Tíminn - 09.08.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.08.1996, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 9. ágúst 1996 Misjöfn viðbrögð við yfirlýsingum um fíkniefnabæli í Reykjavík Sláandi upplýsingar Þórarins Tyrfingssonar yfirlœknis á Vogi um aö misnotkun afmet- amíns hafi tvöfaldast frá því í fyrra, 7% allra stráka (þ.e. 14. hver, eöa um einn úr hverj- um skólabekk) komi í meöferö fyrir 25 ára aldur, um helmingur þess hóps séu stórneyt- endur amfetamíns og aö fjöldi sprautufíkla skipti hundruöum hafa vakiö verulega athygli. Margir hafa á hinn bóginn átt erfiöara meö aö kyngja þeim yfirlýsingum Þórarins, aö miöborg Reykjavík- ur sé oröin fíkniefna- bœli, aö amfetamín- faraldur geysi nú á ís- landi og aö upphaf þessa megi rekja til síö- ustu verslunarmanna- helgar. Amfetamín- og E-pilluballiö hafi síöan haldiö áfram á skemmtistööunum í Reykjavík um haustiö. Tíminn leitaði álits tals- manna frá lögreglu, landlækn- isembætti, borgarstjórn og For- eldrasamtaka á þessum upplýs- ingum og ummælum Þórarins. Matthías Halldórsson aðstobarlandlæknir: Mundi ekki ganga eins langt og Þórarinn „Fíkniefnaneysla hefur aukist, en ég myndi ekki ganga eins langt og Þórarinn Tyrfingsson gerir í sínum yfirlýsingum. Þar sem engar opinberar tölur um þetta, verðum við að treysta svona óbeinum tölum eins og koma frá SÁÁ. Það er hins vegar engin spurning að þetta er stórt vandamál". Er landlæknisembættið með einhverjar sérstakar ráðstafanir í þessum málum? „Við höfum haft samband við Þórarinn og einnig efnt til funda, t.d. um málefni geðfatl- aðra. En margir eiturlyfjaneyt- endur eru geðfatlaðir. Þeir sem eru nýir í neyslu eru hins vegar í miklum meirihluta krakkar, sem ekki eru geöfatlaðir, heldur tiltölulega eðlilegir krakkar sem hafa kannski ánetjast þessu í gegnum E-pilluna á sínum tíma. Og maður hefur auðvitað mestar áhyggjur af aukning- unni hjá þeim yngstu, unga fólkinu undir 25 ára aldri. Að efla forvarnirnar er þab sem við höfum kannski mestan áhuga á. En það eru líka, sem betur fer, til ýmis meðferöarúr- ræði fyrir þá sem lent hafa út í Matthías Halldórsson. fíkniefnaneyslu, t.d. prógram á vegum SÁÁ sem er mikið sótt". Ólafur Gubmundsson hjá forvarnardeild Lögreglunnar: Tölur um stór- aukiö amfetam- ín eru ekkert nýjar fyrir okkur „Ég get tekið undir það að í þessum málum stefnir allt nib- ur á vib hjá okkur. Þessar tölur Þórarins um stóraukib amfet- amín í umferð eru ekkert nýjar fyrir okkur, þróunin hefur verið í þessa átt. Ámfetamíð sem við höfum lagt hald á hefur t.d. aukist úr 200 gr. árið 1990, í 1500 gr. áriö eftir og síðan var það allt í einu komib í 3300 ár- ib 1993. Á síðata ári jókst það enn, í 5000 gr. og það sem af er þessu ári höfum við lagt hald á á 3000 gr. Þessar tölur vísa því beint í það sem Þórarinn er að segja." Varðandi hertar aðgerðir seg- ir Ólafur lögregluna alltaf með aðgerðir í gangi. „Og í raun eru allir lögreglumenn hér á Reykj- arvíkursvæðinu að vinna að þessum málum. Ab undan- förnu höfum við brugðist við þessu meb enn hertum aðgerð- um á þann hátt að almenna löggæslan er komin meira inn í þetta en áður, eins og fram hef- ur komið í fjölrniðlum." Ólafur sagðist ekki taka undir það ab Reykjavík sé fíkniefna- bæli, því hún sé alveg dýrðleg borg mibað við allar aðrar borg- ir í löndunum í kringum okkur. „Vib eigum ekki hverfi, eins og ég sá í Bandaríkjunum í vor, Ólafur Gubmundsson þar sem eru kannski þrjár kyn- slóðir atvinnulausra í einu hverfi. Það er ekkert hægt að bera Reykjavík saman vib þetta. En vissulega stefnir í mikinn vanda með sama áframhaldi, því þeim fjölgar hér sem eru óvirkir vegna fíkniefnanotkun- ar. Það þarf því ab breyta áherslunum. Nefnd sem dóms- málaráöuneytið setti á laggirn- ar hefur lagt fram tillögur. Stjórnvöld þurfa bara aö taka á honum stóra sínum og fara ab ráðleggingum nefndarinnar." Kristín Ámadóttir abstobarmabur borgarstjóra: Kom á óvart að heyra lýsingu hans á miðborg Reykjavíkur „Það er engin ástæða til að draga í efa þær tölur sem Þórarinn er að segja frá og koma fram í árs- skýrslu SÁÁ. Hinsvegar kom það okkur nokkuð á óvart að heyra lýsingu hans á miðborg Reykja- víkur. Hún gengur er þvert á þau viöhorf til miðborgarinnar sem við höfum heyrt hjá öðrum. Miðborgin hefur tekið ákveðn- um stakkaskiptum og ímynd hennar breyst til batnabar. Mér er því ekki alveg ljóst um hvað hann er að tala, nema hann sé ab ýja að því að dreifing á fíkni- efnum eigi sér stað á veitinga- Kristín Árnadóttir. pllÍlllÉÍilÍllllÍlÍilÍllÍll ■ ■ . 'A ' 't>i >.M ' Á . ■ ■ ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.