Tíminn - 20.04.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.04.1996, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. mars 1996 11 Innrás úr geimnum vin- sælust í sumar? Sú mynd sem spáð er hvað mestri velgengni í miðasölu í Bandaríkjunum í sumar er Independence Day. Hún verð- ur frumsýnd í byrjun júní og er flaggskip Fox-kvikmynda- versins í harðri baráttu sumar- myndanna um hylli áhorf- enda. Hana prýða ekki neinar stórstjömur á borð við Arnold Schwarzenegger, en hann mun engu að síður hella sér í baráttuna með Eraser. Það em frekar söguþráðurinn með til- heyrandi tæknibrellum og að- standendurnir sem gera Inde- pendence Day líklega til vin- sælda. Hún er um innrás afls utan úr geimnum sem ætlar að eyða öllu sem fyrir er á jarðríki þann 4. júlí, sjálfan þjóðhátíöardag Bandaríkjamanna. Auglýsingin fyrir myndina segir meira en mörg orð en þar stendur „Jörð: Horfðu vel á hana. Þetta gæti verið síðasta skiptið." Að sjálf- sögðu er síðan hópur fólks sem ætlar ekki að láta bjóða sér þetta hlutskipti og berst á móti. Þótt margir af aöalleikurun- um séu þekktir á sínu sviöi geta engir þeirra talist stórstjörnur á bandarískan mælikvaröa. Það eru Will Smith, Bill Pullman, Jeff Goldblum og Mary McDonnell sem fara með aðal- hlutverkin en allir þessir leikar- ar hafa átt mjög góða spretti hvort sem miðað er við leiklist eða velgengni í miðasölu. Það síðarnefnda er oftast viðmiðið hjá kvikmyndaverunum banda- rísku. Bill Pullman er sjálfsagt ein- hver duglegasti leikarinn í Hollywood í dag. Honum hefur dúkkað upp í ótrúlegustu myndum síðustu árin, bæði í aðal- og aukahlutverkum, og má þar nefna The Last Seducti- on, Malice og While You Were Sleeping. Hann þykir á mikilli uppleið og það er öruggt að ef Independence Day fer vel í áhorfendur eiga störf hans eftir Þaö eiga örugglega mörg geimskip eftir aö sjást í Independence Day. KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON að hækka í verði. Annað stórt hlutverk er í höndum Jeffs Goldblum, sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Jurassic Park og hryllingsmynd Davids Cronenberg, The Fly. Hann hefur oftast farið ótroön- ar slóðir í hlutverkavali, leikur Leikföng vinna leiksigur Leikfangasaga (Toy Story) HHH 1/2 Leikstjóri: john Lasseter Helstu leikraddir í enskri útgáfu: Tom Hanks og Tim Allen Helstu leikraddir í íslenskri útgáfu: Felix Bergsson og Magnús jónsson Bíóborgin og Sagabíó Öllum leyfb Hér er komin enn ein Disney- teiknimyndin sem slegið hefur í gegn um allan heim. Leikfangasaga telst varla hefðbundin mynd frá þeim bænum því hún er sú fyrsta sem að öllu leyti er unnin i tölvu og er að því leyti tímamótamynd. Það er alveg ljóst að þetta form á eftir að verða vinsælla hjá teiknur- um og fleiri slíkar myndir eiga eftir að fylgja í kjölfarið. Það em leikföng sem eru í aðal- hlutverkinu en þau vakna til lífsins þegar enginn sér til þeirra. Viddi kúreki er uppáhaldsleikfang stráks- ins Adda og fer því fyrir öðrum leikföngum en forystu hans er ógn- að þegar glænýtt og tæknivætt leik- fang, Bósi ljósár, birtist á afmælis- daginn. Viddi verður afbrýðisamur, hrindir Bósa út um gluggann og er fyrir vikið gerður brottrækur úr herbergi Adda af