Tíminn - 20.04.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.04.1996, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 20. apríl 1996 Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Fórum inn á nýtt stig sem stendur til ársins 2008: Þvílíkar uppákomur! Gjömingar, dansar, hljóö- færasláttur og hefbbundinn og óheföbundinn texta- flutningur verba á mánu- dagskvöldib í Listaklúbbi Leikhúskjallarans á mánu- dagskvöldib. Flytjendur gjörninga eru Ab- alsteinn Stefánsson, Helga Kristrún Hjálmarsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Sara Björnsdóttir, Sólveig Svein- björnsdóttir, Þóroddur Bjarna- son, Særún Stefánsdóttir, Eyr- ún Sigurbardóttir og Jóní. Til abstobar verba klassískir gítar- leikarar, bongótrommarar og Dansflokkurinn Lipurtré. Húsib verbur opnab kl. 20 og gjörningar hefjast kl. 20.30. ■ yyjrt UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ -Jijp Staða verkefn- isstjóra CAFF Staba verkefnisstjóra (Programme co-ordinator) fyrir samstarfi átta þjóða (Bandaríkjanna, Kanada, Rússlands og Noröurlandanna fimm) um vernd lífríkis á noröur- slóbum (Conservation of Arctic Flora and Fauna, CAFF) er laus til umsóknar. Samstarf þetta er hluti víbtækara samstarfs um umhverfisvernd á norðurslóðum (Arctic Environment Protection Strategy, AEPS). Skrifstofa samstarfsins er stabsett á Akureyri. Umsækjendur þurfa ab uppfylla eftirtalin skilyrði: • Hafa stjórnunarreynslu og geta unnib sjálfstætt. • Hafa reynslu af alþjóðasamstarfi á svibi vísinda. • Hafa almenna þekkingu á málefnum norðurslóða, einkum umhverfismálum meb sérstakri áherslu á gróbur og dýralíf. • Hafa gott vald á ensku. Verkefnisstjóri verður í fyrstu ráðinn til eins árs og þarf að geta hafið störf sem fyrst. Staðan verður auglýst á ný á árinu 1997 í öllum aöildarlöndum samstarfsins. Frekari upplýsingar veita Þórður H. Ólafsson, skrifstofu- stjóri í umhverfisráðuneytinu, Vonarstræti 4, 150 Reykjavík, sími 560-9600, bréfsími 562-4566, eða Ævar Petersen, forstöðumaður Reykjavíkurseturs Náttúru- fræðistofnunar íslands, Hlemmi 3, Reykjavík, sími 562- 9822, bréfsími 562-0815. Umsóknir skulu berast umhverfisráðuneytinu fyrir 15. maí nk. Umsækjendur skulu greina frá menntun, reynslu og hæfni með skírskotun til áöurgreindra skilyrða. ÚTBOÐ F.h. Húsnæbisnefndar Reykjavíkur, er óskab eftir til- bobum í eftirtalda verkþætti í 40 íbúbir í Borgahverfi. • Múrverk inni. • Sandspörtlun. • Múrverk utanhúss. • Flísalögn. Útbobsgögn verba afhent á skrifstofu vorri frá og meb þribjud. 23. apríl n.k. gegn kr. 10.000,- skilatryggingu fyrir hvern verk- þátt. Opnun tilboba: Þribjudaginn 7. maí n.k. kl. 14:00. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræbings, er óskab eftir tilbob- um í ab klæba útveggi og endurnýja glugga í Árbæjarskóla. Helstu magntölur: Klæbning um 300 m2 Gluggar 68 stk. Gler um 170 m2 Verktími 1. júní-31. ágúst 1996. Útbobsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri frá og meb þribjud. 23. apríl n.k. gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Opnun tilboba: Þribjudaginn 14. maí n.k. kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 5525800 Við verðum meiri vinir og betri hvert við annað Tísku- og fjölmiðlaheimurinn virðist leggja gífurlega og stöð- ugt vaxandi áherslu á útlit fólks. „Útlitshönnubir" eins og Heiðar snyrtir hafa hjálpab ótal mörgum við val á litum og sniðum til að laða fram bestu hliðarnar í útliti þeirra. En gagnast glæsilegar umbúbir ekki skammt þeim sem ekki njóta einnig öryggis og fribar innra meb sér? Lesandi blabs- ins vildi gjarnan heyra álit Heiðars á þeirri hlið málsins. Þ.e. hvort ekki sé áríðandi að huga í meira mæli að hinum innra manni. Heibar: Ég er nú í vaxandi mæli farin að fást viö nýja hluti, í sambandi við huglægu málin. Allt frá barnæsku