Tíminn - 30.05.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.05.1996, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 30. maí 1996 9 Hi& öfluga sýningarstarf, sem hófst meb tilkomu Listagils- ins á Akureyri, heldur áfram og nú í maí er boðib uppá fimm sýningar í gilinu. í Listasafninu sýna Sólveig Baldursdóttir höggmyndir og Gunnar J. Straumland olíu- málverk meb trúarlegu ívafi. Erlingur Valgarbsson sýnir landslagsverk í Deiglunni og Tómas Ponzi sýnir fibrildi á Café Karólínu. Þá sýnir Birna Kristjánsdóttir þema úr ís- Ienskri náttúru í Gallerí Allra- Handa. Sýning Sólveigar Baldursdótt- ur er að mestum hluta hin sama og sett var upp í Gerðarsafni í Kópavogi í vetur þar sem hún sýndi höggmyndir unnar með handverkfærum úr marmara, eins og hin klassíska högg- myndalist býbur. Sólveig er meðal annars menntuð í högg- myndalist í Carrara á Ítalíu, sem oft er kölluð Mekka höggmyndalistar- innar og menn á borð við sjálfan Michelangelo taldir hafa dvalið þar öðru hverju. Tengsl verka hennar við hið hefb- bundna form eru augljós, þótt hún fari einnig eigin leið- ir í túlkun sinni á viðfangsefninu. Har- aldur Ingi Haralds- son segir í sýningar- skrá að skírskotanir og táknrænar tilvís- anir Sólveigar séu þó aldrei prédikanir, heldur sé þeim safn- að saman, þannig að ára þeirra megi eiga augastað við áhorf- andann og niðurstaðan verði einkamál. Þannig kemst hann að kjarna málsins varðandi list hennar. Með fágubu hand- bragði listamannsins nær marmarinn að varpa fram myndum sem fremur vekja spurningar en leggja ákveðna niðurstöðu fyrir áhorfandann. Gunnar J. Straumland heldur sig einnig á slóðum menningar fyrri tíma, þótt með öðrum hætti sé. Hann sýnir olíumál- verk á veggjum Listasafnsins og deila þau rými sýningarsalanna á skemmtilegan hátt með skúlp- túrum Sólveigar. Ætla mætti að jafn sterk verk og þessir rnynd- listarmenn tefla fram rækjust á í sameiginlegu sýningarrými, en svo er ekki, heldur njóta þessi ólíku form sín vel í návist hvors annars. Gunnar J. Straumland er Hús- víkingur og stundaöi nám við Myndlistarskólann á Akureyri Raub staba. Rosso Verona marm- ari. Eftir Sólveigu Baldursdóttur. og Myndlista- og handíðaskóla íslands, en síðar í Bretlandi og Hollandi. Á sýningunni í Lista- safninu á Akureyri ræðst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur tekst á við bob- skap fyrstu Mósebókar og til- einkar verkin versum hennar. í sýningarskrá segir listamaður- inn að myndlistin hafi ásamt öðrum listgreinum verið mis- notuö af stofnunum, sem kenni sig við kristna trú, í hreinum Krossinn er þekktasta tákn krist- innar trúfræbi og birtist í litum Cunnars j. Straumland á sýningu hans í Listasafninu á Akureyri. trúarpólitískum tilgangi sem tæki til þess að halda fram „rétt- um" túlkunum valdhafa kirkj- unnar á Guðs orði. í myndun- um er hann trúr þessum orðum, því þar er vart hefðbundna túlk- un trúfræðinnar að finna, enda segir Gunnar í sýningarskrá að ekki sé beinlínis um myndlýs- ingar versanna að ræða, heldur séu versin orðlýsingar mynd- anna. Vera má að texti fyrstu Móse- bókar opni áhorfendum sýn inn í þessi verk, sem fyrst og fremst byggja á meðferð lita, enda hef- ur hann trúlega orðið kveikja þeirra að einhverju leyti. Sterk litameðferðin talar á hinn bóg- inn til áhorfenda án tillits til hvort um trúarlega innsýn eba reynslu er ab ræða. Erlingur Valgarðsson er Akur- eyringur, menntaður á Akureyri og í Svíþjóð þar sem hann lagði stund á fjölþætt