Tíminn - 12.07.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.07.1996, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 12. júlí 1996 Borgþór Björnsson Borgþór Bjömsson fœddist á Grjót- nesi á Melrakkasléttu, N,- Þingeyj- arsýslu, þann 5. apríl 1910. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 4. júlí sl. Foreldrar hans vom Bjöm Guð- mundsson, f. 20. maí 1874, bóndi á Grjótnesi, og Aðalbjörg Pálsdótt- ir, f. 2. október 1870, Ijósmóðir. Systkini Borgþórs vom: fóhanna, f. 3. júlí 1901; Guðmundur, f. 2. apr- íl 1903; Gunnar Páll, f. 30. janúar 1905, og Baldur, f. 11. september 1907. Gunnarersá eini eftirlifatrdi af systkinunum. Auk þess ólu for- eldrar Borgþórs upp frá unga aldri Halldór Gunnar Stefánsson. Hinn 12. ágúst 1939 kvœntist Borgþór Ingu Erlendsdóttur, f. 29. október 1910, sem lifir mann sinn. Foreldrar hennar vom Erlendur Er- lendsson frá Skálholti í Biskups- tungum og Sigurbjörg Þorsteins- dóttir frá Gmnd í Svínadal. Þau stunduðu búskap að Hnausum í Húnavatnssýslu. Böm Ingu og Borgþórs em: I. fóhanna Borgþórsdóttir, f. 1. ágúst 1940, kennari. Maki hennar er Haukur Bjamason, f. 4. maí 1934, lögfrœðingur. Böm þeirra: Bjami, f. 5. september 1969, lög- fræðingur; Þór, f. 19. tnars 1972, B.A. í stjómmálafrœði; og Amór Gauti, f. 5. ágúst 1982, nemi. II. Baldur Bjöm Borgþórsson, f. 3. febrúar 1947, húsgagnasmiður. III. Erlendur Borgþórsson, f. 10. mars 1951, verslunarmaður. Maki hans er Oddbjörg Friðriksdóttir, f. 29. júní 1953, skrifstofumaður. Böm: Guðjón Þór, f. 15. ágúst 1970, arkitekt (móðir Sigrún Mar- ínósdóttir); Elmar Þór Erlendsson, f. 8. maí 1978, verslunarskóla- nemi; og Steinar Öm, f. 18. maí 1981, nemi. IV. Margrét Borgþórsdóttir, f. 15. nóvember 1953, flugfreyja. Maki hennar er Grétar Magnússon, f. 7. október 1945, verktaki. Böm þeirra: Borgþór Grétarsson, f. 16. október 1977, verslunarskólanemi; Inga Rún, f. 2. ágúst 1982, nemi; og GrétarAtli, f. 5. nóvember 1988, nemi. Borgþór verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag, fóstudaginn 12. júlí, og hefst athöfnin kl. 15.00. Afi minn Borgþór Björnsson lést þann 4. júlí sl. Stórt tómarúm skilur hann eftir fyrir okkur sem stóðum honum næst, en eftir standa minningar um góðan mann sem munu lifa með okkur allt okkar líf. Eftir að afi hafði hlotið sína grunnmenntun í heimahögun- um á Grjótnesi á Melrakkasléttu, hleypti hann heimdraganum og settist á skólabekk í gagnfræða- deild Menntaskólans á Akureyri. Ekki auðnaðist honum að ljúka stúdentsprófi, eins og hugur hans stóð til, þar sem hann neyddist til að hverfa frá námi sökum efnaleysis. í þá daga var ekki hagstætt að vera yngstur systkina sinna, þegar maður var af efnalitlu fólki kominn. Olli það afa vafalaust miklum von- brigðum að þurfa að hverfa frá námi í menntaskólanum, en aldrei varb ég var við neina beiskju hjá honum vegna þessa. Eftir ab hafa lagt hart að sér við vinnu, átti afi eftir að taka upp þráðinn í námi og ljúka prófi frá Samvinnuskólanum. Skömmu eftir að afi lauk námi þar, hélt hann til Skotlands til að stunda nám í verslunarfræðum við há- skóla í Edinborg. Tel ég þetta vera til vitnis um kjark og áræði hans, því fátítt var í þeirri kreppu er geisaöi þá, að ungt fólk sækti menntun út fyrir landsteinana. Er heim var komið, leið ekki á löngu þangað til að afi kynntist lífsförunaut sínum, Ingu Er- lendsdóttur, ömmu minni. Var það mikil gæfa fyrir þau bæði og leyfi ég mér að fullyrða að hug- takið hjónaskilnaður hefði aldrei orðið til, ef öll hjónabönd