Tíminn - 25.06.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.06.1996, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 25. júní 1996 TIIVIINN KYNNIR FORSETAFRAMBJOÐENDUR 1996 Ástþór Magnússon, 43 ára, er„dularfulli maburinn" í forsetakjörinu 1996 og hefur verib líkt vib geimveru. Ástþór eignabist umtalsvert fé í vibskiptum erlendis og vill nota þab íþágu frambobs síns og fribar í heiminum. Ástþór í vibtali vib Tímann: Menn eru ab spyrja mig hvort ég sé geimvera. Ég sagbi nú í viötali vib þá á Bylgjunni aö alltjent væri ég ekki grænn. Svo kom ég niöur á skrifstofu og sá þennan bæk- ling hérna, þar er ég reyndar grænn. Kannski ab þeir hafi verib ab kanna hvernig ég kem út á peningasebli," sagbi Ástþór Magnússon forseta- frambjóbandi í upphafi vib- tals vib Tímann, og hló vib. Hann kannast vib ab vera „dularfulli maburinn" í fram- bobinu. Maburinn sem kemur erlendis frá meb mikib fé, sem hann eybir í kosninga- baráttu. Með nærri 5% atkvæða^ í könnunum fullyrðir hann: „Ég er búinn að vinna þessar kosn- ingar." Þessi fullyrðing krefst skýrs svars. „Svarið við þessu var í ávarpi mínu í Tímanum á laugardag- inn var. Mér hefur tekist að koma af stað umræðunni um frið, umhverfismál og mann- réttindi í kosningabaráttunni. Flestir frambjóðendur hafa núna gert þessi mál að sínum og er það vel. Meginástæðan fyrir því að ég bauð mig fram var einmitt þessi. Ekki sú að ég vildi komast í freyðibaðið á Bessastöðum til að hugsa málið þar," segir Ástþór. „Ég stilli þessari kosningabaráttu þannig upp að það séu bara tveir í framboði: ég og svo kerfið og kolkrabbinn á móti mér," segir Ástþór. Hann segir að kolkrabb- ar séu steiktir á Spáni og þyki lostæti. Hér éti kolkrabbinn fólkið. Af efnuou fólki kominn Frambjóðandinn Ástþór er fæddur og uppalinn í Reykja- vík, nánar til tekið í Klepps- holtinu. Hann er sonur Magn- úsar K. Jónssonar bygginga- meistara og Unnar H. Lárus- dóttur. Fjölskyldan bjó við góðan hag, frekar vel efnað fólk. Systkinin voru fimm: tvö upp- komin, bróðir og systir, þegar Ástþór fæddist; síðar bættust við tvær dætur og einn sonur, Ástþór, og er hann elstur. Þegar við komum er Ástþór ekki á skrifstofu Friðar 2000, sem er til húsa sex hæðum ofar götunni hans Tómasar Austur- strætisskálds, með glæsilegu út- sýni yfir götuna að sunnan- verðu og gömlu höfnina í Reykjavík að norðan. Þarna byggðu á sínum tíma félagarnir Silli og Valdi. Ástþór birtist í lyftudyrunum eftir andartaks- stund, unglegur maður af for- setaframbjóðanda að vera. Hann býður til skrifstofu sinnar í fölgrænt hægindi úr leðri. Á skrifborði hans er mikið fjör, samansafn af pappírum og skjölum, tvær tölvur í gangi. Ástþór er friðarmaður. Hann kemur hvergi fram þessa dag- ana án þess aö viðra hugmynd- ir sínar um frið og stórt hlut- verk Islendinga í friðarferlinu. Hann vill að íbúar heimsins fái brauð en ekki vopn. Astþór Magnússon — forsetaframbjóbandinn sem býbur Kerfinu byrginn. Ástþór hefur vakib athygli íumrœbum forsetaframbjóbendanna fyrir „öbruvfsi" málflutning. er upp a nióti kerfinu Ljósmyndaástríoa Ástþórs Kornungur laðaðist Ástþór að fjölmiðlun, tók myndir fyrir dagblaðið Vísi, fyrst árekstrar- mynd skammt frá sumarbústað fjölskyldunnar, þá um ferming- araldur. Síðan komu fleiri myndir og smám saman betri og Ástþór gerðist kornungur sum- arafleysingaljósmyndari blaðsins og þótti efnilegur. Skólaganga Astþórs hér á landi varð ekki mikil, enda þótt hann ætti býsna gott með að læra. Hann lauk landsprófí og hélt síðan í Verslunarskólann. Sá skóli átti ekki við hann og fljót- lega útskrifaði hann sig sjálfur frá þeim forna skóla, enda var hann þegar tekinn til viö eigin blaðaútgáfu. Þess í stað hélt hann til Eng- lands í nám í ljósmyndun og markaðsfræðum, þar sem hann dvaldi næstu fjóra veturna. Viðskipti voru Ástþóri snemma hugleikin. Aðeins 16 ára gamall þótti honum þröngt um sig sem launþegi hjá Vísi og tók til að gefa út unglingablaðið Jónínu ásamt Páli Hermanns- syni, sem nú býr erlendis, og Jens Ingólfssyni, framkvæmda- stjóra Kolaportsins í dag. Náöi helmingi ferm- ingarbarna í myndatöku „Eftir námið setti ég upp ljós- myndastofu. Byrjaði á að taka fermingarmyndir og notaði nýja