myndlistar- nám. Hann hefur ábur sýnt á Akureyri og einnig í Svíþjóð. Á myndunum, sem hann sýnir í Deiglunni, sjást ýmis kennileiti úr íslenskri náttúru, sem hann mótar af tilfinningu sem formið gefur hverju sinni. Erlingur vinnur myndirnar í olíu á dúk og akríl á ál og hefur valið að bregba á þær geómetrískum blæ, sem gefur þeim nokkuð skarpar útlínur og auðveldar honum að draga aðalatriðin fram fyrir augu áhorfenda. Er- lingur er vaxandi myndlistar- maður og þótt hann kjósi að tefla nokkuð fast formuðu landslagi fram á þessari sýn- ingu, þá gefur sú hugsun og handbragð, sem felst í myndum hans, fyrirheit um frekari fram- þróun á sviði listarinnar. Tómas Ponzi sýnir fiðrildi á Ca- fé Karólínu. Tómas starfar við tölvunarfræði, en hefur einnig fengist við ýmislegt tengt mynd- sköpun í gegnum tíöina og á síð- asta vetri sýndi hann fiðrilda- myndir sínar á Mokka við Skóla- vörðustíg í Reykjavík. Með fiðr- ildamyndum sínum leitar hann inn í heim ævintýris — sögu geimfólksins sem lýst er í sýning- arskrá — en tvö ung börn hans, Guðrún Theódóra og Gabríel, hafa aðstoöað hann við að gefa fiðrildunum nöfn. í Gallerí AllraHanda sýnir Birna Kristjánsdóttir myndverk sem byggö eru á þema tengdu ís- lenskri náttúru. Birna notar blandaða tækni við gerb verka sinna, sem flest birtast sem smá- myndir er mynda eina sjónlínu í uppsetningu listakonunnar. í sýningarskrá kveðst hún nota tækni og prufustærðir handa- vinnukennslunnar og vísar í óblandaöa liti og tæra sýn æsk- unnar. Smámyndir Birnu stand- ast þessa tilvitnun. í einfaldleik skapa þær tæra sýn, sem nýtur sín vel sem heildstæð sýning. Þannig tengjast verkin hvert öbru og verða eins og fjölskylda, en njóta sín síður án þess stuönings sem sýningin er í heild. -ÞI Þorkell Pétursson Þorkell Pétursson var fœddur í Kasthvammi í Laxárdal 17. maí 1936, dáinn 20. maí 1996. For- eldrar hans voru Pýtur fónsson, bóndi í Árhvammi í Laxárdal, og kona hans Regína K. Frímanns- dóttir. Kona: Sólveig Guðrún Jón- asdóttir, fœdd 2. júní 1938. For- eldrar hennar eru Jónas Sigurgeirs- son, bóndi á Helluvaði í Mývatns- syeit, og kona hans Hólmfríður ísfeldsdóttir. Böm þeirra: 1. Hólm- fríður, f. 1. júlí 1958. Húsmóðir í Fagranesi í Aðaldal. M. Guð- mundur Á. Jónsson. 2. Regína, f. 16. september 1959. Húsmóðir á Egilsstöðum á Héraði. M. Aðal- steinn Gíslason. 3. Jónas, f. 28. okt. 1961. Býr á Húsavík. 4. Drengur, óskírður, f. 14. apríl 1966, dáinn 30. apríl sama ár. 5. Stúlka, andvana fœdd 28. desem- ber 1969. Auk þess hefur Guð- mundur Helgi, dóttursonur þeirra, að miklu leyti alist upp hjá þeim hjónum. Bamabömin em orðin sjö, en eitt þeirra er látið. Hjartfólgnar þakkir, hjartans vinurgóði, fylgja þér héðan í friðarlönd. Sœlt verður síðar sœlan þig að finna á sumarlandsins sólskinsströnd. (Hulda) t MINNING Þorkell bróbir okkar, eða Keli eins og hann var alltaf kallaður, er genginn á vit feðra sinna löngu fyrir aldur fram. Hann féll fyrir ill- vígum sjúkdómi, sem engum hlíf- ir hvorki háum né lágum, en glað- ur og reifur gekk hann mót örlög- um sínum svo að aldrei heyrðust frá honum nein æðruorð. Við bræður fyrir sunnan undruðumst hve létt var yfir honum þegar hann kom suður í læknisskoðanir oft á ári, síðustu átta ár. Margar ógleymanlegar ánægjustundir átt- um við meb honum þá og það ber að þakka hér. Það er sárt aö þurfa að horfa upp á sína nánustu, á besta aldri, berjast af alefli við svo skæðan sjúkdóm og bíða lægri hlut. Keli ólst upp í stórum systkina- hópi, fyrst í Kasthvammi og síðan í Árhvammi í Laxárdal þar sem foreldrar okkar bjuggu. