Tíminn - 23.05.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.05.1996, Blaðsíða 7
FifT^tutfagur-23..rpaí ■ 7c / Finnlandi og Svíþjóö óttast ýmsir aö lönd þeirra og Eystrasalts- lönd veröi „grátt svœöi" milli Vestur- landa og Rússlands. Undir stjórn Perssons sýnir Svíþjóö vaxandi áhuga á öryggismál- um Eystrasaltslanda Vesturlönd vilja stækka NATO í austur, með því að taka inn í bandalag- ið a.m.k. Visegrad-ríki svo- kölluð: Pólland, Tékkland, Slóvakíu og Ungverjaland. Um vilja þessara ríkja til að komast í bandalagið virðist ekki þurfa að efast. Hins vegar gætir þess að hik nokkurt sé á Vesturlöndum gagnvart því að taka inn í NATO Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Þau vilja fyrir sitt leyti eindregið komast í NATO. Rússland beitir sér ákaft gegn stækkun NATÓ í austur og hefur annað veifið í hótunum í því samhengi. Eystrasalts- bandalag? Þó virðist liggja í loftinu að hugsanlegt sé að Rússland muni, þegar á reyni, sætta sig við NATO- aðild Visegrad-ríkja. En beita sér þeim mun harðar gegn því að Eystrasaltslönd gangi í NATO. Svo er að heyra á sumum nor- rænum fréttaskýrendum ab þá gruni að út frá þessu sé farið að votta fyrir samstöðu með Vest- urlöndum og Rússlandi viðvíkj- andi Eystrasaltssvæðinu. Báðir aðilar séu farnir að hallast að því að Svíþjóð, Finnland og Eystra- saltslönd geri með sér einhvers- konar bandalag um öryggismál, er myndi „grátt svæði" milli NATO og Rússlands. Eystrasaltslöndum líst ekki á þetta og ekki heldur Svíþjóð og Finnlandi. Tveimur síðast- nefndu ríkjunum er eins og gef- ur að skilja meira kappsmál en vesturlandastórveldunum að Rússlandi takist ekki að færa út áhrif sín á Eystrasaltssvæðinu frá því sem nú er. í öllum þessum fimm ríkjum óttast menn að ef „gráa svæðið" verði að veruleika, muni ekki líða á löngu áður en það skiptist í tvö áhrifasvæði. Svíþjóð og Finnland muni verða tengd Vesturlöndum í öryggis- málum, en Eystrasaltslönd kom- ast undir áhrif Rússlands. Með hliðsjón af þessu fer í Sví- þjóð og Finnlandi vaxandi áhugi á því að tengjast nánar öryggis- kerfi Vesturlanda og jafnframt auka ríki þessi tvö varnarsam- starf og aðstoð á þeim vettvangi við Eystrasaltslönd. Einnig greiða Svíar og Finnar fyrir því að Eystrasaltslönd taki þátt í frið- argæslu á Balkanskaga í félagi við Svíþjóð, Finnland og NATO. Með þessu virðist vaka fyrir sænskum og finnskum ráða- mönnum að auka smám saman tengsl landa sinna í öryggismál- um vib bæbi Vesturlönd og Eystrasaltslönd og jafnframt milli Eystrasaltslanda og Vestur- landa. „Auðsýni Eystrasaltslönd samstöðu með Norður-Evrópu- mönnum og Bandaríkjamönn- um á Balkanskaga, eykur það lík- urnar á ab þau geti í viösjárverðri framtíð reiknað með aðstoð evr- ópsks og bandarísks fæl-ingar- Jeltsín Rússlandsforseti: stjórn hans er sögb hafa áhuga á „gráu" Eystrasaltssvœbi. Finnland á leiö í NATO? BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON herliðs, ef hættuástand skyldi skapast á þeirra eigin svæði," skrifar Mikael Holm-ström, fréttaskýrandi Svenska dagbla- det um öryggismál. „Melra sennilegt en ósennilegt" Áhuginn fyrir öryggismála- tengslum í vestur virðist ein- dregnari í Finnlandi en Svíþjóð. Ástæða mebfram til þess er kannski að hlutleysisstefna Finnlands hefur fremur verið af raunsæisástæðum og af því ab því var nauðugur einn kostur en af