hinum leikföng- unum. Hann sér að sjálfsögðu eftir öllu saman og ákveður að hjálpa Bósa en saman lenda þeir í miklum ævintýmm. Þeirra helsta þraut er ab sleppa frá stráknum í næsta húsi, Sigga, en hans helsta skemmt- un er að framkvæma uppskurði á leikföngum. Það er ótrúlegt hvað tekst að gera skemmtilega, spennandi og frum- lega sögu úr þessum efnivið. Leik- föngin eru hvert um sig vel mótað- ar persónur og hafa sinn djöful að draga líkt og mannfólkið. Þarna er m.a. taugaveikluð risaeðla sem á erfitt með að taka höfnun og Pic- asso er leikfang sem á í erfiðleikum með að halda andlitinu í orðsins fyllstu merkingu. Þau blandast inn í spennandi atburðarrás þar sem yf- ir stendur flutningur og Bósi og Viddi verða að sleppa fyrst frá Sigga til að komast með í nýja húsið. Eins og við var að búast em teikningarnar frábærar með til- heyrandi andlitsgrettum og teygj- anlegum skönkum. Tölvugrafíkin er ágæt sem slík en gæði hennar standa þó venjulegum teiknimynd- um talsvert að baki. Það er reyndar ólíklegt að þessi munur verði nokk- ur þegar meiri reynsla er komin á vinnslu tölvuteiknimynda. Leikfangasaga er dæmi um það sem Bandaríkjamenn gera hvað best í kvikmyndagerð og þá ekki síst Disney-fyrirtækið. Þetta er frá- bær afþreying, fyrir börn jafnt sem fullorðna, með skemmtilegum per- sónum og spennandi framvindu. Af samskiptum þjóðarbrota Ne&anjar&ar (Underground) Handrit: Dusan Kovacevic og Emir Kust- urica Leikstjóri: Emir Kusturica A&alhlutverk: Miki Manojlovic, Lazar Ri- stovski, Mirjana Jokovic, Slavko Stimac, Ernst Slotzner, Srdan Todorovic, Mirjan- va Karanovic og Milena Pavlovic. Háskólabíó Bönnub innan 16 ára Það er ekki á hverjum degi sem myndir frá Makedóníu rata í kvikmyndahús hérlendis en Neðanjarðar hlaut á síðasta ári Gullpálmann í Cannes og út- skýrir það sjálfsagt sýningu hennar hér. Myndin er öbrum þræði um samband tveggja tveggja vina, Markos og Svarts, allt frá því þeir berjast saman gegn innrás- arliði nasista í Belgrad í síðari heimstyrjöld til ársins 1992 þeg- ar geysar borgarastyrjöld í gömlu Júgóslavíu. Samskipti þeirra eru hins vegar táknræn fyrir samskipti þjóðarbrotanna sem berast á banaspjót. Þeir elska báöir sömu konuna og þegar Marko felur Svart ásamt fleira fólki í kjallara sínum til að forða þeim frá nasistum er hann ekkert að láta hann vita þegar stríðinu lýkur. Marko giftist konunni, gerist handbendi Tit- os og lætur fólkið í kjallaranum framleiða vopn til að „baráttan" geti haldið áfram. Þegar Svartur kemst loksins úr kjallaranum 20 árum síðar og ætlar aldeilis að berja á þýskum þá rambar hann inn á tökustað kvikmyndar um andspyrnuhetjuna Svart sem átti að vera löngu dáinn. Þessu efni eru gerð farsakennd skil og Kusturica gerir stólpagrín ab núverandi og fyrrverandi löndum sínum. Stöku sinnum er þó alvörunni hleypt aö, bæði í formi fréttamynda af ýmsum söguskeiöum og með sviðsetn- ingu á hörmungum þeim sem dundu yfir Júgóslavíu og síbar yfir leifum hennar. Húmorinn er öðruvísi, svo mikið er víst, þar sem ærslin og lætin eru oft mjög fyrirferðarmikil. Atriðin eru misfyndin, stundum frábær en stundum verða ærslin bara þreytandi. Það hefði örugglega mátt klippa myndina niður af meiri