Tíminn - 12.07.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.07.1996, Blaðsíða 9
Föstudagur 12. júlí 1996 9 Kína: Leitin að siöferðinu Kínverjar búa nú vib töluvert breytta lífshœtti frá því sem ábur var, og er ekki laust vib ab sumum finnist sem sib- ferbismálum hafi hrakab. Ráöamenn í Kína hafa nú ýtt af staö herferð í því skyni aö bæta siðferði Kínverja. Til þess að hafa yfirumsjón með þessu verkefni hefur veriö stofnuð sérstök Akademía í siðvísindum sem hefur það hlutverk að móta hina „fullkomnu siðferðis- veru". Eða sú er a.m.k. hug- myndin. Sérstök þörf er talin á þessu átaki vegna þess að einstaklings- hyggja er nú orðin nánast allsráð- andi í Kína þar sem hver reynir að skara eld ab sinni köku og hugsar fyrst og fremst um eigin hag. Efnahagsumbæturnar eru komn- ar á fullt skrið og skilja eftir sig tómarúm í siðferðisefnum. Luo Guojie prófessor er í for- svari fyrir nýju akademíunni, og hann lýsir markmiðum sínum á eftirfarandi hátt: „Siðferðisverur hrækja ekki, æpa ekki, troðast ekki framfyrir í biðröbum heldur rétta þær öðmm hjálparhönd og eiga vinsamleg samskipti við út- lendinga á jafnréttisgrundvelli. Þær unna gamla heiminum okkar og aðhyllast jákvæbu hliðarnar á kommúnismanum og markaðs- umbótunum," segir hann og er ekki annað að sjá en að honum sé fyllsta alvara. Félagi hans, doktor Jiao Guoc- heng, bætir við með hugsjóna- glampann brennandi í augunum: „Hin nýja siðferöisvera breibir hlýju yfir allt og hjálpar öðrum við að vaxa og þroskast eins og grasið græna á vorin." Svo virðist sem Akademían leiti sér einkum efnivibar í gamla viskubrunna ættaða frá Konfús- íusi og leggi áherslu á fjölskyld- una ásamt fórnfýsi í anda Maós formanns, að viðbættu svolitlu kryddi úr markaöshagfræðinni. Þar við bætist svo góður skammt- ur af föðurlandsást. Nýjar fyrirmyndir Meðan Maó Zedong réð lögum og lofum í Kína voru fórnfúsir verkamenn og bændur gerðir að hetjum sem allir áttu að taka sér til fyrirmyndar. Þegar Deng Xia- oping komst til valda breyttist það og þá voru það hinir nýríku sem kunnu að notfæra sér mark- aðskerfið sem urðu hetjur samfé- lagsins. En nú em áróðursmeistar- arnir aftur farnir að snúa sér að hugsjónum í anda Maós, þótt með nokkuð öðmm hætti sé. Nýju fyrirmyndirnar eru eink- um þeir sem ekki hafa látið spill- ast og hafa stundað dyggðugt líf- erni þrátt fyrir allt sem gengið hefur á. Ein af nýju fyrirmyndun- um er t.d. Li Runwu, fyrrverandi varaborgarstjóri í Beijing. Leikrit sem fjallar um hann og nefnist „Góði maðurinn Li Runwu" gengur nú fyrir fullu húsi í Beijing — þótt reyndar hafi það vafalaust sitt að segja fyrir aðsóknina að áhorfendur eru keyrðir í rútum í leikhúsið beint frá vinnustöðun- um. En það sem virðist vera mikil- vægast við Li og gerir hann ab hetju nýju siðapostulanna er að hann flæktist ekki í nein þeirra hneykslismála sem skotið hafa upp kollinum á undanförnum ár- um. Hann lést 56 ára gamall úr hjartaslagi, og er sagt að honum hafi orðið svo mikið um það þeg- ar flett var ofan af umfangsmiklu mútuhneyksli meðal náinna sam- starfsmanna hans. Boöoröin níu Um allt land er fólki uppálagt aö fylgja boðorðunum níu: Að unna fööurlandinu, unna vinn- unni, unna menntuninni, gæta að umhverfinu, virða lögin, virða opinberar eignir, virða aldraða, fylgja fjölskylduáætluninni og dýrka samfélagsandann. í Sjanghæ hefur auk þess verið hrint af stokkunum sérstakt átak til þess að hjálpa þeim sem eru í nauðum staddir. Og í borginni Nanjing er búið að banna blóts- yrði sem og allt sem telst vera