Tíminn - 23.05.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.05.1996, Blaðsíða 4
ðQQ!" :>m .t'i -lUrsbuJrnmi1! Fimmtudagur 23. maí 1996 4 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánaöaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Þórarinn Þórarinsson í dag verður borinn til grafar Þórarinn Þórarinsson, fyrrver- andi ritstjóri Tímans og alþingismaður. Með Þórarni er kvadd- ur mikilhæfur stjórnmála- og blaðamaður sem mikill sjónar- sviptir er að og var svo nátengdur dagblaðinu Tímanum að blaðið kveður í raun hluta af sjáfu sér í dag. Lífshlaup Þórarins er samofið íslenskri stjórnmálasögu, enda var hann lengst af ævinnar í hlutverki gerandans í ís- lenskum stjórnmálum sem virkur aðili í forustusveit Fram- sóknarflokksins um hálfrar aldar skeiö. En Þórarinn var ekki einvörðungu gerandi í stjórnmálum heldur var hann líka skýrandi. Blaðamaðurinn Þórarinn var ekki síbur áhrifamikill en stjórnmálamaðurinn, en þó náði hann með ólíkindum vel að sameina þessa tvo þætti, hlutverk gerandans og skýrandas í einum og sama manninum. Vitaskuld unnu þessir þættir saman í starfi hans og blaðamennska Þórarins var aö miklu leyti pólitísk. Það sem hins vegar skipti mestu er að hún var alla tíð upplýst, skynsamleg, trúverðug og heiðarleg. Menn tóku mark á því sem Þórarinn sagði, hvort sem það var á þingi eða í Tímanum eða í ritverkum sínum öðrum eins og hinum mikla verki hans um sögu Framsóknarflokksins „Sókn og sigr- ar." Það var heldur ekki tilviljun að menn lögðu við hlustir þeg- ar Þórarinn talaði, því hann var ekki einvörðungu mikill bar- áttumaður þegar kom að stórum hagsmunamálum eins og landhelgismálum og hafréttarmálum, heldur var Þórarinn baráttumaður sem stóð föstum fótum í reynslu hefbarinnar og sögunnar en var um leið nútímamaður sem hugsaði til framtíbar og fylgdist grannt með því sem nýjast var í straum- um og stefnum. í grein í Tímanum fyrir hartnær tuttugu ár- um þar sem Þórarinn var að skrifa um Strandamenn og galdra þeirra kom hann víða við og viðraði m.a. ákveðinn bobskap og lífssýn sem í senn er táknræn fyrir hann og enn í fullu gildi. Þar segir hann á einum stað. „Fyrir fáum árum var það helsti boðskapur og átrúnaður, ab batnandi lífskjör byggðust á því, að framleiðslan væri stöðugt aukin og svokallaður hag- vöxtur yrði sem allra mestur. Nú orðið sjá menn að sú ofnýt- ing á náttúrugæðum, sem hlýst af þessari stefnu, leiðir beint til glötunar. Nú skilja menn alltaf betur og betur, að þab, sem skiiptir mestu, er að fara vel meb gæði landsins. Að menn sæki ekki sjóinn svo fast með miklum drápstækjum að fiskistofn- arnir eyðist, að búpeningi verði ekki fjölgað svo mikið að þoli beitarlandsins verði ofboðið og það blási upp, að vatnsorkan og gufuorkan verði ekki virkjuð svo fljótt í þágu stóriðju að eftir stuttan tíma verði engin raforka eftir til vejulegra nota. Það veröur að forðast ofnýtingu á gæðum landsins og læra að nota þau í hófi... Vafalítið þýðir þetta, að það verður ekki lát- laust hægt að bæta lífskjörin í þeirri merkingu, að menn geti alltaf haft nóga peninga á milli handa, hversu mikið sem er eytt. Þetta krefst þess, ab nýtt mat á lífsgæðum og lífsham- ingju komi til sögunnar. Menn þurfa að meta heilnæmt og hreint umhverfi meira en nú er gert og leggja meiri stund á heilþrigt líf og hollar skemmtanir. Alveg sérstaklega þarf að leggja kapp á aukið félagslíf og að verkefni, sem einum eða fá- um er ofvaxið, verði leyst með samstarfi." Þessi orð eru til vitnis um hversu mikill nútímamaður Þór- arinn var í hugsun og lífssýn, enda eiga þessi orð enn sama er- indið í forustugrein í Tímanum eins og þegar þau voru fyrst rituö, raunar á öðrum stað hér í blaðinu. Tíminn þakkar Þórarni samfylgdina og