Tíminn - 13.08.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.08.1996, Blaðsíða 9
Þribjudagur 13. ágúst 1996 9 Örn Bragason doktor fœr styrk til atferlisrannsókna á tímaskynjun lífvera frá Vísindasjóöi: Klukkur og seinkuð umbun „Ég byrjaöi á þessu verkefni viö New York University, há- skólann þar sem ég var í til- raunasálfræöi og vann viö rannsóknir á atferli dýra. Klukkur og seinkuö umbun fjallar einmitt um tímaaf- VMngar Fjöldl vfnningahafa UpþHaaö á hvarn vinnlngahafa 1. »** 1 10.582.640 2 .*"¥ iðP 4 184.250 3. *-* 120 10.590 4. 3-5 4.268 690 Samtais 4.393 15.535.3601 Upplýangar um vinningatötur fétt ainnig I «lm«v«ra 668-1511 aöaGrawtu númari 800-6611 og I taxtavarpi stööu, hvaö hefur áhrif á tímaskyn lífvera þegar lífver- an er í biöstööu eftir ein- hverju eftirsóknarveröu. Þaö- an kemur titillinn, Klukkur og seinkuö umbun," sagöi Örn Bragason doktor í til- raunasálfræöi í- samtali viö Tímann, en hann er einn þeirra sem fengu úthlutaö styrk úr Vísindasjóöi Rann- sóknarráös íslands og var styrkur hans aö upphæö 900 þúsund krónur. Vísindasjóður veitti samtals 227 styrki aö upphæö 150,2 milljónir króna. Örn stundaði doktorsnám í tilraunasálfræði við New York University, eða Háskóla Nýju Jórvíkur, með atferlisrannsókn- ir sem sérsvið, frá 1987 og lauk því 1994. Áður haföi hann ver- ið í BA námi í sálfræði við Há- skóla íslands frá 1976 til 1982. í millitíðinni vann hann ýmis klínísk störf. Örn notar dúfur við rann- sóknir sínar en hann er að leita svara við spurningunni um hvað hafi áhrif á skynjun líf- vera á tímanum og hvort ein- hverjar breytingar í umhverf- inu hafi það. „Og ég komst að því að ef breytingarnar eru spá fyrir um komu matarins og því fleiri breytingar sem gera það, þeim mun lengur virðist tím- inn vera að líða. Ég var að rann- saka í þessu tilfelli það sem kall- að er klukkuáreiti. Þá eru það einhver áreiti í umhverfinu sem eru þaö regluleg að þau segja dýrinu nákvæmlega hversu langt í tíma þau eru frá umbuninni og um framrás tím- ans. Þeim mun betri sem klukk- an er, þeim mun lengur virðist tíminn líða." Örn segist í raun og veru vera að skoða hvernig lífverur fari aö því að áætla lengd tíma. „Þetta er í annað skiptið sem ég fæ frá Vísindasjóði. í fyrra fór ég til Kaliforníu, í Kaliforn- íuháskólann viö San Diego og var við þessar rannsóknir. Núna er ég að leggja drög að því aö fara út aftur í vetur og hef mestan áhuga á að komast til Hong Kong en þar er dúfna- rannsóknarstofa. Eg bíð núna akkúrat eftir svari þaðan, hvort ég geti komist þar að." í sumar og fyrrasumar hefur Örn starfaö með Magnúsi S. Sími 800 70 80 GRÆNT NÚMER Dagur-Tíminn hefur opnað grænt númer 800 70 80, sem er gjaldfrítt númer fyrir lesendur um allt land. Þjónustusími Dags-Tímans er opinn alla virka daga kl. 9-17. Hringdu núna ef þú ert með ábendingar, skoðanir eða vilt gerast áskrifandi að hinu nýja blaði. s Nýjung á Islandi! Eitt númer um allt land 800 70 80 ekkert gjald, hvar sem þú ert á landinu! ®agur-®mtmt -besti tími dagsins! Magnússyni við Háskóla ís- lands. „Hann er líka sálfræð- ingur og er fræðimaður við Há- skóla íslands og er forstööu- maður rannsóknarstofu um mannlegt atferli. Hann hefur áhuga, eins og ég, á tíma og at- ferli í tíma og það má segja formgerð tímans, mjög al- mennt. Ég kynntist honum í fyrrasumar og hef notið aðstoð- ar hans í fyrrasumar og í sumar við að kynna mér hans starf í þeim tilgangi að nýta mér það í mínum eigin rannsóknum. í þeim tilgangi hef ég verið að stunda rannsóknir hérna og þá hef ég verið að rannsaka leik- skólabörn. Það er verkefni sem er langt komið. Það byggist á því að athuga leikskólabörn og afstöðu þeirra til tímans og bið- arinnar. Þannig að það er út- víkkun frá dúfnarannsóknun- um," segir doktor Örn Braga- son. -ohr Fræbslumibstöb Reykjaavíkur auglýsir lausar stöður vib grunnskóla Reykjavíkur Árbæjarskóli: Kennari í 7. bekk, þarf einnig að kenna samfélagsfræði á unglingastigi. Kennari í íslensku og dönsku á unglingastigi, vegna forfalla. Líffræðikennari í unglingadeild. Tónmenntakennari (heil staða). Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 567 2555 eba 564 4565. Breiðagerðisskóli: Kennari í 1. bekk (2/3 staöa). Babvörbur. Starfsmabur í heilsdagsskóla. Uppeldismenntun æski- leg (hlutastarf). Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 553 4908 eba aöstoö- arskólastjóri í síma 553 4744. Breiöholtsskóli: Þrír kennarar í 2. bekk (1 /2-1 /3 stöbur). Aöstoöarmaöur í mötuneyti kennara (1/2 starf). Gangavöröur (2/3 starf). Upplýsingar veitir skólastjóri eða aöstoöarskólastjóri í síma 557 3000. Engjaskóli: Starfsfólk vantar viö heilsdagsskóla í 1 1 /2 til 2 stöður. Uppeldismenntun æskileg. Upplýsingar veitir skólastjóri eöa aöstobarskólastjóri í síma 586 1300. Hamraskóli: Kennari yngri barna (2/3 staba). Tónmenntakennari. Upplýsingar veitir skólastjóri eða aöstobarskólastjóri í síma 567 6300. Húsaskóli: Kennari í 1. bekk (2/3 staða). Kennari í 6. bekk (2/3 staba). Upplýsingar veitir skólastjóri eöa aðstoðarskólastjóri í síma 567 6100. Langholtsskóli: Myndmenntakennari (2/3 staða). Baðvöröur (fullt starf). Húsvörður (fullt starf). Gangbrautarvörður (1 /2 starf). Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 553 3188 eöa 588 3585. Umsóknum ber aö skila til Ingunnar Gísladóttur, deildar- stjóra starfsmannadeildar Fræöslumiöstöövar Reykjavík- ur, Tjarnargötu 12. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst. 9. ágúst 1996, Fræbslustjórinn í Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.