Tíminn - 12.07.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.07.1996, Blaðsíða 11
n Hundraö ára minning: Þórunn Pálsdóttir og Jón Gíslason í Noröurhjáleigu í Álftaveri Hjónin í Noröurhjáleigu meö börnum sínum tólf á gullbrúökaupsdaginn, 17. nóvember 1967. Standandi f.v.: Sigþór, Siguröur, Cuölaugur, Gísli, Böövar, jónas, jón og Júlíus. Sitjandi f. v.: Sigrún, Þórhildur, jón Gíslason, Þórunn Pálsdóttir, Pálína og Fanney. í ár, 1996, minnast afkomend- ur hjónanna Jóns Gíslasonar og Þórunnar Pálsdóttur í Norðurhjáleigu þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu beggja. Jón Gíslason var fæddur í Norðurhjáleigu í Álftaveri 11. janúar 1896. Hann var einka- sonur hjónanna Gísla Magn- ússonar hreppstjóra og konu hans, Þóm Brynjólfsdóttur. Auk Jóns eignuðust þau fjórar dætur. Þær voru: Vigdís Anna, Matthildur Málfríður og Guð- laug Marta. Ein dóttir, Júlía Ágústa, lést á öðru aldursári. Hjá Þóm og Gísla ólst einnig upp Rannveig Jónsdóttir, Sverrissonar í Holti. Þórunn Pálsdóttir var fædd í Jórvík í Álftaveri 5. september 1896. Hún var dóttir Páls Sím- onarsonar og síðari konu hans, Hildar Runólfsdóttur. Þórunn átti sjö hálfsystkini og fjögur alsystkini. Alsystkini hennar voru Kristján, Guðlaug og Símon og einnig Guðrún sem lést á fyrsta ári. Jón og Þórunn ólust bæði upp á myndarheimilum og nutu almennrar skólagöngu eins og hún þá tíðkaðist. Auk þess fór Jón í unglingaskóla til Víkur í Mýrdal. Þau gengu í hjónaband 17. nóvember 1917 og hófu búskap í Norður- hjáleigu þar sem þau tóku við búsforráðum árið 1922. Þórunn og Jón eignuðust 13 börn. Af þeim komust 8 synir og 4 dætur til fullorðinsára, en ein dóttir, Guðlaug, dó skömmu eftir fæðingu. Systk- inin tólf eru: Þórhildur, sem lést í febrúar s.l., gift Kjartani Sveinssyni frá Vík í Mýrdal. Þau eiga 28 af- komendur. Júlíus, bóndi í Norðurhjá- leigu, kvæntur Arndísi Salvars- dótmr frá Reykjafirði við ísa- fjarðardjúp. Þau hafa eignast 28 afkomendur. Gísli, símamaður í Mosfells- bæ, kvæntur Svövu Jóhannes- dóttur frá Herjólfsstöðum í Álftaveri. Hún lést 1995. Þau eiga níu afkomendur. Pálína, húsfreyja í Vest- mannaeyjum, gift Ragnari K. Bjarnasyni frá Norðfirði. Hann lést 1991. Þau eiga átta afkom- endur. Böðvar, bóndi í Norðurhjá- leigu, ókvæntur. Siguröur, bóndi í Kastala- brekku í Ásahreppi, kvæntur Steinunni Sveinsdóttur frá Þykkvabæjarklaustri í Álfta- veri. Þau hafa eignast 33 af- komendur. Guðlaugur, bóndi á Voð- múlastöðum í Austur-Land- eyjum, kvæntur Sæbjörgu Tyr- fingsdóttur frá Lækjartúni í Ásahreppi. Þau hafa eignast sjö afkomendur. Jón, járnsmiður í Mosfells- bæ, kvæntur Guðrúnu Jóns- dóttur frá Þverspyrnu í Hruna- mannahreppi. Þau hafa eign- ast 12 afkomendur. Fanney, húsfreyja á Selfossi, gift Hergeiri Kristgeirssyni lög- reglumanni. Þau eiga ellefu af- komendur. Sigrún, húsfreyja á Selfossi, gift Stefáni Ármanni Þórðar- syni frá Vík í Mýrdal. Þau eiga 18 afkomendur. Sigþór, bóndi í Hjaröartúni í Hvolhreppi, kvæntur Gerði Óskarsdóttur frá Varmadal á Rangárvöllum. Þau eiga tíu af- komendur. Jónas, bóndi í Kálfholti í Ásahreppi, kvæntur Sigrúnu ísleifsdóttur frá Ekru á Rangár- völlum. Þau eiga tíu afkom- endur. Svo sem sjá má áttu þau Jón og Þórunn í Norðurhjáleigu miklu barnaláni að fagna og er ættbogi þeirra nú orðinn all- stór, telur 174 afkomendur. Þá er ekki síður mikils um vert að hópurinn er samheldinn og frændrækinn með afbrigðum, svo að hver samkoma innan fjölskyldunnar er á við ættar- mót. Ekki er hægt að minnast þeirra hjóna án þess að Kötlu- gosinu 1918 verði gerð nokkur skil, svo mjög sem það mark- aði fyrstu búskaparár þeirra og efalaust allt lífsviðhorf. Þann 12. október voru bændur úr Álftaveri að koma úr annarri leit með nokkurt fjársafn. Alls vom fjórtán manns við smala- mennsku, Jón Gíslason þar á meðal, þegar þeir urðu varir við jökulhlaupið, sem jafnan fylgir Kötlugosum, aðeins 200- 300 metra að baki sér. Áttu menn ekki annan kost en að hleypa hestum sínum eins og þeir framast komust til að ná á hraunbrúnir norðan viö Álfta- verið, skammt þar frá sem heitir í