Tíminn - 30.05.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.05.1996, Blaðsíða 6
6 Fifífmtudágur 3ö’. ‘maí T996* UR HERAÐSFRETTABLOÐUM Austurland NESKAUPSTAÐ Fjarbaskógar Á fundi samráðsnefndar Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, sem haldinn var á dögunum, var m.a. fjall- að um Fjarðaskóga, sem er hugmynd að skógræktarátaki á miðfjörðum Austfjarða í svipuðum dúr og verkefnið Héraðsskógar. Þetta er átak í tengslum við svæðisbundna byggðaáætlun og hefur land- búnaðarráðuneytið lýst stuðn- ingi sínum við hugmyndina. Samkvæmt heimildum blaðsins er skógræktarátakið hugsað sem hliðarbúgrein fyr- ir þá bændur sem áhuga hafa á verkefninu, en reynslan sýn- ir að þessi tegund landbúnað- ar haldi betur við þeirri byggð sem fyrir er frekar en að skila einhverjum verulegum tekj- um. Styrkur til bænda yrði væntanlega í formi plantna og girðingaefnis. Ræktun skjól- belta er talinn vænlegri kostur á fjörðum niðri en trjárækt, en þó er talið að á nokkrum stöðum á fjörðunum séu möguleikar til trjáræktar og á Héraði. Á fundinum var farið yfir hvernig staðib hafi verið að Héraðsskógum, en Fjarða- skógar yrðu eins og fram hef- ur komið í svipuðum dúr, þótt forsendur og áherslur séu aðr- ar. Verkefni sem þessi standa yfir í 40 ár og byggja á lang- tímaáætlunum auk þess að kalla á gerð nákvæmra gróður- korta af hverri jörð. Víðast hvar annars staðar en hér á landi eru skjólbelti rækt- uð til að bæta hefðbundinn búskap eða sem undirbúning- ur að trjárækt og jafnvel talin forsenda þess að stunda hefb- bundinn búskap, sagði Helgi Gíslason í samtalið vib blaöiö. Hann sagðist þó hafa lítið komið nálægt þessu máli, en honum fyndist það áhuga- vert. Fundurinn samþykkti að fela framkvæmdastjórum sveitarfélaganna að kynna þessa hugmynd eigendum jarða í viðkomandi sveitarfé- lögum. M U L I OLAFSFIRÐI Gróbursetning vib vatnib Um síðustu helgi stób skóg- rækt skólanna í samvinnu vib Ólafsfjarðarbæ og fyrirtæki bæjarins fyrir gróðursetningu við vatnið ab austanverðu, nánar tiltekið rétt neðan við rimlahliðið. Hver nemandi í barna- og leikskóla fékk eina Ósvaldur Knudsen kvikmyndagerbarmabur lét byggja þennan bústab árib 1942. plöntu til að gróðursetja, en alls voru gróðursettar 300 plöntur. Að sögn Þorvaldar Jónssonar hjá foreldrafélagi barnaskólans er um 10 ára verkefni að ræða og er ætlun- in að planta 200 trjám á hverju ári næstu 10 árin á þessu svæði. Ef vel tekst til, munu Ólafsfirðingar eiga myndarlegan skóg við vatnið eftir 20-30 ár. í|t| SELFOSSI Umferðarmibstöð Suður- lands: Upplýsingamib- stöb í Fossnesti Upplýsingamiðstöð ferba- mála á Suburlandi hefur tekið formlega til starfa samhliða opnun Umferðarmiðstöðvar Suðurlands. Þar verður einnig rekin ferðamannaverslun ásamt veitingastað. Upplýsingamið- stöðin er móðurstöð fyrir upp- lýsingamiðstöðvar á Suður- landi, en hún var áður starf- rækt í Tryggvaskála. í ferðamannaversluninni verða á boðstólum allar al- mennar ferðamannavörur og þar verður að auki lítil verslun meb almennum heimilisvör- um og neysluvörum sem henta fólki á ferðalögum. Veitingastaðurinn Fossnesti selur ferðafólki alhliða veit- ingar. Á matseðlinum er heimilislegur matur, sérréttir og sérstakur matseðill fyrir börnin. Sérstakt barnahorn er fyrir þau með húsgögnum sem passa og hæfilegri afþrey- ingu. FnETTfunfUllf) SELFOSSI Merkir sumarbústabir Sumarbústaðir á Suðurlandi eru nú vel á fjórða þúsundið og flestir byggðir á síðustu tveimur Máski verbur þarna skjólsœlt skóglendi eftir fáa áratugi. Sonur Ósvalds á nú bústabinn, en erfitt er ab endurbyggja hann, því undirstaban, hraunib, hefur verib á hreyfingu og veggir því skakkir. áratugum. í tilefni af því að Sunnlenska er nú dreift til kynningar í alla sumarbústaði í héraöinu, segjum við hér frá tveimur af þeim elstu. Þegar keyrt er meðfram Ing- ólfsfjalli og litið yfir Sogib sést í einn fallegasta, en jafnframt sérkennilegasta sumarbústað á landinu. Það er sem bústaöur- inn sé hluti af landslaginu og yfir honum hvílir dulúð. Þetta er Laxabakki í landi Alviðru, en Ósvaldur Knudsen, málara- meistari og kvikmyndagerbar- maður (1899-1975), hannaði og lét byggja