samstarfið og vottar aðstandendum samúð sína. Undarleg áhrif aldurs á afstöbu Sem barn stóð Garri í þeirri meiningu að Guð væri gamall maður með góðlegan svip og mikið grátt skegg, trúlega ekki ósvipaður Sveinbirni heitnum Beinteinssyni allsherjargoða. Nú er að sjálfsögðu búið að eyðileggja þessa mynd fyrir langalöngu. Meðal annars hafa minnihlutahóp- ar sem berjast fyrir réttindum sínum viljað gera Guð að sínum, svertingjar hafa sagt að Guð væri svartur og konur hafa bætt um betur og sagt að HÚN væri svört. Það er að sjálfsögðu hverjum manni ljóst að Garri á ákaflega erfitt með að sjá Guð fyrir sér sem þeldökka konu í ljósi þeirrar æskumyndar sem hann hafði gert sér. En svona er nú lífið, allir hlutir þróast og taka breyting- um. Einfaldleiki tilverunnar minnkar stöðugt í hlutfalli við aukningu hins flókna. Tilveran, sem var nánast svört og hvít, góð eða vond, í huga barnsins, er nú yfirfull af misjafnlega gráum svæðum. Fagrar hugsjónir missa flugib Fyrirbæri, sem nutu óskertrar virðingar og að- dáunar í æsku Garra, hafa heldur betur misst flugið samfara því að vit hans og þekking jókst. Eitt ágætt dæmi um það eru Sameinuðu þjóðirn- ar, svo þjóðkirkjunni sé sleppt í þetta skiptið. Garri man vel að í æsku sinni leit hann hátt upp til þessara samtaka og taldi þau grundvöll að friði á jörð og stærstu von mannkyns um bjarta framtíð. Nú er honum orðið ljóst að samtökin eru nánast lömuð af skriffinnsku, ósamlyndi og innanhússdeilum og samkeppni starfsmanna. Dæmin hafa sýnt að hver otar sínum tota yfir- leitt án nokkurs tillits til nauðar heimsins barna. íslensk íþróttahreyfing naut líka óblandinnar virðingar barnsins, en gerir það sannarlega ekki nú. Fádæma bruðl með fjármuni, fjárplógsstarf- semi, yfirgangur forystumanna og gegndarlaust sjálfsálit og hroki hefur fellt hreyfinguna af stalli sínum. Samvinnuhugsjónina drakk Garri með móð- urmjólkinni og allir vita hvernig fór fyrir SÍS. Þó einstakar deildir fyrirtækisins séu ennþá í rekstri, er það ekki á neinum samvinnugrund- velli, heldur í hlutafélagsformi. Svo nærri er nú gengið samvinnuhugsjóninni að Garri er meira að segja hættur að kaupa tryggingarnar af arf- taka Samvinnutrygginga og hefur snúið sér til erkióvinarins. Kommúnistaávarpib beint í æb Garri er alinn upp við tröllatrú á verkalýðs- hreyfinguna, en afi hans var einn af frumkvöðlum verkalýðs- baráttunnar á fyrri hluta aldar- innar. Garri fékk því Kommún- istaávarpið reglulega beint í æð og hefði sem barn og unglingur vaðið eld og brennistein fyrir forystu verkalýðshreyfingarinnar. Nú getur hann ekki annað en hrist úfið höfuðið í hljóðri sorg yfir því hvernig komið er fyrir íslenskri launþegahreyfingu. Hann spáði því í síðasta pistli að forsetakosningar á ASÍ-þingi yrðu að- eins til málamynda, því hrossakaup réðu vali í embættið. Nú er komið í ljós að hrossakaupin réðu aftur ferðinni og kosningar á elleftu stundu voru eins og jafnan til málamynda. Það þurfti svosem ekki mikinn spámann til að sjá það fyrir. Það er ekki að ástæðulausu að Garri öfundar litlu dóttur sína af áhyggjuleysi og einfaldleika æskunnar. Verst að klukkunni verður ekki snúið við, eða kannski er eins gott að það er ekki hægt, það er aldrei að vita hvernig slíkt mundi enda. Garri GARRI Maburinn frá Liverpool Allir sem hafa ferðast út fyrir landsteinana þekkja biðtíma á flugvöllum nálægra landa eftir tengiflugi lengra áleiðis. Þessi tími getur verið mismunandi að lengd, og er yfirleitt ekki það vinsælasta á ferðalögum. í síðustu viku var greinarhöfundur á ferðalagi og þurfti að bíða fjóra klukkutíma eftir flugi á Heathrow flugvelli við London. Tveir af ferðafé- lögunum, við Árni Ragnar Árnason alþingismað- ur, höfðum komið okkur fyrir á einum af