Tíminn - 16.07.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.07.1996, Blaðsíða 10
10 Þri&judagur 16. júlí 1996 Útlend fjárfest- ingáKúbu „Fleiri en 650 erlend fyrirtæki eru meö einhvers konar starf- semi á Kúbu. Samkvæmt opin- berum tölum nemur bein út- lend fjárfesting í fyrirtækjum $ 2,1 milljarði. Síður Cuban Review, vikublaðs um viðskipti á vegum ríkisstjórnarinnar, líkjast nú dreifiblöðum hjónamiðlun- ar. Fyrirtæki í eigu ríkisins sýna á þeim sínar bestu hliðar. ... Öll segjast þau hafa velþjálfað starfslið, margra ára starfs- reynslu og full- an hug á fram- leiðslu til út- flutnings." Svo sagði í Economist 6. apríl 1996 og enn: „Evrópskir og suður-amerískir athafnamenn efast ekki um, aö bandarísk fyrirtæki á sviðum matvæla og þjónustu hasli sér völl á Kúbu, þegar Bandaríkin aflétta viðskiptabanninu. Raunar eru þau þegar tekin til fyrir atbeina dótturfélaga sinna eða annarra aðila. Coca-Cola og Gerber-barnamatur komu um Mexíkó, tyggigúmmí frá Amer- ican Way um Panama. ... Áður en banninu verður aflétt, hyggj- ast kanadísk, evrópsk og suöur- amerísk fyrirtæki koma ár sinni fyrir borð í námum, raforkuver- um, fjarskiptum, hótelum, syk- urvinnslu og öðru, sem býðst." „Engu að síður er útlent fé varfærnislega fest á Kúbu. Hing- að til hefur aðeins $ 700 millj- ónum verið heitið eða til lagðar. Ekkert fyrirtæki, sem dótturfyr- irtæki á eða hagsmuna hefur að gæta í Bandaríkjunum ellegar aðalstöövar hefur í landi í nán- um diplómatískum tengslum við þau (svo sem Bretland), ras- ar um ráð fram. ... Þá er heldur ekki auövelt að hefja atvinnu- rekstur á Kúbu. Strangt eftirlit er með sameignarfyrirtækjum (jo- int ventures). Til skamms tíma gátu útlendingar ekki átt um- fram 49% í þeim á móti 51% hlut kúbverska ríkisins. Og bið varð jafnan á samþykki kúb- verskra stjórnvalda við sam- komulagsgerðum. Ný lög um útlenda fjárfestingu gengu í gildi í september 1995. Styttist þá sú bið. Og í undantekn- ingartilfellum var 100% eignarhlutur útlendinga í fyrir- tækjum heimilaður, en þá heimild hefur ekkert útlent fyr- irtæki enn nýtt sér." „Enn eru þó ýmsar hömlur á starfsemi útlendra fyrirtækja, að veittu starfsleyfi. Smásala er þeim óheimil. Dreifingu varn- ings síns veröa Benetton, Fiat og önnur fyrirtæki að láta sölubúð- um ríkisins eftir. Starfsfólk sam- eignarfyrirtækja verður að upp- fylla kröfur vinnumiðlunar rík- isins um hugarfarsleg heilindi. Og hún krefst líka, að laun þess séu henni greidd í dollurum, en hún inni þau síðan af hendi í pesos." „Ferðaþjónusta er Kúbu bráð- nauðsynleg. í fyrra, 1995, komu til eylandsins 750.000 ferða- menn, 20% fleiri en 1994. Skil- uðu þeir jafnvirði $ 1 milljarðs í hörðum gjaldmiðli. Svæðið kringum Varadero á norður- ströndinni er orðið að vin ferða- manna, einkum kanadískra, sem koma með leiguflugi frá Toronto." EFNAHAGSLÍFIÐ Síbasti Mó- híkaninn „Ég blæs á svona bull um það að kommúnisminn sé dauður," hefur Tíminn (12. júlí) eftir Al- þýðublaðinu, sem ber Ara Trausta Guðmundsson fyrir ummælunum. Þetta er misskilningur, eins og nú skal sýnt fram á. Eftir að „heimsbyltingin 1968" mis- heppnaðist, k e n n d u kommar hver öðrum um, og mynduðust ótal sérflokkar. Hér á landi urðu þeir einir 10: marx- istar, lenínistar, trotskistar, an- arkistar, stalínistar, maóistar, „castristar" og svo allskonar hanastél af þessu samanblönd- uðu. Flokkarnir voru misjafn- lega róttækir, en þó allir róttæk- ir og einnig innanflokka voru menn misróttækir; þeir greind- ustu oftast vægastir. Samtímis þessu varð sú breyting á að Morgunblaðið hætti aö vera einlitt flokksblað og fór að gefa „öllum skoðunum rúm". Afleiðingin varð sú, að þessir litlu flokkar fóm aö treysta á bókvitiö og hugðust fella auð- valdiö