Skálmabæjarhraunum. Mátti engu muna, því að flóð- hrönnin skall að baki þeim, t MINNING aðeins um 40 metrum aftan við síðasta hest sem á brúnina komst. Flóöinu fylgdi mikill gnýr og brestir, því að það velti á undan sér margra metra háum jakahrönnum, sem plægðu upp jarðveginn og skófu sums staðar niður í klappir. Til að auka enn á ósköpin dundi yfir öskufall með myrkri og miklum þórd- unum. Gátu menn sig hvergi hreyft þann dag og næstu nótt. Á sama tíma og smala- menn hleyptu hestum sínum sér til lífs, flýði fólk af bæjum sunnar í sveitinni í útihús sem hærra stóðu. Þeirra á meðal var Þórunn Pálsdóttir, sem þá var langt gengin með fyrsta barn þeirra hjóna, og er tæp- lega hægt að gera sér í hugar- lund hve skelfilegt hefur verið að hugsa til sinna nánustu í flóðvegi Kötlu og vita ekki af- drif þeirra. Má nærri geta feg- inleik beggja að hittast og frétta að allir sveitungar þeirra höfðu sloppið lífs undan ham- förunum. Kötluhlaupið 1918 olli miklum búsifjum í Álfta- veri og engar voru viðlaga- tryggingar til að létta mönn- um áföllin. Það var því mikið fyrir ábúendur að takast á við, og kom sér vel fyrir þau Jón og Þórunni að þau voru ung og hraust og til stórátaka fallin á fyrstu búskaparárum sínum, sem mörkuðust af vetrarharð- indum og náttúruhamförum. Ástríki og samheldni var mikil með þeim Jóni og Þór- unni í Norðurhjáleigu. Þau voru samstíga um allt er laut að þörfum hins stóra heimilis þeirra og einnig þeim fjöl- mörgu skyldustörfum sem Jón tók að sér um ævina. Auk þess að vera hreppstjóri og oddviti Álftavershrepps um áratuga- skeið, var Jón framarlega í öll- um málum sem til heilla horfðu bændum í Vestur- Skaftafellssýslu og á Suður- landi, svo sem mjólkursölu- málum og málefnum Sláturfé- lags Suðurlands. Hann átti sæti á Alþingi fyrir Framsókn- arflokkinn á árunum 1947- 1953. Fulltrúi Búnaðarsam- bands Suðurlands var hann á Búnaðarþingi árin 1954-1972. Sýslunefndarmaður var hann frá 1944 til æviloka. Önnur skyldustörf, sem Jón rækti fyr- ir heimahéraö sitt, er of langt mál upp að telja. Jón var mikill áhugamaður um nýtingu allra hlunninda sem töldust á þeim tíma, svo sem eggjatöku, selveiði og sjó- birtingsveiði í Kúðafljóti og viðarreka á fjörum. Einnig þar voru þau hjón samhent, því að Þórunn verkaði selskinn og nýtti silung og egg til matar á ýmsa lund. Jón Gíslason var hrókur alls fagnaðar í vinahópi, meðal- maður á hæð en sýndist stór, því hann bar höfuðið hátt eins og þeir geta sem vinna verk sín vel og af kostgæfni. Hann var maður athafna og skilaði gifturíku ævistarfi. Jón lést 79 ára að aldri, 2. apríl 1975. Þórunn Pálsdóttir var mjög smávaxin kona, fínleg og ein- staklega glaðlynd. Hún hafði þann sérstaka hæfileika ab sjá alltaf það besta í hverjum manni og gerði gott úr öllum aðstæðum, hversu erfiðar sem þær sýndust öðrum. Það varð flestum barnabörnum hennar kappsmál að verða stærri en amma og líklega tókst þeim það öllum. Ekki skorti hvatn- inguna af hennar hálfu. En líkamleg stærð hennar var í engu samræmi vib það rúm sem hún fyllir í hugum afkom- enda sinna, sem minnast hennar með þakklæti og gleði í huga. Góðrar heilsu til líkama og sálar naut Þórunn tvö ár fram yfir nírætt og hélt heimili í Norburhjáleigu með Böðvari, syni sínum. Þar var ævinlega allt fáð úr úr dyrum og aldrei var skortur á kökum og kjarn- góðum íslenskum mat, sem hún reiddi fram af elskusemi og umhyggju fyrir gestum sín- um. 1988 varð hún fyrir því óláni að beinbrotna og slíkt er erfitt öldnum. Hún varð þá háð umönnun góðs fólks, sem hún þábi með sinni glöðu lund. Þórunn Pálsdóttir lést 27. október 1989, 93 ára að aldri. Helgina 12.-14. júlí 1996 koma á annað hundrað af- komendur þeirra Jóns og Þór- unnar í Norðurhjáleigu saman til að minnast 100 ára fæðing- arárs þeirra. Hvar skyldi skemmtilegra að koma en á fæðingarstað pabba og mömmu, afa og ömmu, lang- afa og langömmu í Norðurhjá- leigu í Álftaveri, þar sem ábú- endur bjóða frændsystkini sín velkomin með sama höfðings- skap og Jón og Þórunn buðu áður til sín. Eygló Gísladóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.