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann byrj- aði að hjálpa til við búverkin, en óbilandi áhuga og dugnað fékk hann í vöggugjöf og var alþekktur dugnaðar- og eljumaður sem sjald- an féll verk úr hendi, fljótur og hraðvirkur. Seint mun gleymast eitt sinn síðla sumars þegar við eldri bræöur og pabbi vomm við heyskap úti í Rauðhólaey í Laxá. Keli, sem var þá níu eða tíu ára, færði okkur kaffi og bað pabbi hann að snúa stórum heyflekk í Heygarðsnesi, sem er stórt landsvæði fyrir svo ungan dreng. Þetta tók um þrjá tíma, en alltaf hélt Keli áfram þangað til verkinu var lokið. Lík- lega þætti þetta mikil vinna í dag fyrir svo ungan dreng og hafði pabbi orö á því hvað hann væri seigur, sem síðar kom svo oft í ljós. Hér verður stiklað á stóm um ævidaga Kela. Hann kvæntist ung- ur Sólveigu sinni, sem hann unni alla tíð hugástum. Á æskuámm eignaöist Keli vömbíl og hafði at- vinnu við akstur í nokkur ár. Keli og Sólveig byggbu sér íbúðarhús í Árhvammi og hófu þar búskap 1962 og bjuggu þar til ársins 1965, en þá hættu þau búskap og Keli fór að læra húsasmíðar. Þau vom í Ár- hvammi á sumrum, en niðri við Laxárvirkjun á vetmm, meðan á náminu stóð. Síðan byggðu þau íbúðarhús í Holtagerði 3 á Húsavík og fluttu þangað 1972 og hafa átt þar heima síðan. Keli vann við smíðar fyrstu árin á Húsavík, en seinni ár var hann starfsmaður Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík. Keli átti mörg áhugamál, svo sem garbrækt, útiveru, ferðalög og hestamennsku sem hann því mib- ur varö aö láta af vegna veikinda sinna. Dansmaður var hann góður og hafði gaman af að dansa og var hrókur alls fagnaðar á góbra vina stundum. Hann var ávallt glaður og hress í viðmóti, afar bóngóður og vildi allra vanda leysa. Hann var starfi sínu trúr og tryggur vinnuveitendum sínum, og heill í öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur. Keli var sérstaklega umhyggju- samur eiginmaöur og faðir og lét sér mjög annt um fjölskyldu sína. Mjög var gestkvæmt í Holtagerði 3 og þar áttu vinir og vandamenn margar ánægjustundir meb þeim hjónum, sem bæði voru með af- brigðum gestrisin, vinsæl og vina- mörg. Oft dáðumst við að hinum fagra og vel hirta garði hjá þeim hjónum og rósunum stóru og fal- legu sem þar skörtuðu svo fagur- lega líkt og þær væru á ódáinsakri eilífðarinnar, þar sem bróðir okkar dvelur nú. Elskulegi bróðir. Nú er baráttu þinni lokið og þú hefur fengið hvíld og friö í faðmi guðs. Við þökkum þér allar samverustund- irnar og þó sérstaklega systkina- mótið á Löngumýri síðastliðið sumar, sem þú komst á sárþjáður, meira af vilja en mætti, til þess að við systkinin gætum verið þar öll saman. Minningin um bróður, vin og góðan dreng mun lifa áfram í hjörtum okkar og veita okkur öll- um styrk á erfiðum stundum. Haföu þökk fyrir allt og allt. Elsku Sólveig okkar, Fríða, Reg- ína, Jónas, tengda- og afabörn. Við vitum að þessi fátæklegu orð okkar megna engan veginn að slæva hinn sára harm fjölskyldunnar, og biðjum algóðan guð að styrkja og vera með ykkur á þessari sorgar- stundu. Við sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hver minning dýnnœtperla, að liðnum lífsins degi hin ljúfu oggóðu kynni afalhug þakka hér. Þinn kœrleikur í verki vargjöfsem gleymist eigi oggœfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (i-s.) Systkinin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.