var ég nokkuö næmur. Og þegar ég byrjaði að halda námskeið um tvítugsaldur fór ég fljótlega að veita því athygli, að ég sá ým- islegt í rithönd fólks. Löngu síðar lærði ég síðan litgrein- ingu sem byggir m.a. á því að lýsa í augu fólks og skoða þau sérstaklega. Ég uppgötvaði þá að þar sá ég líka ýmislegt. Frá því ég var strákur hef ég spáb fyrir vinum og kunningjum. En þegar ég byrjaði á því að halda námskeið, eiginlega fyr- ir tilviljum, þá uppgötvaði ég að næmni mín eykst þegar ég er með hóp fólks. Les í spil, bolla í augu ... Þessi þáttur starfsemi minn- ar hefur verið að aukast og þróast upp á síðkastið. Nú er ég til dæmis farinn að vinna svolítið vib það að fara í heimahús, þar sem 6-10 manns hafa komið sér saman um að panta mig í heimsókn. Ég kem þá með Tarotspil og önnur spil. Ég skoða í bolla hjá fólki og kíki í skrift þess. Og ég les úr augum fólks, og þá gerist bæði margt og mikið og ýmis- legt. Þannig fæ ég þarna alls konar skilaboð. Þessi heimur er mjög spenn- andi vegna þess að á þessu ári fórum við inn á nýtt stig verald- arsögunni, sem standa mun til ársins 2008. Þetta kemur til vegna tunglstöðu og stjarn- stöðu, sem hefur þau áhrif að við verðum betri við hvort annað. Vib förum ab huga meira ab okkur sjálfum og minna um þab veraldlega, þar sem viö förum að verða meiri vinir. Þetta á við um allan heim, þótt það komi misjafn- lega nibur eftir lífsmáta og menningarstigi á hverjum stað. Þetta gerir það að verkum, að ýmsir sem hafa verið með næmnina sína í felum, þeir eru núna að vakna til vitundar um næmni sem þeir áður veittu stundum ekki eftirtekt. Um geta komið upp vanda- mál, því fólk skilur ekki alveg hvað er að gerast. Vegna þessa er nú miklu meira að gera hjá miðlum og spámiðlum, og hjá fólki eins og mér, sem ennþá kalla mig nú bara Heiðar Heibar Jónsson, snyrtir svarar spurningum lesenda snyrti, þótt ég sé farinn ab spá. Af því að sú staba er nú allt í einu komin upp að fólk er miklu meira leitandi, þá hefur orðið miklu meira að gera hjá okkur. Þannig að þetta er einskonar vibbót við mína þjónustu. Þab er svolítið misjafnt hvað gerist í þessum hópum sem ég heimsæki. Stundum verb ég var vib heilmikla orsakavalda úr fortíð fólks, orsakavalda þess hvernig því líður í dag. Hjá annarri manneskju er ég svo kannski mestmegnis x nú- tíðinni. Og hjá þeirri þriðju birtist framtíbin hugsanlega sterkast. Hjá sumum verbur þetta svo víðtækara. Hvað ger- ist ræðst meðal annars af því af því að fólk er misjafnlega opið fyrir þessu. Þannig að þetta er einskonar vibbót á mína þjónustu". Minnkar þá áhersl- an á útlitið? „Ég hef sterkan grun um að á þessu tímabili verði útlit fólks persónulegra. Þannig að ég held í rauninni að hjá fólki eins og mér verði meira að gera en ekki minna, því fylgi að fólk velji sér í vaxandi mæli persónulegan útlitsstíl, fremur en að fylgja tískublöðum og tískustraumum. Þetta er því greinilega ekki mjög tískuvæn stefna að öllu leyti, þótt tískan detti samt aldrei út. En ég býst vib að fólk sem starfar í út- litsgeiranum muni hafa meira að gera við að hjálpa fólki að finna sinn stíl. Ég veit það líka núna, sem ég vissi ekki áður, að þessir hlutir hafa náttúrulega legið ab baki margs þess sem ég hef verið að gera. Að ég hef verið ab meira' vinna meira huglægt heldur en ég gerbi mér alveg grein fyrir framan af. En það er einmitt það sem á sér stað, að fólk fer að horfa meira á sig sjálft sem einstak- Linga og vill í auknum mæli sýna kunnáttu sína og hvab þab hefur til að bera, að sumu leyti meb því hvernig það lítur úr. Þetta er einn liðurinn í því, að þegar við öflum okkur kunnáttu á hinum ýmsu svið- um, þá þurfum við líka með útliti, fasi og framkomu að sýna hvað í okkur býr, hvað við getum og hvað við kunn- um". ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.