hefðu verið eins og hjá Borgþórinfa og Ingu ömmu. Ast og gagnkvæm virðing einkenndi samband þeirra. Afi, sem var stórhuga og þurfti sífellt að hafa eitthvað fyr- ir stafni, kunni vel ab meta skyn- sömu röddina sem öðru hverju sagbi honum að hægja á. Afi hugsaði mikið um heims- og þjóðmálin. Stjórnmál skipuðu sinn sess í lífi hans og framsókn- armaður var hann mikill. Ræddi hann oft um skoöanir sínar á hinum ýmsu málefnum og var sjaldan komið að tómum kofun- um er rætt var um stjórnmál, innlend sem og á alþjóða vísu. Hafbi hann lesiö mikið um þau mál og bar bókasafn hans þess glöggt vitni. Afi var mikill sögumaður. Allt fram undir það síðasta hélt hann áfram að segja okkur sögur. Nú, þegar afi er horfinn á braut, lifa þessar sögur í minningunni. Margar voru frá æskustöðvunum á Grjótnesi, sem voru honum sérstaklega hugleiknar. Ein sagan var um frostaveturinn mikla 1918, þegar krakkarnir á Grjót- nesi eignuðust sínar eigin stór- borgir rétt fyrir utan bæjardyrnar og fyrir kom að krakkarnir sofn- uðu við hljóð frá ísbjörnum úr fjarska. Aldrei var á afa ab heyra að lífiö hafi verið erfitt, heldur virtist hann einungis eiga góðar minningar úr æsku. Ekki þarf þó að fara mörgum orðum um að lífið hefur ekki verið eintóm sæla á fyrstu áratugum þessarar aldar á einum harðbýlasta stað á ís- landi. Það var ekki einungis í gegnum sögurnar sem við upp- lifðum æskustöðvar hans og bernsku. Afi var nefnilega ágætur málari og var viðfangsefnib oft- ast heimahagarnir á Grjótnesi. Ekki er hægt ab lýsa afa án þess ab geta þess hve barngóður hann var. Nutum við barnabörnin, afastrákarnir og afastelpan, þess ríkulega. Hann kom fram við okkur á jafnræðisgrundvelli og talaði aldrei yfir okkur. Rekur mig tæplega minni til að afi hafi sagt nei vib okkur, hvab þá að hann hafi hvesst tóninn. Vib barnabörnin vorum í augum afa mest og best. Arkitektinn nýút- skrifaði hafði í huga afa teiknað allar þær byggingar sem hann hafði aðstobað við teikningu á, og sýslumannsfulltrúinn var orð- inn sýslumaður skömmu eftir próflok. Öll höfðum vib barna- börnin einhverja virðingartitla hjá afa. Ég var fyrsta barnabarnið hans, tveir voru nafnar hans og öll vorum vib Grjótar. Frá unga aldri eyddi ég miklum tíma meb afa. Ferðirnar upp í sumarbústaö, sundferðirnar eða heimsóknirn- ar og vinnan í Byggi, fyrirtækinu hans, hafa öblast nýtt líf síðustu daga, þegar ég hef farið yfir sam- verustundirnar meb honum. Afastrákarnir og afastelpan hafa misst mikið, en margar ljúfar minningar lifa með okkur. Síð- ustu dagarnir með afa munu aldrei líða mér úr minni. Þykir mér mikilvægt að hafa fengið tækifæri til að verja svo miklum tíma með honum þegar líba fór að kveðjustund, og þakklátur er ég fyrir að hafa fengið ab vera viöstaddur er afi kvaddi. t MINNING Að lokum vil ég nota tækifærið fyrir hönd aðstandenda Borgþórs Björnssonar og þakka starfsfólki á hjartadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur fyrir einstaka abhlynningu vib afa og hlýhug í okkar garð. Blessuð sé minning Borgþórs Björnssonar, afa míns. Bjami Hauksson Á fögru sumarkvöldi kvaddi tengdafaðir minn, Borgþór Björnsson, þennan heim. Nú er hann horfinn yfir móðuna miklu til æbri máttarvalda, þar sem ég veit að honum verður vel tekið. Fyrstu kynni mín af þess- um heiðursmanni voru er ég fyr- ir rúmum tuttugu árum, ungur maður, kom inn á heimili þeirra hjóna með yngri dóttur þeirra. Þau hjónin tóku mér strax afar vei og reyndust mér sem bestu foreldrar. Fyrir það er ég þeim ævinlega þakklátur. Borgþór