Tíminn - 09.08.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.08.1996, Blaðsíða 16
Vebriö (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Su&urland: Austan og suðaustan gola eða kaldi og rigning e&a súld, en léttir heldur til me& nor&austan golu síðdegis. Hiti 10 til 15 stig. • Faxaflói og Breiöafjör&ur: Nor&an gola og frekar bjart ve&ur. Hiti 12 til 15 stig. • Vestfir&ir: Austan gola e&a hæg breytileg átt og léttir heldur til í dag. Hiti 12 til 17 stig. • Strandir og Nor&urland vestra og Nor&urland eystra: Su&aust- an gola og skýjab me& köflum. Hiti 12 til 20 stig. • Austurland aö Glettingi: Su&austan gola og skýjaö með köflum en ví&ast þurrt. Hiti 10 til 18 stig. • Su&austurland: Austan gola og súld me& köflum. Hiti 9 til 14 stig. • Mi&hálendiö: Sunnan og su&austan kaldi. Skýjað og sums sta&ar skúrir sunnan- og vestantil en léttir heldur til noröantil í dag. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast nor&an Vatnajökuls. Mikill samdráttur í ígulkeraafla. Fiskifrœöingar höföu varaö viö ofmikilli bjartsýni: Hafrannsóknastofnun: Viö reyndum aö draga menn niöur á jöröina „Gullæ&i" íslendinga vir&ist hafa hjaönaö hvaö varöar ígul- keraveiöar sem miklar vonir voru bundnar viö fyrir 2-3 ár- um. Ýmislegt bendir til aö sókn- in hafi veriö of mikil en afla- samdráttur nemur um þriöj- ungi frá 1994-1995. Hafrann- sóknastofnun haföi varaö viö of mikilli bjartsýni. Veiöar á ígulkemm hófust árið 1993 og veiddust þá 692 tonn. í skýrslu Hafrannsóknastofnunar sem kom út í vor kemur fram að árið 1994 veiddust 1456 tonn en í fyrra aðeins 980 tonn. Afli á Breiðafirði var 800 tonn árið 1994 eða um 55% af heildarveiðinni við íslands strendur. Aðalvertíð þessa árs er enn ekki hafin en samkvæmt skýrslum virðist afli ætla að verða enn minni en í fyrra. „Það eru vissar vísbendingar um að þau hefð- bundnu svæöi sem hafa veriö nýtt til þessa séu nú farin að láta á sjá. Það kom reyndar líka í ljós við stofnmælingu sem gerð var á ár- inu," segir Hrafnkell Eiríksson fiskifræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun. „Við sögðum fyrir nokkrum ár- um að við gætum ekki gert ráð fyrir öðm en veiðarnar yrðu að hámarki um 1000 tonn árlega. Það virðist enn vera staðreynd þótt ekki sé hægt að alhæfa um það. Við reyndum að draga menn niður á jörðina en það er nokkuð ömggt að viss svæði hafa sýnt merki um of mikla sókn. „ Veiðar hafa sem fyrr segir eink- um farið fram á Breiðafirðinum en af öðmm svæðum má nefna Feröamálastjóri segir mikla aukningu í feröalögum landsmanna innanlands: að 340 tonn veiddust af ígulker- um við Húnaflóa árið 1994 en að- eins 61 tonn árið 1995. Samt er meðalafli á sóknareiningu svipað- ur samkvæmt skýrslum. Á Aust- fjörðum veiddust 166 tonn árið 1994 en afli fór niður í 33 tonn í fyrra. Sömu sögu er að segja þar og við Húnaflóann hvað varðar meðalafla á sóknareiningu. Þegar Tíminn reyndi að hafa símasamband við forráðamenn umsvifamestu ígulkeravinnslu landsins var svarið á einn veg í öllum símum fyrirtækisins: „Þetta símanúmer er lokað." -BÞ 6% fjölgun útlend- inga skilar ekki til- ætluöum aröi Samkvæmt bráöabirgöaupp- gjöri fyrstu sjö mánaða ársins hefur erlendum feröamönn- um fjölgaö um 6% frá því á sama tíma í fyrra. Samsetning gestanna veldur þó frum- kvöölum í ferðaþjónustu nokkrum áhyggjum og gefur vísbendingu um aö minnk- andi tekjur fylgi hverjum er- lendum feröamanni. Magnús Oddsson ferðamála- stjóri segir að straumur ferða- manna frá stærstu markaðs- svæðum íslendinga, Þýskalandi og Norðurlöndum, hafi heldur minnkað fyrstu sjö mánuði árs- ins. Ferðamenn þaðan hafi jafn- an dvalið lengst og eytt mestum peningum. „Þegar þessi