Tíminn - 23.05.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.05.1996, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. maí 1996 ‘3 Endurúthlutun úr Kvikmyndasjóöi: „María" fékk 13,5 m og Hrafn vilyrði um 20 m í „Galdur" Vib endurúthlutun úr Kvik- myndasjó&i var veittur 13,5 milljóna króna styrkur til aö hefja framlei&slu á myndinni „María" sem Einar Heimisson leikstýrir. Jafnframt fékk Hrafn Gunnlaugsson vilyr&i fyrir 20 milljóna kr. styrk til framlei&slu myndarinnar „Galdur", takist honum a& ljúka fjármögnun hennar fyr- ir lok þessa árs. í tilkynningu um endurút- hlutun úr Kvikmyndasjóði ís- lands sl. þriöjudag, segir að ís- lenska kvikmyndasamsteypan hafi hlotið 13.500.000 kr. styrk til að hefja framleiðslu á mynd- inni „Maríu" undir leikstjórn Einars Heimissonar. Kvik- myndafélagið I.L.M. fékk viö sama tækifæri vilyrði fyrir 20.000.000 kr. styrk til að hefja framleiðslu á myndinni „Gald- ur" undir leikstjórn Hrafns Gunnlaugssonar. Frestur til að ljúka fjármögnun myndarinnar er til 1. janúar 1997. ■ Umhverfisrábuneytib: Sameining stofn- ana í athugun Gu&mundur Bjarnason um- hverfisrá&herra hefur skipa& nefnd til a& gera athugun á hugsanlegri sameiningu Nátt- úrurannsóknarstöövarinnar vi& Mývatn, embættis Vei&i- og Hreindýraráðs vi& Náttúrufræ&istofnunar Nefndinni stjóra setur íslands á Akureyri Borgarráb Reykjavíkur: SÁÁ fær lób í Efstaleiti Borgarráð hefur samþykkt að SÁÁ, Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, fái 2000 fermetra lóð við Efsta- leiti. Samtökin stefna að bygg- ingu 1.400 fermetra húss fyrir starfsemi sína, sem áætlað er að kosti kringum 120 milljónir króna. ■ er jafnframt ætlaö a& kanna möguleika á flutningi yfir- stjómar Náttúrufræöistofnun- ar íslands frá Reykjavík til Ak- ureyrar. Athugun þessi er gerð í sam- ræmi við þá stefnu ríkisstjórnar- innar að sameina og fækka ríkis- stofnunum, en um er að ræða stofnanir sem að mörgu leyti sinna svipuðum verkefnum. Nefndinni er ætlað að skila til- lögum fyrir 1. október nk. bún- ingi fmmvarps um breytingar á þeim lögum sem fyrrgreindar stofnanir starfa eftir. Formaður nefndarinnar er Guðjón Ólafur Jónsson, aðstoð- armaður umhverfisráðherra. Auk hans eiga sæti í nefndinni Árni M. Mathiesen alþingis- maður, Ingimar Sigurðsson skrifstofustjóri í umhverfisráðu- neytinu, Snævar Guðmundsson viðskiptafræðingur og Valgerð- ur Sverrisdóttir alþingismaður. Eins og sjá má á myndinni var víba runniö úr veginum um Uxahryggi og vegurinn því nánast ófœr. Vegagerbin í Borgarnesi opnabi Uxahryggjaveg úr Lundarreykjadal ab Kaldadalsvegamótum í gær. Kaldidalur er hins vegar ófær og verbur næstu tvœr vikur a.m.k. Tímamynd: tþ, Borgamesi. Vegagerbin í Borgarnesi opnar fjallvegi: Opið um Uxahryggi fyrir hvítasunnu Vegager&in í Borgamesi gekk frá veginum um Uxahryggi í gær, þannig a& nú er fært úr Borgarfir&i og upp fyrir Kaldadalsvegamót og stefnt er a& því að fært ver&i til Þingvalla fyrir hvítasunnu. Vegurinn um Kaldadal ver&- ur hins vegar ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Vegurinn um Uxahryggi er opnaður óvenjusnemma nú og var t.d. ekki opnaður fyrr en 23. júní í fyrra, eða mánuði síð- ar en nú. „Þetta hefur oft veriö svona seint opnað og jafnvel ekki fyrr en fyrstu dagana í júlí, að minnsta kosti Kaldidalur- inn. Þetta er svona allavega þrem eða fjómm vikum á und- an," sagði Bjarni Johansen rekstrarstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi í samtali við Tím- ann. Vegurinn um Uxahryggi var mjög illfær þar sem víða hafði mnnið úr honum í vetur. í lið- inni viku braust Björgunar- sveitin Ok úr Borgarfirði um Uxahryggjaveg upp á Kaldadal til að bjarga þýskum hjónum með ungan son sinn, en þau höfðu fest bílinn í aurbleytu á Kaldadalsvegi. Bíll fjölskyldunnar var fastur rúmum kílómetra norðan við skýli Slysavarnafélags íslands sem er skammt norðan við vegamót Kaldadalsvegar