Tíminn - 20.04.1996, Blaðsíða 24

Tíminn - 20.04.1996, Blaðsíða 24
Vebríb (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland: N gola eba kaldi. Víbast bjartvibri. Hiti 7-10 stig. • Faxaflói: N kaldi og léttir til. Hiti 4-7 stig. • Breibafj.: N stinningskaldi, síban kaldi og léttir til. Hiti 0-5 stig. • Vestfirbir: N og NV kaldi og léttir til. Hiti um eba rétt undir frostmarki. • Strandir og Norburl. vestra: N kaldi og dálítil él þegar kemur fram á daginn. Hiti um eba rétt yfir frostmarki. • Norburl. eystra: N kaldi og dálítil él eba slydduél. Hiti 0-4 stig. • Austurl. ab Glettingi: N stinningskaldi meb slydduéljum framan af en kaldi og smáél síbdegis. Hiti 1-3 stig. • Austfirbir: NA stinningskaldi en sums stabar allhvass. Lengst af rigning eba slydda. Heldur hægari síbdegis. Hiti 3-6 stig. • Subausturland: NA og N stinningskaldi. Víbast nokkub bjart. Hiti allt ab 10-12 stig. Formabur Einingar á Akureyri telur framkomnar hucjmyndir um sameiningu þriggja sjávarútvegsfyrirtœkja í eigu Samherja og UA mjög athyglisverbar: Sameining styrk- ir atvinnulífiö „Mér finnst þetta mjög athygl- isvert og ég trú ekki ööru en að bæjarfélagið muni skoða þetta mjög alvarlega," segir Björn Snæbjörnsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri. Hann telur jafn- framt að sameining þriggja fyrirtækja Samherja við UA mundi styrkja atvinnulífið í bænum. En á sl. ári unnu 500- 600 félagsmenn Einingar hjá þessum fyrirtækjum. Á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær var ákveðið að fulltrúar bæj- arins mundu hitta forystumenn Þrjú af fjórum ungmennum sem brenndust í gassprengingu í skúr á Vatnsendabletti í febrú- ar eru útskrifuð af slysadeild Landspítalans og vel horfir miö- þriggja dótturfyrirtækja Sam- herja hf., þ.e. Strýtu, Söltunarfé- lags Dalvíkinga og Oddeyrar til að ræða framkomna ósk þeirra um könnunarviðræöur milli fyr- irtækjanna og bæjarins um hugsanlega sameiningu við Út- gerðarfélag Akureyringa. Þá hef- ur Samherji hf. einnig óskað eft- ir því að skoðaður verði sá möguleiki að bærinn selji fyrir- tækinu allt aö þriðjung af hlut sínum í Útgerðarfélaginu. í hug- myndum Samherjamanna er þó gengið út frá því sem vísu að bærinn verði áfram sterkur eign- að við aðstæður með þann fjórða. Hann mun að sögn yfir- læknis væntanlega verða út- skrifaður innan 3ja vikna. -BÞ araðili að ÚA og þaö selji afurðir sínar áfram undir merkjum SH, auk þess sem Oddeyrin mundi koma meö um 2500 þorskígild- istonn inn í þetta sameinaða fyrirtæki. Verði þessi fjögur fyrir- tæki sameinuð yrði það með stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins með ársveltu uppá sex milljarða króna. Formaður Einingar bendir m.a. á að ef af sameiningu þess- ara fyrirtækja verður, þá mundi rekstur hins nýja fyrirtækis verða mun margþættari en t.d. rekstur ÚA er um þessar mundir. Hann minnir einnig á að á sín- um tíma hefði ÚA átt að koma að endurreisn K. Jónssonar og fannst það slæmt að fyrirtækið skyldi ekki gera það. En Strýta var stofnuð eftir að K. Jónsson hætti rekstri, en húsnæði ÚA og Strýtu eru á samliggjandi lóð- um. Ekki náðist í forsvarsmenn ÚA í gær, hvorki Gunnar Ragnars framkvæmdastjóra né Jón Þórð- arson stjórnarformann ÚA. -grh Unglingurinn sem brenndist mest í gassprenging- unni á Vatnsendabletti: Útskrifast bráðlega Björg Pálsdóttir. Elísabet Halldórsdóttir. Sendifulltrúar til Súdan og Keníu Tveir íslenskir hjúkrunar- fræðingar, Björg Pálsdótt- ir og Elísabet Halldórs- dóttir, fóru nýverið til starfa sem sendifulltrúar Rauöa kross íslands í Ken- íu og S-Súdan. Sendifull- trúar Rauða kross íslands eru nú tíu talsins og starfa í níu löndum Evrópu, As- íu og Afríku. Björg verður yfirhjúkrun- arfræöingur spítala sem Al- þjóðaráð Rauða krossins rekur í Lokichokio nyrst í Keníu. Þar er tekið við særð- um vegna borgarastyrjald- arinnar í S-Súdan. Björg er með reyndustu sendifull- trúum Rauða kross íslands og hefur áður starfað í Taí- landi, Afganistan, Kenía