Tíminn - 14.06.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.06.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. júní 1996 5 Ólympíuleikarnir í Atlanta áriö 1996: íslensk Ólympíu- frímerki Þann 25. júní næstkomandi veröa gefin út fjögur Ólympíu- frímerki af Póstmálastofnun- inni. Merkin em hönnuð af Hlyni Ólafssyni og eru myndir og verðgildi sem hér segir: 5,00 krónur með mynd af hlaupara. 25,00 krónur með mynd af spjótkastara. 45,00 krónur með mynd af langstökki. Loks eru svo 65,00 krónur með mynd af kúluvarpi. Frímerki þessi em prentuð hjá seðlaprentsmiðju Noregs- banka í offset og 50 stykkja örkum. Eins og áður segir koma frímerkin út þriðjudaginn 25. júní. Tilefni þessarar útgáfu er að Ólympíuleikarnir í ár verða haldnir í Atlanta í Bandaríkj- unum. ísland hefir verið þátt- takandi öðm hverju allt frá 1908, en það ár vom leikarnir haldnir í London. Sjö manna hópur sýndi íslenska glímu og Jóhannes Jósefsson (Jóhannes á Borg) varð fyrsti íslenski keppandinn, en hann náði undraverðum árangri í grísk- rómverskri glímu, varð fjórði. Á næstu leikum, í Stokkhólmi ár- ið 1912, sýndu íslendingar glímu öðm sinni og tveir ís- lendingar vom á meðal kepp- Nýju Ólympíufrímerkin. THE1996 OLYMPICS IN AT Gjafamappan meb öllum frímerkjunum. enda á leikunum. Eftir það varð hlé á þátttöku íslendinga, en í Berlín 1936 mætti 15 manna hópur héðan og á Vetrar- ólympíuleikunum í St. Moritz árið 1948 vom íslendingar með í fyrsta sinn. Síðan hafa íslensk- ir keppendur verið á öllum Ólympíuleikum. Árangur þeirra hefur oft verið glæsileg- ur, en upp úr standa þeir tveir, sem á verðlaunapall hafa kom- ist. í Melbourne árið 1956 vann Vilhjálmur Einarsson til silfur- verðlauna í þrístökki og Bjarni Friðriksson hlaut bronsverðlaun í júdó í Los Angeles árið 1984. Á leikunum í Seoul 1988 lék ís- lenska landsliðið í handknatt- leik um bronsverðlaunin, en endaði í fjórða sæti. Á Ólympíu- leikunum í Atlanta sumarið II Mnwil i iril tsí Uttii I frrifi* Frímerk jahefti >. . M M§ /■' mm >< mm a )i fiÍMtrki i Irif III fttit »Ut Ivrif* Frímerkjahefti púsnm wm FRIMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON 1996 keppa íslendingar vænt- anlega í fimm greinum: frjáls- um íþróttum, júdó, fimleik- um, badminton og sundi. Auk frímerkjanna verður svo gefin út sérstök gjafamappa með öllum frímerkjunum í. Þetta er vönduð mappa, en verður aðeins send þeim sem panta hana sérstaklega. Þá verða gefin út tvö frí- merkjahefti með merkjum Ólympíuleikanna, en þarna eru fyrst komin sérstök frí- merki með réttum burðargjöld- um eftir breytingarnar frá 1. júní. Þetta verða hefti með 10 45,00 króna frímerkjum og einnig með 10 65,00 króna frí- merkjum. Sama myndgerð er á forsíðu beggja heftanna, aðeins með mismunandi litum. Þá eru heftin skráð sem númer 3/1996 og nr. 4/1996. Verð heftanna er svo nafnverð frímerkjanna, en gjafamappan kostar 200,00 krónur stykkið. Sérstakur útgáfudagsstimpill verður, með ólympísku hringj- unum. Þá verður sérstimpill á Landsmóti skáta á Úlfljóts- vatni þann 21.