markaðstækni, hafði tvö stúdíó í vinnu og vaktavinnu, og hringdi í foreldra allra ferm- ingarbarnanna í Reykjavík og nágrenni. Ég náði víst næstum helmingi af fermingarbörnun- um í myndatöku. Síðan tók við framköllun á litmyndum. Ég tók upp þá markaðstækni að gefa litfilmu með framköllun- inni. Ljósmyndarar voru ekki ánægðir með þetta og kærðu mig. Ég fékk tvær sektir. Það væri áreiðanlega búið að háls- höggva Jóhannes í Bónus, ef þetta viðhorf ríkti enn í dag," segir Ástþór. Óvelviljaö kerfi Myndiðja Ástþórs vakti þjóð- arathygli fyrir nýjungar og sóp- aði að sér viðskiptum. En sam- keppninni var mætt af öflugu fyrirtæki, Hans Petersen. Fram- köllunarverð þess fyrirtækis breyttist ekkert í nærri 200% verðbólgu í nærri tvö ár, að sögn Ástþórs. Verðlag á fram- köllun var orðið lægra á íslandi en á Spáni. Ástþór reyndi að keppa við risann, og féll. Gjald- þrot var óumflýjanlegt. í kjöl- farið kom verslunin Magasín í Kópavogi. Einnig það fyrirtæki varð að gefast upp, enda mjög tengt Myndiðjunni. Ástþór seg- ir að í þessu máli öllu hafi hann kynnst mikilli óvelvild kerfisins. Skiptaráðandi hafi meðal annars vísað frá tilboði meö fasteignaveði sem greiðslu. Eignir voru seldar á lágmarks- verðum. Engum samningum var hægt að ná. Það hafi átt að setja sig á hausinn, og þær fyr- irskipanir hafi komið ofan frá, úr bönkunum, samkvæmt upp- lýsingum lögmanna á þeim tíma. Ástþór segir að gjaldþrotin hafi verið erfið sér og fjölskyldu sinni. Hann segir að hann hafi síðar greitt skuldir sínar að mestu leyti. Hann hafi ekki orðið var við nokkurn mann sem teldi sig eiga inni hjá sér. Upphafsmaour greiöslukorta Ástþór átti ýmsar fleiri hug- myndir, sem áttu eftir að valda þáttaskilum í lífi fólks. Hann átti hugmyndina að stofnun kreditkortafyrirtækis í byrjun 9. áratugarins. Það átti fyrst að heita Gírókortið og markaðs- kannanir höfðu verið gerðar og lofuðu góðu um viðskipti. Síð- an kom í ljós að erlent kortafyr- irtæki þurfti að koma til og var þá samið yið Eurocard. Enn á ný þurfti Ástþór að glíma við kerfið, sem brást ókvæða við krítarkortavæðingunni. „Breytingar eru aldrei auð- veldar, það kom til dæmis fram þegar Seðlabankinn sjálfur krafðist rannsóknar á fyrirtæk- inu og allt var reynt til að loka fyrirtækinu. Við vorum um tíma hræddir um að það tækist, en það reyndist ekki hægt, þótt margir reyndu," sagði Astþór. Fyrirtækið Eurocard á íslandi var síðar selt bönkum og spari- sjóðum, sem áður höfðu engan áhuga haft á rekstri kortafyrir- tækis og töldu slík kort ekki hæfa í íslensku samfélagi. Hannabi tölvuforrit í Danmörku Eftir gjaldþrotin, mikil blaða- skrif og hamagang hvarf Ástþór úr landi og settist að í Dan- mörku. Þar setti hann á fót um- boðsverslun með vörur til póst- verslana og tölvuforritunarfyr- irtæki; hafði reyndar þreifað fyrir sér áður á þeim markaði. „Mér gekk ágætlega í Dan- mörku, þar fann ég ekkert ann- að en eðlilega samkeppni á stórum og þroskuðum mark- aði," segir Ástþór. En annað svið beið hans, tölvu- og upp- lýsingatæknin, sem farin var að ryðja sér til rúms. „Ég fékk í lið með mér fyrrverandi forstjóra Daells Varehus. Ég hafði hann- að kerfi sem ég gerði með pappírsmódelum í kjallaranum heima hjá mér. Við fórum sam- an og seídum þessa hugmynd á hálfa milljón dollara, bara út á áætlanir. Það varð til þess að ég gat ráðið til mín fólk og kom fyrirtækinu í gang. Meðan ég var í Danmörku kom til mín kona frá Bretlandi, sem var að kynna möguleika fyrir dönsk fyrirtæki að flytja starfsemi til vissra svæða í Bretlandi. Það yarð úr að ég flutti til Englands. Ég yar í þessu í rúm 10 ár," seg- ir. Ástþór. Hann vill ekki ræða nánar niðurstöðutölur og hagnað fyrirtækis síns. En eftir öllum sólarmerkjum að dæma hefur Ástþór verið að gera það gott í Englandi. Þar eignaðist hann ekki bara fallegt einbýlis- hús, heldur líka góða bíla - - og einkaþotu, sem hann flaug sjálfur víða um lönd á vegum fyrirtækisins og í eigin þágu. Þetta er í stuttu máli „huldu- maðurinn" Ástþór. Hann neitar því ekki að hann hafi gert það gott meðan tölvufyrirtækið var og hét og framleiddi vélbúnað, en fyrirtækið er í rekstri og framleiðir hugbúnað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.