Tíminn - 18.05.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.05.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 18. maí 1996 5 Isólfur Gylfi Pálmason: Þingstörfin Veðrið hefur mikil áhrif á sálarlíf okkar og um vebrið geta allir talað. Fólk undrast blíðuna, hefur áhyggjur af því að þetta for- skot sumarsins vari nú stutt. Vib erum lag- in við að finna okkur eitthvað til að hafa áhyggjur af. Mér finnst talsvert öðruvísi viðhorf margs fólks í höfuðborginni til veðursins en hjá þeim er búa úti á landi. Það er eins og ótrúlega margir hér í höfuð- borginni telji ekkert gott vebur nema blessað sólskinið. Oft gleymist það, þegar menn bölsótast út í rigninguna, hve regn- ið er nauðsynlegt gróðrinum og ræktun- inni. Á þessu vori voru þess dæmi að korn- bændur á Suðurlandi væru búnir að sá korni um mánaðarmótin mars- apríl, sem ég hygg að sé einsdæmi hér á landi. Þetta ætti að renna traustari stoðum undir nýju fóburstöðina í Rangárþingi en forsvars- menn hennar hyggjast nýta m.a. kornið til fóðurbætisframleiöslu. Bændur og garð- yrkjumenn eiga allt sitt undir tíbinni. Ég legg það í vana minn á morgnana að fara í sundlaugarnar. Þar spjalla spekingar og gefa gób og holl ráð. Eftir að ég var kjör- inn þingmaður hef ég einhverra hluta vegna lengt vegalengdirnar sem ég syndi en stytt veru mína í pottunum. Það er ekki vegna þess að félagsskapurinn sé ekki góð- ur, heldur hitt að það er nauðsynlegt að hafa tíma til að melta allan þann fróðleik sem fram kemur í laugunum. Sundlaugar eru áreibanlega einn allra skemmtilegasti og besti samskiptastaður í bæjum og sveit- um, því þar eru allir jafnir — allir hafa sama vægi — og það er ekki fyrr en menn fara að tína á sig spjarirnar sem maöur get- ur farið að ímynda sér hver er starfi við- komandi sundlaugagesta. Starf þingmannsins Starf þingmannsins er sérstakt og fáum störfum líkt. Nokkum tíma tekur að átta sig á starfinu og þeim starfsaðferðum sem viðhafðar eru í þinginu. Nú í vikunni hef- ur staðib yfir málþóf að mati stjórnarþing- manna, en uppbyggileg, rökræn umræða að dómi stjórnarandstöðuþingmanna. Við nýgræðingarnir í stjórnarflokkunum sitj- um agndofa yfir fullyrðingunum, m.a. um það hversu vondir við séum, hve stjórnar- flokkarnir séu lélegir og ómerkilegir, hve höfundar fmmvarpa séu vitgrannir. Og nú eru allir hættir að tala um ríkistjórn stöðn- unar sem ekkert gerir, nú virðist ríkis- stjórnin gera allt of mikið. Það er eins og ég hafi heyrt þetta allt þetta einhverntíma ábur — túlkunin er bara misáhrifamikil. Margir þeir sem hæst láta minnast þess ekki að hluti af frum- vörpunum urðu til í síðustu ríkisstjórn eða jafnvel enn fyrr. Þess eru einnig dæmi að þingmaður í stjórnarandstöðu hafi samið heilu kaflana í umdeildum frumvörpum. Nýgræðingarnir í stjórnarandstöðunni, sem komast yfir klukkutímann í málsnill- inni, verba hinir drýldnustu og persónu- legum „stórsigri" er náð, — innihald ræð- unnar skiptir minna máli. Ein af gömlu lummunum sem heyrast gjarnan er að ræðumenn undrast það að þingheimur skuli ekki sitja sem fastast undir allri um- ræðunni í þingsölum. Það er ekkert á það minnst að í upphafi þings voru sett sjón- vörp inn á allar skrifstofur þingmanna og það er eins og sumir þingmenn geri sér ekki grein fyrir því að unnt er að fylgjast með umræðunni annars staðar en að sitja í þingsölunum og um leið hægt að sinna fjölmörgum erindum sem inná okkar borð koma. Áður en ég var kjörinn á þing var ég sveitarstjóri þannig að ég er vanur að hafa mikið að gera og komst ekki upp