Tíminn - 30.05.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.05.1996, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. maí 1996 3 Kjúklingabœndur lítt hrifnir af 100.000 kjúklingamáltíöum sem koma frá Noröurlöndum í sumar. Bjarni Ásgeir í Reykjagaröi: Óttast hatramma samkeppni á kjötmarkabnum í sumar Kjúklinga- og svínabændur eru ekkert yfir sig hrifnir þessa dagana þegar vib blasir innflutningur á hátt í 200.000 máltí&um frá Noregi, Finn- landi og Svíþjóö, 33 tonn af hráum kjúklingum og 38 tonn af svínakjöti. Einkum óttast kjúklingabændur hrun í grein sinni og ógnvænlegt veröstríb á markaöi. Fram- leibslan á Islandi var í fyrra rúm 1.600 tonn af kjúkling- um og verblag lágt frá því á sí&asta hausti. Bjarni Ásgeir Jónsson fram- kvæmdastjóri Reykjagarðs hf. í Mosfellsbæ, er formaður félags kjúklingabænda. „í vetur hefur verið offram- leiðsla á kjúklingum hér á landi og það þarf ekki mikið magn til að verðfella kjúklinginn. Menn hafa verið að selja undir kostn- aðarverði í vetur. Það leiðir ekk- ert gott af sér að þannig sé hald- ið áfram," sagði Bjarni Ásgeir. Hann sagðist óttast hatramma samkeppni á markaðnum í kjöl- far innflutningsins í sumar. Kjúklingabændur hafa ein- hverjir áhuga á að ná í kvóta í innflutta kjötinu, en ekki hefur það verið rætt formlega í sam- tökum þeirra. Bjarni Ásgeir kvaðst ekki skilja hvernig jöfnunargjaldib er hindið, 148 krónur. Sú tala þarfnast skýringar frá ráðuneyt- inu að hans mati. Ásgeir Eiríksson hjá Kletta- kjúklingum er í flestu sammála Bjarna Asgeiri: „Ég hef ekkert á móti sam- keppni, en ég er á móti því að flytja störf úr landi, það er til bölvunar fyrir þjóðfélagið. Við eigum erfitt að keppa við millj- ónaþjóðirnar í matvælafram- leiðslu. Við erum reyndar skref- inu framar en þær þjóðir hvað varðar hreinleika og hollustu. Þó við flytjum mest af hráefn- unum inn, þá eru hér ekki not- uð fúkkalyf, það hefur aldrei verið leyft og frá því er sjaldan greint. Ég get fullyrt að það er ekki á mörgum stöbum á þessari jarðarkringlu sem við fáum kjúklinga sem jafnlítil lyf hafa verið notuð á," sagði Ásgeir Ei- ríksson í Klettakjúklingum í gær. -JBP Framhaldsskóla- frumvarpib ab lögum Framhaldsskólafrumvarpib verbur væntanlega aö lögum nú fyrir þinglok því þri&ju og síöustu umræbu um þaö lauk á Alþingi á þribjudags- kvöld. Frumvarpið hefur verib nokkuð umdeilt á meðal þing- manna og hafa stjórnarand- stæðingar gert ýmsar athuga- semdir við það. Megin breyt- ingarnar frá núgildandi lögum um framhaldsskóla fela í sér aukna áherslu á starfsnám þannig að auka megi veg þess og virðingu í menntakerfi þjóðarinnar. í frumvarpinu er meðal annas gert ráð fyrir að fjölga námsbrautum þar sem starfsnám er í fyrirrúmi og einnig að opna nemendum er lokið hafa starfsnámi leiðir til þess að ljúka stúdentsprófi. -ÞI Lækkun heimsmarkabsverbs loks ab skila sér til ís- lenskra neytenda: Sama lækkun hjá Skeljungi og Esso Heimsmarkabsverði á bensíni hefur verib óvanalega hátt ab undanfömu en loks virbist sem lækkun þess síbustu daga sé ab skila sér til íslenskra neytenda. Esso Olíufélagib hf. lækkar í dag bensínverb á 95 og 98 okt- ana bensíni um eina krónu og sömu sögu var aö segja hjá Skeljungi í gær. Orkan hf. lækk- aöi bensínverö um tvær krónur lítrann um helgina en verb- munur á bensíni hefur