Tíminn - 23.05.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.05.1996, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 23. maí 1996 9 son gæfumaður í bráð og lengd — hann var reglumaður, eign- aðist konu sem var stjarna drauma hans, og varð þeirrar gæfu aðnjótandi að stunda sinn garð — ritstörf og stjórn- mál — alla ævi. Honum gekk því flest í haginn á langri ævi, þótt ekki fæddist hann með silfurskeiö í munninum, öðru nær. Hann var sonur fátækrar sjómannsekkju sem missti mann sinn frá barni þeirra ófæddu. Og á þeim tímum, fyr- ir 82 árum, áttu slíkar mæður eða börn þeirra yfirleitt fárra góðra kosta völ. Ég var svo lánsamur að kynn- ast Kristjönu Magnúsdóttur, aldraðri móður Þórarins, vestur í Ólafsvík fyrir mörgum árum. Og þótt dauðinn byndi fyrr en varði enda á þann kunnings- skap, þá duldist mér aldrei að Kristjana var með allra merk- ustu konum fyrir góðsemi sína, gáfur og mannlegt innsæi. Hún hafði verið flutt hreppaflutn- ingum frá Vatnsleysuströnd vestur í Hítardal þegar hún var átta ára, þar sem séra Árni Þór- arinsson forðaði henni frá þeim illu örlögum að vera boðin upp og sett í fóstur til lægstbjóð- anda, og kom henni fyrir hjá góðu fólki. Ung giftist hún svo Þórarni Þórðarsyni frá Ytra-Bug í Fróðárhreppi, greindum og bókhneigðum sjómanni, sem ljósmynd sýnir að hafði þann svip er sterkur var með Þórarni syni hans og mörgum afkom- endum allt í 4. liö og nefndur hefur verið Bugssvipur í fjöl- skyldunni. Að Þórarni stóðu semsagt góðir stofnar alþýðu- fólks. Þegar Þórarinn var tæplega 3ja ára gerðist Kristjana ráðs- kona hjá ekkjumanni með mörg börn, Bjarna Sigurðssyni bónda í Kötluholti. Þau giftust og ólst Þórarinn síðan upp í Kötluholti. Hann var langyngstur þar á bæ og naut mikils ástríkis heimamanna. Þótti hann bráðþroska og les- gefinn, en æði stríðinn — sum- ir kölluðu hann óþekka strák- inn í Holti. Það sagði okkur gömul ljósmóðir þaðan úr hreppnum til marks um þá há- vegu sem Kötluholtsmenn héldu Þórarin í, að eftir að hann var farinn suður til Reykjavíkur þóttist sveitin mega merkja það að „greinilega væri Doddi í Holti að koma heim í dag" þegar Óli vinnu- maður þar á bænum var kom- inn í kirkjufötin sín á virkum degi. En Ólafur Jónsson var einstæðingur sem þau Kötlu- holtshjón höfðu tekið að sér og fylgdi Kristjönu til Ólafsvíkur eftir að hún varð ekkja öðru sinni. Þegar Þórarinn hafði aldur til var hann sendur í barnaskóla til Ólafsvíkur og átti þá athvarf hjá Guðmundi föðurbróður sínum og Ólafíu Sveinsdóttur, konu hans. Þar voru kennarar Sigurvin Einarsson, síðar al- þingismaður, og séra Magnús Guðmundsson sem talinn er að hluta fyrirmynd Jóns prímuss í Kristnihaldi Laxness. I skólan- um reyndist Þórarinn snarpur námsmaöur, en einnig rök- ræðumaður mikill, svo sem Sig- urvin minntist 40 árum síðar í afmæliskvæði þar sem hann segir barnið hafa staðið full- orðnum á sporði í þeirri grein. Og lauk barnaprófi einu eða tveimur árum yngri en venja var. Þórarinn fékk ungur brenn- andi áhuga á stjórnmálum. Þegar hann var 12 ára sendi læknirinn í Ólafsvík hann til Reykjavíkur að fá gleraugu, og notaði hann þá hverja frístund til að sitja á þingpöllum og fylgjast með umræðum. Þar veitti Jónas Jónsson athygli hinum áhugasama sveini, og sendi honum síðan Alþingistíð- indin vestur í Fróðárhrepp. Var áhugi