Tíminn - 20.04.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.04.1996, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 20. apríl 1996 Á6 útbreiða orðiö í Hann rær ekki til fiskj- ar eins og trúboöinn sem Gylfi Ægisson syngur um en hann rær engu a& síöur Jx')tt í ann- arri merkingu sé. I aldarfjórö- ung hefur hann róiö á þau miö aö og kynna og útbreiöa orö Guös og valiö til þess ýmsar nútímalegar leiöir. Hann hefur ekki staöiö á kassa og lagt veg- farendum lífsreglur á götum og torgum en engu aö síöur er rödd hans kunn á meöal KFUM og kristinnar kirkju. Hann hefur um árabil rekiö símaþjónustu og einnig annast margvísleg útgáfumál þar sem kristilegt efni hefur ætíö veriö í fyrirrúmi. Þá hefur hann unniö aö ýmsum framfaramál- um innan KFUM-hreyfingar- innar og einnig Þjóökirkjunn- ar þar sem hann á meöal ann- ars sæti í leikmannaráöi. Lengi vel sinnti hann þessum störf- um ásamt fullri vinnu en hefur á síöari árum snúiö sér í meira mæli aö þessum áhugamálum. Maöurinn er Jón Oddgeir Guö- mundsson á Akureyri og fer vel á því aö nota sunnudag eft- ir páska til þess aö fá hann til aö rifja upp þetta aldarfjórö- ungsstarf því þaö má rekja til 17. apríl fyrir 25 árum þegar hann var aöeins 21 árs aö aldri. „Þann 17. apríl 1971 hóf ég rekstur símaþjónustu sem staöið hefur óslitiö frá þeim tíma. Hún byggist á símsvara sem fólk getur hringt í og fær þá að hlusta á stutta hugleiðingu sem byggð er á einhverri tilvitnun í Biblíuna. Ég hugsaði þetta bæði sem leið fyrir fólk er væri af einhverjum ástæðum einmanna eða liði illa og gæti þarna komist í samband við rödd þótt með óbeinum hætti væri og einnig að gefa fólki kost á að heyra hugleiðingu eða boðskap sem byggður væri á kristindómi," sagði Jón þegar við höfðum komið okkur fyrir í síð- búnu páskakaffi á akureyrsku kaffihúsi. Ahugi á kristin- dóminum vakn- a&i snemma En hver var aödragandinn að þessum áhuga Jóns á kristin- dómnum og hinum einlæga áhuga hans að flytja fagnaðarer- indið, eins og hann orðar það, til annarra manna. „Ég get rakið þetta aftur til bernsku. Ég ólst upp í návígi viö kristinndóminn og hóf ungur að starfa með KFUM á Akureyri. Ég fann fljótt að þessi boðskapur átti erindi við mig og fylltist snemma miklum áhuga á ab kynna mér hann. Af þeim sökum fór ég til Noregs 19 ára gamall og stundaði nám við Fjellhaug biblíuskólann í Ósló um nokkra mánaða skeið. Að því loknu vaknaði áhugi minn á að starfa að útbreiðslumálum og ég fór að íhuga á hvern hátt mér væri unnt að sinna slíkum verk- efnum." En hvarflaði aldrei að Jóni að verða prestur. „Nei þótt ótrúlegt megi virðast þá skaut þeirri hugsun aldrei upp í huga mínum. Ég var stundum spurður um hvort ég hefði ekki haft áhuga á að fara þá leið en svarið hefur ætíb verið hið sama. Ég held að preststarf hefði ekki átt við mig — ekki ab öllu leyti. Það er þessi þáttur að útbreiða orðið sem ég hef haft mesta ánægju af." Jón segir að hann hefði fremur geta hugsað sér kristni- boðsstarf en hefðbundið prest- starf og ef vel er ab gáð þá hefur margt af því sem hann hefur tek- ið sér fyrir hendur með kristni- boð að gera þótt hann hafi ekki haldið út á óplægöan akur fjar- lægra heimsálfa eins og sumir samferðamanna hans og kunn- ingja. Kristileg sím- svörun