bústaðinn árið 1942. Ósvaldur, sem var með veiðiréttindi hjá Árna bónda í Alvibru, kom áratugum saman til að veiða í Soginu og dvaldi þá í bústaönum. Sonur Ós- valds, Vilhjálmur Knudsen, er nú eigandi bústaðarins og er byrjabur að endurbyggja hann. Það hefur reynst erfiðleikum bundið, þar sem veggir eru skakkir, en bústaðurinn var byggður á hrauni sem hefur veriö á hreyfingu. I hlíðinni fyrir ofan Mennta- skólann stendur einn af fyrstu sumarbústöðunum sem byggðir vom á Suðurlandi. Þórarinn B. Þorláksson listmálari (1867- 1924) byggði hann árið 1923, en hann er jafnframt fyrsti list- málarinn sem málaði á Laugar- vatni. Þórarinn kom fyrst í Laugardal árið 1917 og hreifst svo af fegurð stabarins að hann dvaldi þar ásamt fjölskyldu sinni á sumrin eftir það. Þau fengu inni hjá Laugarvatns- hjónunum Böbvari Magnús- syni og Ingunni Eyjólfsdóttur þar til Þórarinn byggði bústað- inn. Þórarinn naut bústaðarins aðeins skamma stund, því hann lést í honum árið 1924. Afkomendur Þórarins eru nú búnir að færa hann í uppruna- legt horf og hafa byggt annan bústað vib hlið hans. Eftir að Þórarinn uppgötvaði Laugar- vatn málaði hann naumast landslagsmyndir frá öðrum stað og eru Heklumyndir hans víba þekktar. jón Múli Árnason. jónas Árnason. Félag tónskálda og textahöfunda: Þrír heiðursfélagar Bræðurnir Jón Múli og Jónas Árnasynir og Ingibjörg Þor- bergs voru kjörin fyrstu heið- ursfélagar í Félagi tónskálda og textahöfunda á abalfundi félagsins sem haldinn var fyr- ir skömmu. Á fundinum var Þórir Bald- ursson kjörinn formaður félags- ins og Helgi Björnsson varafor- mabur. Meðstjórnendur voru kjörnir þeir Magnús Kjartans- son, Stefán Hilmarsson og Stef- án S. Stefánsson, en varamenn þeir Jón Ólafsson og Rafn Jóns- son. Á fundinum var Magnús Kjartansson kosinn formaður Sambands tónskálda og eig- enda flutningsréttar, STEF, til næstu tveggja ára. Alls eru um 90 félagsmenn í Ingibjörg Þorbergs. FTT, en framkvæmdastjóri fé- lagsins er Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. -grh Símenntun á Bifröst í Borgarfiröi: Samstarf stofn- ana um ráðstefnu Símenntun á Vesturlandi er heiti rábstefnu sem haldin verbur á Bifröst í Borgarfirði föstudaginn 7. júní nk. frá kl. 13 til 17. Ráðstefnan er haldin á veg- um Samvinnuháskólans á Bif- röst og Endurmenntunarstofn- unar Háskóla íslands í sam- vinnu við Bændaskólann á Hvanneyri, Farskólann á Vest- urlandi, Fræbsluskrifstofu Vest- urlands og Kennaraháskóla ís- lands, en fulltrúar frá þessum stofnunum hafa unnið að und- irbúningi ráðstefnunnar. Ráð- stefnan er styrkt af Evrópusam- bandinu í tilefni af Ári sí- menntunar og er þátttaka í henni öllum frjáls og ráb- stefnugestum að kostnaðar- lausu. Á ráðstefnunni verða flutt fimm erindi um símenntun: Kynning á símenntunarleiðum nútímans; Símenntun á Vestur- landi; Þarfir einstaklingsins fyr- ir símenntun; Þarfir og stuðn- ingur atvinnulífsins við sí- menntun og Þarfir byggðarlaga fyrir símenntun. Þátttaka er öllum frjáls og ráðstefnugestum að kostnaðar- lausu og ekki er krafist skrán- ingar fyrirfram. Framkvæmdastjóri ráðstefn- unnar er Olgeir Helgi Ragnars- son, rekstrarfræðingur í Borgar- nesi. TÞ, Borgamesi Tilraunastöö Háskóians á Keldum: Fúkalyfjaleifar í einu af 295 sýnum Fúkalyfjaleifar fundust abeins í einu af samtals 295 sýnum af sláturafurðum sem rann- sökuð voru á Tilraunastöö- inni á Keldum 1994, að beiöni yfirdýralæknis, í því skyni ab leita ab hugsanleg- um leifum fúkalyfja. Eftirlit meb aðskotaefnum í sláturafurðum hefur verið stór- aukið á undanförnum árum vegna vaxandi krafna um ör- yggi matvæla og hreinleika, ekki aðeins vegna útflutnings heldur innlendrar neyslu einn- ig- Að beiðni yfirdýralæknis hef- ur Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum tekið að sér leit að fúkalyfjaleifum í slát- urafurðum. Samkvæmt árs- skýrslu Tilraunastöðvarinnar voru árið 1994 rannsökuð sam- tals 295 sýni (þar af rúmlega 180 úr svínum, tæplega 50 úr nautgripum, rúmlega 40 úr sauðfé og rúmlega 20 úr hross- um). Jákvæð sýni fundust frá einu svínabúi, en öll önnur sýni reyndust neikvæð. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.