Tíminn - 23.05.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.05.1996, Blaðsíða 10
 i?r Þórarinn Þórarinsson, fyrrv. alþm. og ritstjóri, er til grafar borinn í dag. Er þá lokiö langri mannsævi, því aö hann var á 82. aldursári er hann lést. Er þess þá ekki síður að minnast, aö hann átti manna lengsta starfsaévi sem blaðamaöur og ritstjóri, eöa meira en hálfa öld samfleytt. Þórarinn Þórarinsson var fæddur í Ólafsvík 19. sept. 1914. Móöir hans, Kristjana Magnúsdóttir, var ættuð af Suðurnesjum, en faðir hans, Þórarinn Þóröarson, var Ólafs- víkingur, sjómaður aö atvinnu. Foreldrar Þórarins voru ungt fólk að koma undir sig fótun- um í því litla sjávarplássi sem Ólafsvík var á þeim árum. Þór- arinn Þóröarson var innan viö þrítugt um þessar mundir, en þá þegar formaöur á fiskibáti. En honum var ekki ætlaður langur aldur, því að hann drukknaöi í róöri á vertíðinni 1914. Kona hans var þá með barni, sem ekki fæddist fyrr en nokkrum mánuðum eftir drukknun eiginmannsins. Þór- arinn Þórarinsson hafði því misst föður sinn áður en hann fæddist, en fylgdi ætíb móður sinni fyrstu bernskuárin í Ólafs- vík, en síðar í Kötluholti í Fróð- árhreppi. Giftist Kristjana Bjarna Sigurðssyni, bónda þar, og ólst Þórarinn þar upp og átti heimili, uns hann hleypti heimdraganum og settist að fullu að í Reykjavík á nítjánda ári. Þar stóð heimili hans æ síð- an. Þórarinn Þórarinsson sýndi þegar á barnsaldri að hann var greindur vel og bráðþroska til náms og skilnings og fróöleiks- fús að sama skapi. Hann varð snemma fiuglæs, og þótti lestr- aráhugi hans óvenjulegur. Hef- ur sú saga gengið meðal kunn- ugra að drengurinn í Kötluholti hafi gert sér að námsefni allt prentmál, sem á vegi hans varð, þ.ám. ræðupart Alþingis- tíöinda og e.t.v. þingskjalahlut- ann líka. Hins vegar naut Þór- arinn stutts formlegs skóla- náms. Hann var í barnaskóla Ólafsvíkur um skeið og naut þar kennslu skólastjórans, Sig- urvins Einarssonar (síðar al- þingismanns), og sr. Magnúsar Guðmundssonar, hins merka sóknarprests Ólafsvíkinga. En augljóst er að Þórarinn var drjúgur við heimanám, því að hann lauk fullnaðarprófi barna- fræðslunnar löngu á undan jafnöldrum sínum. Sigurvin hafði miklar mætur á þessum unga nemanda sín- um. Því til vitnis er afmælis- kvæði, er Sigurvin sendi Þór- arni fimmtugum, en þá voru þeir samþingsmenn, og segir svo í upphafi kvæðisins: Ungan dreng ég þekkti þig. Þú varst fáum líkur. Alltafsíöan undrar mig, hve andi þinn var ríkur. Við aðrar þjóðfélagsaðstæður hefði ekki veriö áhorfsmál að svo skarpur námsmaður sem Þórarinn var barn og ungling- ur, gengi langskólabraut. Svo varð þó ekki. Hafði hann þó mikla löngun til háskólanáms. Þórarinn sat síðan tvo vetur í Samvinnuskólanum í Reykja- vík, lauk þar prófi vorið 1933. Var þá lokiö setu hans á skóla- bekk. Þrátt fyrir það skorti ekk- ert á menntun hans. Honum nýttist samvinnuskólanámið vel í þeim störfum sem hann tók sér fyrir hendur. En drýgst varð honum til menntunar, að hann hafði tamið sér sjálfsnám frá barnsaldri, kunni þá list að verða sér -úti um þekkingu af sjálfsdáðum, en greind og skilningur var sálargáfa hans. Hann kunni að vinna úr því sem hann las. Sjálfsnám af þessu tagi varð hlutskipti margra fátækra