óviðeigandi hegðun. Vonast forsvarsmenn herferð- arinnar til þess að með aögerðum sem þessum megi vinná á móti einstaklingshyggjunni sem land- læg hefur orðiö í kjölfar efnahags- umbótanna. Hins vegar virðist mörgum sem æðstu stjórnvöld landsins séu ekki nema hálfvolg í stuðningi sínum við herferðina. Er jafnvel ekki örgrannt um að ýmsir þykist sjá gamla Maóista á bak við þetta allt saman. Þótt rík- isstjórnin styðji herferðina í orði kveðnu, eru markaðsumbæturnar þó látnar hafa forgang eftir sem áður. -gb/Politiken Ástríður Torfadóttir Ástríður Torfadóttir eða Ásta eins og hún var kölluð var fædd að Krossi í Lundarreykjadal 18. ágúst 1905. Foreldrar hennar voru Ástríð- ur Hannesdóttir frá Deildartungu og Torfi Jónsson bóndi á Krossi og síöar í Gilsstreymi. Ásta missti móður sína við fæð- ingu og var skírð hennar nafni. Amma hennar, Vigdís Jónsdóttir í Deildartungu, tók hana í fóstur og var Ásta í hennar skjóli til þess er hún var 7 ára, er móðursystir henn- ar Vigdís Hannesdóttir giftist Sig- urði Bjarnasyni frá Hömrum í Reyk- holtsdal árið 1912. Flutti hún með þeim hjónum að Oddsstöðum í Lundarreykjadal. Var hún þar fram yfir fermingaraldur, fór þá í vistir og í Kvennaskólann á Blönduósi. Hinn 28. júní 1932 giftist hún Hannesi Frímanni Jónassyni, fædd- um í Fagradal á Hólsfjöllum 24. júlí 1902, d. 12. júlí 1966, miklum dugnaðar og ágætismanni. Þau settu saman bú á Akranesi og bjuggu lengst af í Norðtungu (Suð- urgötu 88). Þau eignuðust 3 syni. Sigurð Ástvald f. 22. febrúar 1938. Eiginkona hans heitir Svala ívarsdóttir frá Stykkishólmi, þau eignuðust 4 börn. Sigurður er lát- inn; Birgir Viktor f. 29. september 1941. Eiginkona hans heitir Laufey Kristjánsdóttir frá Vestmannaeyj- um, þau eiga 2 börn; Jón Kristján f. 10. nóvember 1947. Eiginkona hans heitir Birna Kristjánsdóttir frá Vestmannaeyj- um, þau eiga 3 börn. Jón átti barn áður en hann kvæntist. Með Ástu er gengin mikilhæf sómakona sem alla tíð var að gera öðrum gott. Ræktarsemi hennar við frændfólk verður ekki gleymt. Alla tíð voru kærleikar á milli heimila hennar og systranna frá Oddsstöð- t MINNING um. Ótaldar verða gistinætur skyldra sem vandalausra um lengri eða skemmri tíma á heimili Ástu og Hannesar. Að leiðarlokum er þetta skrifað sem lítill þakklætisvottur fyrir vin- semd og hiýhug við Oddsstaða- heimilin frá fyrstu tíð til síðustu stundar með samúðarkveðjum til aðstandenda hennar. Ástríður Torfadóttir verður jarðsett frá Akra- neskirkju föstudaginn 12. júlí. Oddsstaðasystur Ástríður Torfadóttir húsmóðir í húsinu Norðtungu á Akranesi til margra ára, síðast búsett á Dvalar- heimilinu Höfða er látin. Ástríður var fóstursystir móður minnar og var ákaflega kært þeirra á milli og reyndar milli þeirra systra allra. Ásta Torfa, eins og hún var yfir- leitt kölluð, trúlega í upphafi til að- greiningar frá Ástríði Sigurðardótt- ur húsfreyju á Oddsstöðum, kom að minnsta kosti einu sinni á sumri upp að Oddsstöðum á æskuheimili mitt að heimsækja fóstursystur sín- ar og frændfólk, en móðir mín Hanna Vigdís Sigurðardóttir og systir hennar Ástríður bjuggu þá tvibýli á Oddsstöðum. Oddsstaðir voru jafnframt æskuheimili Ástu Torfa, en hún var í fóstri hjá ömmu minni og afa, Vigdísi Hannesdóttur og Sigurði Bjarnasyni, frá sjö ára aldri og fram yfir fermingu. Oftar en ekki dvaldi Ásta í nokkra daga á Oddsstöðum og mér rennur seint úr minni gæska hennar og góðlyndi. Aldrei sá ég Ástu bregða skapi, hún var alltaf ljúf og vildi öll- um gott gera eins og hún frekast mátti. Þannig mun ég minnast