Tíminn - 12.07.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.07.1996, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. júlí 1996 3 Úrsagnir úr þjóökirkjunni hlutfallslega 4 sinnum fleiri en í fyrra: Þúsund úr þjóðkirkjunni og ekki í önnur trúfélög Ný þjónusta fyrir ferbamenn: í hestvagni milli Gullfoss og Geysis íslandsvinurinn og hesta- áhugama&urinn Dieter Kolb, sem mörgum er kunnugur sí&- an hann fór í kringum ísland á hestvagni, er væntanlegur til landsins í dag. Sá þýski byrjar íslandsferð sína í Biskupstungum og mun hann bjóba upp á ferðir á hest- vagni milli Gullfoss og Geysis helgina 13.-14. júlí. Vagninn, sem tekur 10 manns, flytur hann meb sér frá Þýskalandi. Allar nánari upplýsingar fást hjá ferbamálafulltrúa Biskups- tungna, Ásborgu Arnþórsdóttir í síma 486- 8810. Hlutfallslega fjórum sinnum fleiri sögöu sig úr þjó&kirkj- unni á fyrri helmingi þessa árs heldur en á sí&asta ári, eöa um 1.420 manns nú bor- ið saman viö 750 allt áriö í fyrra. Og öfugt vib fyrri venju hafa nú um 70% þeirra sem sögbu sig úr þjóðkirkjunni, eba 990 manns, látib skrá sig utan trú- félaga, þannig ab fjölgun í öðr- um kirkjudeildum hefur ekki verib miklu meiri en venjulega þrátt fyrir þessar miklu úr- sagnir úr þjóbkirkjunni. Á undanförnum árum hafa aftur á móti nærri 80% þeirra sem sögbu sig úr þjóbkirkj- unni látið skrá sig inn í önnur trúfélög, en aðeins rúmlega 20% þeirra látib skrá sig utan trúfélaga. Rúmlega 60 manns hafa lát- ib skrá sig í þjóbkirkjuna fyrstu sex mánuði ársins sem er hlutfallslega álíka fjöldi og næstu tvö ár á undan. Fjöldi brottskráðra umfram nýskrába er þannig um 1.360 manns. Úrsagnir úr öbrum trúfélög- um voru um 130 á fyrri helm- ingi ársins, sem er hlutfalls- lega nokkur fækkun frá síbasta ári. Á hinn bóginn hafa nú tæplega 500 manns látið skrá sig inn í fríkirkjur og aðrar kirkjudeildir sem er hlutfalls- lega álíka fjöldi og á síðasta ári. Þeir 1.580 einstaklingar sem tilkynnt hafa breytta trúfélags- abild á árinu svara einungis til 0,6% landsmanna, þannig ab hlutfallslega gehrr varla talist um miklar breytingar ab ræða. Breytingar á trúfélagsabild landsmanna eru skrábar hjá Hagstofunni. Þá er einungis átt vib breytingar á skráningu sem tilkynntar hafa verib sér- staklega til þjóbskrár af ein- staklingum sjálfum eba for- ráöamönnum þeirra, en ekki fjölgun eöa fækkun í trúfélög- um vegna fæbinga (nýfædd börn eru skráö í trúfélag móð- ur), mannsláta eða flutninga milli landa. ■ Landvinningar í sölu á hátækni- tölvuhugbúnaöi Kerfisverkfræ&istofa Háskóla íslands hefur selt Flugleiösögu- þjónustu Tékklands ratsjárflug- gagnahermi. Þetta er í fyrsta sinn sem Kerfisverkfræðistofan selur íslenskt hátæknitölvu- kerfi út fyrir landsteinana og vona menn a& þetta sé upphaf- iö á frekari landvinningum í sölu ratsjárfluggagnahermis- ins. Ratsjárfluggagnahermir er full- kominn hátækni tölvuhugbún- aður sem hermir eftir ratsjár- gögnum, aballega upplýsingum sem ratsjár fá um ferðir og stab- setningu flugvéla á lofti sem og flugi flugvélanna sjálfra. Einnig getur hann hermt eftir ýmsum skekkjueiginleikum í ratsjár- gögnum. Slíkir hermar er notabir til ab þjálfa flugumferbarstjóra og til að prófa ratsjárgagna- vinnslukerfi. Hermir Kerfisverk- fræðistofu HÍ er sérstaklega hannabur fyrir hiö síðarnefnda og er „fyrsti sinnar tegundar í heiminum sem settur er á al- mennan markað," segir Anna Soffía Hauksdóttir, forstööumab- ur Kerfisverkfræðistofu HÍ. Anna segir að fram til þessa hafi kaup- endur ratsjárgagnavinnslukerfa ekki getað prófað kerfin með hermum frá þriðja aðila en það er mjög tímafrekt og kostnaðars- mat að prófa áreiöanleika slíkra kerfa meb því ab senda flugvél á loft. -gos Myndin er úr Fossvogsstööinni þar sem stendur yfir átak íkynningu á barrtrjám. RALA: Engin þungmálmamengun