Tíminn - 14.06.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.06.1996, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. júní 1996 3 20 konur gáfu milljón í fyrra til björgunarsveitar og 300.000 kr. núna fyrir öryggisbúnab í sundlaug: Fámennasta slysa- varnadeild lands- ins iöin við kolann Slysavarnadeildin Hringur í Mývatnssveit afhenti í fyrra- dag Sundlaug Reykjahlí&ar ör- yggisbúnað sem kostar um 300.000 kr. Framlagiö vekur athygli vegna fámennis meb- lima, en deildina skipa rúm- lega 20 konur úr sveitinni. „Við emm bara svona ráðdeild- arsamar húsmæðurnar í sveit- inni," sagði Ásdís Illugadóttir, ritari í stjórn Hrings á léttu nót- unum í samtali við Tímann í gær. „Þetta eru bara smáaurar, í fyrra gáfum við eina milljón í húsnæði björgunarsveitarinnar hérna." Ásdís sagði að fjármögnun Hringskvenna fælist einkum í sölu jólaskreytinga sem Hrings- konur búa sjálfar til og keyra heim á hvern bæ. Einnig væri veitingasala í Hlíðarrétt á haust- in, kaffiveitingar seldar á h'reppsnefndarfundum ofl. ofl. Búnaðurinn til sundlaugarinn- ar samanstendur af fjórum myndavélum sem verða staðsett- ar á botni laugarinnar auk pott- anna tveggja og eru þær tengdar tveimur sjónvarpsskjám. Batnar öryggi sundgesta stórlega fyrir vikið, en laugin er eftirsóttur við- komustaður ferðamanna og hef- ur fjöldinn farið á annað þúsund- ið á dag þegar straumurinn er mestur á sumrin. Gjöfin nú var afhent í tilefni af 30 ára afmæli deildarinnar en það var 9. októ- ber árið 1966 sem kvenfélaginu Hring var breytt í slysavarna- deild. -BÞ Innflutningur á fiski aukist gífurlega á fáum árum: Fiskinnflutningur fór í 2,5 milljarða 1995 íslendingar fluttu inn 26.300 tonn af fiski í fyrra fyrir nærri 2,5 milljarða króna. Þetta var aukning frá árinu áður um 30% að magni til en rösklega 50% í krónum talið. Fiskinnflutningur hefur auk- ist úr um 10 þús. tonnum á ár- unum 1991/92 og verðmætið meira en þrefaldast á sama tíma, samkvæmt skýrslum Hag- stofunnar um utanríkisviðskipti. Ríflega 40% þess fiskjar sem fluttur var inn í fyrra var keypt- ur af Rússum. Meginhluti þess var um 10.000 tonn af þorski fyrir rúman milljarð króna cif., eða kringum 100 kr. að jafnaði fyrir kílóið. Alls voru flutt inn tæp 12.000 tonn af þorski fyrir nærri 1,2 milljarða króna, hvar af um 7. hlutinn var ferskur, heill þorsk- ur. Fryst rækja kom í öðru sæti, rúmlega 4.100 tonn fyrir 625 milljónir króna. Mest af henni var keypt frá Danmörku, Kan- ada og Færeyjum. Ferskur heill karfi kom í þriðja sæti, 3.600 tonn fyrir 100 millj- ónir króna. Ríflega helmingur karfans var keyptur af Færeying- um. Rúmlega 200 milljónum króna var varið til kaupa á 2.150 tonnum af smokkfiski til beitu. Smokkfiskurinn kom frá 10 löndum um víða veröld, en þó mest frá Bandaríkjunum, Nor- egi, Falklandseyjum, Rússlandi, Svíþjóð og Taívan. ■ Óánœgja meb nýjan rektor Menntaskólans vib Sund: Formaöur skóla- nefndar segir af sér Formaður skólanefndar Menntaskólans við Sund hef- ur sagt sig úr nefndinni vegna þeirrar ákvörðunar menntamálaráðherra að setja Eirík G. Guðmundsson, aðstoð- arskólameistara