-28. júlí 1996. Stimpillinn verður í notkun alla dagana og aðeins tekið á móti almennum bréfasending- um. ■ Frímerkjaheftin meb frímerkjunum tveim. Fáein hvít blóm á Tjöminni Þann 4. júní s.l. voru liðin sjö ár frá því valdhafar Kína létu murka lífið úr að minnsta kosti á annað þúsund ungmennum á Torgi hins himneska friðar. Til- efnið var, að fólkið krafðist þess að fá að hugsa upphátt. Af þessu tilefni sló óhug á fólk um allan heim. Sá beygur situr enn í brjóstum þeirra, sem búa við nokkurn veginn óbrenglað sál- arlíf. Að vísu lét forseti íslands sig hafa það á síðasta ári, að fara austur til Peking, m.a. til að ræða „afstæði frelsis" við böðla ung- mennanna. En þótt forsetinn ætti svolítið erfitt með að skilja það, þá töldu ýmsir slíkt uppá- tæki þjóðinni lítt til sóma. 4. júní í ár komu nokkrir tug- ir manna saman við Tjörnina að undirlagi Amnesty Interna- tional. Erindið var að minnast fórnarlambanna frá Torgi hins himneska friðar með því að láta hvít blóm fljóta á Tjörninni, en hvítur litur er sorgartákn Kín- verja. Ekki vakti það sérstaka at- hygli mína hverjir þar voru saman komnir. Hitt er mér nokkurt undrunarefni hverjir voru í hópi fjarstaddra. Þar gat ekki að líta neinn ráðherra, sem raunar þurfti ekki aö koma á óvart, því fjármálaráðherra var einmitt staddur austur í Peking að ræða viðskipti við böðlana. Við- skiptahagsmunum má sem kunnugt er ekki stefna í voða vegna grundvallarhugmynda siðaðra manna, hvorki um eitt né neitt. Ástþór Magnússon, sérlegur frambjóðandi friðar í forseta- kosningunum, heiðraði mann- skapinn með fjarvem sinni. Það sama gerðu mótframbjóðendur hans, friðardúfurnar Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Agnarsdóttir. Aðrir forsetafram- bjóðendur vom einnig fjar- staddir, en mér vitanlega hafa þeir aldrei blakað hvítum friðar- fjöðmm framan í samborgara sína, né heldur kynnt sig sem sérlega boðbera mannréttinda. Fjarvera þeirra getur því ekki talist kasta rýrð á heilindi þeirra. SPJALL Pjetur Hafstein Lárusson Nokkmm tíðindum þótti mér það sæta, að sjá ekki þama við Tjörnina einn einasta alþingis- mann, borgarfulltrúa, ritstjóra eða varkalýðsleiðtoga. Hestir þeirra, sem myrtir voru á Torgi hins himneska friðar, vom stúd- entar. Þó varð ég þess ekki var, að íslenskir námsmenn fylktu liði til að heiðra minningu fall- inna félaga. Skáld og lista- menn, sem ég hélt að ættu að gera sér sæmilega grein fyrir rétti fólks til frjálsrar hugsunar, voru ekki þarna. Sennilega hafa þeir staðið i biðröð við miðasölu Listahátíðar. Úr hópi gamalla vinstri róttæklinga þekkti ég að- eins Birnu Þórðardóttur. Frelsis- boðberann Hannes Hólmstein Gissurarson sá ég hvergi, né nokkra aðra forystumenn frjáls- hyggjunnar svokölluðu. Aftur á móti létu endurnar sig ekki vanta. Þær syntu í flokkum að bakkanum og horfðu biðjandi á fólkið, auðvitað í von um brauð. Þær vom sem sagt mættar þarna við suður- bakka Tjarnarinnar sömu er- inda og fjármálaráðherra ís- lands austur í Peking. Og þegar hvít blómin flutu á móti þeim, skildu þær sýnilega ekki hvað um var að vera. Þannig getur hugur andanna flögrað alla leið upp í mannlegar „hæðir". Eða var það kannski