Tíminn - 24.05.1996, Síða 1

Tíminn - 24.05.1996, Síða 1
80. árgangur Föstudagur 24. maí v * \WRE VF/ÍZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 97. tölublað 1996 Minnihluti samgöngu- nefndar: „Háeffun" harðlega gagnrýnd Minnihluti samgöngunefndar Alþingis gagnrýnir harölega frumvarp ríkisstjórnarinnar um stofnun hlutafélags um Póst og síma. í áliti minnihlutans segir aö frumvarpib sé óvandaö og veki í mörgum tilvikum upp ýmsar spurningar. Nefndarmenn minnihlutans segja aö ef það sé tilgangurinn meö frumvarpi þessu að mæta örri þróun í tækni og breyttum viðhorfum í fjarskiptum þá hafi þaö mistekist með öllu. I frum- varpinu örli lítt á nýrri eða frjórri hugsun og litlar sem engar til- raunir séu gerðar til þess aö varpa ljósi á framtíðarþróun þessara mála eða hvert hlutverk Pósts og síma eigi að vera í þeim efnum. Minnihluti samgöngunefndar gagnrýnir að ekki skuli tekin af tvímæli um að Póstur og sími skuli vera áfram í eigu ríkisins eft- ir að honum hefur verið breitt í hlutafélag þótt í frumvarpinu sé gert ráö fyrir að aðeins verði um eitt hlutabréf að ræða er verði í eigu hins opinbera. í áliti minni- hlutans segir að við fyrstu sýn virðist þaö vera afdráttarlaust en þegar betur sé að gáð vakni ýmsar spurningar varðandi þennan þátt. í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að hlutafélaginu um Póst og síma verði heimilt að að standa að stofnunum og gerast eignaraðili að öðrum félögum og fyrirtækj- um og því verði einnig heimilt að stofna nýtt félag eða félög er verði í eigu þess sjálfs til að annast ákveðna þætti starfseminnar. Þá gagnrýnir minnihluti sam- göngunefndar að réttarstaða starfsmanna sé óviss. -ÞI Árlandsmáliö leystist far- sœllega: Aðstandendur barnanna þakka rábherranum „Við viljum þakka Páli Péturs- syni félagsmálaráðherra fyrir að hafa komið í veg fyrir að heimilinu væri lokað og börn- um okkar vísab frá. Við lítum svo á að hann sé okkur sammála um að ekki sé eðlilegt að grípa til slíkra ráð- stafana þó rekstraráætlanir ráðuneytis standist ekki," sagði Skjöldur Vatnar í gær, og mælti fyrir hönd aðstandenda barn- anna sem eiga heimili að Ár- landi 9 í Fossvogi. Foreldrarnir fagna því að loks skuli vera gerð úttekt á að- hlynningarþörf barnanna, sem eru ofurfatlaðir einstaklingar. Ætíð hafi veriö hvatt til að svo yrði gert í viöræðum við emb- ættismenn ráðuneytisins. -JBP [ i'j ffip!mPrk \ ■ íjri i <*%•?■■ ,\jL -wTT- ■ rí / UUU ÍIUI I* UIICÍIUIÍ lu UTer fyrsti og jafnframt eini íbúi tjaldsvœbisins í Laugardal. Vib hittum hann ab máli í gœrmorg- un, par sem hann var klœddur og kominn á ról og tilbúinn ab leggja í landsreisu á hjólinu sínu. Strákurinn ferbast einn og heitir jan-Paul. -Tímamynd: cs Matthías Halldórsson; lyf aö jafnaöi hœkkaö kringum 13% frá einu ári til annars: Höfum alltaf þriöja að- ilaáverði— lækninn „Þetta þýðir alls ekki stjórn- lausa hækkun lyfjakostnaðar. Raunar er það svo, að lyf hafa ab jafnaði hækkað kringum 13% frá einu ári til annars, nema þegar sérstakt átak hef- ur verið gert til að lækka kostnabinn. Það er bara þessi innbyggða kostnaðaraukning sem jafnan verbur í sambandi við lyf, að hluta til vegna þess ab ný og dýr lyf eru stöðugt ab koma á markaðinn", sagði Matthías Halldórsson aðstob- arlandlæknir. í ljósi þess ab lyfjakostnaður hjá Trygginga- stofnun reyndist 13% hærri fyrstu fjóra mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra leitabi Tíminn álits hans á því hvort lyfjakostnaður hækkaði orbib stjórnlaust og óvibráðanlega eba hvort þarna væri e.t.v. einungis um eblilega þróun ab ræða. „Aöalatriðið varðandi sölu á lyfjum er það, að þar höfum við alltaf þriðja aðila sem skrifar út lyfin — þ.e.a.s. lækninn — sem ákveður hvað selt er af lyfsseð- ilsskyldum lyfjum og á að gæta að því að lyf séu skrifuö út í samræmi við þarfir. Þannig aö læknar fara tæplega að hlaupa til og skrifa út meira af lyfjum þótt komin séu fleiri apótek. Það held ég að sé útilokað. Utan hvað þessi tímabundna lækkun á lyfjaverði til sjúklings hefur líklega leitt til þess að fólk hafi reynt að byrgja sig svolítið upp af þeim lyfjum sem það tekur reglulega. Enda ekki vitað hvort þessi afsláttartilboö komi til með að standa nema skamman tíma. En þetta jafnar sig síðan út. Hugsanlega eru svo kannski einhverjir sjúklingar sem áður höfðu ekki efni á að taka út nauðsynleg lyf en hafa nú séð sér það fært". „Sú breyting sem orðið hefur í lyfjasölunni finnst mér alveg sjálfsögð. Hún hefur þegar kom- ið fram í lækkuðu lyfjaverbi til sjúklinga og mun væntanlega gera lyfjadreifingu hagkvæmari framvegis", segir aðstoðarland- læknir. / Utför Þórarins Þórarinssonar ritstjóra Þórarinn Þórarinsson var borinn til grafar í gær og var útförin gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. Líkmenn voru samherjar úr Framsóknarflokknum, Halldór Ásgrímsson formaður flokks- ins og Guðmundur Bjarnason varaformaður, Valgerður Sverrisdóttir form. Þingflokks- ins og Páll Pétursson félags- málaráðherra, Alfreð Þor- steinsson borgarfulltrúi og Ingvar Gíslason fyrrv. ráðherra og ritstjóri, og Jón Kristjánssn alþm. og ritstjóri og Guðjón Ólafur Jónsson formaður SUF. Tímamynd: GVA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.