Fjölbrautar- skóla Vesturlands sem rektor M.S. Ingólfur H. Ingólfsson, sagði sig úr skólanefnd MS á fundi nefndarinnar 5. júní sl. Skóla- nefndin hafði áður gert tillögu um að Pétur Rasmussen, kon- rektor við M.S. yrði settur rektor og er Ingólfur ósáttur við að ráð- herra skyldi ekki fara að tillögu nefndarmanna. í bókun sem Ingólfur lét gera á fundinum segir m.a. að skólanefndin hafi lagt á sig mikla vinnu og staðib fagmannlega að tillögum um næsta rektor við menntaskól- ann. í bókuninni segir enn- fremur: „Menntamálaráðherra virti ekki tillögur nefndarinnar án þess að sjá á þeim nokkra meinbugi né heldur á vinnu- brögðum nefndarinnar. Ákvörð- un ráðherra er því byggð á eigin geðþótta. Þetta er lítilsvirðing á vinnu nefndarmanna og gerir störf nefndarinnar og ákvarðan- ir ótrúverðug. Við þessi skilyrði treysti ég mér ekki til ab vinna að hagsmunum skólans af sömu einurð og áður og segi því af mér formennsku frá þessum fundi að telja. Auk þess mun ég til- kynna borgarráði úrsögn mína úr nefndinni og óska eftir að varamaður komi í minn stað." Tilkynning um úrsögn Ing- ólfs var lögð fyrir fund borgar- ráðs í gær. -GBK Halim Al var í beinu augnsambandi viö Dagbjörtu og Rúnu þeg- ar þœr sögöust vilja búa hjá fööur sínum: Gátu ekki horft í augu móður sinnar „Dómarinn gekk á stúlk- urnar þegar þær voru leiddar fyrir hann. Þegar hann spurði þær hvar þær vildu vera, sögðust þær vilja vera hjá föður sínum. En þegar hann bað þær að horfa á móður sína meðan þær svöruðu þá neituðu þær að svara í annað skiptið og neit- uðu að hta til hennar. Dómarinn lét þær taka of- an gleraugun en ekki blæj- una. Það var ljóst af þessu öllu saman að það var búib að fara í gegnum þetta mjög oft því maður sá hvernig Halim A1 stýrði í rauninni svörum þeirra með svipbrigðum í and- liti. Þær sáu framan í hann þegar þær svöruðu," sagði Gunnlaugur Sigmundsson, þingmaður, í samtali frá Ist- anbúl í gærmorgun. Gunn- laugur er staddur í Tyrklandi ásamt fleirum íslendingum á Habitat-ráðstefnu SÞ og vom þeir viðstaddir réttarhöldin í undirrétti í Istanbúl í forræð- ismáli Sophiu Hansen. Svitinn lak af veggjum „Andrúmsloftið mótaðist náttúrulega af því að réttar- salurinn var lítið skítugt her- bergi, svona 20 fermetrar. Þar voru gömul rykfallin skjöl í hillum á veggjum. Rússnesk ljósapera hékk í loftinu og þarna var hrúgað inn á fjórða tug manna. Það lak svitinn af öllum og af veggjunum og þetta var mjög þrúgandi." Að sögn Gunnlaugs reyndi Sophia að mótmæla framburði stúlkn- anna vegna þess að þeim hefði verið skipab að segja þetta en lögmaöur hennar bað hana um að tjá sig ekki. „En hún var, sá maður, í hálfgerðu sjokki. Stóð sig samt mjög vel." Fagnaðarlæti múslíma „Svo kvað dómarinn upp þann úrskurb að dæturnar skyldu vera hjá föbur sínum en hún hefði umgengni við þær í júlí og ágústmánuði. Þetta er þriðja skiptið sem málib fer fyrir þennan sama dómara í undirrétti þannig að ef því verður vísað til hæsta- réttar þá getur hann ekki sent þab aftur heim í hérað," sagði Gunnlaugur en Sophia hefur þegar ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar og verður