Tíminn - 09.08.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.08.1996, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 9. ágúst 1996 Tíminn spyr... Er líf á öbrum hnöttum? Þorsteinn Sæmundsson jaröfræbingur: Klassíska svarib er náttúrlega það að í óendanleikanum hlýtur að fel- ast eitthvað annað en það sem hér er. Af hverju ætti bara ab vera líf hér en ekki einhvers stabar annars staðar? Ég tel nánast útilokað að við séum ein og það er mjög mikil- væg uppgötvun að finna þarna líf. Spurningin er hins vegar hvað maður kallar líf. Magnús Skarphébinsson, for- mabur Félags áhugamanna um fljúgandi furbuhluti: Auðvitað er til líf á öðmm hnött- um, í milljónatali. Vísbendingarn- ar um það em alls staðar í umhverf- inu, hvert sem litið er. Þab er ekki bara það að hundruð íslendinga hafi séð og sjái fljúgandi diska og önnur utanjarðarfarartæki og reyndar nokkrir þeirra séb geimver- ur líka (sem þeir hinir sömu þyrbu aldrei ab tala opinberlega um — þökk sé vísindastóðinu) heldur em öll trúarbrögð mannkynsins meira og minna fleytifull af frásögnum af gublegum verum sem og óguðleg- um á öðrum hnöttum. Allir hugs- andi jarðarbúar sjá merki um þetta alls staðar og hafa alltaf séð. Það er ekki nema rétt skoðanalögreglan í háskólum heimsins, þ.e. hrokafulla vísindastóðið og steingelda liðið sem ekki sér þessar vísbendingar. Leyndin og stífla upplýsingastefn- unnar er ab bresta og það em miklu bjartari tímar framundan. Ari Trausti Gubmundsson jarðeðlisfræbingur: Fyrst ber þess að geta ab þetta með Mars núna kemur ekki beinlínis á óvart, þar sem menn höfðu áður haft gmn um lífvemr þar. Fundist hafa ummerki vatns og Mars er meb gufuhvolf þótt þab sé mjög þunnt. Út frá líkindafræðinni má einnig reikna með að víða annars staðar séu aðstæður svipaðar okkar þannig að það verður að gera ráð fyrir að líf hafi þróast í öðmm sól- kerfum. Ég hef alltaf haldið því fram að líkurnar á lífi í vetrarbraut- inni væm vemlegar. -BÞ Forsetahjónin á bindindismótinu í Caltalækjarskógi. Þau stöldruöu viö í fjóra tíma og unnu hug og hjörtu móts- gesta. TímamyndCTK. Galtalœkjarmótiö bókstaflega rigndi nibur, en heimsókn forsetahjónanna heppn- abist vel þótt skipulag hennar fœri úr skorbum. Mótshaldarar: Gott veganesti í að sam- eina þjóöina að baki sér „Þab var ekki fyrr en klukkan ab ganga ellefu sem móttökunefnd- inni tókst ab fá forsetahjónin inn úr rigningunni. Þar var þeim færbur blómvöndur og gjafir. En þau yfirgáfu svæbib um mibnætti og höfbu þau greinilega unnib hug og hjörtu mótsgesta. Þetta fyrsta embættisverk eba fyrsta op- inbera heimsókn þeirra er þeim áreibanlega gott veganesti í ab sameina þjóbina ab baki sér," segja mótshaldarar í Galtalækjar- skógi, Umdæmisstúkan númer 1 á Suðurlandi. Mótshald í Galtalækjarskógi gekk vel ab sögn mótshaldara, þrátt fyrir miklar rigningar stærstan hluta mótsins. Þangað komu á sjötta þús- und manns, svipað og oft hefur ver- ið. Viðvera fólks var þó oft styttri vegna óhagstæðs veðurs, enda má segja að mótið hafi rignt niður. Engin alvarleg óhöpp áttu sér stað á svæðinu en tveir mótsgestir slösuð- ust í árekstri á Landvegamótum í 30 km fjarlægð. Ölvun hefur yfirleitt ekki sést á bindindismótinu, en að þessu sinni bar nokkuð á að vín væri haft um hönd. Gæslumönnum til furðu voru það ekki unglingarn- ir, heldur fyrst og fremst fáeinir hópar fólks sem komið er yfir mibj- an aldur. Mótshaldarar segja að þeir hafi skipulagt og æft móttöku forseta- hjónanna vel og vendilega. En sú æfing fór þó fyrir lítib því hjónin vildu fara aðrar götur en skipulagið gerði ráð fyrir og segja þeir að það hafi fokiö út í vebur og vind í myndrænni merkingu þegar fylgja átti forsetahjónunum til heiðurs- stúku sem þau notuðu ekkert. „Forsetahjónin höfðu meiri áhuga á að sjá hvernig fólk hefði það á tjaldsvæðunum. Þau storm- uðu þess vegna í grenjandi rigning- unni á svokallað unglingasvæði og áður en móttökunefndin vissi af var forsetinn horfinn inn í eitt tjaldið. Unglingarnir í tjaldinu buðu hann velkominn og buðu forsetafrúnni sömuleiðis að ganga í „bæinn" sem hún þáði. Fundurinn við ungling- ana var léttur og óþvingaður, enda hressir krakkar þarna staddir, á ald- ur við dætur þeirra forsetahjóna. Þegar