á eigin bragði með því að skrifa í Morgunblaðið. Gekk svo um hríð og voru margar skel- eggar greinar skrifaðar. Viö þetta dofnaði byltingarmóður- inn og þeir einu, sem entust til lengdar, voru þeir sem skrif- uðu (því auö- valdið getur ekki skrifað). Félögin dóu hvert af öðru. Síðast var einn flokkur eftir og einn maður í honum, sá sem mest hafði skrifað. Þessi maður var Ari Trausti Guð- mundsson. Nú opnar enginn svo sjónvarp eða útvarp lengur að ekki sé þar fyrir sá hinn sami Ari Trausti. Hvort Ara karlinum tekst ab endurvekja kommúnismann út frá sér verður framtíðin að leiöa í ljós, en þangað til ber honum titillinn: „síðasti kommúnistinn á íslandi". Leynigestur LESENDUR Á EFTIR BOLTA KEMUR BARN... "BORGIN OKKAR OG BÖRNIN f UMFERDINNI" JC VÍK Borgþór Björnsson frá Grjótnesi S.l. föstudag var afi minn, Borgþór Björnsson, borinn til grafar. Hann lést 4. júlí síðastliðinn eftir stutta legu á sjúkrahúsi. Það var á fallegu sumarkvöldi sem afi ákvað að kveðja þennan heim. Hann hafði rúmri viku áður veikst skyndilega. Á þessum stutta tíma naut ég þeirra forréttinda að fá að vera hjá honum síðustu ævi- kvöldin. Það var ætíð gott að vera í návist afa og ömmu á Mánabrautinni í Kópavogi. Þangað leituðum við barnabörnin í hlýju og kærleika. Andrúmsloftið var alltaf gott og andinn, sem ríkti á heimilinu, end- urspeglaði samband þeirra, sem var alla tíð mjög gott. Afi hafði þann vana að gróður- setja tré í fallega garðinum sinum þegar barnabörnin fæddust hvert af öðm. í garðinum hans afa var farið í ýmsa leiki og stundum jafnvel haldið í heilu útilegurnar með gamla hvíta tjaldið hans. Þegar þrekið var á þrotum hjá okkur, var farið og skoðað hvað afi hafði fyrir stafni. Afi minn kallaði mig alltaf nafna sinn. Fylltist ég ávallt miklu stolti þegar hann ávarpaði mig þannig. Hann var alltaf tilbúinn til þess að leika við okkur barnabömin, fræða okkur um trjárækt eða segja okkur frá heimaslóðum sínum, Grjótnesi. Einnig er mér ljúft að hugsa til allra stunda okkar afa í verslun hans, Byggi. Þar unnum við saman og ræddum allt milli himins og jarðar. Persónuleiki afa míns var sérstak- lega sterkur. Jákvæðni, bjartsýni og hlýja vom með hans stærstu kost- um. Hann var hávaxinn og mynd- arlegur maður. Hann stundaði t MINNING íþróttir á sínum yngri ámm, aðal- lega frjálsar íþróttir. Ég minnist afa við lestur heimsbókmennta, má- landi málverk, hlúandi að garðin- um sínum eða sumarbústaðnum. Af honum geislaði lífskraftur til síðasta dags. Afa fannst alveg einstaklega vænt um barnabörnin sín og var hvert og eitt sérstakt í hans augum. Hann sýndi áhugamálum og námi barna- barna sinna mikinn áhuga. Eins ef eitthvað bjátaði á, þá var afi alltaf fyrstur til að hughreysta og vanda- málin urðu að engu er hann sló á léttari strengi. Sjálfur velti hann sér ekki upp úr óþarfa áhyggjum. Afi var á sínum yngri ámm langt á undan sinni samtíð. Hann var bóndasonurinn sem braust til mennta og gerðist heimsborgari; tók hann til dæmis ástfóstri við Lundúnaborg. Þangað fór hann eins oft og færi gafst. Sagði hann eitt sinn við mig, aö hann þekkti betur strætisvagnakerfi rauðu vagn- anna í Lundúnum en strætisvagna- kerfið í Reykjavík. Hann klæddist breskum fötum og gekk með hatt og staf. Hann líktist helst breskum aðalsmanni. Vera hans í Bredandi setti svip sinn á hann það sem eftir var ævinnar. Svo sterk voru áhrifin að þjóðardrykkur Breta, te, varð uppáhaldsdrykkurinn minn i kring- um sjö ára aldur. Afi hafði sterk áhrif á þá sem umgengust hann. Kveðjustundin við afa á spítalan- um er ein sú erfiðasta sem ég hef upplifað. Það að fá að halda í hönd- ina á afa sínum síðustu andartökin em forréttindi sem fáir fá aö njóta. Síðasta stund Ingu ömmu meö afa á spítalanum