tvö markaðssvæði standa í stað eða jafnvel minnka þá er náttúrlega ástæða til að hafa áhyggjur." Orsakir þess að ferðamönnum fækkar frá Norðurlöndum og Þýskalandi eru að hluta til rakt- ar til vor- og sumarkulda í norð- anverðri Evrópu. Fyrir vikið sækir fólk þar í sólina í fríinu fremur en að fara til íslands. Mörg dæmi eru t.d. um að sólar- landaferðir hafi selst upp í Dan- mörku og efnahagsástand í Þýskalandi hefur veruleg áhrif. Talsverð aukning hefur hins vegar orðið í straumi ferða- manna frá Bandaríkjununum. Þaðan hefur fjöldi fjölmibla- fólks komiö að undanförnu og landið fengið góða kynningu. Magnús bendir á að Flugleiðir hafi fjölgað viðkomustöbum í Veiting lyfsöluleyfa: Verða lyf seld í stórmörkubum? Þaö hafa veriö hugmyndir uppi um aö hefja verslun meb lyf í stórmörkuöum. Enn hafa engar slíkar um- sóknir um lyfsöluleyfi veriö afgreiddar en „þaö er stefna ráöuneytisins a& lyfjabúöir séu skýrt afmarka&ar frá annarri tegund verslunar," segir Einar Magnússon hjá Heilbrigöisráöuneytinu. Hann segir aö til skoöunar séu drög aö reglugerö sem taki sérstaklega á þessu. Menn telji næga lagastoö vera fyrir þess háttar skilyr&i þar sem í lyfjalögunum kem- ur fram aö huga veröi vel aö öryggisþættinum og heil- brigöisstefnu þegar lyfsölu- leyfi eru veitt. „Fyrst aö þaö er ástæöa til aö hafa áfengi í sérverslunum þá má ætla aö ekki sé minni ástæöa til aö hafa lyf líka í sérverslun- um." Með gildistöku nýju lyfjalag- anna, þann 15. mars síðastlið- inn, var lyfsala gefin frjáls að hluta til. Nú þegar hafa, á grundvelli þeirra, verið opnaðar tvær nýjar lyfjabúðir, ein í Keflavík og hin í Lágmúla í Reykjvík. Þrjú leyfi til viðbótar hafa verið veitt fyrir lyfjabúð- um, öll í Reykjavík, þ.e. í Skip- holti, Skeifunni og JL-húsinu við Hringbraut. Og þab liggja inni nokkrar umsóknir um lyf- söluleyfi sem fyrirhugað er ab tengist rekstri stórmarkaðanna, Bónus og Hagkaup. „Faglegu skilyrðin fyrir lyfsöluleyfi hafa ekki minnkað með nýju lögun- um, þvert á móti." Það verður að vera til staöar lyfjafræbingur með a.m.k. 3ja ára starfsreynslu sem ber faglega ábyrgð á rekstr- inum en rekstraraðilinn þarf ekki, öfugt við þab sem ábur var, ab vera lyfjafræðingur. Það þarf ab fá starfsleyfi frá Lyfjaeftirliti ríkisins, verslunarleyfi frá lög- regluembætti viðkomandi sveit- arfélags og ráðherra getur synj- að umsókn ef ekki fæst jákvæð umsögn frá hlutaðeigandi sveit- arfélagi. Samkvæmt nýuppkveðnum héraðsdómi þarf ekki ab taka til- lit til fólksfjölda og fjarlægðar milli lyfjabúða við veitingu lyf- söluleyfa þegar um þéttbýli er að ræða. Slík sjónarmið eiga hins vegar við í dreifbýli, þ.e. til ab hindra þá stöbu ab lyfjabúð- um fjölgi svo ab engin geti bor- ið sig. -gos Bandaríkjunum sem hafi mikil áhrif. Þótt gjaldeyristekjur af er- lendum ferðamönnum gætu orðið minni á árinu en vonir stóðu til hefur landinn verið ið- inn við ferðalög innanlands. „Það hefur orðið algjör spreng- ing í ferðalögum innanlands í sumar. íslendingar hafa fjárfest gífurlega í sumarhúsum, bílum og tjaldvögnum og aðilar í ferðaþjónustu finna miklu meira fyrir umferð íslending- anna en áður. Þab er sérstakt ánægjuefni," sagöi ferðamála- stjóri að lokum. -BÞ Ólafur Ragnar verndari íþróttanna tók á móti íslenska íþróttafólkinu sem keppti fyrír landsins hönd á Ólympíuleikunum í Atlanta. Bauö hann hópn- um heim aö Bessastööum kl. 17 ígœrdag. Ólafur Ragnar Crímsson, forseti íslands, hefur samþykkt aö veröa verndari íþróttastarfs á landinu, en þaö hafa fyrri forsetar lýöveldisins einnig gert. Myndin var tekin viö móttöku forseta aö Bessastööum ígœr. Tímamynd iak.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.