Andri Thorsson í Alþýbu- blabinu. Rétt spá í fylgiriti Tímans „Fyrir jólin 1990 skrifabi pistilhöf- undur kjallaragrein í DV, hib ágæta fylgirit Tímans, um ab verkib mundi losa milljarbinn ábur en ölu yrbi til skila haldib." Skrifar Ásgeir Hannes um Bessastaba- framkvæmdi og reyndist sannspár. Ánægbur meb sitt „Þetta eru allt saman menn meb miklu meiri menntun en ég og hærra settir í þjóbfélagsstiganum. Ég er viss um ab meb aukinni kynningu mun mér takast ab ná allt ab 15% fylgi." Segir Gubmundur Rafn Geirdal verb- andi forsetaframbjóbandi og bjartsýnin uppmálub, í Tímanum í gær. Þrátt fyrir ab hafa abeins mælst meb 0,7% fylgi í síbustu könnun er hann hress meb ab mælast meb svipab fylgi og Davíb Odds og Pálmi Matt. Þab vakti athygli ab í auglýsingu í Mogganum í vikunni þar sem menn skrifa undir og lýsa stubningi vib Cub- rúnu Agnarsdóttur í forsetaframbobi voru kvennalistakonur áberandi. Þó var ein frægasta kvennalistakonan ekki á listanum en þab var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Ingibjörg var lengi talin stubningskona Gubrúnar Pétursdótt- ur en eftir ab Gubrún Agnars kom fram er talib ólíklegt ab hún gefi sig nokkub upp. Hins vegar var abstobar- kona Ingibjargar á listanum, Kristín Arnadóttir... • ... Og meira um þennan lista. Þar mátti sjá vísi ab því hvernig Alþýbu- bandalagib mun skiptast í forsetakjör- inu því Arni Þór Sigurbsson borgar- fulltrúi og forustmabur í Alþýbubanda- laginu í Reykjavík og yfirlýstur Svavars- arms mabur stybur ekki fyrrverandi formann sinn heldur kvennalistakon- una Gubrúnu Agnarsdóttur. Svavar Gestsson hefur sem kunnugt er ekki gefib út opinberar yfirlýsingar um hvern hann stybur en í pottinum telja menn sig hafa um þab góba hugmynd eftir þetta því sjaldan fellur eplib ... • í pottinum heyrbist ab starfsfólk Al- þýbublabisns hafi síbur en svo kunnab ab meta umræbuna hér í pottinum í gær. Þá voru menn ab velta fyrir sér hvort niburstöbum úr þingmanna- könnun blabsins hafi verib hagrætt til ab láta Össur Skarphébinsson koma sem best út vegna væntanlegs varafor- mannskjörs í flokknum. Alþýbublabs- menn munu telja sér misbobib meb því ab vera vændir um svona vinnu- brögb og vib eftirgrennslan í pottinum hjá þeim sem voru álitsgjafar í könnun- inni hjá blabinu kemur í Ijós ab menn kannast vib ýmis ummæli sín. Nibur- staban í pottinum í gær var því sú ab trúlegast væru speglasjónirnar um hvort niburstöbunni væri hagrætt ein- skorbabar vib þá pólitíkusa, innan og utan þings, sem hefbu viljab vera í sporum Össurar... Lífiö viö Þingvallavatn Abstandendur Þingvallamyndarinnar. Frá vinstri Valdimar Leifsson, dr. Pét- ur M. Jónasson og Einar Órn Stefánsson. sw^- .nnoj yuo. \ i munnoj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.