í aldar- fjóröung „Ég má segja að þetta starf mitt hefjist með símaþjónust- unni en hugmyndin ab henni er komin frá Bretlandi. Á þeim tíma voru símsvarar að mestu óþekktir hér á landi. Þá var að- eins hægt ab kaupa hjá Pósti og síma og af þeim varð að greiða sérstakt afnotagjald eins og um talsíma væri að ræba. Af þessum sökum vakti þessi þjónusta meiri athygli en hún myndi gera í dag ef farið væri af stað með sam- bærilega starfsemi. Ég auglýsti þetta nokkub og hringingarnar létu ekki á sér standa." í 25 ára gamalli dagblaðsfrétt segir að nú á þessum miklu lík- amsræktartímum, þegar trimmib ryðji sér æ meira til rúms, sé mönnum hættar við en ella að gleyma þörfum sálarinnar, enda séu orbin hraust sál í hraustum líkama enn í gildi. En til að mæta hinni andlegu þörf mannsins séu margar leiðir því um helgina verði settur í gang símsvari sem svari með stuttri tilvitnun í heilaga ritningu og síðan hugleiðingu í anda orðsins og ab sjálfsögbu sé mönnum heimilt að Ieggja símanúmerið á minniö. Ekki venjulega orðaður fréttatexti frá þeim tíma og meb þessu meðal annars kveðst Jón hafa náð að vekja athygli á starf- seminni. Hann segir að eflaust hafi forvitni knúið marga til þess að hringja í byrjun en ef fólk hafi heyrt eitthvab sem því hugnaðist eba höfðaði til þess þá hafi það hringt aftur. „Eg veit ekkert um hvort sama fólkið hringir oft — jafnvel daglega en eflaust er eitthvað um það. Ég hef þó trú á því að nýir einstak- lingar bætist í hópinn því fjöldi hringinga hefur haldist lítið breyttur allan þennan tíma." Jón hefur sjálfur séb um efni fyrir símsvarann hin síöari ár en annars hafa ýmsir þekktir kenni- menn lagt honum lið. Má þar mebal annarra nefna Sigurbjörn Einarsson, biskup, Benedikt Árn- kelsson og Gunnar Sigurjónsson, kristniboða og séra Þórhall heit- inn Höskuldsson, sóknarprest á Akureyri sem hvatti Jón jafnan mikið í þessum efnum. „Mér þótti mikill fengur í hugleibing- um þessara manna og einnig annarra sem ég fékk til liðs við mig. Annars er úr miklu efni ab velja og orð Biblíunnar er að sjálfsögðu sígilt." Jón hefur farið ýmsar leiðir til ab kynna símaþjónustuna og lét lesa sérstaka nýjáraárskveðju í Ríkisútvarpið í nokkur ár. Kvebj- an þótti sérstæð og kvaðst Jón sérstaklega minnast þess ab sá ágæti útvarpsþulur Jón Múli Árnason hafi lesið hana með kölröngum áherslum. Jón var beðinn að rifja kveðjuna upp í tilefni dagsins þótt ekki væru áramót og hljóðar hún þannig. „Liðin er tíð/ nýr tími kemur/ megi Gubs blessun/ landsbarna leiða/ líf og starf." Jón kvaðst einnig muna að þegar hann hafi ætlab að auglýsa símaþjónust- una í fyrsta skipti í Ríkisútvarp- inu hafi auglýsingatextinn þurft að fara fyrir nefnd áður en hann hafi fengist lesinn. „Mönnum þar á bæ þótti hann eitthvað sér- stakur og stúlkurnar vissu ekki hvort mætti lesa svofelldan bob- skap en hann hljóðaði á þessa leib: „hringið — hlustið — og Abalfundur Abalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar verbur haldinn þribju- daginn 30. apríl kl. 20.30. Fundarstabur: Sunnusalur (ábur Átthagasalur) Hótel Sögu. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og meb 24. apríl n.k. Dagskrá nánar auglýst síbar. Stjórn Dagsbrúnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.