móttökunefndinni tókst seint og um síðir að „ná" forsetahjónun- um úr tjaldinu voru þau hjón kom- in í líflegar viðræður um rokkúsík," sögðu mótshaldarar. Þegar hér var komið sögu hafbi dagskrá kvöldsins raskast því hluti móttökunefndarinnar átti að setja bindindismótið formlega á sviðinu. Þegar forsetahjónunum var boðið að ganga til veitingahúss og þiggja heitt súkkulaði og aðrar veitingar tóku þau ekki í mál að ganga í hús fyrr en eftir skemmtun þeirra Magnúsar Scheving og Ómars Ragnarssonar, er þeir bindindis- mennirnir Ómar og Ólafur Ragnar eru reyndar skólabræður úr menntaskóla. Og ekki fengust þau hjónin til að sitja í heiðursstúku sem komið hafði verið upp, en kusu að standa innan um allan almenn- ing í ausandi rigningunni. -jBP Selskapsherrar í forsetaveislu 60G6I1 | Sagt var... Blöb verbur aí> kalla réttum nöfnum, ekki alvöru blab heldur „... fullburba landsmálablab" Segir Stefán Jón Hafstein, nýrábinn rit- stjóri um væntalegt bla6, Dag- Tímann, í vibtali vi6 alvöru Alþýöublaö. Almenni maburinn er venjuleg- ur mabur „Þá erum vib ab stilla okkur gegn öll- um þeim hagsmunasamtökum sem heria á þjóbarbúib af fullum þunga án pess ab hinn venjulegi mabur hafi mikib um þab ab segja. Vib göngum ekki erinda þeirra hagsmunanopa heldurfrekar heildarFíagsmuna hins venjulega manns." Segir Stefán Jón Hafstein aöspuröur um þaö hvaö hann eigi vib meb hug- takinu hinn almenni mabur. Alþýbu- blaöiö Cóbar fyrirmyndir eru vel þegnar „En égneld ekki ab vib værum neinu bættari meb því ab klastra saman nokkrum smaflokkum; sérstakleqa ekki ef sú hrákasmíb væri keyptþví verbi ab pólitísk grundvallaratribi vikju fyrir mobsuou. Slíkur flokkur er Sjálfstæbisflokkurinn ..." Skrifar Hrafn Jökulsson, ritstjóri Al- þýöublaösins. Innrás frá Mars „Rannsóknir á loftsteini, sem er tal- inn hafa borist frá Mars til jarbar fyrir um 16 milljónum ára, þykja benda til þessa." ( ab líf hafi verib á Mars í fyrndinni) ForsíÖufrétt Moggans. Frelsi sjúkra til ab velja „Þótt her yrbi til einn fullkominn há- tæknispítali er margt sem mælir meb því, ab jafnframt yrbi byqgbur upp einkareícinn valkostur, ekki á svibi ná- tækni, en sem mundi annast marg- víslega abra læknisþjónustu, sem sjúklingar yrbu þá ab greiba fyrir. Morgunblabib nefur ábur bent á ab æskifegt væri ab byggja upp slíkan valkost og eitthvert form neilsutrygg- inga á vegum tryggingarfélaganna, þannig ab fólk geti vafíb á mili ríkis- rekins spítala og einkarekins." Leibari Moggans. Beinlausi bitinn veldur blygbun „Fóik er sumt feimib vib þetta, sér- staklega opinberir abilar, sem vilja greinilega ekki láta bendla sig vib þetta. En þetta er ekkert klám, bara einfaldar stabreyndir." Segir eigandi hins íslenska reöasafns, Siguröur Hjartarson, um safnamuni sína. Hann hefur óskaö eftir abstoö borgarinnar vib ab koma fót safni yfir rebi sína. Flagkaup breibir sig yfir mörg svið þjóblífsins eins og kunnugt er, enda hefur fyrirtækib úr miklum fjármunum að spila. Nú heyrist um þreifingar fyrirtækisins á bílamark- aði. Ekki vitum við hvaða bílar verða boönir í Hagkaupsbúðunum, en í pottinum var sagt að þar verbi um að ræba ódýra en ágæta vagna. Nú mega bílainnflytjendur fara ab vara sig. Eða eins og einn pottgesta sagði: „Þab er nú ekkert. Bíðibi bara þangað til Bónus fer ab flytja inn bíla, þá færist fjör í leik- inn, einnota bílar fyrir slikk." • Bílar eru mikið ræddir í heitu pott- unum þarsem stoltir jeppaeigend- ur slaka á. í umræbunni eru jeppar sem keyptir eru í Halifax á Ný- fundnalandi. Þar eru íslendingar ab kaupa ódýra bíla á uppbobum sem þar eru haldin. íslendingar eru fljótir að renna á „smugurnar" ... • í pottinum er fullyrt ab útilokab sé ab ná í Frib 2000 eba forsvarsmann þess, Ástþór Magnússon. Vibmæl- andi okkar sagbi ab hann hefði reynt ein sjö eba átta símanúmer. Farsímar reyndust annab hvort lok- abir eba á þeim slökkt. Abalnúmer Friðarins hefbi verib á tali dögum saman. Mönnum kom saman um ab sú „auglýsing" fyrir tugi millj- óna sem Astþór keypti fyrir Frið 2000 fyrir forsetakjörið, komi fyrir lítið. Eftir kosningar hafi nákvæm- lega ekkert gerst í málum Fribar 2000, enda þótt full þörf sé á þeirri starfsemi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.