Þórarins svo mikill á þeim fræðum að sagt var að hann læsi þau meðan hann sat yfir fé. Fyrir tilstilli Jónasar sett- ist Þórarinn í Samvinnuskólann haustið 1931, og að loknu námi þar 1933 gerðist hann blaðamaður við Nýja dagblaðið sem þá var nýstofnað. Þá var hann 19 ára, og 22ja ára tók hann við ritstjórn blaðsins. Rit- stjóri Tímans varð hann tveim- ur árum síðar og gegndi því starfi óslitið uns hann varð sjö- tugur 1984. Á þeim vettvangi varð hann smám saman helsti túlkandi stefnu Framsóknar- flokksins auk þess sem hann átti drjúgan þátt í að móta hana. Áuk daglegra skrifa um flokkapólitík hélt Þórarinn úti áratugum saman pistlum um utanríkismál og erlend stjórn- mál, sem voru meðal helstu áhugamála hans, en jafnframt skrifaði hann um ýmis menn- ingarmál, ekki síst sögu og bók- menntir, en hann var mikill ljóðaunnandi. Sennilegt er að Þórarinn hefði lagt fyrir sig sagnfræði, hefði hann gengið langskólabraut. Ekki er ástæða til að rekja hér margvísleg störf Þórarins að stjórnmálum og félagsmálum, enda verða aðrir til þess. Senni- lega voru áhrif hans þó snöggt- um meiri en fram kemur al- mennt, en sem höfundur þriggja binda verks um sögu Framsóknarflokksins, Sókn og sigrar, stendur hann sjálfur jafnan í skugga atburðanna. Kunnugir segja að áhrif hans á stefnu og meðferð íslendinga á ýmsum málum, ekki síst utan- ríkis-, hafréttar- og landhelgis- málum, hafi verið mjög veru- leg. Alúðarstarf Þórarins í garði stjórnmála og blaðamennsku varð honum gleðigjafi alla ævi, en hann var líka hamingju- maður í einkalífinu. Árið 1943 kvæntist hann Ragnheiði Vig- fúsdóttur Þormar frá Geitagerði í Fljótsdal, glæsikonu mikilli og skemmtilegri, og entust ástir þeirra þar til yfir lauk. Til henn- ar orti Þórarinn þessa vísu: Eitt syngur hœst í hugans duldu borg, svo hátt og skœrt, að aðrar raddir þagna: Ævi minnar örlög, gleði og sorg, eru lögð í hendur þínar, Ragna. Eftir að Þórarinn veiktist fyrir átta árum, og hrakaði í skrefúm upp frá því, reyndist Ragnheið- ur manni sínum hinn mesti stólpi, og með aðstoð heilbrigð- iskerfisins tókst henni að sjá um hann heima, þar sem hann vildi helst vera, til hins síðasta. Enda hélt hann að mestu full- um andlegum kröftum þar til yfir lauk, þótt hann væri hálf- blindur og nánast rúmfastur síðustu árin, og ætti að auki erf- itt um mál. Var sjóndepurðin honum einkum mikil raun, því allt frá barnæsku hafði hann verið sílesandi og skrifandi, en gat nú hvorugt. Við þær að- stæður varð útvarpið, og einnig Hljóðbókasafn Blindrafélagsins, honum mikil afþreying, enda veit ég ekki til þess að hann hafi kvartað í eitt einasta skipti yfir þeirri sviplegu breytingu sem í einu vetfangi hafði orðið á högum hans, sem áður kenndi sér aldrei meins. Sýnir það óvenjulegan skapgerðar- þroska. Þótt Þórarinn virtist jafnan vera með allan hugann við fé- lagsmálin og iðulega fremur ut- an við sig, var hann góður fjöl- skyldumaður og hlýr heimilis- faðir. Eftir að börnin þrjú voru flogin úr hreiðri og búin að stofna eigin fjölskyldur, fylgdist hann náið með öllu, oft með daglegum símhringingum, og studdi yngri kynslóðina eftir föngum í veraldarvafstrinu. Og með þroska fjölgandi barna- barna fylgdist hann af áhuga og gleði. Kynslóðir koma, kynslóðir fara, segir skáldið, og bráðum fer mín kynslóð sömu leið og sú sem nú er að kveðja. Enda er ekkert við því að segja þótt maður á níræðisaldri skilji við þennan heim.