hennar. Ég heimsótti hana af og til út á Akranes, bæði á heimili hennar við Suðurgötu og eins á Dvalar- heimilið Höfða. Aldrei var við- brugðið gestrisni hennar, alltaf bar hún fram góðgerðir nánast hvernig sem á stóð. Síðast heimsótti ég Ástu í vor, ásamt móður minni og dótt- ur, nöfnu Ástu. Ásta hafði greini- lega gaman af heimsókn litlu nöfnu sinnar, þó heilsan væri þá farin að gefa sig töluvert. Ég og fjölskylda mín sendum að- standendum Ástu innilegar samúð- arkveðjur um leið og við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast mildi hennar, góövild og kærleika. Olgeir Helgi Ragnarsson Yngvi M. Gunnarsson Fæddur 23. jum 1915 Dáinn 9. júlí 1996 Mig langar með nokkmm orðum aö minnast þessa gamla skólabróður míns og félaga, sem lést þann 9. júlí s.l. á Skjólvangi í Hafnarfirði. Yngvi M. Gunnarsson var fæddur í Kasthvammi í Laxárdal. Hann var sonur hjónanna Þóru Gunnarsdótt- ur og Gunnars Marteinssonar. Tíu ára fluttist hann að Bjarnarstöðum í Bárðardal, þar sem hann síðan ólst upp. Hann giftist eftirlifandi konu sinni, Ásheiði Guðmundsdóttur, 1964, en þau slitu samvistum árið 1978. Þau áttu fjögur börn: Gunnar Jón, giftur Sigrúnu Björnsdóttur; Þóra Valný, gift Mark Neal; Inga Hildur, gift Vigni Almarssyni, og Aöalsteinn Dalmann, giftur Þórdísi Másdóttur. Fyrir hjónaband eignað- ist Yngvi einn son, Gunnar Hinrik, giftan Agnete Nyberg, þau búa í Sví- þjóð. Yngvi hóf ungur nám í Héraðs- skólanum á Laugum í Suður-Þing- eyjarsýslu. Eftir útskrift þaðan lá leiðin í Búnaðarskólann á Hvann- eyri, en þaðan útskrifaðist hann vorið 1941 og flutti heim í átthag- ana. Á árunum fyrir norðan stundaði Yngvi öll helstu landbúnaðarstörf, en eftir að hann flutti í Garðabæinn vann hann lengst af í áhaldahúsi bæjarins. Það er óhætt að fullyrða að Yngvi t MINNING M. Gunnarsson er einn af eftir- minnilegustu skólafélögum mínum úr Hvanneyrarskóla. Þar þurfti þó nokkuð til, miðað við það mannval sem þar hafði safnast saman úr öll- um landsfjórðungum. Yngvi vár mjög góður námsmað- ur og einn þeirra, sem lásu mikið út fyrir það námsefni sem kennarar settu fyrir. En það svið, sem hóf hann þó helst upp yfir flesta aðra bekkjarfélagana, var þessi sérþing- eyska skáldskapargáfa, þar sem allir hlutir gátu orðið honum að yrkis- efni. Flestir bekkjarfélaganna höfðu lokið einhverju framhaldsnámi eftir barnaskóla, þ.e. gagnfræða- eða hér- aðsskólanámi. Hér var því um þroskaðan mannskap að ræða. Við bekkjarfélagarnir litum þó oft upp til Yngva og hann því talinn fremst- ur meöal jafningja. Ég tel að við bekkjarfélagar Yngva höfum flestir gert ráð fyrir að hann ætti fyrir höndum frekara nám, með tilliti til þess að andinn væri líkam- anum sterkari. En hér fór á annan veg, eins og oft vill verða. Eg treysti mér ekki til að dæma um hversu mikill búhöldur þessi gamli skólafélagi kann að hafa orð- ið, en mér býður í grun að honum hafi farið líkt og mörgum öðrum bekkjarfélaganna, að honum hafi látið annað betur en að afla lífsvið- urværis síns með heyskapartólum og tækjum, hlaupandi eftir beljum og rollum út um víðan völl, þó það sé í sjálfu sér með virðulegri störfum og þjóðlegum frá aldaöðli. Með Yngva M. Gunnarssyni er genginn góður drengur, sem öllum þeim er þekktu hann er mikil eftirsjá að. Um leið og ég sendi öllum hans aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur, þá bið ég góðan Guð að geyma og varðveita sálu hans. Við sem eftir lifum eigum minninguna um góðan dreng. Guttonnur Sigurbjömsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.