hörku enda er hún tæpar þrjár klukkustundir að lengd. Það verður þó ekki annað sagt en að öll sviðsetning og um- gjörð sé til fyrirmyndar. Það eru mörg frumleg og tæknilega vel útfærð atriði sem ein og sér eru veisla fyrir augað og sýna vel vald Kusturica á miðlinum. Af leikurum mæðir mest á Miki Manojlovic og Lazar Ri- stovski og standa þeir sig báðir vel en þó sérstaklega sá síðar- nefndi í hlutverki stríðsmanns- ins Svarts. Neðanjarðar er skemmtileg nýjung í kvikmyndaflóruna hér- lendis. Þrátt fyrir að hún sé heldur of löng er þar stungið á ýmsum kýlum í samskiptum þjóðarbrotanna sem byggðu Júgóslavíu fyrrverandi á tákn- rænan og oftast fyndin máta.B leóiaH EiBd ún sim cilBá nokkurn veginn jafnmikið í „sölumyndum" og ódýrari en oft alvarlegri myndum. Gold- blum á annars von á stórum bita því persónan sem hann lék í Jurassic Park, Dr. Malcolm, á víst ab vera aðalpersóna fram- haldsins sem rithöfundurinn Michael Crichton er með í smíðum. Eins og áður sagði er spáin um velgengni Indipendence Day einnig byggð á aðstandendum hennar. Leikstjórinn er Roland Emmerich sem gerði hina ágætu Stargate. Hún varð geysi- vinsæl og væntingarnar eru því miklar. Hann er einnig skrifaður fyrir handritinu ásamt félaga sínum og samstarfsmanni úr Stargate, Dean Devlin. Fox-kvikmyndaverið leggur út í ærin kostnað, líkt og hin verin, til að laða áhorfendur að Indipendence Day, framlagi sínu til sumarmyndanna. Áherslan er öll á afþreyingu og skemmtun í þessum myndum en framleiðendur hafa þó í gegnum tíðina oft farið yfir strikið þegar kemur að kostnað- inum. Þær geta ekki allar náð að fanga áhorfendur. Skemmst er að minnast Last Action Hero og Waterworld í þessu sambandi en þótt sú síðarnefnda hafi ver- ið vel sótt dugði það engan veg- inn upp í ævintýralegan kostn- aðinn. Tæknibrellurnar skipa stóran sess í Independence Day og þær kosta skildinginn en framleiðendurnir hafa mikla trú á verkefninu og samkvæmt slúðrinu í Hollywood á hún eft- ir aö taka Schwarzenegger, Stall- one og alla hina í bakaríiö. ■ MARKAÐSSETNING ERLENDIS Ríkisstjórn veitir á þessu ári styrki til útflytjenda til sérstakra markaðsaðgerða á eftirfarandi sviðum: ÁTAKSVERKEFNI OG RÁÐGJÖF M ARKAÐSR ANNSÓKIMIR OG ÞEKKINGARÖFLUN FRAMKVÆMD MARKAÐSÁÆTLUNAR Um styrki geta sótt fyrirtæki og einstaklingar með skráð lögheimili á Islandi. Umsækjendur skulu leggja fram umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá Útflutningsráði Islands. Gert er ráð fyrir að styrkirnir geti að jafnaði numið um þriðjungi af skilgreindum kostnaði hvers verkefnis, þó aldrei meira en helmingi. Umsækjendum ber að gera grein fyrir því hvernig þeir hyggjast fjármagna mismuninn. Nánari upplýsingar um reglur vegna markaðsstyrkja fylgja umsóknareyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 10. maí n.k. og umsóknum skal skila til Utflutningsráðs íslands, Hallveigarstíg 1, 121 Reykjavík. Sími 511-4000 Fax 511-4040. Netfang : tradecouncil@icetrade.is Upplýsingar og umsóknareyðublöð er einnig hœgt að sœkja á Intei„etinu : http://www.icetrade.is/utras.html. /// ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS UTANRIKISRAÐUNEYTIÐ WM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.