-Samt get ég ekki annað en séð með söknuði á bak mínum góða tengdaföður um 30 ára skeið, því með hon- um er genginn mætur maður og gegn. Hann skildi við garð- inn betri en hann tók við hon- um. Sigurður Steinþórsson „Nóg er hvað þú ert ljótur, en þú þarft nú ekki að vera leiðin- legur líka," sagði gefandinn, þegar hann rétti mér forkunn- arfagra kassamyndavél í leður- tösku, þar sem ég pjakkur stóð albúinn á leið í sveitina. „Vertu nú svolítið mannborulegur og skemmtilegur, taktu myndir af fólkinu í sveitinni, fallegu hest- unum, hundunum, kúnum og fénu." Ég lét ekki segja mér þetta tvisvar og þetta mikla undra- tæki, með aðeins einum takka — úti eða inni — varð mér ómældur gleðigjafi alveg fram undir fermingu, þegar ég sá fyrst svokallaða „reflex"- myndavél. Fékk ég þá þvílíka minnimáttarkennd fyrir minni dyggu kassamyndavél, að ég kom henni fyrir á góðum stað og ég hef ekki séð hana síðan. Eftir nám varð svo eitt mitt fyrsta verk að kaupa notaða „reflex"-vél og hafa hún og ætt- ingjar hennar fylgt mér síðan. Á Alþýðublaðinu þótti þetta framtak mitt líka þjóðráð, því allir voru sammála um það að mikið af myndum ætti aö vera í málgagninu, þótt af tæknileg- um ástæðum enginn þekktist af mynd í blaðinu á þessum tím- um. Benedikt Gröndal, ritstjóri Alþýðublaðsins, var svo vinsæll og skemmtilegur, að einn rit- stjóra Tímans, Indriði G. Þor- steinsson, sá ástæðu til þess að koma daglega í Alþýðuhúsið í síðdegiskaffi. Af Indriða bjarm- aði jafnan af skagfirskri ættjarð- arást og hestamennsku. Lagði ég því snemma leið mína í Edduhúsið með myndir af hestamótum. Gafst mér um leið tækifæri að kynnast nokkrum þeirra öðl- inga sem ritstýrðu Tímanum, störfuðu á ritstjórn og við ljós- myndir, m.a. sjálfum stjórn- málaritstjóranum Þórarni Þó'r- arinssyni. Mér var þetta sérstak- ur heiður, vegna þess að ég tók blaðamennsku mína alvarlega og vissi gerla hvaða orðspor fór af manninum. Tíminn skipaði líka sérstakan sess í sveitinni, þar sem hann kom tveggja nátta gamall með mjólkurbíln- um — ásamt íslendingi- ísafold á tyllidögum. Þórarinn var hrífandi per- sónuleiki, einstaklega hlýr í framkomu og traustur. Helga dóttir hans var bekkjarsystir mín í MR og Sigurður tengda- sonur hans vinur minn. Þórar- inn var úr Ólafsvík eins og kona mín og reyndar náskyldur tengdamóður minni úr Fróðár- hreppnum. Þórarinn vék oft orði að þeim Snæfellingum og ég fann hvað héraðið lifði sterkt í honum. Þótt alþjóða- mál hafi verið viðfangsefni hans lengst af og hann líklega skrifað meira um þau en nokk- ur annar, þá var stutt í hjarta breiðfirska sjómannsins eða bóndans í fögrum dal og alþýð- unnar um allt ísland. Þórarinn hvatti mig mjög með hestamyndirnar í Tíman- um, taldi þab gott efni. Innti líka eftir gangi mála á forseta- skrifstofunni, þar sem frænka hans vann. Ekki gleymdi hann heldur Alþýðuflokknum, enda forystumaður Framsóknar- flokksins og þingmaður. Hann hafði mikla kímnigáfu, en fág- un persónuleikans var slík að minnti mig oft á það besta hjá helstu landsfeðrum okkar. Hugsjón hans var eldur jafn- aðar og samvinnu, borin uppi af óbilandi trú á þjóðina og hlutverk hennar í veröldinni. Ég þakka velgjörðarmanni mínum vináttuna og votta eig- inkonu, börnum, fjölskyldu og vinum mína dýpstu samúb. Drengskapur og ættjaröarást Þórarins hvíli nú í náðarfaðmi Drottins. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Með Þórarni Þórarinssyni er genginn einn reyndasti stjórn- málamabur þessarar aldar, einn umtalaðasti ritstjóri okkar tíma og einn trúasti hugsjónamaður Framsóknarflokksins, ekki að- eins í Reykjavík heldur á land- inu öllu. Þórarinn var einn þeirra manna, sem með þrot- lausu starfi og óbilandi áhuga og trú á hugsjónina hafði hvað mest áhrif á þá stefnu sem Framsóknarflokkurinn aðhyllist og hefur unnið að í áranna rás. Hann þekkti innviöi flokksins og uppbyggingu betur en flestir aðrir og átti gott samstarf við forystumenn hans hverju sinni. Hann ólst upp í flokknum undir handarjaðri Jónasar frá Hriflu og var einn af hans helstu stuðningsmönnum. Engu að síður var hollustan við heildina honum svo mikilvæg að þegar leiðir flokksins og Jón- asar skildu, árið 1946, hélt Þór- arinn tryggð við flokkinn og ritstýrbi Tímanum af stökum sóma í þeim krappa dansi sem stjórnmálabaráttan var í þá tíð. Þórarinn var einn af áhrifa- mönnum Framsóknarflokksins í áratugi. Hann tók við starfi ritstjóra Tímans árið 1938, að- eins 24 ára gamall, og ritstýrði blaðinu til ársins 1984, eða í 46 ár. Hann varð formaður Sam- bands ungra framsóknarmanna sama ár og hann tók við rit- stjórastarfinu á Tímanum og gegndi því embætti í sex ár. Þá átti hann, í gegnum tíðina, sæti í fjölmörgum nefndum og ráð- um fyrir hönd flokksins. Hann var hógvær og lítillátur fyrir eigin hönd, en röksemdafærsla fyrir stefnumálum stjórnmála- flokksins, sem hann helgaði ævistarfið, var honum eins og í blóð borin og fáir stóðust hon- um snúning í kappræðum á þeim vettvangi. Árið 1959, ríflega tuttugu ár- um eftir að Þórarinn tók vib rit- stjórastarfinu á Tímanum, tók hann forystusæti á lista Fram- sóknarflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninga. I tæp tuttugu ár var hann farsæll þingmaður Reykvíkinga, en Framsóknarflokkurinn fékk tvo menn kjörna á þing í Reykjavík mestanpart þeirra nítján ára sem Þórarinn var oddviti flokksins. Á þessum árum urðu trúlega einna mestar þjóðfé- lagslegar sviptingar sem Islend- ingar hafa gengið gegnum og þab kom ekki síst fram í borg- inni. Hún óx og þandist út, umbjóðendunum fjölgaði með undraverðum hætti, nútíminn hélt ótrauður innreið sína og stjórnmálamenn þurftu þá, ekki síður en nú, að hafa sig alla við til ab fylgjast með breyttum aðstæðum, vera í takt við tímann. Þetta tókst Þórarni með ágætum, án þess þó að missa tengslin við þær rætur sem hann hafði vaxið af. Með Þórarni Þórarinssyni hverfur af sjónarsviðinu sterkur stjórnmálamaður, blaðamaður og ritstjóri. Fyrir okkur Reyk- víkinga er nú horfinn einn af forystumönnum Framsóknar- flokksins í höfuðborginni, eftir velheppnað, óeigingjarnt og ár- angursríkt starf í áratugi. Um leib og hann er kvaddur í þess- um heimi af þakklátum sam- ferðamönnum er ég þess full- viss að fallnir foringjar og aðrir félagar hans hafa tekið á móti honum þar sem vib endum öll. Starfa minna vegna verð ég fjarverandi þegar Þórarinn verður jarbsunginn og verð því ab láta þessar línur mínar verða lokakveðju til Þórarins. Fram- sóknarmenn í Reykjavík og á landinu öllu eiga honum margt að þakka. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.