mannleg hugsun sem hrapaði niður til andanna á Tjörninni, sem lætur betur að þiggja brauð- mola en að sýna ofsóttum virð- ingu? FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES KERFIÐ KALLAR Á NAFNA SINN Þegar gömlu Sowjetríkin stóðu í blóma var fylgst grannt með um- ferð á landamærum ríkjanna. í öll- um höfnum og flughöfnum stóbu þrír tollverðir og létu fólk fylla út spurningalista um hvort þab hefði skotvopn, demanta og eiturlyf eba eitthvab ámóta í farteskinu. Ein- björn tók vib útfylltu skjali hjá ferbamanninum og rétti Tvíbirni sem stimplabi þrisvar. Tvíbjörn rétti svo Þríbirni, sem stakk skjalinu í möppu til frekari athugunar hjá KGB- lögreglunni. Löngu eftir ab Sowjetríkin libu undir lok og KGB-lögreglan var leyst upp héldu tollveröirnir þrír áfram ab mæta í vinnuna eins og ekkert hefbi ískorist. Einbjörn tók við skjalinu og Tvíbjörn stimplaði þrisvar sinnum, en Þríbjörn mtti ferðamanninum skjalib aftur. Allar möppur og hillur jafnt sem koppar og kirnur voru fyrir löngu fullar af þessum skjölum, sem heyröu til KGB og köldu stríöi. Tollverbirnir sáu sína sæng uppreidda og los- ubu sig vib skjaliö á handhægan hátt, því enginn hafbi sagt þeim ab kalda stríbinu væri lokib. íslenska þjóbfélagib er ekki bara landfræöilega geymt úti í mibju Atlantshafi á milli tveggja heima Evrópu og Ameríku, heldur er þab líka mitt á milli tveggja heima Vesturlanda og Austur-Evrópu. Fólk sem feröast um gömlu Aust- urblokkina er stöbugt ab rekast á gamla kunningja ab heiman í stjórnsýslunni þar Eystra. Gamla og góba Sowjetkerfib kallar víba á nafna sinn á Islandi. Og ekki nóg meb þab: Gömlu kommaríkin skjóta okkur ref fyrir rass á mörgum sviöum. Dæmi: Víba í Austur-Evrópu eru viöskipti almennings meb gjaldeyri oröin frjáls eins og fuglinn og menn kaupa erlendan gjaldeyriyfir borðiö eins og pund af sykri. Á Is- landi er hins vegar abeins leyfilegt ab skipta íslenskum og útlenskum peningum í bönkum meb gjald- eyrisleyfi og ekki öll sagan sögb: Bankarnir taka nibur kennitölu allra þeirra sem skipta gjaldeyri í krónur og gildir þá einu hvort um íslendinga eba útlendinga er ab ræba. Kerfiö skráir sumsé hjá sér fólk sem skiptir valútunni sinni í krónur. En hverjum kemur þab við og hverjum kemur þab til góba þegar öllum er heimilt ab eiga gjaldeyri á bankareikningi eba undir koddanum sínum? Kalda stríöið geisar enn í gjaldeyrisvib- skiptum íslendinga, þó ab vopna- búrum risaveldanna sé nú ekib á bálkestina. Enn er þó ekki öllu til skila haldið: íslendingar eru svona tvö pró- sent af þeim sem skipta gjaldeyri í krónur og níutíu og átta prósentin koma frá útlöndum. Samt eru út- lendingarnir látnir fylla út eybu- blöbin með kennitölunni eins og ekkert hafi ískorist. Og þar sem ís- lenskar kennitölur ná ekki útfyrir landhelgina, eru allir útlendingar látnir skrifa 999999-9999 á eyðu- blöbin! Er ekki mál til komið ab einhver hringi nibur í Seblabanka og bibji símadömuna ab skila til banka- stjóranna ab kalda stríbinu hafi lok- ib vib fall Berlínarmúrsins meb sigri íslensku krónunnar?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.