væntanlegur dómur hans sá endanlegi. „Vib heyrðum þá mikil fagnaðarlæti utan af götu frá stuðningsmönnum Halims." Klapplið Gunnlaugur sagði töluverð- an mannsöfnuö hafa verið fyr- ir utan dómshúsið og giskaði á að þar hefðu verið saman komnir um 300 heittrúaðir múslímar. Þegar íslending- arnir komu upp á 5. hæð hússins þá hafi múgur og Sophiu Hansen var úrskuröaöur réttur til aö umgangast dcetur sínar Dagbjörtu og Rúnu í tvo mánuöi á ári en hún býst viö aö Halim Al fari þá meö stúlkurnar í felur. Sophia hefur nú þegar ákveöiö aö áfrýja úrksuröinum til Hœstaréttar. Dómur Hœstaréttar veröur þá endanleg- ur því samkvœmt lögum getur hann ekki vísaö málinu aftur til undir- réttar. Skilningur tyrkneskra mæðra Gunnlaugur Sigmundsson þing- maöur Vestfjaröa, kona hans, og fleiri íslendingar voru viö- staddir réttarhöldin í ístanbúl í gœr. margmenni verið á ganginum fyrir utan réttarsalinn „Þar var Halim A1 mættur með ca. 15 ungar stúlkur, allar klæddar eins, í blæjur með dökk sólgleraugu. Það var því mjög erfitt að greina hverjar væru dætur hans. Hann var með svona 20 karlmenn með sér sem hann stýrbi. Svo var eitthvert klapplið þarna til viðbótar. Við heilsuðum Halim og hann svaraði okkur á ís- lensku. Síðan kom Sophia og um 10-15 lögreglumenn fylgdu henni í bak og fyrir og leiddu hana í gegnum þvög- una." Gunnlaugur sagði að íslend- ingamir hefbu allir fengið að fara inn í réttarsalinn og taldi að dómarinn hefði beitt sér fyrir því. Að úrskurðinum uppkveðnum var mikið af fjöl- miðlafólki mætt á staðinn og tóku m.a. viðtöl við íslending- ana. „Fjölmiðlar sýna þessu mikib meiri áhuga en mig ór- aði fyrir og þetta mál var á forsíðu nokkurra blaba í gær." íslendingarnir hittust svo heima hjá Sophiu eftir dóm- inn og í gærmorgun sendu íslendingarnir sem viðstaddir voru réttarhöldin frá sér fréttatilkynningu til tyrk- neskra fjölmiðla. Þar þakka þeir viðtökurnar í Tyrklandi og lofa fegurð landsins. Þar segir líka: „í forræðismálinu viljum við leggja áherslu á rétt móðurinnar til jafns við rétt föður til að umgangast og annast börn sín. Við trúum því að allar tyrkneskar mæður séu okkur sammála um þetta atriði og vonum að tyrkneskir feður deili sjónarmiðum okk- ar. Samkvæmt stjórnarskrá ríkir trúfrelsi á Islandi. í þessu máli viljum við undir- strika eftirfarandi. 1) 10. apr- íl 1992 var Sophiu úrskurðað af íslenskum dómstólum for- ræði yfir dætrum sínum og allir málsaðilar voru íslenskir ríkisborgarar. 2) í júní 1990 fór faðirinn með dæturnar í heimsókn til Tyrklands og átti að koma með þær heim aftur 15. ágúst sama ár. Þann dag hringdi hann og sagðist aldrei mundu koma aftur með dæturnar. 3) Tyrkneskur dómstóll úrskurðaði 12. nóv. 1992 Sophiu umgengnisrétt sem faðirinn hefur brotið 63svar sinnum. 4) Sophia Hansen hitti dætur sínar síð- ast 16. maí 1992. í fjögur ár hefur faðirinn einhliða mótað viðhorf dætranna og því var vitnisburður þeirra við réttar- höldin ekki sannfærandi. Við skomm á tyrknesku þjóbina að tryggja stúlkunum tveimur rétt sinn til umgengni við bába foreldra sína." LÓA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.