Tíminn - 12.07.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.07.1996, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 12. júlí 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210( 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Vopnaður friður Friðarsamningar eru gerðir annað slagið á nokkr- um staðbundnum ófriðarsvæðum. Heimsfréttirn- ar gera mikið úr undirritun slíkra samninga og norska nóbelsnefndin útbýtir friðarverðlaunum á báða bóga. En friðarviljinn ristir ekki alltaf djúpt og meinsemdirnar sem ófriði valda eru til staðar, þótt friður sé saminn við hátíðlegar athafnir með undirskriftum og handaböndum. í Tjetjeníu dynja nú stórskotaliðsárásir á bæjum og geltandi vélbyssur heimamanna og rússneska hersins tala því máli sem ekki verður misskilið. Fyrir forsetakosningarnar í Rússlandi hétu valda- menn þar að hætta hernaði í Tjetjeníu og jafnvel að veita landinu það sjálfstæði sem heimamenn óska eftir. En varla var kosningasigur unninn fyrr en stríðið blossaði upp á ný og er nú barist þar af sömu heift og áður. Síðustu fregnir herma að Rúss- ar hafi fyrirskipað handtöku leiðtoga uppreisnar- manna og ekki glæðir það friðarvonirnar. Á Norður-írlandi er allt að fara í bál og brand eft- ir tiltölulega rólegt tímabil. IRA heldur uppi skelf- ingarástandi í enskum borgum með sprengjuárás- um á almannafæri, ofbeldissinnaðir sambands- sinnar í Ulster efna til mikilla óeirða og fara átök þar harðnandi og breska herliðið er styrkt með liðsauka. ísraelar kusu nýverið yfir sig stjórn sem er and- víg svokölluðu Daytonsamkomulagi, sem ekki er með öllu ljóst hvort er liður í kosningabaráttu í Bandaríkjunum eða áfangi til að friða illsættanleg öfl í löndum Gamla testamentisins. í nýju stjórninni eru harðlínumenn, sem þekkt- ir eru að því að virða hvergi óskir Palestínumanna eða nágrannaþjóða um skiptingu lands eða með hvaða hætti gyðingar og Palestínumenn eiga að búa saman í ísrael. Því sýnist ljóst að hvað sem Dayitonsamningunum líður eru öll gömlu vanda- málin óleyst og getur ófriður og átök blossað upp hvenær sem er. Ágreiningurinn milli ísraela og ná- granpa þeirra er djúpstæðari en svo að hann verði leystur með undirskriftum og handaböndum fyrir framán myndavélar heimsins. Sá jriður, sem heita á að nú ríki í fyrrum Júgó- slavíuj byggist á hervaldi og einarðri framgöngu Natóríkjanna til að skilja deiluaðila að. En Balkan- skaginir verður ekki hersetinn af vel vopnuðum erlendúm friðarsveitum til eilífðarnóns. Er erfitt að sjá hvernig friður verður tryggður í þeim heims- hluta fil frambúðar. Friðarsamningar eru ágætir út af fyrir sig, en oft eru pqlitíkusar og blaðamenn óþarflega uppveðr- aðir ýfir slíkum plöggum, sem iðulega eru álíka marktækir og pappírinn sem Chamberlain kom með frá Munchen á sínum tíma og átti að tryggja „frið um okkar daga". Vel má færa rök að því að vopnaður friður sé betri en enginn, en seint mun hann komast fyrir þær rætur sem ófriðaröflin nærast á og brjótast út um síðir. Hrunin þjóbfélagsmynd Það er sannarlega ekki ofsögum sagt af þeim stór- kostlegu breytingum, sem átt hafa sér stað á þjóð- lífi, menningu, lífsháttum og atgervi íslensku þjóðarinnar á síðustu árum og áratugum. Nú tala sjómenn með hæðnistóni um portúgalska síðutogara, sem eru á veiðum í Smugunni, og segjast varla munu hætta sér útá opið haf á slíkum fleytum. Þegar Garri var