Tíminn - 14.06.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.06.1996, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 14. júrtí 1996 Sjálfsbjargarþingiö: Skora á Alþingi að koma TR undir eitt þak Árlegt þing Sjálfsbjargar var haldib um helgina þar sem einkum voru rædd lífeyris- og tryggingamál öryrkja og „hin- ar gífurlegu kjara- og réttinda- skeröingar þeirra sem hafa lífs- viöurværi sitt af launum frá Tryggingastofnun ríkisins," eins og segir í fréttatilkynn- ingu frá Sjálfsbjörgu. Þar segir og að stefna stjórn- valda virðist vera sú að gera fatl- aða að ölmusufólki. Þingið sam- þykkti að skora á Alþingi og rík- isstjóm að ráða þegar bót á hús- næðisvanda Tryggingastofnun- ar ríkisins, enda sé aðgengi fatl- aðra að stofnuninni mjög tak- markað. Einnig er taliö að það geri starfsemi TR ómarkvissari og kostnaðarsamari en nauðsyn beri til, að reka hana á fjómm stöðum í Reykjavík og Kópavogi. Ýmsar ályktanir og mótmæli voru samþykkt á þinginu. Þar komu m.a. fram hörð mótmæli gegn þeirri breytingu að fækka svokölluðum lægri bifreiðastyrkj- um úr 600 í 335. Eðlilegt þykir að umönnunarbætur séu greiddar þeim foreldrum eða skyldmenn- um, sem annast fatlaða einstak- linga yfir 16 ára aldri í heima- húsi, enda séu þeir að spara þjóð- félaginu með því kostnað og vist- unarrými. Nú eru slíkar bætur eingöngu greiddar til þeirra sem annast börn undir 16 ára aldri. Heimilt ætti að vera að greiða bensínstyrk til framfærenda fatlaðra og sjúkra barna, sem nauðsynlega þurfa bifreið vegna hreyfihömlunar barnanna. Þá er þess óskað að unnið verði að því að ökumannstrygging öiyrkja verði lækkuð. Einnig lýsti þingið yfir áhyggjum vegna úrskurðar umhverfisráðuneytis fyrir helgi í kæru Sjálfsbjargar á Akureyri. Ráðuneytið gaf út leyfi fyrir bygg- ingu 4. hæðar Hótels Norður- lands á Akureyri án þess að lyfta verði sett upp í húsinu. Sjálfs- björg telur þetta skýlaust brot á byggingareglugerð. 10 árí nóvember frá því oð íslenska lottóiö hóf starfsemi sína: 500. potturinn dreginn út annan íslensk getspá á stórafmæli í ár, en í nóvember nk. eru 10 ár lið- in frá því ab spilaglaðir íslend- ingar tóku fyrst þátt í lottóinu og vakti sú nýbreytni mikla at- hygli mebal landsmanna. Laug- ardaginn 2. júní verður 500. potturinn dreginn út. Margt hefur breyst síðan lottóið steig sín fyrstu spor. Fram að því höfðu landsmenn einkum lagt fé sitt undir í happdrættum og get- raunum, en síðan hefur úrvalið stóraukist og má í því sambandi nefna spilakassa HHÍ, Víkingal- ottóið, Kínó, Lengjuna o.m.fl. Vilhjálmur Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri íslenskrar getspár, segir að markaðshlutdeildin hafi verið um 25% að undanförnu og það sé viðunandi. „Það er þó breytt kaupmynstur frá því sem var og auðvitað er það svo að þegar fleiri koma á markaðinn með e.k. fjáröfl- un í þessum dúr, þá hefur það áhrif hjá okkur öllum." Vilhjálmur segir um einstaka libi ab Víkingalottóið