er fæddur og uppalinn á Grjótnesi á Melrakkasléttu. Fæðingarstaðurinn var alla tíð mjög ofarlega í huga hans og margar kvöldstundir sátum við og ræddum saman kosti og galla Grjótnesjarðarinnar, sem hann taldi með betri bújörðum á landi hér meb tilliti til dúntekju og veiðimennsku á árum áður. Um þetta vorum við ekki alltaf sam- mála, en eitt veit ég að þetta var sá staður sem honum þótti sem vænst um. Þótt Borgþóri liði vel á Grjót- nesi, vissi hann að handan hæð- arinnar biðu tækifærin. Það varð því úr að hann hélt til náms í Menntaskólann á Akureyri þar sem hann dvaldi í þrjá vetur, en sökum fjárskorts lauk hann ekki námi þar. Hann hélt til Reykja- víkur, hóf nám utanskóla í Sam- vinnuskóla Reykjavíkur og lauk því með sóma. Ekki lét Borgþór hér staðar numiö. Hann vildi sjá hinn stóra heim og nema meira. Það varð því úr að hann hélt til Bretlands til framhaldsnáms í verslunarfræðum. Þar dvaldi hann við nám og störf í eitt ár. Námsferill Borgþórs er kannski ekki langur á nútíma mæli- kvarða, en fyrir rúmlega sjö ára- tugum hefur þetta þótt stórvirki fyrir fátækan bóndason af Slétt- unni, að taka sig upp frá æsku- stöðvunum og halda út í hinn stóra og harða heim. Þar kom fram aöalhæfileiki Borgþórs, sem var kjarkur og þor til þess að tak- ast á við erfið verkefni. Eftir heimkomuna starfaði hann fyrsta áratuginn við verslunar- störf, en stofnaöi síðan sitt eigið fyrirtæki, sem hann starfaði við á meðan heilsa og kraftar leyfðu. Þegar ég kom inn í líf þeirra hjóna, höfbu þau byggt sér myndarlegt hús að Mánabraut 17 í Kópavogi. Þar sköpuðu þau sér fallegt og hlýlegt heimili, sem gaman og gott var að koma á. Borgþór var mikið náttúrubarn og naut þess að vera úti í náttúr- unni, hvort heldur í fallega garð- inum sínum heima eða á sumar- bústaðalandi sínu, þar sem hann stundaði trjárækt af miklum eld- mób og var stoltur af. Borgþór var með eindæmum barngóður maður og voru það ófáar stundirnar sem barnabörn- in dvöldu í góbu yfirlæti hjá afa og ömmu í Kópavogi. Á þeim stundum leib afa vel. Ég er þess fullviss að þau hugsa nú til afa síns með söknuði í brjósti og þakklæti í huga fyrir allar ánægjustundirnar sem hann veitti þeim. Borgþór var víðlesinn maður og átti fjöldann allan af góbum bókum, hvort heldur það voru íslenskar bókmenntir eða erlend fræðirit. Við lestur þessara bóka undi hann sér vel nú síðari árin. Síðustu tíu ævidagana dvaldi Borgþór á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og naut þar að- hlynningar góðs hjúkrunarfólks, sem á svo sannarlega þakklæti skilið. Þetta var erfiður tími fyrir hann og fjölskyldu hans og var þab yndislegt að hann skyldi kvebja þennan heim með eldri dóttur sína og börnin hennar sér við hlið, fólkið sem hafði sinnt honum svo vel á erfiðum tíma. Þannig tel ég ab hann hafi helst viljað hafa sína síbustu daga, umvafinn ástríkri fjölskyldu sinni. Borgþór minn, nú er komib ab leiðarlokum. Ég þakka samfylgd- ina, sem var mér bæði ánægjuleg og þroskandi. Síðasta handtak okkar, stundarfjórðungi ábur en þú kvaddir þetta jarðneska líf, mun mér seint úr minni líða. Ég kveb þig með trega og veit að handan móðunnar miklu mun þér líða vel. Elsku Inga, börn og barnabörn, ég veit að söknubur ykkar er mikill, en minningin um góban mann mun lifa með ykkur og lina þjáningar ykkar. Ég votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúb. Þinn tengdasonur, Grétar Magnússon Elsku afi minn er dáinn. Mér fannst svo erfitt að skilja það, þegar mamma mín sagði mér að hann afi í Kóp