og Uxahryggjavegar. Hjónin höfðu farið um Bláskógaheiði Hjörleifur Guttormsson: Stjórn Hollustuverndar tekur undir og telur ýmsar athugasemdir rétt- mœtar: Úrskuröur eftir dúk og disk mikilsverður upp á framtíöina „Með úrskurði sínum fellst stjóm Hollustuvemdar á ýmis atri&i í athugasemdunum og telur þær réttmætar, en segir í lokin: „Eins og sta&a málsins er nú hefur umhverfisráö- herra þegar gefið út starfsleyf- i& (fyrir Islenska álfélagib h/f) og ber ábyrgb á því"," segir Hjörleifur Guttormsson, sem vekur athygli á a& stjóm Holl- ustuvemdar (HVR) hefur ný- lega kveðið upp nýjan úr- skurð vegna kæmmáls hans gegn henni. En fyrri úrskurö- ur stjórnarinnar var í desem- ber sl. ógiltur af sérstakri úr- skur&amefnd, sem lag&i þá jafnframt fyrir stjóm HVR aö taka kæmmál Hjörleifs fyrir aö nýju og fjalla efnislega um þær athugasemdir sem hann hef&i gert við tillögur að starfsleyfi fyrir íslenska álfé- lagiö h/f. Hjörleifur segir að í þessum síðari úrskurði sínum hafi stjórn HVR tekið afstöðu til einstakra efnisþátta í athuga- semdum hans. Bendir hann m.a. á eftirfarandi niðurstöð- ur í úrskurðinum: Stjórn HVI telji að útgáfa starfsleyfa fyrir hvorn ker- skála hefði getað komið til greina. Að æskilegt hefði verið að geta byggt á bestu fáanlegri tækni, en komið hefði fram að ÍSAL taldi sig þá ekki geta staðið að stækkun verksmiðj- unnar. Vegna þessa verði mengun meiri en ella. Stjórnin hefði fallist á að óheppilegt sé að þurfa að leyfa tilslakanir vegna hrein- álframleiðslu. Skoða þurfi brennisteinsd- íoxíðmengun hérlendis í heild og gera áætlun um hvernig staðið að málum vegna takmörkunar á losun. U.þ.b. 6% þess koldíoxíðs sem losað er frá landinu komi frá álverinu í Straumsvík og það hlutfall hækki í 12% við fulla stækkun þess. Þetta sé vissulega áhuggjuefni. Stjórn HVR telji starfsleyfið fyrir álverksmiðju ísals í Straumsvík á engan hátt for- dæmisskapandi hvorki fyrir frekari stækkun verksmiðj- unnar, né fyrir önnur iðnfyr- irtæki. Hjörleifur vekur athygli á að umhverfisráðherra gefi út starfsleyfi til álvera að fengn- um tillögum Hollustuvernd- ar. „Ólíklegt er annað en ráð- herra hefði orðið að taka til ofangreindra sjónarmiða, hefðu þau legið fyrir sem álit stjórrlar Hollustuverndar áður en starfsleyfið var gefið út", segir Hjörleifur. Ofangreindur úrskurður stjórnarinnar nú eftir dúk og disk sé samt mikilsverður með tilliti til meðferðar hliðstæðra mála í framtíðinni. ■ frá Þingvöllum og ætlað yfir Uxahryggi en snúið frá við snjóskafl sem er á veginum við Uxavatn. Þá hugðust þau fara norður Kaldadal en enduðu með því að festa bílinn í aur eftir að hafa brotist nokkuð norður veginn, en þau voru á „slyddujeppa" eins og Kristján G. Kristjánsson, einn björgun- arsveitarmannanna orðaði það í samtali við Tímann, en ásamt honum í ferðinni voru Björn Björnsson og Guðmundur Magnússon. Kristján sagði að fólkið hefði verið ákaflega ánægt að sjá þá og sérstaklega ánægt með aö þeir skyldu fylgja þeim til baka á Þingvöll. Hann var hins vegar ekki ánægður með merkingarnar við veginn frá Þingvöllum, en rétt er að benda á að vegurinn um Uxahryggi er ekki fær á venjulegu sumri fyrr en komið er töluvert fram í júní og Kalda- dalsvegur enn síðar. Það er því nánast árlegur viðburður að björgunarsveitir þurfi að að- stoða ferðalanga sem álpast út í foraðið á Uxahryggjum eða Kaldadal á vorin. „Það em bara vandræði að Vegagerðin skuli ekki merkja þannig að það komist almenni- lega til skila fyrir bæði útlend- inga og íslendinga. Mér fannst ekki fullnægjandi hvernig merkt var að vegurinn væri lokaður að sunnanverðu," sagði Kristján. -TÞ, Borgamesi. Harbfiskur til Bændur og félagasamtök ath. Vest- firskur harðfiskur fyrirliggjandi. Ýsa og steinbítur. Verö meb vsk. kr. 1200 til 2000 pr. kg. Óskar Friöbjarnarson, s. 456 3631 og 456 4531. Fax 456 5431.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.