Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 16
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 16 Wímmto SUMARHÚS Föstudagur 24. maí 1996 Þegar íslenski osturinn er kominn á ostabakkann, þegar hann kórónar veislumatinn - bræddur eða djúpsteiktur - eða er einfaldlega settur beint í munninn BÓNDABRIE :; Með kexinu, brauðinu v og ávöxtunum. Mjög góður djúp- eða smjörsteiktur. DALA BRIE Á ostabakkann og með kexi og ávöxtum. DALA BRIE 30 g Góður að grípa til! HVITLAUKS- OSTUR Við öll tækifæri og frábær í sósur. F GRÁÐAOSTUR Tilvalinn til matargerðar - í súpur, sósur eða til fyllingar í kjöt- og fiskrétti, Góður einn og sér! CAMEMBERT Einn og sér, á ostabakkann og í matargerð. .LUXUSYRfÁ Mest notuð eins og hún kemur fyrir en er einkar góð sem fylling í kjöt- og fiskrétti. Bragðast^njög vel djúj^eikt. mjlVJÍdOStUt^S DJUPSTEIKTUR CAMEMBERT Sem smáréttur eða eftirréttur. RJÓMAOSTUR kexið, brauðið, í sósur & og ídýfur. OSTAKAKA Sem ábætisréttur, með kaffinu og á veisluborðið. PEPPERONEOSTUR Góður í ferðaljigið. HVÍTUR KASTALI Ai'fí- Með ferskum ávöxtum • eða einn og ser. Fánar og fánastangir Þab eru nokkrir aöilar hér á landi sem selja fána og fána- stangir og hafbi Tíminn sam- band vib þrjá þeirra, Elling- sen í Ánanaustum, Sæco hf. og Tjaldaleiguna Skemmtilegt ab Krókhálsi 3 í Reykjavík. Ellingsen selur þrjár gerbir af fánastöngum, sex, sjö og átta metra stangir. Sex metra stöng- in kostar 29.900 krónur, sjö metra er á 31.900 og átta metra á 33.900 krónur. Fánastærbin verður að vera samsvarandi við stöngina og kostar fáni á sex metra stöng, sem er algengust vib sumarbústaði 3.850 krónur, fáni á sjö metra stöng kostar 4.500 kronur og á átta metra stöng 5.660 krónur. í Ellingsen er einnig hægt ab fá svokallað- ar sumarbústaðarveifur, sem eru mjóar og tveggja metra langar og eru mjög algeng sjón við sumarbústaði á sumrin. Þær kosta 3.586 krónur. Hjá Sæco hf. kostar sex metra stöng, með undirstöðu, línu og kúlu 19.920 krónur. Eins og í Ellingsen voru einnig til hærri stangir. Samsvarandi fáni kost- ar um þrjú þúsund krónur. Hjá Tjaldaleigunni Skemmti- legt, Krókhálsi 3, kostar sex metra glasfíberstöng með öllu tilheyrandi kr. 28 þúsund. Sjö metra stöng er á 32 þúsund og átta metra stöng á 42 þúsund. Samsvarandi fánar fyrir sex metra stöng kos a 4.900 krón- ur, 5.700 fyrir sjö metra stöng og 6.600 fyrir átta metra stöng- ina. Eins og fram kemur var verð aðeins kannað á þremur stöð- um, en það eru þó einnig fleiri aðilar sem selja bæði fána og stangir. Það skal tekið fram að gæði vörunnar voru ekki könn- uð, heldur aðeins um mjög ein- falda verbkönnun að ræða. -PS Nokkur misbrestur er á að notkun íslenska fánans sé rétt, en um íslenska fánann og notkun hans gilda mjög ákvebnar reglur, auk þess sem skýrt er kvebið á um opin- bera fánadaga. Fánadagar Opinberir fánadagar hér á landi eru alls ellefu talsins. Allir þeirra, nema einn, þ.e.a.s. tíu talsins, breytast aldrei, en ljóst er að í sumar breytist dagsetning þess ellefta, því í kjölfar for- setakosninga breytist fæð- ingardagur for- seta íslands, sem síðustu 16 árin hefur ver- ib 15. apríl. Fánadagarnir eru annars sem hér segir: Fæðingardagur forseta íslands Nýársdagur Páskadagur Föstudagurinn langi (fáni í hálfa stöng) Sumardagurinn fyrsti 1. maí Hvítasunnudagur Sjómannadagur 17. júní 1. desember Jóladagur Notkun, mebferb og stærðir Ekki má draga fána að húni fyrr en klukkan sjö á morgnana og hann má ekki vera lengur uppi en til sólarlags hverju sinni. Þó er gerð undantekning ef um er að ræða athöfn sem stendur lengur en til sólarlags, en þó ekki lengur en til mið- nættis. Þegar fáni er dreginn að húni skal þess gætt að hann snerti aldrei jörðu, vatnsyfirborð eða gólf. Alls ekki má draga fána að húni sem er upplitaður, óhreinn, trosnaður eða skemmdur að öðru leyti og ef ekki er hægt að laga slík- an fána skal h a n n brenndur. Frjálst er að nota fán- ann við há- tíðleg tæki- færi, ekki síður þau sem tengjast einkalífinu, en á sorgar- s t u n d u m skal fáninn dreginn í hálfa stöng. Þegar það er gert skal hann fyrst dreginn að húni og síðan dreginn niður svo að 1/3 hluti stangarinnar sé fyrir ofan efri jaðar fánans. Við sorgarathafnir skal fáninn dreg- inn að húni þegar athöfninni lýkur og skal blakta fram að lokum fánatíma. Þegar fánastöng er reist skal reynt að hafa hutföll á milli hæðar stangarinnar og stærðar fánans sem eðlilegust. Talið er æskilegt að breidd fánans sé 1/5 af hæð stangarinnar. Ef stöngin er á þaki skal hún vera þrisvar sinnum breidd fánans, en að- eins tvær og hálf breidd komi hún skáhallt út frá húsvegg. Ef stöngin kemur hornrétt út frá húsvegg, skal lengd hennar vera tvöföld breidd fánans. Þá skal fánastöngin vera einlit. -PS Notkun íslenska fánans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.