með ann- að en að láta hlutina ganga. Ég hugsa nú reyndar oft um það þessa dagana, hvað við þingmenn gætum með markvissari vinnu- brögðum nýtt tímann betur. Þetta er spurning um hugarfar og vinnureglur. Skapandi tregða Meginvinnan, grunnvinnan í þingmál- um og framlagningu þeirra, fer fram í nefndunum. Þegar kemur að þinglokum eba jólahléi hætta jafnvel duglegir og vel meinandi þingmenn stjórnarandstöðunn- ar að vinna og taka til við að þæfa mál. í umræðunni í þinginu á dögunum kallaði ég þennan sérkennilega starfshátt „skap- andi tregðu". Allt í einu breytist umræðan úr því að vera málefnaleg og skapandi í einhver tregðulögmál, sem ómögulegt er að útskýra. „Skapandi tregðan" er ekki endilega illa meint en fyrirbæri þetta er nú eitthvab sem þingmenn minnihlutans hverju sinni telja eblilegt en er í raun gam- aldags form og rýrir virðingu þingsins. Það fer oft í taugarn- ar á mér hve óvirðu- lega er talað um störf þingmanna og þings- ins. Ef til vill er þetta mest okkur sjálfum að kenna því að málstof- an er í raun spegill þingstarfanna og það er í valdi þingmanna að breyta aðferðafræð- inni til þess að almenningur fái meiri trú á störfum okkar. Ekki sakaði ab fá fjölmiðl- ana í lið með okkur. Það er okkar að breyta þessari ímynd með markvissari vinnu- brögðum. Eðlilega pirrar það þingmenn, sem mæta vel til þing- og nefndarstarfa, þegar félagar okkar mæta ekki. Fyrir því eru oft gildar ástæbur en á stundum alls ekki. Þingmenn stimpla sig inn til vinnu og með nútímatækni ætti að vera hægt með jöfnu millibili að láta þaö koma fram á sjónvarpsskermi, þegar sjónvarpað er úr málstofú, hvar vibkomandi þingmaður er hverju sinni. Þetta skapar aðhald og minnkar tortryggni í garð þingmanna. Þingmennska utan þings Eitt það áhugaverðasta í starfi þing- mannsins er að fá að vera þátttakandi í fjölmörgum atburðum sem eiga sér stað í þjóðlífinu. í þessari viku sat ég m.a. hluta af norrænni rábstefnu í Norræna húsinu, þar sem málefni heyrnarlausra voru kynnt. Það var athyglisvert að fylgjast með tjáningarformi þeirra og þeirri breytingu sem átt hefur sér stað í málefnum fatlaðra hér á landi og annars staðar. Nauðsynlegt er þó að gera enn betur. Þab er á stundum erfitt fyrir þá sem ófatlaðir eru að setja sig í spor þess duglega og þrautseiga fólks sem á vib fötlun að stríða. Þeir sem ófatlaðir eru geta margt af fötluðum lært, þó ekki væri nema að hætta að kvarta yfir hvers- dagslegum smámunum. Sífellt fleiri fatlab- ir eru virkir í hinu daglega lífi og er það ánægjuleg þróun. Í vikunni sat ég sat einnig ráðstefnu sem landbúnaðarráðuneytið og Landgræðsla ríkisins stóðu fyrir. Yfirskrift ráöstefnunn- ar var „Stefnumótun í landgræðslu og gróðurvernd". Ástralinn Ian Hannam sagði frá reynslu samlanda sinna í þessum málum og líkti því við slökkvistarf. Ánægjulegt er að sjá og finna hve almenn- ingur í landinu er að verða meðvitaður um mikilvægi landgræðslu og skógræktar og hve áhuginn og skilningur á mikilvægi þessa þátta hefur aukist. Það hefur angrað suma umhverf- issinna að fyrirtæki, t.d. olíufélög, hafa látið ákveðna tíund af seldri vöru renna til þessara málaflokka. Ég er hins vegar mjög hlynntur því að fyrirtæki og félög láti sig þetta varða. Hvatinn gæti hugsan- lega verið í formi skattafrádráttar. Ég sakna þess að Landvernd hefur úr minni pening- um að spila eftir að ákveðin fyrirtæki hættu þátttöku í greiðslum til Pokasjóðs Landverndar. Sjóðurinn aðstoðaði fjöl- mörg félagasamtök í því ab komast af stab með smærri verkefni sem þó voru mjög