hugsjón. Raunsæi virðist Sœnskir andstœbingar ESB-abildar: verbur þab NATO næst? Heimilislaust fólk í Riga, höfubborg Lettlands: bág lífskjör margra í Póllandi, Eystrasaltslöndum og Rússlandi eru mebal alvarlegustu vandamála Eystrasaltssvœbisins. áfram vera ríkjandi í þessum efn- um með Finnum og þar vib hef- ur bæst tækifærisstefna. Öryggis- mál urbu líklega ekki síður — og kannski fremur — þess valdandi en efnahagsmál ab Finnland gekk í Evrópusambandiö. Þar- lendis er áfram mikill áhugi á því að tengjast Vesturlöndum sem traustustum böndum áður en Rússland nær ab eflast á ný. Ole Norrback, Evrópumálaráð- herra Finnlands, sagði nýlega að það væri „meira sennilegt en ósennilegt" að Finnland gengi í NATO. Og Max Jakobson, gam- alreyndur og alþjóðlega þekktur finnskur stjórnarerindreki, virð- ist mæla með því að Svíþjóð og Finnland gangi í NATO. Ánnars fái þau í framtíðinni enga hlut- deild í ákvarðanatöku um örygg- ismál Evrópu og í öryggismála- samstarfi NATO og Rússlands. Þar að auki, segir Jakobson, ef Svíþjóð og Finnland gengju í NATO, myndu Eystrasaltslönd komast óbeint undir vernd NATO, „eins og Svíþjóð og Finn- land í kalda stríðinu." í Svíþjóð, þar sem hugsjóna- andi nokkur hefur verib í hlut- leysisstefnunni, gætir meira hiks í þessu efni. Jakobson segir að þar skiptist menn viðvíkjandi öryggismálum í „kreddufasta" og „raunsæja" hlutleysissinna. Carl Bildt sýndi áhuga á öryggi Eystrasaltslanda meðan hann var forsætisráðherra Svíþjóðar. Ingvar Carlsson, maður Palme- tímans, var kannski ekki eins eindreginn í því efni. En það er að líkindum Göran Persson, eft- irmaður Carlssons sem leiðtogi jafnaðarmanna og forsætisráð- herra. Rússland fer ekki dult með að það vill að Svíþjób og Finn- land taki ekki afstöðu með stækkun NATO í austur. En gagnvart Persson virðist það hafa haft gagnstæð áhrif við það sem til var ætlast. Persson fór í fyrstu opinberu heimsókn sína erlendis til Eistlands (en ekki til Finnlands eins og vani sænskra forsætisráðherra hefur verið) og hann hefur látið á sér skiljast að hann líti svo á að Eystrasalts- lönd hafi rétt á ab leita verndar NATO (gegn Rússum). Meiri sænsk-finnsk „ábyrgö" Bandaríkin, Bretland og Þýska- land hafa verulegan eða mikinn áhuga á Eystrasaltssvæðinu, en eru nokkuð beggja blands í stefnu sinni því viðvíkjandi. Þau kunna að láta freistast til að sam- þykkja í raun að Eystrasaltslönd verði rússneskt áhrifasvæði, í þeim tilgangi að halda samskipt- unum við Rússland sem vand- ræðaminnstum. Það er einmitt þetta, sem Eystrasaltslönd óttast hvað mest. En nefnd þrjú vestur- veldi eru að líkindum einnig op- in fyrir þeim möguleika að taka Eystrasaltslönd inn í öryggiskerfi sitt. En af nærgætni við Rússa eru stórveldi þessi hikandi við að ganga milliliðalaust til verks á þeim vettvangi. Frá þeim hafa hins vegar komib ábendingar um, að æskilegt væri að Svíþjóð og Finnland „tækju á sig meiri ábyrgð" á vörnum Eystrasalts- landa. Þar eb vafasamt er að öryggis- bandalag, sem samanstæði af Svíþjób, Finnlandi og Eystra- saltslöndum, dygði eitt sér til fælingarhlutverks gagnvart Rússlandi, má ætla að með þessu séu vesturveldin að gefa til kynna að Svíþjóð og Finnland geti, sýni þau virkari áhuga á öryggismálum Eystrasaltslanda, átt von á stuðningi í bakið frá vesturveldunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.