Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 18

Tíminn - 24.05.1996, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 24. maí 1996 Vib varöeldinn Eins og í fyrri sumarhúsablööum er hér á síöunni lítil „sumarhúsa- söngbók" meö gítarhljómum, sem tilvaliö er aö grípa meö sér í bústaöinn. Lögin eru valin úr söngþcetti blaösins „Meö sínu nefi" og er þaö von okkar aö þessi söngsíöa blaösins hvetji menn til dáöa í heimatUbúinni söngskemmtun. TONDELEYÓ C Am Dm Á subrænum sólskinsdegi G . C ég sá þig, ó ástin mín, fyrst. Am Dm Þú settist hjá mér í sandinn, G C þá var sungiö og faðmað og kysst. Am Dm G Þá var drukkið, dansað og kysst. G G7 Tondeleyó, Tondeleyó. C Am Dm G Aldrei gleymdust mér augun þín svörtu, C Am Dm G og aldrei slógu tvö glaðari hjörtu. G C G C Tondeleyó, Tondeleyó. Hve áhyggjulaus og alsæll i örmum þínum ég lá, og oft hef ég elskað síðan, en aldrei jafnheitt og þá. Aldrei jafn-eldheitt sem þá, Tondeleyó, Tondeleyó. Ævilangt hefði ég helzt vilja sofa við hlið þér í dálitlum svertingjakofa, Tondeleyjó, Tondeleyó. (Tómas Guömundsson/Sigfús Halldórsson) ÖMMUBÆN G Am7 Marga góða sögu amma sagði mér, D7 G D — sögu um það er hún og aðrir lifðu hér. G Am7 Alltaf var hún amma mín svo ósköp væn D7 G og í bréfi sendi þessa bæn: G Am7 Vonir þínar kæri vinur minn, D7 G D vertu alltaf sanni góði drengurinn. G Am7 Þó í lífsins straumi bjáti eitthvað á, D7 G ákveðinn og sterkur sértu þá. G C E7 Allar góðar vættir lýsi veginn þinn, A7 ' D7 verndi og blessi elskulega drenginn minn, G C A7 gefi lán og yndi hvert ógengið spor, D7 G gæfusömum vini hug og þor. (jenni Jónsson) VOR í VAGLASKÓGI Am F E Am Kvöldið er okkar og vor um Vaglaskóg C Dm E7 við skulum tjalda í grænum berjamó. Am F E Am Leiddu mig vinur í lundinn frá í gær Am F E Am lindin þar niðar og birkihríslan grær. G C Leikur í ljósum E Am lokkum og angandi rósum. Am Dm Leikur í ljósum Am E Am lokkum Iiinn fagnandi blær. Daggperlur glitra, um dalinn færist ró. Draumur þess rætast sem gistir Vaglaskóg. Kveldrauðu skini á krækilyngið slær, kyrrðin er friðandi, mild og angurvær. Leikur í ljósum lokkum og angandi rósum. Leikur í ljósum lokkum hinn fagnandi blær. Am F La, la, la, la... Leikur í ljósum lokkum og angandi rósum Leikur í ljósum lokkum hinn fagnandi blær. Gónasjónasson/Kristján frá Djúpalæk) CAPRI CATARINA c Komið, allir Caprisveinar. F Dm Komið, sláið um mig hring. G7 Meðan ég mitt kveðjukvæði C um Catarinu litlu syng. C Látið hlæja' og gráta' af gleði F Dm gítara og mandólín. G7 Catarína, Catarína, C Catarína er stúlkan mín. E7 Am í fiskikofa á klettaeynni F E Catarína litla býr. F E7 Sírenur á sundi bláu Am F E G7 syngja'um okkar ævintýr. C Á vígða skál í skuggum trjánna F Dm skenkti hún mér sitt Caprivín, G7 Catarína, Catarína, C Catarína er stúlkan mín. Með kórónu úr Capriblómum krýndi' hún mig hinn fyrsta dag. Af hæsta tindi hamingjunnar horfðum við um sólarlag. Þar dönsuðum við tarantella og teygðum lífsins guðavín. Catarína, Catarína, Catarína er stúlkan mín. En nú verð ég að kveðja Capri og Catarínu litlu í dag. Horfa mun ég út til eyjar einn um næsta sólarlag. Grátið með mér, gullnu strengir, gítarar og mandólín. Ó, Catarína, Catarína, Catarína, stúlkan mín. Qón Jónsson frá Hvanná/Davíð Stefánsson) VORKVÖLD í REYKJAVÍK G D Svífur yfir Esjunni