unglinga hér á landi á ofanverðri 19. öld og fram eftir 20. öldinni. Reyndar var sjálfsnámsaðferðin ekki endilega íslenskt fyrirbæri. Hún var algeng í nágrannalöndum, Norðurlöndum og Bretlands- eyjum. Greindir og framsæknir unglingar úr alþýðustétt menntuðu sig á þennan hátt. Átti það við um sveitaunglinga og ekki síður unga menn í verkalýðsstétt sem alkunna er um ýmsa forustumenn þar og fræga stjórnmálamenn. Bevin, utanríkisráöherra Breta við mikinn orðstír fyrir hálfri öld, var fátækur munaðarleysingi og kerrukarl að atvinnu. Óg Staun- ing, sá svipmikli sósíaldemó- krati og árum saman forsætis- ráðherra Dana á fyrrihluta ald- arinnar, var vindlagerðarmað- Þórarinn á þingi Sameinuöu þjóöanna. ur. Ætt og auður skilaði þessum mönnum engu, enda ekki fyrir að fara. Þá skipti mestu að þeir voru miklir af sjálfum sér. Þórarinn Þórarinsson átti um margt sammerkt með þessum mönnum. Hann var sjálf- menntaður alþýðumaður, aö því leyti var hann allt af sjálf- um sér. Ungur hlaut hann traust samherja í þjóðmálum og ráðamanna í sinn hóp. Hon- um var treyst til ábyrgðarstarfa vegna þess að hann hafði góða þekkingu og þann skapgerðar- þroska, sem öllu ræður um far- sæld í störfum. Þórarinn var ráðinn blaðamaður við Nýja dagblaðið, þá nýstofnað, haust- ið 1933, tæpra 19 ára gamall. Hann var þá svo þroskaður að ritfærni og vel að sér um þjóð- félagsmál að ekki þurfti á að horfa að fela honum margs konar ritstörf á blaðinu, enda starfsmenn fáir og fjölhæfni krafist af þeim, sem þar unnu. Nýja dagblaðið kom út í u.þ.b. fimm ár. Þórarinn var gerður að ritstjóra þar 1936 (þá 22ja ára). Hins vegar kom í ljós að dagblað í Reykjavík með yf- irbragði framsóknar- og sam- vinnustefnu var ekki til langlíf- is fallið, enda var blaðið sam- einað Tímanum árið 1938. Tók Þórarinn þá við ritstjórn Tím- ans ásamt Gísla Guðmunds- syni. Þar með var hafið starf sem Þórarni entist í 46 ár. Þór- arinn varð fljótlega landskunn- ur sem ritstjóri Tímans. Blabið var þá útbreitt vikublað, mjög áhrifamikib í landsmálum. Á þessu tímabili og lengi síð- an var ekki farið dult með það að meginblöð landsins voru tengd stjórnmálaflokkum og þjóömálahreyfingum. Tíminn var blað Framsóknarflokksins, eins og allir vissu að Morgun- blaðið var máttarstólpi Sjálf- ^tæðisflokksins og önnur blöð eftir því. Blöðin báru þessara tengsla augljós merki í leiðara- skrifum og þjóöfélagsumræðu. Það var því ekkert því til fyr- irstöðu að ritstjóri Tímans tæki virkan þátt í stjórnmálum og litið væri á hann sem foringja í framvarðasveit Framsóknar- flokksins. Það var ekki fyrr en löngu seinna að sú hreinlífis- stefna varð ofan á í íslenskri blaðaútgáfu að „flokksblöð" voru dæmd óalandi og óferj- andi, óhrein samkvæmt pólit- ískri kenningu um „frjáls og óháð blöð" og sjaldan að því gætt, hvort sú kenning muni ekki vera jafn hræsnisfull sem aðrar hreinlífishugmyndir fyrr og síðar. Sem ritstjóri og leiðarahöf- undur svo áhrifamikils blaðs sem Tíminn var á þessu tíma- bili, gat Þórarinn sér orð sem líklegur maður til frekari afreka á stjórnmálasviði. Enda vitað að hann var ekki einungis ágætlega ritfær, heldur var hann að auki mikill ræðumað- ur, búinn þeim hæfileika að flytja mál sitt rökvíslega og