ungur þóttu síðutogar- arnir aldeilis fínar og flottar græjur. Sama máli gegnir um bílana. Nú eru komnir á göturnar Hummer jeppar, sem fara bók- staflega yfir hvað sem er, svo fremi að bílstjórinn þori. Þegar Garri var ungur, þóttu Land-Ro- ver jepparnir hin mestu torfæru- tröll og aldeilis öflugir jeppar. En svona er lífið, allt er breytingum undirorpið. Stórkostlegar breytingar Fyrir ekkert mjög svo löngu vélrituðu blaða- mennirnir allar greinar sem þeir skrifuðu í Tím- ann, og síðan fóru blöðin í prentsmiðjuna, þar sem setjararnir „vélrituðu" greinarnar uppá nýtt í stansana. Nú skrifa blaðamennirnir beint á tölvu og síðan sjá vélarnar um að koma greininni í blaðið. Það eru sannarlega stórkostlegar breytingar sem hafa átt sér stað á þjóðfélaginu. Fyrir örfáum ár- um var bara ein leiðinleg sjónvarpsstöð á íslandi. Nú hafa íslendingar fjórar eða fimm hundleiðin- legar sjónvarpsstöðvar. Einu sinni var bara ein út- varpsstöð, en nú eru þær ótal margar. Tja, svona gengur þetta. En það er ekki laust við að Garri hafi fengið áfall þegar hann las Tímann sinn í gær. Allt frá barn- æsku hefur hann þekkt söguna um Gróu á Leiti, sem eitt af skáldum þjóðarinnar gerði landskunna á síðustu öld. í huga Garra hefur Gróa alltaf verið frekar ófrýnileg kerling, ófríð með skemmdar tennur og tjásulegt hár. Þannig hefur Garri talið hana líta út svona almennt, punktur og basta. ímynd Gróu eybilögð En í Tímanum í gær var þessi ímynd Garra af Gróu á Leiti ger- samlega eyðilögð í einu vet- fangi. Þar er í frétt af bókum sagt frá bók um þjóðsögur og sagnir í Kópavogi, alveg týpískt Gróu á Leiti-málefni, svoleiðis að Garri taldi það alveg víst að þarna væri á ferðinni illgjörn og ófrýnileg kerling, sem hefði fært hlutverk Gróu á Leiti á annan stall og segbi nú Gróusögurnar á bókfelli. Það var því sem köld vatnsgusa framan í Garra og hans ævilöngu ímynd af Gróu á Leiti að kom- ast ab því að þab eru tvær glæsilegar stúlkur, sem hafa tekið sagnirnar saman og séð um útgáfu þeirra. Að vísu hafði hann tekið eftir mynd af tveimur föngulegum stúlkum við hlið myndar- innar, en setti hana ekki í neitt samband við frétt- ina, heldur taldi víst að myndin hefði villst úr Spegli Tímans, þar sem fjallað er um fræga og fal- lega fólkið. Þetta er náttúrlega stóralvarleg eyöi- legging á eðlilegri og sjálfsagðri þjóðfélagsmynd. Hvaba stóráfall ætli komi næst? Munu lögfræð- ingar taka að sér Hjálpræðisherinn, munu opin- berir embættismenn fara að viðurkenna mistök í starfi, mun ríkið fara að greiða almenningi drátt- arvexti af því sem það skuldar? Ef veröldin tekur þvílíka kollsteypu, er eins víst að Garri neyðist til að flytja af landi brott. Garri Bráöfjörug ríkiskirkja A víbavangi Kirkjudýrðin á íslandi er mikil. Reist eru fleiri gubshús en ábur í kirkjusögunni og svo mikil um sig og hátimbruð að Brynjólfskirkja í Skálholti myndi falla í skuggann af þeim glæsileik öllum. Söfnuöir reisa kirkjur af öllum stærðum og gerb- um og framúrstefnuarkitektar hafa ekki við að sjá úreltar hugmyndir sínar steyptar upp. Ekkert er til sparað að gera musteri Drottins á íslandi sem veglegust og þannig úr garbi gerb að svæsnustu sérvitringar sjái þar eitthvaö vib sitt hæfi. Prestar og biskupar svífa um í messuklæðum, sem eru svo glæsileg að allri gerð ab þau hefðu áður fyrr sómt sér vel á herðum keisara og páfa. Ef borið er saman við kápur