og Jemen. Elísabet starfar hinum megin landamæranna á spítala sem Alþjóðaráð Rauða krossins styrkir í Juba í S-Súdan. ■ Listavika leikskóla á mibbœjarsvœbinu hefst í dag meb myndlistarsýningu og tónleikum í Rábhúsinu: „Sláandi hve æska landsins er frjó" Listavika 5 leikskóla á miðbæjar- svæbinu hefst í dag með mynd- listarsýningu leikskólabarnanna og tónleikum í Tjamarsal. Um er ab ræða verk barna frá Baróns- borg, Grænuborg, Laufásborg, Lindarborg og Njálsborg. Undan- farið hafa leikskólarnir bobið for- eldrum í leikskólana í lok vetrar- starfsins en nú langaði forráða- menn til ab flytja kynninguna á verkum barnanna í rýmra um- hverfi þar sem hægt væri að taka á móti stærri hópi. Undirbúning- ur listavikunnar hefur stabib yfir í allan vetur. Alls taka 400 börn þátt í sýning- unni í Ráðhúsinu og er Sjöfn Ólafs- dóttir formaður nefndarinnar sem unnið hefur að listavikunni. Hún segir leikskólana alltaf hafa verib iðna við kynningu útávið og fram- takið i Ráðhúsinu sé liður í því starfi. Bæöi verði boðið upp á myndlistarsýningu — hópverkefni og einstaklingsverkefni — verk úr leir og fleira. Aukin samvinna hefur tekist með hverfisleikskólum síðustu ár og nefnir Sjöfn leikskóla í Breiöholti og Grafarvogi sem vel heppnuð dæmi. Nýverið var t.d. sýning í strætóskýlinu í Mjódd, sem börn úr leikskólunum í Breiðholti stóðu að. Hún segir að þótt nokkur blæ- brigðamunur sé á því starfi sem unnið er á leikskólunum reynist leikskólabörnin tiltölulega jöfn þegar þau koma upp í grunnskól- ann. Mikilvægi myndmenntar í leikskólum verði seint ofmetið. „Börn sem koma úr leikskólum Kór Laufásborgar æfir söng fyrir opnun listavikunnar í dag. standa sig miklu betur í skóla en hin, eru miklu betur undir skólann búin. Þau eru vanari hópvinnu og búa yfir margskonar færni sem ekki er hægt að þjálfa í heimahúsum. Fæst heimahús geta t.d. leyft börn- um að vera með jarðliti eða lita með þekjulitum." Sigurbjörg Eiðsdóttir hefur kennt 3ja til 5 ára leiksólabörnum mynd- list um skeið. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíöaskóla íslands fyrir nokkrum árum og er ein fárra myndlistarmanna sem vinna með börnum. „Ég myndi gjarnan vilja sjá það breytast. Myndlistarmenn ættu að vinna mikið með börnum," segir Sigurbjörg. Myndmenntakennsla Sigurbjarg- ar er frábrugðin hefðbundinni teikningu og málun að því leyti að hún leggur ekki áherslu á fram- leiðsluna sem slíka eða flókna að- ferðafræði. Börnunum er ekki stýrt heldur einfaldlega leyft að vinna með liti og ég legg aðallega upp úr gæðunum sem skapast fyrir börnin sjálf; það sem þau upplifa. Við vinnum aðeins með frumlitina þrjá og þau uppgötva síðan gegnum vinnuna hvernig litirnir blandast saman." Formið er nánast frjálst en Sigur- björg kemur oft með tillögur í litl- um sögum. Sigurbjörg styðst að miklu leyti við Steiner-kenningarnar svoköll- uðu en hann var þýskur mannfræð- ingur og heimsspekingur sem lét uppeldi sig miklu varða og er enn kennt eftir aðferðum hans víða um heim. En kom Sigurbjörgu eitthvað á óvart er hún fór að kenna börnum á leikskólaaldri myndmennt? „Mér finnst alveg sláandi hvað börnin eru rosalega frjó og dugleg. Þau þurfa svo lítið til að ímyndun- araflið fari alveg á fullt. Þau pikka upp hluti eins og litafræðina á ótrú- lega stuttum tíma og hún virðist gefa þeim ofsalega mikið." Þess má geta að hópverkefni barnanna hjá Sigurbjörgu er stór sól í tilefni sumarkomunnar. Eru nútímabörnin bjartsýn eða hefur sjónvarpsgláp og tölvuleikir skekkt heimssýnina? „Þau eru alveg rosalega bjartsýn. Reyndar svo, að maður verður sjálf- ur bjartsýnn af því aö vinna með þeim." Opnun sýningarinnar í Ráðhús- inu er klukkan 14.00 í dag, laugar- dag, og munu leikskólabörnin syngja nokkur lög við það tilefni, m.a. ljóð eftir Jónas Hallgrímsson við ný lög Leifs Þórarinssonar. Sýn- ingin verður opin til 26. apríl, frá 08.00-19.00 á virkum dögum en 12.00-18.00 á morgun. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.