áreynslulítið á fjölmennum fundum með þeim sannfæring- arkrafti sem fær áheyrendur til að þekkjast mál ræðumanns. Að þessu leyti var Þórarinn mjög vel til forustu fallinn, því að hann var jafnvígur á list tal- aðs orðs og ritaðs máls eins og því verður beitt í stjórnmálum. Þórarinn komst því snemma til verulegra áhrifa í Framsókn- arflokknum. Skal síst úr því dregiö að þau áhrif tengdust ritstjórastarfinu við Tímann. Tíminn var málgagn Framsókn- arflokksins, sótti og varði stjórnmál í samræmi við það. En það er hins vegar misskiln- ingur að almennar fréttir og fréttaskýringar blaðs af þessari gerð þurfi að vera svo litað efni að á því sé ekkert mark takandi. Sú ásökun er oft ranglega fram borin, þótt hún annars ráði miklu í fræðilegri umræðu um fjölmiðlamál. Skal það mál ekki frekar rætt hér, þótt ástæða væri til. Hvað varðar störf Þórarins að stjórnmálum og hvernig þau hlóbust á hann hvert af öðru því virkari sem hann varð í Framsóknarflokknum, væri hægt ab rita langt mál. Hann var fyrsti formaður Sambands ungra framsóknarmanna og gegndi því hlutverki með ágæt- um. í miðstjórn sat hann meira en hálfa öld. Hann sat í fjöl- mörgum milliþinganefndum á vegum flokks síns og gegndi þar ýmsum öðrum trúnaðar- störhim. Hann átti m.a. sæti í útvarpsráði um áratugaskeiö og var um tíma formaður þess. Þórarinn var mikill áhugamað- ur um utanríkismál, heimsmál í víðari merkingu þess orbs. Fylgdist hann vel með á því sviði og ritaði mikið um heims- málin í Tímann, þá sem athug- ull fréttaskýrandi. Þóttu skrif hans um „erlend málefni" at- hyglisverð og voru mikið lesin. Það leiddi af áhuga Þórarins á heimsmálum, og jók auk þess skilning hans á þeim, að hann sat mörg allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna á árabilinu 1954- 1974. Á þessu tímabili voru hafréttarmál mjög í brenni- depli, m.a. fyrir frumkvæði og bein áhrif íslendinga á alþjóða- vettvangi. Er af því mikil saga og stór þáttur í íslenskri stjórn- málasögu á fullveldis- og lýð- veldistíma. Þórarinn haföi mik- il afskipti af þessum málum frá fyrstu tíð. Hafði hann yfirgrips- mikla þekkingu í hafréttarmál- um, átti auðvelt með að ræða þau frá ýmsum hliöum og skýra þau fyrir öðrum. Áhrifa Þórarins um stefnumótun og rökstuðning í hafréttarmálum gætti verulega, að sjálfsögðu innan Framsóknarflokksins, en einnig almennt á stjórnmála- vettvangi, ekki síst eftir að hann varð alþingismaður. Þórarinn Þórarinsson var kjörinn þingmaður Reykvík- inga árið 1959. Mátti kosning hans heita söguleg, því aðeins einu sinni áður hafði Fram- sóknarflokkurinn komið að manni í Reykjavík í alþingis- kosningum. Rannveig Þor- steinsdóttir hæstaréttarlögmað- ur var kjörin á þing 1949 og sat til 1953. Með kjöri Þórarins hófst minnisstæður velgengnis- tími Framsóknarflokksins í Reykjavík og sótti enn meira á þegar Einar Ágústsson náði kjöri 1963 sem annar maður á lista flokksins. í hálfan annan áratug sátu þeir Einar og Þórar- inn báðir sem þingmenn flokksins, kjörnir í Reykjavík. Nutu þeir mikils álits og voru giftudrjúgir. Þórarinn hafði mikla reynslu þegar hann kom til starfa á Al- þingi. Hann var vaskur skylm- ingamaður í orðasennum og ágætur ræðumaður í hvívetna. Hann var á engan hátt deilu- gjarn, ól aldrei á illindum. í sannleika var Þórarinn laginn samningamaöur og manna- sættir, þegar nokkuð lá við. Honum var gefið margs konar vit, þ.