sólroðið ský, G sindra vesturgluggar sem brenni í húsunum. G D Viðmjúk strýkur vangana vorgolan hlý, G vaknar ástarþráin í brjóstum á ný. E7 Am Kysst á miðju stræti er kona ung og heit, Em A7 D keyra „rúntinn" piltar sem eru'í stelpuleit. C Akrafjall og Skarðsheiði G eins og fjólubláir draumar. C D G Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík. Tjörnin liggur kyrrsæl í kvöldsólarglóð, kríurnar þótt nöldri og bjástri í hólmanum. Hjúfra sig á bekkjum halir og fljóð hlustar skáldið Jónas á þrastanna ljóð. Dulin bjarkarlimi á dúnsins mjúku sæng dottar andamóðir með höfuð undir væng. Akrafjall og Skarðsheiði eins og fjólubláir draumar. Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík. Hljótt er kringum Ingólf og tæmt þar hvert tár, tryggir hvíla rónar hjá galtómum bokkunum. Svefninn er þeim hóglega siginn á brár. Sunnanblær fer mildur um vanga og hár. Ilmur er úr grasi og angan moldu frá, aftansólin purpura roða vestursjá. Akrafjall og Skarðsheiði eins og fjólubláir draumar. Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykavík. (Evert Taube/ Siguröur Þórarinsson) BJÖSSI Á MJÓLKURBÍLNUM C G Am C Við brúsapallinn bíður hans mær. F C G7 C Æ, Bjössi keyptirðu þetta í gær? A7 Dm C G Bjössi verður öldungis nær. C G C Æ, alveg gleymdi ég því. C G Am C Þér fer svo vel að vera svo æst. F C G7 C Æ, vertu stillt ég man þetta næst. A7 Dm C G Einn góðan koss, svo getum við sæst C á ný. H7 Em Hann Bjössi kann á bíl og svanna tökin. D7 G7 Viö brúsapallinn fyrirgefst mörg sökin. C G7 Hver ekur eins og ljón C meö aðra hönd á stýri? G7 Hann Bjössi á mjólkurbílnum. C Hann Bjössi á mjólkurbílnum. C G7 C Hver stígur bensíniö í botn á fyrsta gíri? G7 Bjössi á mjólkurbílnum, C hann Bjössi kvennagull. (Mascheroni/Loftur Guðmundsson) VÖLUVÍSA Am E Am Eitt verð ég að segja þér áður en ég dey, C G enda skaltu börnum þínum kenna fræði mín, C G7 C sögðu mér það álfarnir í Suðurey, C G7 C sögðu mér það dvergarnir í Norðurey, F C sögðu mér það gullinmura og gleym-mér-ey Am E og gleymdu því ei: Am Am að hefnist þeim er svíkur sína huldumey, E7 Am honum verður erfiður dauðinn. (Guömundur Böövarsson/Siguröur R. Jónsson) ANGELÍA Em H7 Þegar ég á æskuárum ungur var, Em átti ég mér fagrar ljúfar minningar. Am Nú eru þær horfnar horfnar Em í hinsta sinn til grafar bornar, Fís H7 æskutaugar allar sundur skornar. Em H7 Ég vildi ég væri dáinn grafinn gleymdur nár, Em hjartans vina lækna þú mín hjartasár, Am Em því þér og engum öðrum mun ég treysta H7 Em C H7 að í mér glæði lítinn vonarneista. Hví ertu svona dapur kæra vina mín? Hvers vegna er horfin æskugleði þín? Er það einhver hulinn harmur? Hví er votur augnahvarmur? Komdu hérna kæra, hér er minn armur. Get ég nokkuð huggað þína hrelldu sál? Hjartans vina segðu mér þitt leyndarmál. Ég sé það eru votar varir þínar. Ó, viltu ekki leggja þær við mínar? Angelía, ég á sorg sem enginn veit. Undrar þig þót renni tár um kinnar heit? Ég mun hana engum segja, þótt ég ætti nú strax að deyja, á undan þér mín elskulega meyja. Ég hef eignast vonir, ég hef eignast þrá. Ég hef eignast það sem ég segi engum frá. Allt er horfið frá mér gleymt og glatað. Nú get ég ekki lengur veginn ratað. Nú get ég ekki lengur veginn ratað. (W.Meisel/ Theodór Einarsson)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.