þörf og merkileg. Auk vilja og áhuga þarf fé til að ná árangri í landgræðslu og skóg- rækt. Við leitum sífellt að nýjum atvinnu- greinum um leið og okkur ber ab hlúa að því sem fyrir er. Ferðaþjónusta hefur á síðustu áratugum aukist og vaxið mikið hér á landi enda ferðalög stór hluti af afþreyingu nútíma- mannsins. íslendingar eru að verða sífellt meðvitaðri um mikilvægi hennar. Talið er að liðlega sjötíu þúsund Islendingar bregði undir sig betri fætinum og ferðist til út- landa á þessu ári. Þaö er auðvitað vel, því menn hafa gott af því að sjá önnur lönd og menningarheima. Sumir kunna líka betur að meta það sem þeir hafa heima fyrir eft- ir slíkar ferðir. Þab er full ástæða til að hvetja fólk til að horfa vel í kringum sig á okkar fagra landi því hvert landssvæði hef- ur sína sérsstöðu. ■ • :’ •• > íýv -v ' - • Matreibsla í Noregi í þessum mánuði fór fram fyrsta Norður- landamót matreiðslumeistara í Álasundi í Noregi. íslendingar áttu þar glæsilega full- trúa eins og Islandsmeistarann Sturlu Birg- isson. Forseti norrænu samtaka mat- reibslumeistara er Jakob Magnússon og rit- ari þar er landi hans Friðrik Sigurðsson. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að taka þátt í pallborðsumræðum í tengslum við þessa íteppni þar sem fjallað var um það hvort matur væri menning og á hvern hátt matur tengdist ferðamennsku. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hve við emm gæfusöm þjób að eiga jafn hreint land og raun ber vitni og um leið að framleiða matvömr sem eru í fremstu röð að því er hreinleika og gæði snertir. Klúbb- ur matreiðslumeistara er nauðsynlegur hlekkur í því að kynna okkar góba hráefni með því að matreiða það á óteljandi vegu, sem leiðir til þess að ferðmenn, sem sífellt eru á höttunum eftir einhverju nýju og spennandi, komast á bragðib — það eykur líkurnar á því að vib getum flutt út t.d. okkar sérstæða og góða lambakjöt. Það er eins og það sé í þjóðareðlinu að halda að allt sé betra í útlöndum. Ferða- menn sækjast gjarnan eftir því sem er sér- stætt í hverju landi. Möguleikar okkar í þeim efnum eru óteljandi. Það er t.d. ánægjulegt hve margir eru farnir að gera sér grein fyrir þessu. Um leið og við eigum fallegt land, þar sem boðið er uppá fjöl- breytilega þjónustu, getum við einnig bobið uppá sérstakan hollan og góðan mat. Þá er sama hvort við erum að tala um landbúnaðarvörur, sjávarfang eða græn- meti. Allt er þetta fyrsta flokks vara. Okkur hættir stundum til að býsnast yf- ir verölagi á matvöru hér á landi. Vísitölu- fjölskyldan ver um 16% ráðstöfunartekna til matarkaupa — þar af eru um 8% inn- lend matvara. Verðmætamat okkar íslend- inga er dálítið sérstakt. Við erum tilbúin að greiða háar fjárhæðirjfyrir hljómflutnings- tæki, bíla, föt eða annað slíkt ef um réttu merkin er að ræða, en býsnumst svo yfir verðlaginu á matvörunni sem getur skipt velferð okkar öllu máli bæbi hvað heil- brigði snertir og einnig í atvinnulegutilliti. Það er nefnilega þannig að landbúnaður- inn skiptir þéttbýlið ekki minna máli en framleiðendurna sjálfa því fullvinnslan og salan eru atvinnuskapandi þættir. Þegar á allt er litið þarf að ríkja gagnkvæmur skiln- ingur milli þéttbýlis- og dreifbýlisbúa. Þaö er ef til vill í fljótu bragbi hægt að skilja ab ekkert veður sé gott nema sólskinið en þegar grannt er skoðaö þurfum við að skilja alla fleti málsins og nýta okkur og gleðjast yfir hinum margþættu möguleik- um sem landið okkar hefur uppá að bjóöa. Menn °9 málefni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.