ám. einstakt sambúðarvit. Hann kunni þá list að komast af vib menn án þess að láta neitt af sínu, svo að aldrei sá á honum reiði. Formaður þing- flokks Framsóknarflokksins var Þórarinn 1971-1978 og fórst það afarvel úr hendi. Þar réð lagni hans miklu, sanngirni og sáttalund, auk þess sem hann var fyrir málefnasakir manna færastur til þess að veita góða leiðsögn í þingflokknum. Þegar litið er yfir lífsferil Þór- arins Þórarinssonar, verður þar fyrst fyrir að ekki var mulið undir hann í bernsku og æsku. En Þórarinn var mikill af sjálf- um sér, gæddur ágætum gáfum og vilja til þess að verða hug- sjónamálum að liði. í dagfari var hófsemi hins vegar ein- kenni hans. Hann barst ekki á og tamdi sér enga yfirborðslega hætti. Honum var eðlilegt að umgangast alla menn fordóma- laust og ljúfmannlega. Þótt svo vildi til, ab hann velktist löng- um í hörðum heimi stjórnmála og lægi þar ekki á liði sínu, var fræðimannsupplagið afarríkt í honum og dómar hans um menn og málefni mótaðir af sanngirni. Þetta verður ljóst af því að kynna sér greinasafn hans, Svo varstu búinn til bar- daga, er út kom 1992. Þórarinn ritaði sögu Framsóknarflokksins 1916-1976 í þremur bindum og nefnist Sókn og sigrar, útg. 1966, 1986 og 1987. Þórarinn var lengst ævinnar heilsuhraustur og ekki kvelli- sjúkur. En að því kom fyrir nokkrum árum að hann missti heilsu og starfsþrek án þess að hann léti nokkru sinni bugast, því að hann fylgdist vel með öllu til hinstu stundar og lét í ljós skoðanir sínar á málefnum þeim sem efst eru á baugi. Þórarinn Þórarinsson skilur eftir sig góða minningu. Hann vann samtíö sinni vel og þeim hugsjónum sem hann aðhyllt- ist. Hann var einnig frábær samverkamaður sem samherjar hans minnast og eru þakklátir fyrir. Eftirlifandi eiginkonu Þór- arins, Ragnheiði Þormar frá Geitagerði, eru sendar hugheil- ar samúðarkveðjur svo og börn- um þeirra og öðru venslafólki. Ragnheiður stóö ætíð heil við hlið manns síns og bjó honum fagurt og friðsælt heimili. í erf- iðum veikindum Þórarins hefur mikið reynt á Ragnheiði, en vel hefur hún staðið undir þeim skyldum ab gera sjúkum manni sínum lífið sem léttast. Blessuð sé minning Þórarins Þórarinssonar. Ingvar Gíslason Kvebja frá Sambandi ungra framsóknarmanna Með Þórarni Þórarinssyni er genginn einn af frumkvöðlum Sambands ungra framsóknar- manna. Þórarinn var einn af forvígismönnum um stofnun samtakanna. Hann var formað- ur Félags ungra framsóknar- manna í Reykjavík á árunum 1936-38 og beitti sér þá snemma fyrir stofnun lands- sambands ungra framsóknar- manna. Á fjölmennu stofn- þingi Sambands ungra fram- sóknarmanna á Laugarvatni dagana 11.-14. júní 1938 var Þórarinn kjörinn fyrsti formað- ur samtakanna og var hann þab næstu árin. Með Þórarni sátu í fyrstu framkvæmdastjórn SUF Egill Bjarnason, Guðmundur V. Hjálmarsson, Jón Helgason og Valdimar Jóhannsson. Starfsemi Sambands ungra framsóknarmanna fór af stað meö miklum krafti undir for- mennsku Þórarins. Samtökin gáfu út ritverk Jónasar frá Hriflu, blöð og þjóðmálarit og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.