verib upp í 6 krónur eftir því vib hvaöa aðila er skipt. Bjarni Bjarnason, fulltrúi hjá Esso, sagði í gær að verðbreyting- in væri tilkomin vegna lækkunar á heimsmarkaðsverbi og líklegt væri að verðib lækkaði enn frekar á næstunni. Hjá Skeljungi tóku menn í svipaðan streng en verðið á bensínlítranum hjá þessum tveimur aðilum er nú 74.30 á 95 oktana bensíni, sem er 1,33% lækkun en 98 oktana bensín fer úr 80 kr. í 79 kr., 1,25% lækkun. Afláttur á sjálfsafgreiðslustöðvum verður áfram kr. 1.20 hjá Skelj- ungi og jafnframt býður fyrirtæk- ið 2 kr. verðlækkun í kynningar- skyni við Gylfaflöt í Grafarvogi, Miklubraut norður og Shellstöð- inni við Kleppsveg. Ekki nábist í forráðamenn Olís í gær. -BÞ Teikning af fyrsta áfanga framkvœmda á Skólavöröuholti sem sýnir hvernig horn Eiríksgötu og Njaröargötu mun líta út eftir breytingarnar. Breytingar á Skólavöröuholti hafnar í sumar: Rithöfundasamband Islands: Svava og Stefán heibursfélagar Rithöfundamir Svava Jak- obsdóttir og Stefán Júlíus- son vom kjörin heibursfé- lagar Rithöfundasambands íslands á aðalfundi fyrir skömmu. Ólafur Haukur Símonarson, varaformabur sambandsins, sagði af því tilefni um heibursfélagana: „Stefán Júlíusson er ágætur rithöfundur og þýðandi, og tæpast hefur barn vaxið úr grasi á íslandi síðustu áratugi að það hefur ekki eignast bækur hans að vinum. Svava er einn helsti prósa- höfundur okkar á þessari öld. Ritverk hennar eru orðin dýr- mæt sameign þjóbarinnar. Svava er einn þeirra ágætu fé- laga okkar sem hafa setið á Alþingi og þar hefur hún reynst okkur góður talsmað- ur." ■ Hom Eiríksgötu og Njaröargötu fært Lagfæring á homi Eiríksgötu og Njarbargötu verbur fyrsti áfangi framkvæmda á Skóla- vörbuholti og ver&ur unnið vib hann á þessu ári. Borgar- ráb samþykkti svohljóbandi tillögu borgarverkfræbings á fundi sínum í vikunni. Skólavörðuholtið og nágrenni þess munu taka miklum breyt- ingum áður en framkvæmdum þar lýkur, eins og sjá má á teikn- ingum, en ekki er fyrirséö hve- nær það verður. Byrjað verður á breytingum á horni Eiríksgötu og Njarðargötu fyrir mitt sumar og er ætlunin ab ljúka þeim á þessu ári. Horn- ið varð fyrir valinu sem fyrsti áfangi framkvæmda við Skóla- vörðuholt þar sem enn standa yfir viðræður við sóknarnefnd og ráðuneyti um þátttöku í fjár- mögnun framkvæmda innan lóðamarka Hallgrímskirkju. Best er að átta sig á breyting- r isa E BjS »4 Ba i tVr-o1- í unum á horni Eiríksgötu og Njarðargötu með því að skoba teikningar. Eins og sjá má mun efsti hluti Eiríksgötu færast í sveigju í átt að styttunni af Leifi Eiríkssyni og Eiríksgatan tengj- ast þannig Frakkastígnum. Njarðargatan sveigist einnig og mun eftir breytingarnar enda þar sem hún tengist Eiríksgötu. Hornib eins og það er í dag, þyk- ir mjög erfitt umferðarlega séð og er ætlunin m.a. að bæta úr því með breytingunum. Einnig verður umhverfi hornsins fegr- ab í fyrsta áfanga verksins og að- koma að leikskólanum Grænu- borg við Eiríksgötu og Hnit- björgum, Listasafni Einars Jóns- sonar bætt. Um leiö og horn Eiríksgötu og Njarðargötu færist verður tengingu Lokastígs við Njarðargötu breytt. -GBK Skólavöröuholtiö, horn Njaröar- götu og Eiríksgötu en aögengi aö Hnitbjörgum, listasafni Einars jónssonar, veröur m.a. bætt Tímamynd:GVA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.