veit- ingastöðum flugstöðvarinnar sem er ein sú stærsta og annasamasta í heimi og biðum. Fólkið gekk hjá í stríöum straumum, en við næsta borð sat miðaldra maður og beið. Ég veitti honum ekki mikla athygli fyrr en hann gaf sig á tal við okkur. Hann var í gallabuxum og úlpu og drakk sitt öl. Hins vegar hafði maðurinn ríka tjáningarþörf og komst fljótlega að því að við vorum þingmenn frá ís- landi. Hann tók sér málhvíld eftir þessar upplýsing- ar, en segir síðan snöggt: „Þið eruð að stela fisk- inum okkar." Þessi árás kom nokkuð flatt upp á okkur, en við komumst að því að þorskastríðin voru þess- um manni í fersku minni, svo að við tókum upp varnir fyrir landann í málinu. Það kom hins veg- ar í ljós að hann hélt ekki árás sinni til streitu og endaði með því að hann fór viðurkenningarorð- um um frammistöðu okkar í málinu. Honum var fullljóst að okkar litlu fallbyssubátar eins og hann kallaði skip gæslunnar höfðu skotist í kring um herskip hennar hátignar og klippt aft- an úr breskum togurum. Að lokum var svö kom- ið máli að hann taldi Breta geta tekið okkur sér til fyrirmyndar og lamið á Spánverjum sem væru með frekju og uppivöðslusemi á breskum fiski- miðum. Sameinub Evrópa, og þó Síðan venti hann kvæði sínu í kross og það kom í ljós að manninum voru öll stríð aldarinn- ar hugleikin. Næst sneri hann máli sínu að Þjóð- verjum og sagði þá hafa ráðist tvisvar á Breta á öldinni og tapað í bæði skiptin. Síðan væri þeim hjálpað til við uppbygginguna og nú vildu þeir upp á dekk og ráða yfir Evrópu. Það var skýrt og greinilegt að hinn alltumlykjandi andi Evrópu- samvinnunnar var ekki ráðandi hér. Næst var vikib að fótboltanum og hann var fljótafgreiddur. Það kom sem sagt í ljós að okkar maður var frá Liverpool og skautaði fljótt yfir nýleg úrslit milli Manchester United og Liverpo- ol. Þetta fannst okkur Árna vera einna best af hans ræöuhöldum. Reyklaust svæbi Þegar hér var komið sögu kom virðulegur mabur í teinóttum jakkafötum og settist við eitt borðið í hinu reyklausa plássi sem við sátum í. Þetta var afar virðulegur Breti og settist með glas fyrir framan sig og eitt af hinum stóru ensku dagblöðum í hönd- um og fór að lesa. Okkar maður tekur sér málhvíld og fer að vefja sígarettu, sem er athöfn sem er frekar sjald- séð orðin hér á landi. Þegar hann kveikir í lítur sá virðulegi upp og segir settlega, „reyklaust svæði". Hinn lætur sem hann heyri ekki. Aftur lítur hann upp og segir hægt og virðulega „reyk- laust svæði". Þá umhverfist okkar maður og seg- ir athafnir sínar ekki koma honum við, hann geti drukkið sinn „longdrink, eða hvern and- skotann sem þú ert að drekka." Ég fékk einhvern veginn á tilfinninguna að djúp gjá væri á milli þessara tveggja Breta, jafn- vel að hin margumtalaða stéttaskipting hafi gægst hér fram. Hins vegar var kominn brottfar- artími fyrir okkur Árna og við blönduðumst mannhafinu á leið um borð. Þann tíma sem við sátum var búið að afgreiða þorskastríðin, tvær heimsstyrjaldir, Evrópusamvinnuna og fleira, með einni rödd úr bresku þjóðarsálinni, rödd sem kom frá einni af hafnarborgum Bretlands með þessum ræðumanni frá Liverpool. Sú rödd er ef til vill allt öðru vísi en raddir stjórnmála- mannanna sem við þingmennirnir hittum á ferðum okkar erlendis. Ef til vill er hún allt öðru vísi en ef hann hefði alið sinn aldur í London. Umhverfi, atvinna og önnur lífsreynsla setja sitt mark á skoðanir manna. Við komumst aldrei svo langt að spyrja þennan mann frá Liverpool um stétt eða stöðu eða nafn, enda skipti það ekki máli. Það var hann sem hafði orðið. Rödd hans var ómur úr mannhafinu sem streymir í gegnum þá brautarstöb loftsins sem Heathrow flugvöllur er. Á víbavangi Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.