hafi tekið kipp nú, eftir ab stóri vinningurinn kom upp á Selfossi, en almennt dali lottóið alltaf á sumrin. Um Kínóið sagði Vilhjálmur að þab hefbi gengið rólega, en meiningin væri laugardag að halda því áfram, þótt ekki væri hægt ab útiloka einhverjar breyt- ingar. „Kínóið er aukabúgrein. í gamla daga höfðu bændur hæn- urnar á priki inni í fjósi og þær verptu nokkrum eggjum. Þau eru ágæt, en kýrnar gefa miklu meira af sér á ársgrundvelli." -BÞ Árið 1872 fær Sigurbjörg Sigurbardóttir, kona Ólafs Einarssonar skrebara, úthlut- að lóö, 22 álnir á breidd, 30 álnir á lengd, á horni Bergstaðastrætis og Bjargarstígs. Hún lét byggja þar steinbæ árið 1882, sem stendur enn. Bærinn var á ámm áð- ur kenndur við hana og kallaður Sigur- bjargarbær, en fljótlega fékk hann heitið Miðgmnd. Talið er að Bjargarstígur sé einnig nefndur eftir konu þessari. Sigur- björg selur E.Th. Jónassen eignina í júní árið 1888. Guðmundur Einarsson kaupir Mið- grund árið 1889 af E.Th. Jónassen. í manntali 1890 em þar til heimilis: Gub- mundur Einarsson 33 ára, frá Helgastöð- um í Biskupstungnahreppi; kona hans Dagbjört Brandsdóttir 27 ára, ættuð af Mýrum; börn þeirra Einar Kristinn 4 ára, Júlíana Valgerbur 2 ára, og Kristjana Lára á fyrsta ári. Móðir frúarinnar var á heimilinu, Anna Þórðardóttir 62 ára. Árið 1889 fær Guðmundur úthlutað landspildu suður frá bæ sínum til kál- garðsræktunar, 44 x 22 álnir, í vibbót við lóð sem hann hafði fýrir. í júlí 1892 var Miðgmnd (Sigurbjarg- arbær) seld á uppboði. Guðbrandur Þórð- arson skósmiður kaupir. Hann lét virða eignina 18. maí 1893. Þar segir að Guð- brandur hafi látið byggja ofan á veggina sem fyrir voru. Auk þess hefur hann breytt honum (bænum) svo, að nú hefur hann 3 herbergi og eldhús sem öll eru þiljuð og máluð. Þar er ein eldavél. Uppi em tvö herbergi, þiljuð og málub. Húsið er byggt úr grásteini, nema suðurgaflinn sem er úr bindingi og járni. Guðbrandur fær leyfi til ab byggja skúr austan við húsið 1893. Ekki er vitað fyrir víst hvenær hann byggði skúrinn, en tekið er fram í mati sem gert var 1896 að skúr þessi sé byggður af bindingi og með járnþaki á langböndum. Árið 1904 selur Guðbrandur Þórðarson hálfa eignina Guðmundi Sæmundssyni. Árið 1906 veðsetja þeir Guðbrandur og Gubmundur Bergstabastræti 22. Guð- mundur Þórðarson selur sinn helming Helga Magnússyni árib 1908. Helgi selur eignarhelming sinn 1911 Guðmundi Jakobssyni. Árið 1915 kaupir Landsbank- inn eignina alla. Landsbankinn selur Miðgmnd Viggó Jónssyni að nokkmm mánuðum libnum. Viggó var fæddur 26. s. Bergstaðastræti 22 (Mibgrund) september 1884 á Dagverðarnesi í Rangárvallasýslu. Hann hafði bústým sem hét Guöfinna K. Magnúsdóttir; hún var frá Vatnsleysuströnd, fædd 1872. A þessum ámm búa margir í húsinu og í manntali 1916 em skráð þar 12 manns. Viggó átti Miðgmnd ekki lengi og næsti eigandi á eftir honum er Kjartan Ólafsson verkamaður, fæddur 6. mars 1895 á Húsafelli í Hálsasveit. Hann