mun heldur aldrei líða mér úr minni. Þau áttu að baki rúm sextíu ár í ást, sátt og samlyndi. Á þeim ámm eignuðust þau fjögur börn og níu barnabörn, sem nú þurfa að sjá á bak einstökum manni. Elsku amma mín, missir þinn er mikill. Þú hefur séð á bak ástríkum eiginmanni og vini tii rúmlega sex- tíu ára. Og elsku mamma, þú hugs- aðir alltaf svo vel um afa og átt eftir að sakna hans mikið eins og amma, systkini þín og við barnabörnin. Elsku afi minn, takk fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti með þér. Þær munu aldrei líða mér úr minni. Sú von að eiga eftir ab hitta þig aftur síðar, slær eilítið á mikinn söknuð. Þór Hauksson (Nafhi) Björn Guðmundsson forstjóri Bjöm Guðmundsson var fœddur 24. september 1937 í Reykjavík. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. júní s.l. Útfór hans fór fram frá Bú- staðakirkju 28. júní síðastliðinn. Jarðsett var í Gufúneskirkjugarði. Deyrfé, deyja frœndur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sérgóðan getur. (Hávamál) Já, þaö eru góðar minningar sem ég á eftir elskulegan vin minn, Björn, en nú hefur sá öbl- ingsdrengur kvatt okkur. Eftir lifir minningin um drengskapar- manninn hugljúfa, greinda og prúba, sem var maður gleði og al- vöru í senn, allt eftir því hvað viö átti. Það er sagt, að enginn sé svo ríkur ab hann hafi efni á að missa vin, og sannast þá líka, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. En — hvernig kveður maður góðan vin? Birni kynntist ég fyrir rúmum 17 árum. Hann var drenglundaður og viðkynningar- góður. Hann naut vinsælda fyrir alúðlega framkomu, bæði á starfs- vettvangi og í almennum sam- skiptum. Hugulsamur var hann og örlátur, hafði yndi af því að gleðja fólk í kringum sig, ekki ætt- menni og vinafólk einvörðungu, heldur nánast hvern sem var í ná- vist hans, enda átti hann gott með að umgangast fólk og var fljótur að ná til þess. Þab kom sér t MINNING vel í hans starfi, fyrst sem sölu- maður og síðar sem forstjóri í stóru fyrirtæki þar sem hann stjórnaði af festu, enda dafnaði fyrirtækið vel undir hans stjórn. Björn var glæsilegur að vallar- sýn og snyrtimenni svo eftir var tekið og bera heimili hans og fyr- irtæki þess glöggt vitni. Hann var innilegur í viðmóti og skemmti- legur, stríðinn, en þar fór græsku- laust gaman. Við fórum oft saman í ferðalög erlendis og var undravert hve glöggur hann var á áttir, hvort sem við vorum í stórborgum eða úti á landsbyggðinni. Það var líkt og hann hefði innbyggt landa- kort í höfðinu, svo ratvís var hann. Björn var leiðtogi hjónaklúbbs- ins. Hann stjórnaði þorrablótum á vetrum, útilegum á sumrum, gönguferðum og mörgum skemmtilegum uppákomum. Ef tími gafst til, þá náðum við oft í smá tíma þar sem við vorum tveir og spiluðum við þá gjarnan kas- ínu eða köstuðum teningum í spili sem heitir tíuþúsund. Og á meban við sátum og slepptum fram af okkur beislinu — því Björn var stórskemmtilégur í orð- um og athöfnum, stríðinn og uppátektarsamur — þá sátu konur okkar í samræðum og skildu síst í því hve vib skemmtum okkur vel. Þá hlógum við mikið, gerðum að gamni okkar og létum tíðum eins og 16 ára strákar. Já, það voru ógleymanlegar samverustundir sem ég átti með Birni og vinskapur hans var hreinn og tær. Hans mun verða sárt saknað af vinum og vanda- mönnum, því það er sjónarsviptir að slíkum manni og þeim vini sem Bjössi var, en minningarnar um hann munu lengi lifa. Með sinni hægb gaf hann okkur af þroska sínum bæði þekkingu og reynslu. Mér er efst í huga þakk- læti fyrir að hafa átt návist hans í 17 ár. Elsku Lollý mín, við Sæunn sendum þér og fjölskyldu þinni allri okkar dýpstu samúð. Megi ljós kærleikans lýsa ykkur. Sigurður Mar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.