hefði kvatt þenn- an heim síðastliðið fimmtudags- kvöld. Efst í huga Borgþórs afa var Grjótnes, æskustöðvar hans, barnabörnin og sumarbústaður- inn sem hann fór í og gróðursetti tré í landareigninni sinni. Afi hafði mjög gaman af að sýna okkur barnabörnunum ljós- myndir frá þessum stöðum og hann gat endalaust sagt okkur sögur frá þeim. Ab ógleymdum myndunum, sem hann málaði af þessum tveimur stöbum og finnst mér myndirnar hans afa fallegustu myndir sem til eru frá Grjótnesi og sumarbústaðnum. Heima í Gullsmáranum var afi alltaf klæddur í gráan bleiser, hvíta skyrtu og einlitar buxur. Mér fannst alltaf svo mikil virð- ing yfir honum. Afi talaði mikið um Bretland og ekki ab ósekju, þar sem hann sem kornungur maður dvaldi þar við nám og hafði síðan viðskipti við þetta land allt sitt líf. Elsku afi minn, nú er sálin þín komin til mömmu þinnar og pabba, sem þú talaðir svo mikið um upp á síðkastið. Nú líður þér vel. Blessuð sé minning þín, elsku afi minn. Amma mín, ég votta þér mína dýpstu samúð og megi góður guð styrkja þig í sorg þinni. Þín dótturdóttir, Inga Rún Hér sit ég einn inni í herbergi og hugsa um símtalið sem ég fékk áðan. Ég bjóst svo sannarlega ekki við því að fá fréttir af því að hann afi minn væri búinn ab yf- irgefa þetta erfiða líf. Ég ákvað að reyna að vera sterkur, en ein- hvernveginn flaug sú ákveðni út í veður og vind er ég fann tár renna niður kinnar mínar. Á þessu stutta augnabliki flugu hjá mér minningar af honum Borg- þóri afa mínum er hann var ab vinna inni í Byggi, uppi í sumar- bústað segjandi sögur af Grjót- nesinu, eða bara inni á Mána- brautinni kæru. Þær voru ekki ófáar næturnar sem ég eyddi með honum afa mínum og vakn- aði síðan ekki sjaldan upp við ilminn af steiktu beikoni og eggj- um, sem oftast einkenndi morgna með honum afa mínum. Mér finnst einhvern veginn eins og ég hafi svikið hann afa minn með því að hafa ekki verið heima hjá honum, er hann kvaddi þennan hrjáða heim og einnig það að geta ekki fylgt honum til grafar. Ég veit það hinsvegar mjög vel ab hann afi minn hefði viljað að ég myndi klára mína dvöl hér úti og láta þetta ekkert á mig fá. Heimkom- an mun verba mér dálítið erfiöur tími, vitandi það að ég muni ekki hitta hann Borgþór afa minn vib komuna. Ég á kannski dálítið erf- itt meb ab tjá tilfinningar mínar til einhvers sem maður tók alltaf sem sjálfsagðum hlut, en núna geri ég mér grein fyrr því að ég ber djúpar tilfinningar til hans og mun ég svo sannarlega sakna þess að hafa hann ekki til staðar. Ef þú heyrir til mín, afi minn, þá ætla ég að vona að þú hafir skilið sáttur við þennan heim og vona ég ab þú vitir það að þú munt ávallt eiga sérstakan stab í hjarta mínu og ég mun sakna þín sárt. Ég mun ávallt vera þinn „Grjóti"! Ömmu Ingu og mömmu minni sendi ég mínar hinstu samúðarkveöjur. Ég finn ótrú- lega mikiö til með ykkur og geri mér grein fyrir því að þið eigiö erfiðan tíma framundan. Mamma mín, þú veist að hér úti átt þú son og ekvadorska fjöl- skyldu, sem stendur meb ykkur öllum. Mér finnst ég ekki þurfa ab segja fleiri orð að sinni, en að lokum vil ég biðja bæn sem við biöjum oft hér í Ekvador og hef- ur huggað mig mikið ab undan- förnu. GUÐ: Veittu mér þá ró að sætta mig við alla þá hluti sem ég get ekki breytt. Veittu mér þab hugrekki til þess ab breyta öllu því sem að ég ■ get breytt. Veittu mér þá visku til þess að greina á milli. Borgþór Björnsson, lengi lifi minning þín! Borgþór Grétarsson íEkvador

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.