mun hafa haft þar stutta viðdvöl. Næsti eig- andi á eftir honum er Brynjólfur Magn- ússon. Hann var fæddur 6. janúar 1873; kona hans var Þóra Magnúsdóttir, fædd 29. ágúst 1876. Árið 1925 er fjórbýli á Miðgmnd. Auk húseiganda Brynjólfs og Þóru, sem búa ein í heimili, er Jósef Guðjónsson skó- smiður, fæddur 7. júlí 1900. Hann er einn í heimili. Á þriðja heim- ilinu eru: Halldór Sigurðsson beykir, fæddur 27. ágúst 1893 á Péturs- borg í Glæsibæj- arhreppi; Kristólína Þorleifsdóttir, kona hans, og barn þeirra Þorleifur. Á fjórða heimilinu em: Pálína Rósa Þorleifsdóttir, María Ágústsdóttir (49 ára), Auðbjörn Sigurður Emilsson verka- maður (23 ára) og Elís Kristinn Magnús- son verkamaður. Árið 1930 er Brynjólfur Magnússon áfram eigandi að Miðgmnd, en þá em færri íbúar í húsinu en ábur og ekki nema tvíbýli. Upp úr 1930 verba eigendaskipti og þá kaupir Sigurður Kristjánsson trésmið- ur. Hann á eignina í nokkur ár. Næsti eigandi að Bergstaðastræti 22 (Miögmnd) er maður ab nafni Bergsveinn Jónsson, en hann mun hafa átt eignina í stuttan HÚSIN í BÆNUM FREYjA JÓNSDÓTTIR tíma. Eins og sjá má af þessari upptalningu hefur þessi eign gengið kaupum og söl- um manna í milli. Það er ekki fyrr en ár- ið 1937 eba 1938 ab Bergstaðastræti 22 kemst í eigu Márusar Júlíussonar frá Hólslandi í Eyjafjallahreppi (fæddur 15. apríl 1903). Kona hans var Elsa Jóhann- esdóttir frá Vestmannaeyjum, fædd 22. apríl 1913. Fyrstu árin eftir að þau kaupa eignina er tvíbýli í húsinu, þau leigðu efri hæðina Friðþjófi Thorsteinsson, verkamanni frá Bíldudal, og konu hans Svölu Thorsteinsson. í vibbyggingunni var um árabil rekin hárgreiðslustofa. Konan sem átti hana var kölluð Bebba. Elsa og Máms eignuðust tvær dætur, Eddu og Kristínu, sem bábar ólust upp á Bergstaðastræti 22. Máms var húsasmíöa- meistari ab mennt, en stundaði aðallega húsgagnasmíði og rak um árabil verk- stæði á Laugavegi 17. Mikil samheldni einkenndi fjölskyld- una á Bergstaðastræti 22, en sorgin gleymir engum. Máms drukknaði í Hagavatni ásamt félaga sínum 26. júní 1960. Þegar þessi voveiflegi atburður gerbist var móðir hans, Sólveig Ólafsdótt- ir, nýlátin. Mæbginin vom jörðuð saman. Sólveig hafði um árabil búið á heimili sonar síns í skjóli hans og tengdadóttur. Elsa bjó áfram í húsinu ásamt dætr- um sínum og síðan barnabarni sínu, Márusi Jóhannessyni, sem nú býr á Bergstaðastræti 22 ásamt konu sinni, Sigurleif Sigþórsdóttur, og dóttur, ísa- bellu Katrínu. í mati frá 1919 er getið um verslunar- skúr vib norðurgafl hússins. Hann er byggður af bindingi, klæddur utan borð- um á veggjum og með jámþaki á borbsúð. í dag er herbergjaskipan næstum eins og í fyrsta mati frá 1893. Á efri hæb em tvö svefnherbergi, snyrting, bab og gangur. Á nebri hæð eitt herbergi þar sem hárgreibslustofan var, rúmgób stofa, eld- hús og hol. Heimildir frá Árbæjarsafni, Borgarskjalasafni og Landsbókasafni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.