kaþólskra biskupa á íslandi, sem sjá má í Þjóðminjasafni, sést vel að varla er til sá pokaprestur nú til dags ab hann sé ekki miklum mun fínni í tauinu en þeir hinir gömlu kirkjuhöfðingjar. --------------- Höfuðklerkar eru svo skreyttil að maður fær of- birtu í augun af að horfa upp 'á þá, rétt eins og kerlingin sem fékk ab sjá inn ám rifu á Gullna hliðinu þegar hún kastaði sálartptrinu hans Jóns síns inn í dýrb himnaríkis. Raddir gubs Mikil hljóðfæri eru sett í hinar nýrri kirkjur, enda eru kenningar uppi um að Jóhann Sebastían sé Drottni allsherjar miklu þóknánlegri en Mar- teinn Lúter og þeir sem þylja hans fræbi. Alls kyns patent eru sett í kirkjurnar til ab þær þjóni hlut- verki sínu, svo sem altari á hjólum sem rúlla má um guðshús og nota sem matbprb í viblögum. Helgi altaris og umgerðar þess er vfirfærð á hljóð- færi og margraddaðan söng. Engin kirkja getur verið án safnabarheimilis, eru þau byggð utan í guðshúsinjog þar er fjörib. Kirkjusókn safnaða er dræm, en kaffisala og bingó í safnaðarheimilum eru vel sótt. Safnaðarheimilin eru tilvalin til ab halda uppi litríku safnaðarstarfi, svo sem eins og í Keflavík þar sem söfnuðurinn er búinn að rífast árum sama um hvort óbyggt safn- aöarheimili eigi ab snúa svona eða hinsegin eba svoleibis. Þrátt fyrir mikla kirkjusmíb sinna prestar sakra- mentum hér og hvar. Þeir vígja hjón hangandi ut- an í björgum, á hrossum eða í flugvélum og við flestar þær afkáralegustu aðstæbur sem manns- hugurinn kann að finna upp. Einna frumlegust staðsetning giftingarathafnar var að Dalvíkur- prestur tekur sig upp og gefur hjón saman undir kirkjuvegg á Möðruvöllum. Svona uppákomu má líkja við umhverfislist, en kærumálin sem á eftir ganga eru í anda þeirrar þrætubókarlistar sem guðfræðinemar temja sér gegnum aldirnar. Skrautsýningar Margt er þab skrýtið og skemmtilegt sem kirkjunnar menn og konur bjóöa upp á, guðsbörnum til dægrastyttingar._ Frjálsleg útlegging Orðsins gefur ótal trúarskoðunum tækifæri til að blómstra innan hinnar ev- angelísk-lútersku þjóðkirkju og barátta prestastéttarinnar við rík- -------------- isvaldiö og skatttiorgara til að bæta kjör þeirra setja sitt mark á stéjttina. Frjálsleg framkoma presta vib kiikjuyfirvöldin er ekki lítið leiðinleg og aldrei hefurlalmenningur fengiö ab fylgjast eins vel með synódus og núna um daginn, þegar hver skrautsýningin og skemmtidagskráin rak abra. Þar var meira að segja haldin leyniræða, sem var svo möghub ab berg- málið af boðskap séra Halldórs í Hplti var varla hljóbnað áður en alþjóð vissi hvaða jsökum hann bar biskupinn yfir íslandi. Prestastefnu lauk með því ab vígðar konur ruku út í fússi og kynjabardaginn komst á'æðra stig en áður eru dæmi um í þúsund ára kristni. Nú er farið að kvisast að fólk er farið að segja sig úr söfnuðum þjóbkirkjunnar í ríkari mæli en áður, og eru það undur mikil, því prestarnir hafa aldrei verið flottari í tauinu né eins mikið borið í guðs- húsin. Og aldrei hafa prestar og kirkjuyfirvöld ver- ið eins umtöluð og nú, eða hin geistlega stétt eins lausmál um ávirbingar náungans í þjónustu guðs- kristninnar. Nú væri ráð að byggja fleiri og stærri kirkjur, setja í þær stærri orgel og fjölmennari kóra og hlaða enn meiri gersemum á messuklæðin til að snúa straumnum vib og laða vantrúaða að ríkis- reknu kirkjunni. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.