í lömbum afsvœöum þarsem aska féll í síöasta Heklugosi: Geislavirkni í sauöfé miklu minni en á Noröurlöndum Magn geislavirks sesíns ílambakjöti á Noröurlöndum. Mjög lítið finnst af geislavirk- um efnum í íslensku lamba- kjöti samanbori& viö önnur Noröurlönd, samkvæmt niö- urstöðum samnorræns rann- sóknaverkefnis sem greint er frá í riti frá RALA. Rannsóknir sem stofnunin geröi á þung- málmum í lifur og nýrum ís- lenskra lamba leiddu líka í ljós a& kadmín og blý er meö því minnsta sem fundist hefur í sambærilegum rannsóknum erlendis og styrkur kvikasilf- urs var einnig mjög lítiö og vart mælanlegt í sumum sýn- um. Engin vísbending kom heldur fram um þungmálma í innmat lamba sem vom á beit á ösku- fallssvæðum nálægt Heklu sum- arið eftir Heklugosiö 1991. Rannsóknir standa yfir á RALA magni og flutningsleiöum geislavirku samsætunnar „sesín 137" í íslensku lambakjöti. Rannsakað hve mikið er af efn- inu í jarðvegi og helstu beitar- plöntum úr þrem landshlutum, og síðan hve mikib berst þaðan í lömbin, með móöurmjólkinni og grasinu sem þau bíta. Niöurstöðurnar benda, sem fyrr segir, til þess að lítið sé af geislavirkum efnum í íslensku lambakjöti í samanburði við önnur Noröurlönd, segir í riti RALA. Verulegur munur sé þó á milli landanna sem að mestu ráðist af geisla- mengun frá Tsjernobyl. Rannsóknirnar sýna líka veru- legan mun á eðl- iseiginleikum jarðvegs hér og í hinum löndun- um. Þannig kom í ljós að eftir mengun með geislavirku sesíni er 30% þess lausbundiö í íslenskum jarðvegi en einungis 2% í norskum. „Það er því ljóst að sérstaða íslenska vistkerfisins er nokkur og verð- ur ab taka tillit til hennar þegar þessi mál eru skoðuö", segir greinarhöfundur Jóhann Þórs- son í fóðurdeild RÁLA. Þungmálmarannsóknin Ieiddi í ljós ab kadmín var 0,05 mg/kg að meðaltali fyrir öll sýnin, sem er aðeins 1/10 hluti af hámarks- gildi fyrir kadmín í innmat. Nokkur svæðamunur kom þó fram, sem ekki hefur tekist aö skýra. Hæstur styrkur mældist á Ströndum en lægstur á Suður- landi. Blý var ab meðaltali 0,04 mg/kg í lifur og 0,05 mg/kg ab meðaltali í nýrum sem er um og innan við fjórðungur af há- marksgildi. Sumar erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós meiri blýstyrk en hámarksgildi (0,2 mg/kg) sem þýðir að afurðirnar eru ekki hæfar til manneldis. Mælingar sem um leið voru gerðar á næringarefnunum járni, kopar, sinki og mangani sýndu að lifur og nýru eru mjög næringarríkur matur, sem hægt sé að mæla með hér á landi. Það sama verði hins vegar ekki sagt um hliðstæðar afurðir í sumuin iðnaðarlöndum þar sem inn- matur sé óhæfur til neyslu. „Á heildina litið styðja niður- stöburnar hreinleikaímynd ís- i lenska lambakjötsins", segir Ólaf- ur Reykdal í fæðudeild RALA. ■ Kristján Óskarsson um Barr-dagana í Fossvogsstöö- inni: Allar plöntur eiga góöar lífslíkur „Reynslan sýnir okkur aö all- ar plöntur eiga góöar lífslík- ur, sé þeim valinn staöur í samræmi viö mismunandi þarfir þeirra hvaö varöar jaröveg, hita, birtu og skjól," sagöi Kristján Óskarsson í Fossvogsstööinni hf. í gær. í stööinni er hafiö átak í kynningu barrtrjáa. Barr-dagar kallast þeir, dag- arnir sem nú líba í Fossvogs- stöðinni. Barr-dagar eru kynn- ingar- og tilboðsdagar á ýms- um barrtrjám sem stöðin rækt- ar og standa tilboöin fram á næsta fimmtudag. Hingað til hefur sitka- og blágreni verið hvað vinsælast og önnur barrtré þá fengið minni athygli þótt þau hafi staöiö sig prýðisvel í íslenskri náttúru. Tilgangurinn með barr-dög- um er að vekja áhuga á fegurð og fjölbreytileika barrtrjáa, í görðum sem og í sumarbú- staða- og skógræktarlöndum. Þá er það markmiðið að fá fólk til að velja sér tré á öðrum for- sendum en þeim sem menn hafa gert sér um lífslíkur mis- munandi barrtrjáa. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.